Færsluflokkur: Lífsskoðanir
In memoriam - Sir Edmund Hillary
22.2.2008 | 23:53
Eg leyfi mer ad birta her tilvitnun i Sir Edmund Hillary af sidu humanista i Nyja Sjalandi.
Sir Edmund Hillary
Sir Edmund Hillary and Sherpa Tensing (pictured in Wellington in 1971) were the first to climb Mount Everest in 1953. Hillary lived a life of philanthropic achievement and adventure. He died 11 January 2008
picture Reference No. EP/1971/3690/6A-F timeframes.natlib.govt.nz National Library of NZ
"There are many people who, when they're in a moment of danger, will resort to prayer and hope that God will get them out of this trouble. I've always had the feeling that to do that is a slightly sneaky way of doing things. If I've got myself into that situation, I always felt it's up to me to make the effort somehow to get myself out again and not to rely on some super-human human being who can just lift me out of this rather miserable situation.
That may be a slightly arrogant approach, but I still feel that in the end, it's up to us to meet our challenges and to overcome them." -Ed Hillary
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mikilvæg bók
22.2.2008 | 04:20
Bókafélagið Ugla hefur nýlega sent frá sér þýðingu Brynjars Arnarsonar á bókinni Íslamistar og naívistar eftir dönsku hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er þingmaður og ráðherra og hann er lektor við Kaupmannahafnarháskóla.
Ég las bókina nýlega og mæli sterklega með henni.
Ég vil benda a umfjöllun Atla Harðarsonar um hana.
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eðli Morgunblaðsins og Molar úr lífsspeki trúmannsins - sjá bls 47 í Mbl sunnudagsins.
28.1.2008 | 01:59
Morgunblaðið hefur borið þá gæfu að leyfa öllum lesendum að skrifa greinar á lesendasíður blaðsins svo fremi sem ekki sé um eitthvað verulega meiðandi eða ósiðsamlegt efni að ræða. Þannig hefur Morgunblaðið marga áratugi hjálpað landanum að koma skoðunum sínum á framfæri við aðra landsmenn og er það vel. Einhverjir hafa kvartað yfir að fá lítið pláss eða að vissum einstaklingum sé hampað með stórum greinum í lesbókum eða sérstökum dálkum. Mér sýnist ýmislegt til í þessu en Morgunblaðið er ekki ríkisblað, heldur einkafjölmiðill og ber því ekki skylda að meðhöndla alla jafnt og getur leyft sínum gæðingum og uppáhöldum að njóta sín sérstaklega. Það er þó aðdáunarvert að oft hafa pólitískir andstæðingar Moggans fengið drjúgt pláss og góð viðtöl. Þessi aðdáun er þó nokkuð sem á ekki að vera aðdáun, heldur bara venjubundin virðing fyrir því sem sjálfsagt er fyrir fjölmiðil sem í krafti útbreiðslu sinnar hefur þann möguleika að skýra frá vel flestum skoðunum og málssvörum sem láta að sér kveða í þjóðfélaginu. Þannig er þeirra háttur sem una málfrelsi og lýðræðislegri umræðu.
En hverjir eru sérhagsmunir Morgunblaðsins? Það er nokkuð ljóst að stefna og stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins fá þar sérstaklega góða umfjöllun og tækifæri. Hin óundirritaða en oft háðuga og hvassa gagnrýni á andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í dálknum Staksteinar og einnig í ritstjórnarpistli eða Reykjavíkurbréfi sýnir hvaða stjórnmál standa á bak við eigendur og ritstjórnendur blaðsins. Þá er ljóst að Morgunblaðið er málpípa Þjóðkirkjunnar og fær hún mikið pláss til að koma sínu fólki, trúarskoðunum og dagskrá á framfæri. Sem stærsta dagblað landsins og með mestu útbreiðsluna hafði Mbl og boðun þess því algera yfirburði í áratugi eða þar til Fréttablaðið sló útbreiðslu þess út. Blaðið og svo 24-stundir sem Mbl keypti meirihluta í er nú orðið að nánast sama málssvara (en bara með meira efni fyrir dægurmál) og mátti sjá þess glöggt vitni í umræðunni um grunnskólafrumvarpið í desember s.l. Leiðarar 24-stunda voru mjög vilhallir Þjóðkirkjunni og óttuðust hinn "freka minnihluta" sem bað um veraldleg lög í landinu. Við þetta er ekkert að athuga - einkarekin fyrirtæki ráða sínum skoðunum sjálf.
Í Morgunblaðinu í dag sunnud. 27. janúar 08 fékk Sr. Sigurður Ægisson tvo heildálka sem tileinkaðir eru "Hugvekju" og fjallar þar um það sem hann setur í fyrirsögn undir "Lífsspeki". Þetta vakti forvitni mína því fátt er jú mikilvægara en lífsspeki. Við þurfum öll að hafa tileinkað okkur ákveðna lífsspeki til að taka farsælar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Sr. Sigurður segir í inngangi að þetta sé síðasta hugvekjan hans í bili, en síðan 2001 hafi hann skrifað 325 hugleiðingar, flestar frumsamdar. Hann þakkaði samfylgdina og tók svo fram að sú lífsspeki sem hann valdi til birtingar kæmi úr bók Jóns Hjaltasonar, Lífsspeki sem kom út árið 2003.
