Færsluflokkur: Lífsskoðanir

Hugsun út úr flækju fornalda

Það þarf jafnan sjálfstæða og þó nokkra hugsun til að kasta af sér hindurvitnum fornalda sem lúra enn á meðal okkar.  Myndbandið hér að neðan sýnir frá nokkrum slíkum sem jafnframt eru frægt fólk fyrir ýmis afrek sín.  Sum andlitin komu þægilega á óvart.  :-)


Darwin dagurinn 12. febrúar 2009

 

Fimmdudaginn 12. febrúar nk. verður víða um heim haldið uppá 200 ára fæðingarafmæli vísindamannsins Charles Robert Darwins og um leið fagnað 150 ára afmæli útgáfu tímamótaverks hans, Uppruna tegundanna, þar sem færð vorufram í fyrsta sinn sannfærandi gögn og rök fyrir þeirri tilgátu að lífverur jarðar hefðu tekið þróunarlegum breytingum yfirDarwin54 milljónir ára. Nokkru síðar birti Darwin útskýringar á þróun mannsins og kynbundnu vali í náttúrunni í bókinni Ætterni mannsins og kynbundið náttúruval (1871), en sú bók olli miklum usla meðal margra samtímamanna hans, sem fannst niðurlægjandi að vera bendlaðir við sameiginlegan uppruna með öpum.

Charles Darwin var háskólagenginn frá Edinborg og Cambridge, en þar lærði hann m.a. þær guðfræðilega sprottnu skýringar á tilurð lífheimsins, að guð hefði hannað lífheiminn. Darwin lét það ekki hefta sína frjálsu hugsun og hóf sína eigin leit að svörum með því að skoða gögnin, þ.e. lífheiminn þar sem hann er hve fjölbreyttastur og ríkastur af magni við strendur Suður-Ameríku. Hann byrjaði með autt blað, þ.e. hans athugun og tilgáta yrði sett fram sem óháð vísindi sem líkur væru á að stæðust ítarlega skoðun um langan aldur. Hann hafði ekki áhuga á hugmyndafræðilegu stríði við klerka eða konunga, enda voru það aðrir menn sem héldu vörnum uppi fyrir tilgátur hans eftir að kristnir klerkar hófu árásir sína á þær. Þeirra frægastur var líffræðingurinn Thomas Henry Huxley (1825-1895) og fékk hann viðurnefnið „bolabítur Darwins" fyrir vaska framgöngu sína. Tilgáta Darwins var staðfest sem vísindakenning eftir að síðari tíma rannsóknir studdu hana, sérstaklega á sviði erfðafræðinnar. Hún varð til þess að heimsmyndin gjörbreyttist og vald trúarbragðanna yfir hugmyndaheimi fólks fjaraði út að miklu leyti.

Afkomandi Thomas Huxleys, Julian hélt uppi merki ættföðursins á 20. öldinni, með því að verða fyrsti framkvæmdastjóri UNESCO og þingforseti fyrsta þings alþjóðasamtaka húmanista, International Humanist and Ethical Union (IHEU) árið 1952. Húmanistar um allan heim halda mikið uppá Charles Darwin og hans arfleifð.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi er samstarfsaðili að málþingi því sem haldið verður í HÍ á afmælisdegi Darwins, en
Steindór J. Erlingsson hafði milligöngu að því fyrir félagið. Málþingið ber yfirskriftina: Hefur maðurinn eðli?  Fulltrúi Siðmenntar, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, lektor í heimspeki við HÍ, flytur þar erindið „Að hálfu leyti api enn". Aðrir fyrirlesarar verða Ari K. Jónsson tölvunarfræðingur, Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur, Jón Thoroddsen heimspekingur, og Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum. Á málþinginu verða einnig afhent verðlaun í ritgerðarsamkeppni sem haldin var á meðal framhaldsskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög. Málþingið er öllum opið og verður haldið í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, stofu 132 og hefst kl. 16:30. Dagskrána má sjá á www.darwin.hi.is.

Alþjóðlega dagskrá má sjá á http://www.darwinday.org


Nei, hann er það alls ekki - einföldum lífið!

Guð er ekki nauðsynlegur frekar en snuð ungabarni eða tálsýn týndum manni.  Hugmyndin um guð flækist bara fyrir fólki og býr til gerviheim sem er líkt og að synda í grjónagraut. 