Hér koma nokkur dæmi (án leyfis höfundar):
"Talið um frægð, virðingu, skemmtun og auðæfi - allt þetta er einskis virði samanborið við ástúð vináttunnar" Þetta er einstaklega krúttlegt og sætt. Hins vegar finnst mér virðing ekki einskis virði samanborið við "ástúð vináttunnar" enda felst mikil virðing í vináttunni. Reyndar fer um mig smá hrollur varðandi þessa ástúð því ég þigg bara ástúð frá minni heittelskuðu. Þetta er nú bara minn þröngi skilningur á orðinu og óska ég öllum gleðilegrar ástúðar hjá þeim sem þess óska. Næsta.
"Þvílíkt himnaríki væri ekki hér á jörðu ef við höguðum okkur eins gagnvart meðbræðrum okkar og hundinum okkar" Gúlp! Hundar þurfa að dúsa inni heilu dagana og sofa stundum í búrum. Þá eru þeir skotnir fljótt ef þeir fá ólæknandi sjúkdóm eða lifa við verki. Þar förum við reyndar betur með þá en það fólk sem óskar eftir aðstoð við að stytta óbærilegt líf sitt. Já ætli það sé ekki bara heilmikill sannleikur í þessu þó ég óski engum að lifa á hundakexi.
"Með því að hefna sín gerir maðurinn sig aðeins að jafningja óvinar síns; en með því að láta það ógert sýnir hann yfirburði sína". Sammála. Hér er átt við siðferðislega yfirburði. Í dag iðkum við refsingu í formi fangelsisvistar en tilgangurinn með henni er ekki síður að vernda aðra frá fólki sem líklegt er til að brjóta af sér aftur". Dauðarefsingin er aftur form hefndar og ætti aldrei að vera í gildi því það er ekki hægt að vera alltaf viss um að rétti aðilinn sé sakfelldur.
Ljómandi er nú allt þetta að ofan skemmtilegt en "Adam var ekki lengi í Paradís" og guðleysingjarnir .... já hvers mega þeir gjalda greyin því næsta "lífsspeki" Sigurðar (og Jóns) var:
"Erfiðustu stundir guðleysingjans eru þær þegar hann er barmafullur af þakklæti fyrir eitthvað en veit ekki hverjum hann á að þakka". Dísus fo..ing kræst. Hvílík vandræði! Hvílík opinberun! Hér er vandamál sem ég hafði aldrei hugsað út í. Ég hef verið guðlaus frá 15 ára aldri (og að 6 ára aldri) og hef alveg misst af þessum erfiðu stundum en samt hef ég haft svo mikið til að vera þakklátur samferðafólki mínu og allra mest foreldrum og þeim forfeðrum landsmanna sem bjuggu í haginn fyrir velferð okkar og frelsi. Ég er þakklátur ríkinu fyrir að hafa veit mér tækifæri til menntunar út háskólanám og byggt upp heilbrigðiskerfi sem styður mig í veikindum utan þess þegar tennurnar í mér sýkjast, brotna eða skemmast. Mér sýnist að sá sem þessa "lífssteypu" samdi hafi ekki notið þess að hugsa með báðum heilahvelunum og haft erfiðleika við að sjá neðar en ímyndað himnaríkið. Við hann og Sigurð segi ég: "Líttu í kringum þig - í láréttu plani!"
Endahnútinn rekur Sigurður svo með þessari dásamlega niðurlægjandi tilvitnun í orð gamallar konu:
"Það er að vísu satt að Darwin hefur sannað að Guð sé ekki til. En Guð er svo góður að hann mun fyrirgefa honum það" - Gömul kona við andlát Charles Darwin.
Konan viðurkennir fyrst að Darwin hafi sannað að Guð sé ekki til en talar svo þvert ofan í þá viðurkenningu með því að telja Guð muni fyrirgefa honum það. Þetta er dæmi um þversögn eða öfugmælaskrýtlu (enska: oxymoron) sem oftar en ekki er dæmi um það sem varast á sem heimsku frekar en að taka sem lífsspeki. Til eru bækur sem innihalda safn slíkra öfugmæla eða þversagna. Þetta á ekki heima í bók um lífsspeki en sjálfssagt þykir sumum viturt það sem öðrum þykir heimskt. Merkilegt að Sigurður tæki þetta dæmi sem guðfræðingur en þetta er ágætis brandari, bara á kostnað trúaðrar konu. Aftur trúmaðurinn telur þetta brandara á kostnað Darwins þar sem Guð sé svo góður og fyrirgefandi, en stóri brandarinn í þessu öllu saman er sá að Darwin setti ekki fram þróunarkenningun til höfuðs trú fólks um tilveru Guðs. Þróunarkenningin kemur ekkert guði eða trú við. Hún er vísindakenning um þróun lífvera í árþúsundanna rás - ekkert annað. Hins vegar kom hún í stað sköpunarsögunnar sem útskýring á lífríkinu fyrir marga þá sem áður höfðu trúað á slíka sögu eða vantaði góða skýringu á aldri og þróun lífheimsins. Það var mörgum bókstafstrúarmanninum áfall og ekki var lengur verjandi að kenna sköpunarsöguna sem líffræðilega útskýringu í skólum lengur.
Vonandi velur Sigurður betri lífsspeki til birtingar í framtíðarvettvangi sínum. Það verður spennandi að sjá hvaða visku eftirmaður hans með dálkinn "Hugvekja" í sunnudagsblaði Mbl mun færa lesendum blaðsins. Hið kristilega íhald hefur vin í Morgunblaðinu.
Manngildi og siðferði mannsins vegna er nóg
30.12.2007 | 23:34
Í prentútgáfu Morgunblaðsins í dag 30. desember bls 44, birtist eftir mig svargrein sem fer hér að neðan. Ég sendi með greininni mynd sem Mbl birti ekki (líklega vegna plássvanda). Myndin verður því með hér en hún er tekin af Matthíasi Ásgeirssyni og kann ég honum þakkir fyrir að leyfa birtinguna.
----
Þann 21. okt. s.l. birtist svargrein Sigurðar Pálssonar fyrrverandi sóknarprests Þjóðkirkjunnar við grein minni frá 30. sept. Húmanismi lífsskoðun til framtíðar. Það er ánægjulegt að Sigurður tekur undir með mér um mikilvægi húmanismans, en hann skrifar hins vegar greinina til að mótmæla því sem hann kallar að [ég] spyrði saman guðleysi og húmanisma. Honum sárnar greinilega að ég nefni ekki einhverja trúmenn sem jafnframt hafi verið málssvarar húmanískra lífsgilda.
Sigurður segir: Að skilgreina húmanismann eða manngildisstefnuna fyrst og fremst sem guðlaust lífsviðhorf er fölsun. Hann vísar svo til þess að í mannkynssögunni sé fjarri því að allar greinar [manngildisstefnunnar] hafni trúarlegri sýn á tilveruna.
Fyrst vil ég nefna að hvergi í umræddri grein sagði ég að kristnir gætu ekki tileinkað sér húmanísk gildi eða hefðu ekki gert það fyrr á öldum. Hins vegar hafa ekki nema örfáir trúarleiðtogar verið í forsvari fyrir manngildishyggju og miklu oftar barist gegn straumum frelsis og manngildis. Þannig var það með trúfrelsi, aðskilnað ríkisvalds og dómsvalds frá kirkjunni, afnám þrælahalds, kosningarrétt kvenna og nú síðast réttindi samkynhneigðra.
Forysta Þjóðkirkjunnar hefur ekki enn áttað sig fyllilega á rökréttum nútímaviðhorfum gagnvart samkynhneigð. Hún barði lengi vel hausnum við stein í aumkunarverðri tilraun sinni til að halda í bókstafinn og hvatti Alþingi til þess að skerða réttindi annarra trúfélaga til að taka sjálfstæða ákvörðun um hjónavígslu samkynhneigðra þar til nýlega.
Þau alþjóðasamtök sem s.l. 56 ár hafa borið nafn húmanismans, International Humanist and Ethical Union (IHEU), hafna hindurvitnum og þ.á.m. trú á guði. Almennt þegar talað eru um samtök húmanista og húmanisma er átt við IHEU og þann húmanisma sem þar er haldið á lofti. Siðmennt er aðildarfélag að þeim. Hinn venjubundni húmanismi nútímans er trúlaus og þar liggur mín skírskotun.
Vissulega hafa húmanísk lífsviðhorf verið til innan trúarbragða og fyrstu húmanistar endurreisnarinnar eins og t.d. Desiderius Erasmus frá Rotterdam voru trúaðir. Þeir fengu viðurnefnið húmanistar árið 1589 vegna þess að skrif þeirra lögðu meiri áherslu á frelsi mannsins en áður þekktist. Þeir grófu þannig óbeint undan guðdómleikanum og því óskoraða valdi sem kirkjan hafði tekið sér á hugum og líkamlegu frelsi fólks. Þjóðfélög þessa tíma voru gegnsýrð af kristinni bókstafstrú og það var ávísun á dauðann að segja sig trúlausan. Thomas Jefferson, sem var uppi um tveimur öldum síðar var einarður gagnrýnandi trúarbragða og taldi að siðferði væri ekki komið frá guðdómi heldur eðlislægri dómgreind mannsins.
Sigurður sagði svo: Guðlaus lífsviðhorf fæddu ekki af sér manngildishugsjónina. Þessu er ég algerlega ósammála. Manngildishugsjónin hefur enga þörf fyrir guðshugmyndina og stendur algerlega sjálfstæð án hennar. Þó að bæði trúaðir og ótrúaðir hugsuðir sögunnar hafi komið fram með húmanískar skoðanir, þá byggðu þær ekki á guðfræði eða trúarlegum innblæstri. Þau trúarbrögð sem í dag teljast hófsöm og skynsamari öðrum eru það vegna þess að þau hafa fjarlægst nákvæma trú á orð trúarrita sinna og skilið eftir þann kjarna sem hvað helst samræmist húmanískum gildum og skynsemi. Þannig skiptir trúin á upprisuna og hina heilögu þrenningu ákaflega litlu máli fyrir megin hluta kristinna Íslendinga. Samkvæmt stórri Gallup könnun sem var gerð hérlendis árið 2004 trúa aðeins 8.1% því að þeir fari til himna eftir sinn dánardag. Siðferðislegt, lagalegt og menningarlegt umhverfi okkar er fyrst og fremst húmanískt, þ.e. óður til frelsi mannsins, hugvits og mannúðar, en ekki trúarlegrar náðar eins og forysta Þjóðkirkjunnar básúnar við hvert tækifæri.