Franski stjörnufræðingurinn og eðlisfræðingurninn Pierre Laplace (1749-1827) fékk athugasemd frá Napoleon Bonaparte keisara eftir að honum var kynnt bók LaPlace, Himnesk gangverk, sem útskýrði alheiminn algerlega út frá náttúrulegum forsendum án þess að minnst væri einu orði á guð.  Napoleon hafði gaman að því að koma með athugasemdir sem gætu komið flatt upp á fólk eða það átt í vandræðum með að svara: 

"Þeir segja mér að þú hafir skrifað þessa stóru bók um alheiminn, en hvergi minnst á Skaparann í henni" sagði Napoleon

Laplace svaraði: "Ég hafði enga þörf fyrir þá tilgátu!" 

Napoleon hafði gaman af svarinu og sagði ítalska stærðfræðingnum og stjörnufræðingnum Lagrange frá þessu.  Lagrange sagði þá: "Ah, það er fín tilgáta.  Hún útskýrir svo margt".   Þ.e. tilgátan um að engin þörf sé fyrir guð, útskýri margt.

Þetta fellur að öðru heimspekilegu hugtaki sem kallast Rakvélablað Occams, (William Occam 1285-1349) sem útskýrir að óþarfa viðbætur við tilgátur gera þær ekki réttari eða betri en þær sem innihalda einungis kjarna málsins.  T.d. bætir það ekki neinu við skilning okkar á eðli siðferðis eða sporgöngu himintunglanna að bæta við einhverri veru í útskýringuna, þegar tilgátur byggðar á náttúrulegu eðli nægja fyllilega. 

Í þessari umræðu er mikilvægt að skilja á milli guðshugmyndarinnar og trúarsamfélags sem inniheldur margvíslega mannlega og félagslega þætti sem koma að gagni.  Þeir þættir þurfa ekki raun guðinn þegar betur er að gáð.  Samhjálp, samhugur, samhyggð, samábyrgð, stuðningur við hvort annað og velvilji er allt sem þarf.  "All you need is love" sungu Bítlarnir.  Höldum þessu einföldu takk! Wink


mbl.is Er Guð nauðsynlegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur um kennslu í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði

Í júni í fyrra kvað Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg (MDES) upp dóm í máli nokkurra foreldra gegn norska ríkinu - svokallað Fölgerö mál.  Málið kom til vegna þess að foreldrarnir töldu að það hallaði verulega á aðrar lífsskoðanir en kristni í námsefni fagsins kristendomskunnskap med religions- og livssynsorientering (KRL, Kristni, trúarbrögð og lífsskoðanir) og þær hluta-undanþágur sem börn þeirra gátu fengið frá faginu útsettu þau fyrir mismunun.  Málið byrjaði í Noregi árið 1995 og tapaðist fyrir öllum dómstigum í Noregi.  Málið fór svo fyrir nefndarálit Mannréttindanefndar SÞ, sem ályktaði með foreldrunum.  Loks fór málið fyrir MDES og lauk í fyrra með því að dæmt var foreldrunum í vil.  Talið var að þessar hluta-undanþágur gengju ekki upp, námið væri of einsleitt af kristni og brotið væri á rétti barnanna til náms með því að setja þau í aðstæður sem brytu á rétti foreldranna til að ala þau upp samkvæmt eigin sannfæringu.

Í dag kl 16, í fundarsal Þjóðminjasafnsins mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi kynna þetta mál og hafa fengið hingað til lands í boði norsku húmanistasamtakanna, Human Etisk Forbund, lögfræðinginn Lorentz Stavrum, en hann flutti umrætt mál norsku foreldranna fyrir Mannréttindadómstólnum í Strasbourg.   Upplýsingarnar koma því hér frá fyrstu hendi og frá manni sem gerþekkir málið.

Mál þetta komst í hámæli fyrir ári síðan þegar menntamálaráðherra bar upp þá tillögu að orðalagið "kristið siðgæði" skyldi víkja fyrir nokkrum vel völdum orðum sem lýstu almennt viðurkenndum siðferðisgildum eins og umburðarlyndi og virðingu.   Ástæða þessa var m.a. niðurstaða þessa dóms í máli norsku foreldranna gegn norska ríkinu, en einnig vegna "fjölda ábendinga" aðila í þjóðfélaginu.  Þetta var rétt hugsað hjá ráðherra og ráðgjöfum hennar og þjónaði þeim tilgangi að eyrnamerkja ekki starfsemi skóla einhverri einni trú þó svo að hún væri stærst í landinu.  Þá þjónaði þetta einnig tilgangi þess að taka tillit til vaxandi fjölbreytileika í lífsskoðunum í landinu.