Svo hneykslaðist Sigurður yfir því að ég vogaði mér að segja að hófsöm trúarbrögð búi í haginn fyrir hin öfgafullu heittrúarbrögð. Það er langt mál að færa fyrir því full rök en hér vil ég nefna eitt dæmi sem er okkur nærri. Á dögunum fór fram svokölluð Bænaganga sem margir kristnir trúarsöfnuðir stóðu að, þ.á.m. Þjóðkirkjan. Gengið var niður á Austurvöll og beðið um aukna kristinfræði og trúarlega starfsemi í skólum. Aðalskipuleggjandi göngunnar var maður sem vitað er að talar mjög niðrandi um samkynhneigða opinberlega. Í göngunni voru svo hermannaklæddir karlar sem báru fána og yfirbragð göngunnar varð því mjög þjóðernislegt (sjá mynd). Á meðan forgöngumaðurinn predikaði böðuðu þátttakendur út örmum líkt og öfga-evangelistar gera í Bandaríkjunum (Sjá grein Brynjólfs Þorvarðarsonar Gengið gegn gleðinni í Mbl, 18.11.07 bls 50). Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur beðið skólayfirvöld undanfarin ár að gæta hins hlutlausa veraldlega grunns í menntastofnunum landsins og gæta þannig mannréttinda barna, sem voru dómfest í Mannréttindadómstóli Evrópu í sumar. Í stað þess að virða þennan dóm er Þjóðkirkjan tilbúin að ganga með öfgatrúuðum í baráttu fyrir auknum trúarlegum afskiptum í skólum. Hvað segir þetta manni um húmanisma Þjóðkirkjunnar og með hverjum hún stendur?
Lífsskoðanir | Breytt 31.12.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
Fögnum 60 ára afmæli Mannréttindasáttmála SÞ!
10.12.2007 | 03:07
Í dag 10 desember á Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 60 ára afmæli!
Í tilefni þess er vefsíðan www.KnowYourRights2008.org hleypt af stokkunum á vegum SÞ.
Þetta er mikill gleðidagur því mikilvægi sáttmálans verður seint ofmetið. Á þessum árum hafa hundruðir mannréttindamála unnist vegna þeirrar fyrirmyndar sem sáttmálin hefur sett öllum þjóðum heims. Sáttmálinn er viðurkenning á því að um heim allan gilda algild siðferðislögmál sem taka tillit til hvers einasta einstaklings og réttar hans til að lifa sómasamlegu lífi og eiga rödd sem hlustað er á án tillits til uppruna, kynþáttar, kyns, þjóðfélagsstöðu o.s.frv.
Sáttmálinn hafnar því að munur á menningu réttlæti t.d. kúgun og ofbeldi gegn konum eða minnihlutahópum.
Þá er það mikilvægt að sáttmálinn hafnar mismunum byggða á lífsskoðunum, þannig að trúarskoðanir og lífsskoðanir án trúar eigi að njóta sömu tækifæra og meðhöndlunar af opinberum aðilum. Börn eiga þann skýlausa rétt að njóta skólagöngu án afskipta utanaðkomandi félaga sem boða lífsskoðanir eða pólitískar stefnur. Menntun barna á að vera á faglegum forsendum eingöngu og í höndum menntaðra kennara.
Þessu hefur Siðmennt talað fyrir og verið sjálfstæður verndari og stuðningsaðili Mannréttindasáttmálans á Íslandi. Félagið er hluti af alþjóðlegum samtökum siðrænna húmanista sem kallast International Humanist and Ethical Union (www.iheu.org) en þau eru bara 5 árum yngri en sáttmálinn (stofnuð 1952). IHEU hefur átt náið samstarf við SÞ og verið ráðgefandi aðili frá stofnun þess. Fyrsti forseti alþjóðaþings IHEU, þróunarlíffræðingurinn Julian Huxley varð síðar fyrsti framkvæmdarstjóri UNESCO við stofnun þess. UNESCO er Mennta-, vísinda- og menningarmáastofnun SÞ. Stefnumál IHEU og Siðmenntar eru í anda Mannréttindasáttmálans.
Það er von mín að biskup Þjóðkirkjunnar, Sr. Karl Sigurbjörnsson sjái að sér og beri til baka ummæli sín um að Siðmennt séu "hatrömm samtök". Slík ummæli varpa skugga á baráttuna fyrir viðurkenndum mannréttindum og eru ekki til þess fallin að effla vináttu eða mannvirðingu á meðal fólks.
Siðmennt hefur vaxið mikið undanfarna 10 daga og það er fagnaðarefni að félagafjöldi hefur aukist um 15% á þeim tíma. Það er ljóst að margir hafa skilið mannréttindabaráttu þess og vilja búa börnum landsins menntakerfi sem hefur góð og algild siðferðisgildi að leiðarljósi án trúarlegra merkimiða, sérréttinda, boðunar, iðkunar eða trúarlegrar starfsemi í skólum.