Það fór þó svo að varðmenn ítaka Þjóðkirkjunnar og kristni í landinu hættu ekki að nagast í ráðherra og menntamálanefnd fyrr en samþykkt var að setja "kristileg arfleifð" inn í lagatillöguna þannig að enn hefði kristnin sérstakan sess í lögunum.   Einn prestssonur, alþingismaður í Framsóknarflokknum sem átti sæti í nefndinni komst að þeirri "snilldar" niðurstöðu að Fölgerö málið hefði alls ekki fjallað um þess konar orðalag í lögum og að það væri viðurkennt að kristni ætti að skipa stóran sess í námsefni þjóða þar sem hún hefði haft mikil áhrif.  Strangt til tekið var þetta rétt hjá Framsóknarmanninum svona rétt eins og þegar þjófur finnur gat í skattalögum og telur sig hafa allan rétt til að notfæra sér það.  Málið er að tilgangur dómsins var að hnekkja á mismunun og gera börnum frá ólíkum heimilum þar sem mismunandi lífsskoðanir ríkja, kleift að sækja skólana.  Ef þingmaðurinn hefði skilning á því sæi hann e.t.v. að það þjónar akkúrat tilgangi jafnréttis að taka út orðalag í lögum um grunnskóla sem gerir eina trú rétthærri en aðrar.  Það er kannski ekki vona að þingmaðurinn hafi haft skilning á því þar sem formaður hans, Guðni Ágústsson sagði þegar hann í desember 2007 var spurður af stjórnanda Kastljóss að því hvað kristið siðgæði væri , að það "væri að verja hagsmuni Þjóðkirkjunnar".  blink blink

Í inngangi að Aðalnámskrá grunnskóla um nám í kristin fræði, siðfræði og heimsspeki segir m.a.:

Mikilvægur þáttur uppeldismótunarinnar er siðgæðisuppeldið.  Sérhvert þjóðfélag byggist á ákveðnum grundvallargildum.  Skólanum er ætlað að miðla slíkum gildum. 

Þetta hljómar ekki illa en þó ber að varast að taka uppeldishlutverkið frá foreldrum.  Ég er algerlega sammála því að þjóðfélagið byggist á ákveðnum grundvallargildum, en næsta setning í námskránni er lygi:

Í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur.  Nægir þar að nefna virðingu einstaklingsins fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum ... [breiðletrun er mín]

Hér er algerlega sleppt að nefna framlag frjálsrar hugsunar, upplýsingarinnar og húmanismans sem í raun þurfti að berjast gegn kreddum kristninnar síðustu aldir til að fá fram mannréttindi og einstaklingsfrelsi.  Þessar stefnur sem áttu uppruna sinn í heimspeki Forn-Grikkja og Rómverja (t.d. stóisminn) höfðu mjög mótandi áhrif á kristnina sjálfa sem er nú nær óþekkjanleg miðað við kristni miðalda.  Þessi setning sem er svona sett fram í Aðalnámsskrá er því lygi þó svo kristnin hafi haft manneskjulegan boðskap inní annars mjög tvíræðu trúarriti sem fékk ekki að njóta sín fyrr en að upplýsingin hafði sigrað.

Það er fleira í Aðalnámsskrá sem er í þessum dúr.  Áróður Þjóðkirkjunnar fyrir eigin ágæti og nauðsynleika er allsráðandi í skránni.  Aðrir hlutir eru nefndir á hraðbergi.  Þessi námsskrá gefur verulega skakka mynd af því hvaða hugmyndafræði er í raun mest mótandi á vesturlöndum og það þarf að laga verulega til í markmiðum þessarar greinar.   Kristnin verður áfram stór hluti, en veraldlegri siðrænni hugmyndafræði þarf að gera skil með sanni.

Fjölmennum á fundinn í dag!

 

 


Hvernig verður guðshugmyndin til?

Á bloggi heimspekingsins Stephen Law (The War for Children's Mind) er velt upp spurningunni; Hvernig varð guðshugmyndin til?  gegnum bókarumfjöllun hans á bók Richard Dawkins, The God Delusion.  Í fimmta kafla bókarinnar kemur fram að Dawkins telur að guðshugmyndin verði til sem hliðarspor við ákveðna hæfileika mannsins.  Ég setti eftirfarandi pælingu á bloggið hans Stephen Law.  Afsakið en hún er á ensku.

Hi

I agree with Richard Dawkins that religion is a byproduct of certain qualities that we have.
I think it is the byproduct of our abstract thinking and imagination that makes us able to think ahead and visualise things in our mind. That is very useful in construction and many other skills.
Having this quality the god idea becomes attractive in order to:
a. Create a super leader that people become less jelous of than a human.
b. Create a mighty comforter that "never" fails.
c. Create a system of thought that keeps believers in place because breaking it will mean punishment.
d. The system can be tagged with some useful ethical message but also a harmful one.

The problem with this is, that there is no logical way to change the system of believe since it is set up as a sacred unchangeable system. It therefore becomes outdated almost the minute it is created (by man).
Thank - Svanur your Icelandic humanist

Hvað finnst ykkur lesendur góðir?  (Er þetta ekki tilvalið umshugsunarefni nú í svartnætti fjármálakreppunnar? W00t


Hvern sakar þetta? Fólk má trúa því sem það vill!

Hversu oft heyrir maður ekki þetta í umræðunni um trúarbrögð: 

Það skaðast enginn af því að trúa á guð!

Á meðan það getur verið rétt þegar um er að ræða mjög einangraða trú hugmyndafræðilega, þ.e. trú sem styðst að mestu við veraldlegt siðferði og guðshugmyndin þjónar nánast ekki neinu nema táknrænum tilgangi.  Dæmi um þetta er t.d. sú trúarstefna sem Fríkirkjan í Reykjavík heldur uppi.  Það er mjög húmanísk og umburðarlynd trúarstefna þar sem mannelskan er í fyrirrúmi og Biblían ekki tekin of bókstaflega.  Þjóðkirkjan er að meðaltali meira bókstafstrúuð og lætur ýmsar kreddur þvælast fyrir sér eins og sést hefur í vandræðum hennar með að taka sambönd samkynhneigðra í sátt.  Hún rekur einnig mjög markvisst trúboð og seilist inn í veraldlegar stofnanir eins og leikskóla og barnaskóla. Þessar trúarstefnur eru nú ekki það sem telja má hættulegar með beinum hætti, en öll guðstrú leggur grunninn að því að taka stærri trúarstökk og byggja fleiri haldvillur ofan á þá fyrstu.  Bókstafstrú er í raun sannari trú en um leið lengra frá skynseminni. Þannig fóstrar "hófsamt" trúarlegt umhverfi varasama bókstafshyggju því hún byggir á sömu upphaflegu haldvillunni, sömu tálsýninni, sama gagnsleysinu, sömu blekkingunni.   Sinnulausir trúleysingjar sem nenna ekki að skrá sig úr Þjóðkirkjunni eða telja það ekki skipta máli, stuðla einnig að því að trú fær meira vægi í umræðu og fjárhagslegum stuðningi en hún ætti að fá í þjóðfélaginu. Trúarpólitískt séð sér maður einnig að kristnir biskupar gagnrýna nær aldrei það fólk sem er meira bókstafstrúar en það sjálft, a.m.k. ekki opinberlega.  Hins vegar er styttra í að gagnrýna trúleysi.  Hinir "hófsömu" trúuðu eru stundum leynilegir aðdáendur heittrúaðra og fagna því þegar þeir ganga lengra.  Þannig fá t.d. nunnur stuðning við lífsmáta sinn úr "hófsamri" átt og veraldlegir stjórnmálaleiðtogar halda á lofti trúarlegum tengslum til að halda fylgi sínu.  Stærstu stjórnmálaflokkar þessa lands (og víða annars staðar) þora ekki að beita sér í frekari aðskilnaði trúar og ríkis vegna ítaka Þjóðkirkjunnar.  Hinir "menningarlega kristnu" sem eru í allri hegðun trúlausir halda í hugsanaleysi þannig í aldagamalt valdaapparat trúræðis.  Hið "hófsama" er haft að fífli. Í framhaldi af umfjöllun minni um heimildarmyndina Nunnan og þá haldvillu að bænin hjálpi þeim sem beðið er fyrir vil ég sýna hér eitt dæmi (af mörgum) um hræðilegar afleiðingar slíkrar trúar:Fengið af vefsíðu um verndun barna frá bókstafstrú í Massachusets, USA:  
Amy Hermanson, age seven, died September 30, 1986, in Sarasota, Florida, of untreated juvenile onset diabetes. Her parents refused to provide her with necessary medical care. Her illness began in late August of 1986. The course of her illness is documented in the testimony from the trial of her parents for felony child abuse and third degree murder. In August, Amy became thinner, her bones started to protrude through her skin, she developed dark circles under her eyes and her skin developed a bluish tinge. At school she often could not keep awake and would put her head on her desk and fall asleep. Amy's aunt reported that in the 2 weeks before her death Amy had lost 10 pounds, that her eyes were sunken and were functioning separately and that she could barely walk and often had to be carried. On Friday, August 26th, four days before her death, Amy's appearance was skeletal, according to a teacher. Amy told the teacher that she had been vomiting a lot and had been unable to sleep for a few nights. At the end, Amy had lapsed into a coma; she was lying on a bed without sheets; the sheets were found soaking nearby in several buckets with black vomit on them. A Christian Science "practitioner" had been retained to "treat" Amy, with prayer, on August 22nd. Following Amy's death, Chris Hermanson, Amy's mother, stated that Amy had been healed by Christian Science the morning of her death, but that Amy had make her own decision to pass on. Mrs. Hermanson had constantly claimed during Amy's illness that Amy was having an emotional problem deciphering her identity. She also states that Amy had become sick because of negative vibrations received from outside the home. Amy's parents were charged with felony child abuse and third degree murder. Both were convicted on the charge of third degree murder.