Sem manneskja og húmanisti fagna ég þessum merkilega áfanga í "lífi" Mannréttindasáttmálans og segi: Skál! Megi hann lengi lifa! húrra! húrra! húrra! HÚRRA!!
Siðmennt svarar biskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Búum börnum okkar merkimiðalaust skólaumhverfi og frið frá trúboði
30.11.2007 | 16:23
Vegna kynningar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á nýju frumvarpi til breytingar á grunnskólalögum hafa sumir fulltrúar Þjóðkirkjunnar farið hamförum í fjölmiðlum undanfarið og hrópað hátt yfir því að "kristilegt siðferði" sé nú verið að hrekja úr skólunum af "frekjugangi minnihlutahóps".
Ef rétt er haft eftir á bls 2 í 24-Stundum í dag þá sagði Karl Sigurbjörnsson biskup að "Siðmennt væru hatrömm samtök". Maður verður nánast kjaftstopp að sjá svona siðlausar og algerlega staðhæfulausar ásakanir. Er hann alveg að missa sig yfir því að "sóknarfærin" hans og Þjóðkirkjunnar á trúboði í grunnskólum landsins eru í hættu vegna frumvarps sem er í samræmi við ályktanir Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu frá því sumar?
Getur Karl biskup ekki unað því að menntastofnanir landsins hafi almennt siðferði að leiðarljósi en í kynningu á frumvarpinu segir orðrétt:
Í frumvarpi um leikskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um kristilegt siðgæði barna er ákvæði um að efla almenna siðferðisvitund þeirra. Í frumvarpi til laga um grunnskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um að starfshættir skólans skuli mótast af kristilegu siðgæði verði ákvæði um umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.
- Siðmennt er EKKI á móti Litlu-jólunum. "common!" krakkar að dansa kringum jólatré. Jólin hafa víða skírskotun og húmanistar halda flestir jól.
- Siðmennt er EKKI á móti kristinfræðikennslu í skólum.
-----
PS: Ég vil benda á góðar greinar Matthíasar Ásgeirssonar á bls 38 í Fbl og Valgarðs Vésteinssonar á bls 28 í Mbl í dag.Siðmennt ekki á móti litlu jólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Jólin nálgast - hvers vegna gefur Guð aflimuðum ekki nýja fætur?
28.11.2007 | 00:49
Nú fer í senn Aðventan og svo Jólin - hátíð ljóss og friðar! Kristnir menn hitna örlítið meira en við hin sem föttum ekki breikið eða diggum ekki feikið, af einskærri eftirvæntingu yfir afmælishátíð litla krúsilega Jesúbarnsins sem lá í heyi jötunnar í Bethlehem. Mér og fólki af mínu sauðahúsi verður að nægja samvera með fjölskyldunni, góður matur og gjafir undir skreyttu jólatré.
Butt líf án Jesú "ain't du seim". Norðurheimskautaloftið mun iða af bylgjum bæna til Guðs og hans næstráðanda og uppáhald, mini-me Jesus; Dæmigerðar bænir gætu hljómað svona; "Pabbi komi heim úr útlöndum með PlayStation 100", "Magga systir fái kvef", "Ótakmarkað niðurhal og frí lög á torrent.is" og svo að alvörunni - bænir um "betri heilsu", "minni offitu" og e.t.v. "nýjan fót". Já sumir hafa misst útlimi eða fæddust ekki með þá heila.
En.. en.. en.. Guð og Jr gefa aldrei nýja fætur! ALDREI! Af einhverjum óskiljanlegum óalmættis ástæðum hefur þeim aldrei hugnast að lækna fótalausa. Bæði bænasinnuðum hugbylgjunæmum Íslendingum og okkur hinum sem getum ekki sent út bænabylgjur er það þó huggun að Það er búið að finna út hvers vegna! Svarið er finna á vefsíðunni "Why Won't God Heal Amputees?" Því miður hef ég ekki þýðingu á þeirri rökleiðslu sem þar fer fram, en verði forvitnin þér óbærileg þrátt fyrir e.t.v. slaka enskukunnáttu er bara málið að taka sér eina Ensk-Íslenska í hönd og komast að sannleikanum.
Gleðilegan jólaundirbúning!
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (141)
Dýrkeypt trú í lögvernduðu umhverfi
6.11.2007 | 00:51
Enn þann dag í dag er fólk tilbúið að myrða nágranna sína, fjölskyldu eða sjálfan sig (stundum allt í einu) fyrir trú á bókstaf trúarrita, þvert ofan í þá siðferðisskoðun sem barátta hugsjónafólks gegnum aldirnar fyrir húmanísku siðferði hefur skilað okkur hinum sem "almennri skynsemi". Þó að þessi almenna skynsemi sem byggir á rökhyggju þyki sjálfsögð, erum við öðru hvoru minnt óþægilega á það að svo hefur ekki alltaf verið og ekki er víst að alltaf verði svo nema að við við verjumst kröftuglega árásum óskynseminnar.