Nafnið "Hermanson" fær mann til að velta því fyrir sér hvort að um íslensk-ættað fólk hefði verið um að ræða.  Íslensk samantekt: Árið er 1986 og 7 ára stúlka sem býr í Flórida, Bandaríkjunum fær áberandi og alvarleg einkenni sykursýki sem fara stigversnandi á 2 vikum, en móðir hennar, sem er í hinni Kristilegu Sjáandakirkju taldi að stúlkan hefði veikst vegna neikvæðna bylgna utan heimilisins.  Hún fékk "meðhöndlara" úr kirkjunni til að "meðhöndla" stúlkuna með bænum og hélt barnið vera læknað að morgni þess dags sem hún dó en að það hefði tekið sína eigin ákvörðun um að deyja.  Foreldrar stúlkunnar (Amy) voru fundin sek um misnotkun á barni og þriðju gráðu morði og dæmd samkvæmt því.

Dæmin eru mýmörg en fara oftast hljótt því fólk hefur þá undarlegu hugmynd að trúarbrögð séu undanþegin gagnrýni.  Í síðasta mánuði var greint frá í dagblaði hérlendis dauða barns í Bandaríkjunum sem dó hægt úr sýkingu sem móðirin og prestur héldu til streitu að biðja fyrir fram í rauðan dauðan.  Manneskjan hélt þrátt fyrir þetta að hún hefði gert rétt.  Guð hefði einfaldlega ætlað þetta.  Þetta er nánast sturlun.

Hér eru fleiri dæmi á síðunni "Death by Religious Exemption" og síðunni "What's the harm?" sem bendir á skaðsemi kukls og trúarbragða.


Fáfræði er alsæla!

Enski átjándu aldar rithöfundurinn Thomas Grey skrifaði:

“Where ignorance is bliss, / ‘Tis folly to be wise.’”  sem útleggst á íslensku eitthvað á þá leið að "Þar sem fáfræði er alsæla er kjánalegt að vera vitur" nunnan

Mér komu þessi orð til hugar þegar ég horfði á verðlaunaða sænska heimildamynd á RUV um daginn sem heitir "Nunnan".  Hún fjallar um unga stúlku sem ákveður að gerast nunna eftir lok menntaskóla.  Hún ákveður ekki einungis að verða nunna heldur ganga í ströngustu nunnuregluna, Karmelsysturnar.  Þar má hún ekki fara út fyrir lóð klaustursins svo lengi sem hún ákveður að vera nunna.  Hún fær að fara út í garðinn en hún má ekki tala við aðrar nunnur nema í tvisvar sinnum eina klukkustund daglega.  Dagurinn byrjar með sameiginlegri bænastund.  Annað sem þær gera, m.a. hirða garðinn, verða þær að gera í þögn og hugsa um guð í leiðinni.  Tal við aðrar nunnusystur myndi trufla það.  Svo má hún aðeins hitta fjölskyldu sína 7 sinnum á ári og oftast á bak við stálgrind í móttökuherbergi klaustursins.  Eitt skipti mátti hún renna grindinni til hliðar og faðma foreldra sína, systkini og systkinabörn enda átti hún afmæli. 

Það var var margt sorglegt við þessa mynd og hún sýndi á átakalausan máta og án sérstakrar gagnrýni hvað var á ferðinni.  En hvers vegna er ég að vitna í þetta með að fáfræði sé alsæla?  Vissi stúlkan ekki hvað hún var að fara út í?  Vissi hún ekki hverju hún var að fórna?  Það var ljóst að hér var um ákaflega vel gefna stúlku og ákaflega vandaða og hugulsama manneskju.  Hún hafði hlotið góða menntun en var sú menntun nógu góð leyfi ég mér að spyrja?  Hún var alin upp í heittrúuðu heimili sem fór sínar eigin leiðir í trúnni og hafði sitt eigið bænahús á eigin lóð.  Móðirin taldi ekkert æðra í lífinu en að gerast nunna og óskaði öllum börnunum sínum 6 slíkt þó að hún teldi það ekki endilega raunhæft markmið.  Þrátt fyrir það kvaldist hún þegar þessi dóttir hennar hvarf á braut inn í Karmelklaustrið.  Hún viðurkenndi að hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta hefði í för með sér fyrir þau öll.  Hún var lengi í sorg og ungur bróðir hennar tók út fyrir þetta einnig.  Það merkilega var að stúlkan virtist vita algerlega hverju hún væri að fórna og að það væri andstætt náttúrunni að neita sér algerlega um ást karlmanns.  Hún sagði að kynin væri sköpuð fyrir hvort annað. "Ég afsala mér að gefa og þiggja" sagði hún og átti þá við þau samskipti karls og konu sem þannig uppfylltu hvort annað.  Margt annað kom í ljós í þessari heimildarmynd sem tekin var yfir 10 ár í lífi nunnunnar og fjölskyldu hennar, sem virtist gefa allt aðra mynd en þá að hún væri fáfróð eða illa upplýst. 

Ég vil þó leyfa mér að segja að hún hafi verið illa upplýst á ákveðnu mjög mikilvægu sviði í lífinu, þ.e. hverju maður á að leggja trúnað á og fylgja.  Henni var kennt af foreldrum sínum að með bæninni gæti hún breytt miklu í hennar eigin lífi og annarra. Trúarsamfélag hennar kenndi henni hið sama. Það var því ein stærsta ástæðan fyrir inngöngunni í klaustrið að hún skyldi koma góðu til leiðar gegnum bænina og með því að gefa líf sitt guði einöngruð frá umheiminum.  Hún vildi gera foreldra sína og systkini stolt af sér og uppfylla það sem móðirin taldi æðst í þessum heimi.  Hún trúði þessu svo sterkt að hún vildi fórna frelsi sínu, umgengni við fjölskylduna, líkamlegri snertingu, vináttusambandi við nokkra manneskju (nunnurnar áttu ekki að vera vinir neinnar sérstakrar annarrar nunnu - ekkert má koma á milli þeirra og guðs), ástarsambandi og barneignum.  Allt voru þetta hlutir sem hún elskaði en samt var kennisetning trúarinnar um að einsetulíf og tilbeiðsla til veru sem engan sannanlegan veruleika hefur, meira virði í huga hennar.  Þessi ljúfa, fallega og vel gefna stúlka var tilbúin að loka sig frá umheiminum vegna fyrirheita Kaþólsku kirkjunnar.  Hvílík ábyrgð!  Hvílík sóun og hvílík þjáning og hvílík ónáttúra lögð á unga konu þar til hún deyr án afkomenda í klaustrinu, fyrir óstaðfesta sýn og meira en lítið mótsagnakennda bók sem á að túlka vilja meira en lítið óstaðfestrar súperveru.  Það er svo augljóst hversu brothætt þessi tálsýn er því ekki mátti nunnan lesa blöð eða horfa á sjónvarp.  Ef ekkert fær að hræra í hugarfarinu þá hverfur síður sýnin.  Í annan stað þjónar slík einangrun alræðinu.  Tálsýnin og allt hugmyndakerfið tengt þessu þarf algert vald yfir þjóninum, annars losnar tangarhaldið fljótt.  Þó að háir veggir umlyktu garðinn og stálgrind væri í heimsóknarherberginu, þá er fangelsunin fyrst og fremst hugarfarsleg.  Snilldin felst í því að manneskjan telur sig vera að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. 

Tvö ósannindi liggja að baki þessa fjötra hugarfarsins sem fjötra svo líkama sumra einnig:

  1. Ósannindin um mátt bænarinnar.  Hún hefur vissulega "lyfleysuáhrif" á þann sem biður eða á þann sem hlustar en slík áhrif endast ekki og gefa bara falsvonir.   Kirkjan sjálf álpaðist út það að rannsaka mátt bænarinnar á vísindalegan máta fyrir um 3 árum síðan.  Þetta var sæmilega stór tvíblind rannsókn, þ.e. fólkið sem beðið var fyrir vissi ekki af því og rannsakendurnir vissu ekki hver nákvæmlega bað fyrir hverjum á meðan framkvæmdinni stóð.  Þannig var komið í veg fyrir að óskhyggja truflaði niðurstöðuna, en hún var sú að bænir höfðu engin marktæk áhrif á fólkið sem beðið var fyrir en það voru sjúklingar á sjúkrahúsi. 
  2. Ósannindin um verðlaun á himnum eða í næsta lífi.  Hún tengist einnig ósannindunum um dýrðlingastöðu og að fjölskyldan verði betur sett fyrir fórn einhvers í henni fyrir trúna.  Ósannindin um himnavist getur verið freistandi fyrir ráðvilltan ungling eða ungling sem leitar fullkomnunar eins og dæmið í myndinni fjallaði um.  Hún þráði greinilega fullkomnun og sætti sig bara við hið besta.  Ósannindin um hreinleikann og alsælu þess að eiga eitthvað sem kallað er djúpt samband við guð spilar þarna stórt hlutverk.   Á endanum byggir allt þetta völundarhús hugmynda á ímynduðu hugmyndinni og stærstu ósannindunum - hugmyndinni um tilvist guðs, æðri himnaveru, sem hefur þá mótsagnakenndu eiginleika að vera algóð, alsjáandi og almáttug.  Gallin er hins vegar sá að guð er bara einn af þeim dauðu guðshugmyndum sem gengið hafa skiptum í árþúsundir meðal trúgjarnra og þessi svokallaði guð hefur aldrei verið almáttugur og algóður þegar mannkynið hefur virkilega þurft þess.  Við erum jú á lífi en færi algóð vera fram á slíka sóun og dauðatoll í kringum okkur?

Þorum að spyrja spurninga um þessi mál.  Bróðir nunnunnar þorði það og olli uppnámi innan fjölskyldunnar.  Sannleikurinn þoldi ekki dagsljósið.  Máltíðin í garði fjölskyldunnar leystist upp hið snarasta.  Efinn var of sár.  Já, það yrði hvílíkt sárt að uppgötva að sjálfviljug innilokun dótturinnar hafi ekki verið þess virði og hreinlega röng. 

Nú eigum við menntamálaráðherra sem aðhyllist kaþólska trú og forsætisráðherra sem heiðraði páfann með því að færa honum persónulega afskræmda nýþýðingu Biblíunnar á íslensku með sérstakri kærleikskveðju frá biskupnum sem telur trúleysi eitt mesta mein heimsins og sambönd samkynhneigðra ekki þess virði að komast á æðsta stig sambanda gagnkynhneigðra - hið heilaga hjónaband.   Allt þetta styrkir þá hugmyndafræði sem liggur að baki klausturlífi eða annarra óeðlilegra ákvarðanna byggðra á tálsýninni um almáttugan guð.  Hneykslið í Byrginu og fjöldi annarra dæma þar sem fólk verður fórnarlömb trúarhugmyndarinnar standa okkur nær.  Á 60 ára tímabili á sautjándu öld voru um 80 manns teknir af lífi (brenndir eða drekkt) vegna galdra eða hugsanlegra galdra á Íslandi og þetta var eftir siðaskiptin.  Hvar var Lúther eða áhrif hans þá?  Á meðan Lúther lifði var þeim hópi fólks sem vildi að skírn yrði aðeins framkvæmd eftir að barn næði fullum þroska (anababtistar) útrýmt í Evrópu af Kaþólsku kirkjunni og auðsveipum kóngum.   Lúther mótmælti víst í fyrstu en taldi svo anababtista villutrúar og studdi þá ekki.  Fljótur var hann að gleyma því að sjálfur þurfti hann stuðning til að kljúfa sig úr kaþólsku kirkjunni.   Aðeins upplýsingin, raunsæi og manngildishyggja var hið raunverulega hjálpræði Evrópu og það þurfti 350 ár til að losna úr fjötrunum... en sumir eru ekki lausir enn.


Biblían bókstaflega á 5 mínútum - í boði Þjóðkirkjunnar

Hjalti Rúnar Ómarsson er með athyglisverða umfjöllun á Vantrú um bók sem kom nýlega út á vegum Skálholtsútgáfunnar, útgáfufélagi Þjóðkirkjunnar.  Þetta er bókin "Fimm mínútna Biblían" sem er þýdd úr norsku og á að gefa fólki greiða leið til að kynna sér efni Biblíunnar með 5 mínútna lestri daglega.  Það er norskur prestur sem skrifar bókina og túlkar hann Biblínua fyrir lesandann. 