Þessi frétt var á vef Mbl í dag:
Tuttugu og tveggja ára kona frá Shropshire á Englandi lést af barnsförum við Royal Shrewsbury sjúkrahúsið þann 25. október. Konan fæddi tvíbura og missti mikið blóð, hún vildi ekki þiggja blóðgjöf af trúarástæðum, en hún tilheyrð söfnuði votta Jehóva og gátu læknar því ekkert gert til að bjarga henni.
BBC segir frá þessu og hefur eftir Terry Lovejoy, talsmanni safnaðarins í Telford að meðlimir hans fylgi orðum biblíunnar og þiggi ekki blóð, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að hún hafi verði á annarri skoðun.
Vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjafir þar sem þeir trúa því að Guð hafi í Biblíunni bannað slíkt og að það jafngildi synd að þiggja blóð.
Tvíburarnir nýfæddu eru viðgóða heilsu og eru í umsjá föður síns.
Það er kaldhæðnislegt að eftirnafn talsmannsins sé "Lovejoy" því hegðun safnaðarins er nær því að vera "Killjoy". Auðvitað er ekki ásetningur hér að deyða en útkoman er því miður hin sama. Það að þiggja ekki blóð til lífsbjargar er sjálfsdráp af völdum eigin "upplýsts" aðgerðarleysis.
Upplýsingin er þó vandamálið. Þ.e. upplýsingin sem konan var alin upp í innan einangrunar trúarsafnaðarins, ekki hin faglega upplýsing fæðingarlæknisins. Konan vissi að hún myndi deyja fengi hún ekki blóð en trúði því í einlægni og algerri sannfæringu að henni biði himnavist og að börnin hennar og maður væru hólpin leiðrétting "að hún verði eins og í svefni fram að upprisunni miklu" ef hún fylgdi bókstaflega túlkun Votta Jehóva á ritningunni. Trú hennar telur það verra að þiggja blóðgjöf en að deyja af völdum blóðtaps. Verra en að deyja af óþörfu frá nýfæddu barni (börnum). Hún má fá alls kyns lyf og jafnvel gerviblóð (sem ekki eru til nógu góð til að koma í staðinn) í æð, en blóð annarrar manneskju er höfuðsynd gegn orði ritningarinnar. Þannig lítur út fyrir að Vottar Jehóva telji blóð annarar manneskju valda einhverju hræðilegu í augum guðs sé það sett í æðar annarrar manneskju. Samt ættu þeir að vita að fullt af fólki utan þeirra safnaðar hefur þegið blóð og ekkert hræðilegt hefur komið fyrir það. Þetta fólk hefur notið hamingju og átt tækifæri til að ala upp börn sín og skila starfi fyrir þjóðfélagið. Nei, þetta skiptir ekki nægilega miklu máli í hugum Votta Jehóva. Ritningin gildir. Hvað skyldi það vera í ritningunni sem fær þá til að komast þessari niðurstöðu?
NT Postulasagan 15:28 - Í bréfi postula og öldunga til bræðra í Antíokkíu stendur
"...(28) Það er ályktun heilags and og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, (29) að þér haldið yður frá kjöti fórnuði skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel, Verið sælir"
GT Þriðja Mósesbók - Leviticus. Kafli 17: "Heilagleikalögin - Fórnir og neysla blóðs", setn 11-14
"... (13) Því að líf líkamans er í blóðinu og ég hefi gefið yður það á altarið til þess að með því sé friðþægt fyrir fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu. (12) Fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn:
"Enginn maður meðal yðar skal blóðs neyta, né heldur skal nokkur útlendingur, er býr meðal yðar, neyta blóðs" (13) Og hver sá Ísraelsmanna og þeirra manna útlendra, er meðal yðar búa, sem veiðir villidýr eða fugl ætan, hann skal hella niður blóðinu og hylja það moldu. (14) Því að svo er um líf alls hold, að saman fer blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn: "Þér skuluð ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds, það er blóð þess. Hver sá er þess neytir, skal upprættur verða" [breiðletrun mín]
Af þessum ritningarorðum draga Vottar Jehóva þá furðulegu ályktun að ekki megi þiggja blóðgjöf. Óttinn við að ritninguna megi túlka sem ísetningu blóðs í æðar líkamans þó að það sé augljóslega aðeins verið að tala um át á blóði, er skynseminni sterkari. Vottar vilja greinilega ekki hætta á að verða "upprættir". Kannski byggist þetta á "...því að líf sérhvers holds, það er blóð þess." þannig að þeir telji að með blóðgjöf sé einhver að láta frá líf sitt og því megi ekki þiggja það. Allt er þetta grátlega órökrétt og óskynsamlegt í ljósi nútíma þekkingu og ákaflega óábyrgt að taka þennan aldna texta bókstaflega.
Vottar Jehóva reyna í öllum löndum að fá skurðlækna til að samþykkja að gera á þeim aðgerðir og lofa að gefa þeim ekki blóð. Viðtökur hafa verið misjafnar og það oltið nokkuð á skoðun hvers skurðlæknis fyrir sig. Hins vegar leyfa lög landsins ekki að líf barns undir lögaldri fái að fjara út í blóðleysi og er forræði foreldra dæmt af þeim ef þurfa þykir í slíkum tilvikum. Það hefur gerst hér. Til þess að styðja við eigin trúarkreddu hafa Vottar Jehóva bent mikið á hætturnar af blóðgjöfum og benda á að osmótískt virkir innrennslisvökvar geti komið í staðinn. Það gildir þó ekki um lífshættulegt blóðleysi því að eins rauðu blóðkornin flytja súrefni til vefja líkamans.
Ímyndum okkur ef stjórnmálaflokkur eða almennt áhugamannafélag boðaði þá skoðun að ekki mætti gefa sýklalyf því það dræpi saklausa gerla og væri óásættanlegt ígrip í náttúrulegt ferli. Við vitum að afleyðingin yrði sú að fólk dræpist í hrönnum úr lungnabólgu og þvagfærasýkingum. Hver yrðu viðbrögð við slíkum stjórnmálaflokki?
Að vísu þarf ekki að ímynda sér þetta því til er fólk í kuklgeiranum (m.a. sumir hómeopatar) sem mælir mót ónæmissetningum vegna snefilmagns af kvikasilfri í sumum bóluefnum og óstaðfestri tilgátu um að viss bóluefni valdi einhverfu. Ef þessi ótti réði ríkjum fengjum við brátt faraldur mænusóttar, heilahimnubólgu og barnaveiki með þúsundum örkumla eða dauðum börnum í kjölfarið. Allt þetta þykir okkur fáránlegt en þegar sama fáránleika er haldið fram af trúarsöfnuði, er það allt í einu mun ásættanlegra og trúarskoðanirnar fá sérstaka verndun þjóðfélagsins. Söfnuður Votta Jehóva er skráð trúfélag hérlendis en samt stendur í lögum um skráningu trúfélaga frá árinu 2000 eftirfarandi:
I. kafli. Almenn ákvæði um trúfélög.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi. [breiðletrun í 1.gr. er mín]
Hvers vegna eru þessi lög ekki virt og eftir þeim farið? Er trú Votta Jehóva um skaðsemi blóðgjafar ekki "gagnstæð góðu siðferði"? Ef okkur þykir það e.t.v. ekki nóg til að neita þeim um skráningu, hvað þá með eftirfarandi í trú þeirra (heimild):
- Heaven is only for select Jehovah's Witnesses
- Heaven is limited only to 144.000 Jehovah's Witnesses
- Jehovah's Witnesses are the only true Christians
- There is no life after death (except for the 144.000 selected ones)
- You are discouraged from attending college
- The "first resurrection" occurred in 1918
- All pastors are the "Antichrist"
- All churches are of Satan
- All governments are controlled by Satan
- You cannot take a blood transfusion
- You cannot be a police officer
- You cannot salute the flag, stand for the national anthem, or own a flag
- You cannot buy girl Scout cookies
- You cannot marry a non-Jehovah's Witness
- If one does not follow the rules of the Watchtower they will be shunned
- You cannot read Christian literature from a Christian book store
- You cannot be a cheerleader
- You cannot celebrate any holidays (Christmas, Easter, etc )
- You cannot celebrate your birthday
- You cannot run for or hold a political office
- You cannot vote in any political campaign
- You cannot serve on a jury
- You are discouraged from giving to charity (except Watchtower causes)
- You cannot speak to former members who are shunned (disfellowshipped)
- You cannot accept Christmas gifts
- Only Jehovah's Witnesses can understand the Bible
- Angels direct the Watchtower organization
- You must report your witnessing activity to the elders
- You must go from door to door weekly to gain converts
- You cannot have friends who are not Jehovah's Witnesses
- You must refer to all Jehovah's Witnesses as "brother" or "sister"
- You cannot play chess*
- You cannot understand the Bible without Watchtower literature to explain it
- A child abuser is reported to Watchtower elders and not the police
- You must forgo vacations to attend annual conventions
- You are discouraged from buying a two door car-A "Theocratic" or "spiritually strong" Jehovah's Witness will have a full size car for the door to door work
- Men cannot wear beards
- Men must wear short hair
- Women cannot pray in the presence of men without a hat
- You cannot have a tattoo
- You forbidden to use any tobacco products
- Only officially approved sexual practices are allowed in marriage
- You must appear before a Judicial committee if you are caught breaking Watchtower rules (Secret files are kept on all members which record these meetings-these files are kept in New York and are never destroyed)
- You must not own wind-chimes (they are for chasing away evil spirits)*
- You cannot read any anti-Jehovah's Witness material
- You cannot use pet foods made with blood or blood products
- You cannot join any clubs or sports teams
- You cannot wear jade jewelry*
- If you see another Jehovah's Witness breaking the rules you must turn them in to the elders to be interrogated
- Women must submit to Watchtower elders
- You cannot support your country
- One must study Watchtower books at least six months before he can be baptized
- Before baptism, one must answer over questions in front of a panel of elders
- Most of The Book of Revelation applies to the Jehovah's Witnesses
- You cannot celebrate Mothers or Fathers day (it may produce pride)
- JWs are are forbidden to say "good luck"
- God only speaks through the "Governing Body" in Brooklyn, New York
- The Holy Spirit is only for select Jehovah's Witnesses
- The Lord's supper is only to be eaten by select Jehovah's Witnesses ( , group- % of Jehovah's Witnesses are forbidden from taking the Lord's supper)
- The Lord's supper can only be offered once per year
- JWs in times of crisis, are strongly discouraged from consulting with family counselors, including mental health professionals who are not Jehovah's Witnesses
- Only faithful Jehovah's Witnesses will survive Armageddon
- If you have a non-Witness spouse your first loyalty is to the elders over your spouse
- Judgment day is 1000 years long
- If you leave Jehovah's Witnesses or are expelled from the organization you will not be resurrected
- Only Jehovah's Witness prayers are heard by God
- God will destroy all non-Jehovah's Witnesses at armageddon
- You forbidden to say "God bless you" when someone sneezes
- You cannot participate in a school play
- You cannot donate blood or your organs when you die
- You can never question what is printed in Watchtower literature
- You are forbidden to attend a funeral of an ex-Jehovah's Witness
Þetta er löng upptalning en alls ekki tæmandi um trú og samfélagsreglur Votta Jehóva. (Afsakið leti mína að þýða ekki textann). Ef til vill eru þær ekki allar í gildi hjá söfnuðnum hér eða eitthvað slakað á sumum þeirra en ég hef ekki ástæðu til að hald að þeir syndgi hér stórt gegn sínum uppruna.
Ég breiðletraði það sem mér fannst standa út úr sem andstætt almennu siðferði. Flestar þessar reglur miða að því að einangra safnaðarmeðliminn bæði félagslega og hugarfarslega. Bannað er að lesa gagnrýni á trú þeirra og fólk sem yfirgefur trú þeirra er hrakið burt og útilokað, útskúfað og vanvirt. Þannig tekst þessum fornaldarsöfnuði að læsa fólk inni í hugarfari einangrunar og útilokunar. Það má ekki efast og það má ekki taka þátt í félagsstarfi, íþróttum eða stjórnmálum hins almenna þjóðfélags. Allt eru þetta reglur sem viðhalda fáfræði og fordómum um þjóðfélagið í kringum þá og halda meðlimum þeirra í söfnuðnum vegna ótta við alls kyns útskúfun og reiði ímyndaðs guðs.
Þetta eru þó skráð trúarbrögð þrátt fyrir 1. ákvæði laganna þar sem segir að trúfélög megi ekki fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Vantar kannski viðmiðið hér? Hvað er hið góða siðferði og allsherjarregla? Það hlýtur að endurspeglast í þeim mannréttindareglum sem við viljum kenna okkur við, t.d. reglur SÞ. Er einangrun og útskúfun í samræmi við þau mannréttindi?
Hvers vegna hafa trúarbrögð sérréttindi til þess að brjóta á mannréttindum og góðu siðferði? Er e.t.v. kominn tími til að fara að lögum í landinu? Hversu langt má trúfrelsi ná?
Frekari fróðleik og tilvitnanir um Votta Jehova má m.a. finna á Wikipediunni.
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Hugsjónakona heiðruð
2.11.2007 | 00:18
Það var sérlega ánægjulegt að vera viðstaddur veitingu húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 2007. Tatjana Latinovic er vel að heiðrinum komin enda mikil baráttukona fyrir bættri stöðu nýbúa og kvenna á Íslandi og hefur sett jákvætt mark sitt á þjóðfélagið þau 13 ár sem hún hefur verið hér. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda á Íslandi en húmanismi gengur einmitt út á það að lifa eftir, varðveita og framfylgja mannréttindum eins og þeim er lýst í Mannréttindasáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og Evrópu.
Tatjana Latinovic fékk húmanistaviðurkenningu Siðmenntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klysja með boðskap
8.10.2007 | 01:44
Ég var að enda við að sjá stríðsmyndina "300", sem hefur fengið misjafna dóma en nær 8.0 í einkunn á IMDb.com, en yfirleitt er þess virði að sjá myndir sem fá einkunn yfir 7 og sérstaklega milli 8 og 9.
Myndin byrjar með hetju- og hermannaklysjunni um hinn herta hermann sem lærir að þola mikið harðræði og þjálfun í þeim tilgangi að verða drápsmaskína. Vondu mennirnir herja að Grikklandi og vegna illra pólitíkusa og gráðugra presta er landið og þingið sem andsetið af aðgerðarleysi og ótta við að brjóta lög sem augljóslega eru fásinna. Leonidas konungur lætur ekki blekkjast og bölvar spillingu og hindurvitnum. Hann ákveður að berjast með sínum bestu 300 gegn ofurefli innrásarhersins í nafni hins "frjálsa manns".
Fleira er ekki rétt að segja bili til þess að skemma ekki söguna algerlega fyrir þeim sem ætla að sjá myndina. Ljóst er að óvinurinn er fulltrúi mannskemmandi hugmynda sem hafa hrjáð heiminn alla mannkynssöguna. Loka baráttuhróp Spartverja var "berjumst gegn harðstjórn og dulhyggju!!"
Þessi mynd er augljóslega baráttukall manngildisins gegn blindri græðgi, valdnýðslu, guðshræðslu, hindurvitnum, kynferðislegri misnotkun (sbr "the oracles") og rotnum stjórnmálum. Þetta er f.o.f. myndlíking, ekki sögukennsla. Boðskapurinn á fullt erindi í dag. Ekki flagð undir fögru skinni að þessu sinni.