Þetta væri e.t.v. ekki fréttnæmt í þjóðfélagi þar sem fólk lætur skrá börn sín sjálfkrafa við fæðingu af ríkisstofnunum í félag sem trúir á ímyndaða himinveru, nema fyrir þær sakir að sú túlkun sem ræður ríkjum í bókinni er alls ekki "hógvær kristni" eins og verjendur Þjóðkirkjunnar telja hana standa fyrir og vera nauðsynlegan stuðpúða svo bóksstafstrú vaxi ekki fiskur um hrygg hérlendis.  Nei í þessari bók er t.d. gengið út frá því að Satan og hans djöflapakk séu allt staðreyndir og að Guð hafi komið því í kring að María móðir Jesú hafi verið mey þrátt fyrir fæðingu á Jesú.  Orðrétt segir:

En ef þú trúir á Guð á annað borð þá veistu að það er ekkert mál fyrir hann að koma því svo fyrir að ung kona ali barn en haldi þó meydómi sínum.

Á maður að gráta eða hlæja? ...eða hvort tveggja? 

Þá mælir höfundur bókarinnar með tungutali (speaking in tongues, glossolalia) en það er svona orðasalat sem fólk fer með í múgsefjun og trúartrans á samkomum hjá bóksstafstrúuðum, t.d. í "Jesus camp" hjá evangelistum í USA.  Allt sérlega nútímalegt og í anda hógværar trúariðkunar hinnar evangelísk-lútersku Þjóðkirkju á Íslandi eða hvað? 

Hvernig má það vera að hún gefi svona bók út á sínum vegum?  Er þetta inní framtíðartrúarstefnu Þjóðkirkjunnar? Sjáum við bráðum börn falla í trúartrans á KFUM/K fundum eða sumarbúðum Þjóðkirkjunnar? 

Kíkið endilega á nánari umfjöllun Hjalta Rúnars.  Það var verulega þarft að vekja athygli á þessu og á hann þakkir skilið fyrir það.

 


Hausnum barið í vegginn

Bókstafstrúaðir evangelistar í Bandaríkjunum reyna að lifa í eins konar Öskubuskudraumi þar sem líf fólks á að steypa í form úreltra siðareglna úr Biblíunni eða kirkjuboðskap frá miðöldum.  Reglur þessar lýsa óöryggi og stjórnunaráráttu þeirra sem í þessum söfnuðum eru, sérstaklega stjórnendum þeirra og hugarfarslegum heilaþvottamönnum.   Þetta fólk óttast persónufrelsi í kynlífi og lokar augunum fyrir því að eitt að því sem er mikilvægt fyrir vali á maka er einmitt að vita hvernig það er að eiga kynlíf með viðkomandi.  Það er óskemmtileg tilhugsun að ganga í hjónaband og finna svo út að maki manns sé með allt aðrar hugmyndir (og framkvæmd) um kynlíf en maður sjálfur sættir sig við eða vill taka þátt í.   Frelsisbarátta síðustu alda gaf okkur þetta dýrmæta einstaklingsfrelsi en sökum hversu sumir hópar fólks höndla illa raunveruleikann og margbreytileika lífsins reyna þeir að njörva ungt fólk niður í forneskjulegar og í raun ómannúðlegar reglur. 

Meydómshringur.  Hvað kemur næst?  Meydómsbelti? Pinch


mbl.is Ekkert kynlíf fyrir hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil fjölgun húmanískra giftinga í Skotlandi

Á nokkrum árum hefur fjöldi húmanískra giftinga á Skotlandi nærri nífaldast (frá 81 upp í 710 í fyrra) og eru nú fjórða algengasta form giftinga á meðal lífsskoðunarhópa þar, en borgaralegar giftingar án afskipta lífsskoðunarfélaga eru algengastar þar.  Karen Watts and Martin Reijns, at their Edinburgh Zoo wedding

Sagt er frá þessu í frétt BBC á sunnudaginn 20. júlí síðastliðinn.  Þessi fjölgun gerist á sama tíma og giftingum fækkar í heild hjá trúfélugum. 

Hér má lesa aðra frétt um málið og heimsækja hér vefsíðu skoskra húmanista, en þeir hafa fengið samþykkt lög í Skotlandi þar sem þeir mega ganga frá lagalegu hlið giftingarinnar rétt eins og trúfélögin.  Því er ekki til að dreifa hérlendis.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hóf formlega sína athafnaþjónustu 29. maí síðastliðinn og hafa athafnarstjórar félagsins stýrt tveimur giftingum og þrjár til viðbótar eru í undirbúningi á næstu mánuðum.  Þetta fer rólega af stað en án efa mun vaxandi fjöldi fólks nýta sér þennan möguleika í framtíðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband