Evrópuráð þingmanna ályktar gegn kennslu sköpunarsögunnar sem vísindi
10.10.2007 | 14:29
Frá ályktun Evrópuráðs þingmanna 4. október 2007
Hér fyrir neðan fer fréttatilkynning og ályktun Evrópuráðs þingmanna allrar Evrópu, sem Ísland á 3 fulltrúa í af 319 í heild.
Ég fagna og ég er mjög ánægður yfir því að Evrópuráðið skyldi samþykkja þessa ályktun með meirihluta.
Það er hins vegar hryggilegt að fulltrúi Íslands, Guðfinna S. Bjarnadóttir (D) greiddi atkvæði Íslands gegn ályktuninni á þeim forsendum að Evrópuráðið ætti ekki að segja löndum sínum hvað ætti að kenna í skólum þeirra. Efnislega var hún víst sammála greininni. Eins göfugt og umburðarlynt þetta getur hljómað þá er þetta röng ákvörðun því hér er ekki um lög eða tilskipun að ræða, heldur mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við sönn vísindi og þekkingarleit.
Mikilvægi vísinda eru gríðarleg. það er sérlega mikilvægt að það sé almenn stefna þjóða Evrópu að ekki séu kenndar trúarsetningar sem vísindi í almennum skólum. Það á ekki að vera ákvörðun einstakra sveitarfélaga, skóla eða skólastjóra hvort trú séu kennd sem vísindi. Hér er um að ræða verndun veraldlegrar menntunar og heilinda vísindalegrar kennslu. Ályktunin er alls ekki ógnun við sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar og það er skammarlegt að fulltrúi þjóðarinnar skyldi ekki samþykkja hana. Afstaða íslensku sendinefndarinnar er niðurlæging fyrir raunvísindi á Íslandi og allt fólk sem vill standa vörð um raunsanna þekkingu. Ég get því miður ekki orðað þetta vægar.
Ég skora á alla að lesa ályktun Evrópuráðsins en hún er ákaflega vel skrifuð
----Council of Europe states must firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline, say parliamentarians
Strasbourg, 04.10.2007 Parliamentarians from the 47-nation Council of Europe have urged its member governments to firmly oppose the teaching of creationism which denies the evolution of species through natural selection as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution.
In a resolution passed by 48 votes to 25 during its plenary session in Strasbourg, the Council of Europe Parliamentary Assembly (PACE) declared: If we are not careful, creationism could become a threat to human rights.
Presenting the report, Anne Brasseur (Luxembourg, ALDE), a former Education Minister, said: It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.
The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education, the parliamentarians said in the resolution. Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.
The parliamentarians said there was a real risk of a serious confusion being introduced into childrens minds between conviction or belief and science. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.
Intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger, they added.
Creationism ... was for a long time an almost exclusively American phenomenon, the parliamentarians pointed out. Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.
The report cites examples from Belgium, France, Germany, Greece, Italy, the Netherlands, Poland, Russia, Serbia, Spain, Sweden, Switzerland, Turkey and the United Kingdom.
___
The dangers of creationism in education
Resolution 1580 (2007)1
1. The aim of this report is not to question or to fight a belief the right to freedom of belief does not permit that. The aim is to warn against certain tendencies to pass off a belief as science. It is necessary to separate belief from science. It is not a matter of antagonism. Science and belief must be able to coexist. It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.
2. For some people the Creation, as a matter of religious belief, gives a meaning to life. Nevertheless, the Parliamentary Assembly is worried about the possible ill-effects of the spread of creationist ideas within our education systems and about the consequences for our democracies. If we are not careful, creationism could become a threat to human rights which are a key concern of the Council of Europe.
3. Creationism, born of the denial of the evolution of species through natural selection, was for a long time an almost exclusively American phenomenon. Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.
4. The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education. Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.
5. Creationists question the scientific character of certain items of knowledge and argue that the theory of evolution is only one interpretation among others. They accuse scientists of not providing enough evidence to establish the theory of evolution as scientifically valid. On the contrary, they defend their own statements as scientific. None of this stands up to objective analysis.
6. We are witnessing a growth of modes of thought which challenge established knowledge about nature, evolution, our origins and our place in the universe.
7. There is a real risk of a serious confusion being introduced into our childrens minds between what has to do with convictions, beliefs, ideals of all sorts and what has to do with science. An all things are equal attitude may seem appealing and tolerant, but is in fact dangerous.
8. Creationism has many contradictory aspects. The intelligent design idea, which is the latest, more refined version of creationism, does not deny a certain degree of evolution. However, intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger.
9. The Assembly has constantly insisted that science is of fundamental importance. Science has made possible considerable improvements in living and working conditions and is a not insignificant factor in economic, technological and social development. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.
10. Creationism claims to be based on scientific rigour. In actual fact the methods employed by creationists are of three types: purely dogmatic assertions; distorted use of scientific quotations, sometimes illustrated with magnificent photographs; and backing from more or less well-known scientists, most of whom are not specialists in these matters. By these means creationists seek to appeal to non-specialists and sow doubt and confusion in their minds.
11. Evolution is not simply a matter of the evolution of humans and of populations. Denying it could have serious consequences for the development of our societies. Advances in medical research with the aim of effectively combating infectious diseases such as AIDS are impossible if every principle of evolution is denied. One cannot be fully aware of the risks involved in the significant decline in biodiversity and climate change if the mechanisms of evolution are not understood.
12. Our modern world is based on a long history, of which the development of science and technology forms an important part. However, the scientific approach is still not well understood and this is liable to encourage the development of all manner of fundamentalism and extremism. The total rejection of science is definitely one of the most serious threats to human rights and civic rights.
13. The war on the theory of evolution and on its proponents most often originates in forms of religious extremism which are closely allied to extreme right-wing political movements. The creationist movements possess real political power. The fact of the matter, and this has been exposed on several occasions, is that some advocates of strict creationism are out to replace democracy by theocracy.
14. All leading representatives of the main monotheistic religions have adopted a much more moderate attitude. Pope Benedict XVI, for example, as his predecessor Pope John-Paul II, today praises the role of the sciences in the evolution of humanity and recognises that the theory of evolution is more than a hypothesis.
15. The teaching of all phenomena concerning evolution as a fundamental scientific theory is therefore crucial to the future of our societies and our democracies. For that reason it must occupy a central position in the curriculum, and especially in the science syllabus, as long as, like any other theory, it is able to stand up to thorough scientific scrutiny. Evolution is present everywhere, from medical overprescription of antibiotics that encourages the emergence of resistant bacteria to agricultural overuse of pesticides that causes insect mutations on which pesticides no longer have any effect.
16. The Council of Europe has highlighted the importance of teaching about culture and religion. In the name of freedom of expression and individual belief, creationist ideas, as any other theological position, could possibly be presented as an addition to cultural and religious education, but they cannot claim scientific respectability.
17. Science provides irreplaceable training in intellectual rigour. It seeks not to explain why things are but to understand how they work.
18. Investigation of the creationists growing influence shows that the arguments between creationism and evolution go well beyond intellectual debate. If we are not careful, the values that are the very essence of the Council of Europe will be under direct threat from creationist fundamentalists. It is part of the role of the Councils parliamentarians to react before it is too late.
19. The Parliamentary Assembly therefore urges the member states, and especially their education authorities:
19.1. to defend and promote scientific knowledge;
19.2. strengthen the teaching of the foundations of science, its history, its epistemology and its methods alongside the teaching of objective scientific knowledge;
19.3. to make science more comprehensible, more attractive and closer to the realities of the contemporary world;
19.4. to firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution and in general resist presentation of creationist ideas in any discipline other than religion;
19.5. to promote the teaching of evolution as a fundamental scientific theory in the school curriculum.
20. The Assembly welcomes the fact that 27 Academies of Science of Council of Europe member states signed, in June 2006, a declaration on the teaching of evolution and calls on academies of science that have not yet done so to sign the declaration.
1 Assembly debate on 4 October 2007 (35th Sitting) (see Doc. 11375, report of the Committee on Culture, Science and Education, rapporteur: Mrs Brasseur). Text adopted by the Assembly on 4 October 2007 (35th Sitting).
---------------------------------------------------------
Hér að neðan til niðurhals er lítill bæklingurum eðli og tilgang Evrópuráðs þingmanna. Stutt en fróðleg lesning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
Gagnsemi?
9.10.2007 | 16:36
Ég ber mikla virðingu fyrir hugsjónum og baráttu John Lennons og Yoko Ono hefur verið fánaberi hennar síðan hann var myrtur. Hins vegar er ég efins um gagnsemi hluta eins og upplýstra friðarsúlna. Vissulega er viðburðurinn og upplýstur himininn áminning um að gleyma ekki friðarbaráttu og þjáningum þeirra sem verða fyrir barðinu á stríði, en hverju fær þetta áorkað á endanum? Tryggir þetta einhverjar framkvæmdir? Hætta talibanar og Al-quada við sitt jihad? Róast herskáir Baskar? Fæðast nýjar hugmyndir og nálganir að friðarferlum? Mætti verja fénu sem fer í fyrirbærið í eitthvað annað gagnlegra?
E.t.v. kann ég ekki að meta nóg framtak frægs fólks til að vekja athygli á ákveðnum málaflokkum og er ekki nógu menningarlega sinnaður. Maður fær svolítið á tilfinninguna að í enn eitt skiptið sé fræg manneskja að vekja mest athygli á sjálfri sér og sínum nánustu með flottum minnisvörðum og yfirborðslegri umfjöllun um frið. Auðvitað þykir okkur Íslendingum þægilegt að geta baðað okkur í sviðsljósi þessa dáða fólks og hirt upp nokkra brauðmola í leiðinni, en er þetta ekki pínulítið gervilegt? Verður uppskeran einhver önnur en sú að okkur líði örlítið betur með okkur sjálf? Er eitthvað af viti í gangi hér? Er búið að bjóða einhverjum stríðandi aðilum í umræður í tengslum við þetta? Það hefði ég viljað sjá.
Ég vona að ég hafi hryllilega rangt fyrir mér og að þessi viðburður sé mikilvægur og marki einhver skref í átt til friðar í heiminum. Ljóssúlan verður án efa stórkostleg sem slík og þetta verður voða kósí viðburður og stemming, en þangað til ég sannfærist um eitthvert raunverulegt gildi hennar er hún nánast bara "symbolic" í mínum huga.
![]() |
Ein friðarsúla nægir Yoko Ono |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Klysja með boðskap
8.10.2007 | 01:44
Ég var að enda við að sjá stríðsmyndina "300", sem hefur fengið misjafna dóma en nær 8.0 í einkunn á IMDb.com, en yfirleitt er þess virði að sjá myndir sem fá einkunn yfir 7 og sérstaklega milli 8 og 9.
Myndin byrjar með hetju- og hermannaklysjunni um hinn herta hermann sem lærir að þola mikið harðræði og þjálfun í þeim tilgangi að verða drápsmaskína. Vondu mennirnir herja að Grikklandi og vegna illra pólitíkusa og gráðugra presta er landið og þingið sem andsetið af aðgerðarleysi og ótta við að brjóta lög sem augljóslega eru fásinna. Leonidas konungur lætur ekki blekkjast og bölvar spillingu og hindurvitnum. Hann ákveður að berjast með sínum bestu 300 gegn ofurefli innrásarhersins í nafni hins "frjálsa manns".
Fleira er ekki rétt að segja bili til þess að skemma ekki söguna algerlega fyrir þeim sem ætla að sjá myndina. Ljóst er að óvinurinn er fulltrúi mannskemmandi hugmynda sem hafa hrjáð heiminn alla mannkynssöguna. Loka baráttuhróp Spartverja var "berjumst gegn harðstjórn og dulhyggju!!"
Þessi mynd er augljóslega baráttukall manngildisins gegn blindri græðgi, valdnýðslu, guðshræðslu, hindurvitnum, kynferðislegri misnotkun (sbr "the oracles") og rotnum stjórnmálum. Þetta er f.o.f. myndlíking, ekki sögukennsla. Boðskapurinn á fullt erindi í dag. Ekki flagð undir fögru skinni að þessu sinni.
Magni! Gneisti!
6.10.2007 | 02:14
Í Fréttablaðinu í gær 5. okt 07, á bls 24 var birt grein Sr. Hjartar Magna Jóhannssonar sóknarprests í Fríkirkjunni sem bar heitið "Eru húmanistar óvinir Krists?" Í greininni ræðir hann um það hversu jákvæð lífsskoðun húmanista sé og að hún eigi samleið með þeim boðskap Krists í að "reis[a] upp þá niðurbeygðu og ger[a] heila og mynduga þá sem á vegi hans verða". Þessu er ég algerlega sammála. Mannvirðingin er í kjarna húmanisma og þessa boðskapar Krists. Hjörtur Magni lýsir þeirri kristni sem hann aðhyllist og hún er greinilega umburðarlynd og stefna sameiningar um góða hluti, ekki sundrungar og fráhrindinga. Hjörtur Magni er sá veglyndasti og siðferðislega þroskaðisti prestur sem ég hef kynnst og fylgst með.
Í Blaðinu í gær á bls 15 skrifar Óli Gneisti Sóleyjarson um þá gagnrýni sem prestar Þjóðkirkjunnar höfðu uppi um gifinguna á vegum Siðmenntar í Fríkirkjunni í síðasta mánuði í greininni "Um guðs hús, krónur og aura". Hann veltir því fyrir sér hvort að prestarnir séu argir út í Siðmennt vegna þess að þeir sjái fram á tekjutap við að athafnir færist yfir til Siðmenntar. Ég hef ekki heyrt neinn prest kvarta yfir því beinum orðum, en e.t.v. er þetta einhver minni ástæða sem þeir hafa ekki nefnt. Hins vegar ósköpuðust þeir mikið yfir því að þetta væri vanhelgi. Óli Gneisti bendir réttilega á að Siðmennt hafi enga eigin aðstöðu eins og er, og því ættu prestar að styðja félagið í að fá skráningu sem lífsskoðunarfélag og sömu réttindi og trúfélög. Þannig yrði félagið smám saman fært um að koma sér upp sínu eigin húsnæði.
Um 19.1% þjóðarinnar (+/- 2.5%) segjast "ekki trúaðir" samkvæmt stórri könnun Gallup árið 2004. Er ekki kominn tími til að þessi 1/5 hluti þjóðarinnar fái tækifæri til að skrá sín "sóknargjöld" í það lífsskoðunarfélag sem höfðar mest til hans?
Lífsskoðanir | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Loksins loksins! Pétur Tyrfingsson formaður Sálfræðingafélags Íslands andmælir kuklinu
2.10.2007 | 16:42
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og formaqður Sálfræðingafélags Íslands stóð sig frábærlega í viðtali sem tekið var við hann í Kasljósi gærdagsins. Þar færði hann afar sannfærandi og fjölmörg rök fyrir því af hverju hlutir eins og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, homeopathia, lithimnulestur, Bowen-tækni og fleira í sama dúr eru algerar staðleysur og því kukl, sem hafi möguleika á því að skaða fólk tilfinningalega og eigi ekkert erindi inní heilbrigðiskerfið. Meðferð fagaðila með slíkum aðferðum sé óafsakanleg og brjóti í bága við starfsreglur fagstétta. Ósannaðar og umdeildar aðferðir sé ekki hægt að nota og staðhæfa að lækni eða bæti heilsu. Sönnunarbyrðin liggi hjá þeim sem komi með hina nýju aðferð rétt eins og við allar nýjar aðferðir sem kynntar eru í hinu hefðbundna vísindasamfélagi. Viðtalið kom í kjölfar greinar Gunnars Gunnarssonar sálfræðings í Mbl um ágæti höfðuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunar við einvherfu og svargreinar Péturs í Mbl s.l. sunnudag.
Pétur benti t.d. á að kuklið á ekkert skylt við heilbrigða skynsemi og jafnvel gömul ömmuráð við kvillum væru mögulega gagnlegri og ekki uppfull af fölskum loforðum. Sú ógrynni af sjúkdómum sem höfuð- og spjaldhryggjajöfnun ætti að geta læknað væri fjarstæða og fræði þessarar greinar stæðust ekki samanburðarrannsóknir. Staðhæfingar um að hægt væri að hreyfa við mænuvökvanum með því að snerta ímyndað orkusvið í kringum höfuðið eða mænuna standast ekki vísindalega skoðun og falla ekki að neinni viðurkenndri þekkingu á lífeðlisfræði líkamans.
Ég prufaði að leggjast á bekk hjá höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á heilsusýningu í Egilshöll 2005. Ég gerði þetta til að vera jákvæður og gefa viðkomandi tækifæri til að reyna að sannfæra mig um eitthvað sem ég hafði ekki minnstu ástæðu til að halda að gæti gerst út frá þeim forsendum sem voru gefnar í fræðum þeirra. Aðferðin átti að laga m.a. þunglyndi og mér átti að líða betur eftir meðferðina. Upplifunin var nákvæmlega engin - reyndar var hún sú að meðferðaraðilinn hélt sig hafa fært heilahimnu mína um 1 cm !!?? með því að halda höndunum rétt utan við höfuð mitt. Líffærafræðilega og samkvæmt öllu því sem við vitum um byggingu heilans er slíkt ómögulegt nema með því að rífa heilann úr skorðum sínum, kremja og slíta frá heilastofninum. Sem sagt vel heppnuð heilahimnufærsla en dauður sjúklingur. Ég þurfti að gæta mín að fara ekki hreinlega að skellihlæja yfir trú höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarans, sem var ákaflega elskuleg manneskja og vel meinandi. Ég hugsaði með hryllingi til alls þess tíma og fjármuna sem hún og þau fjölmörgu ungmenni sem eru nú í kuklinu hafa eytt í að læra þetta bull og iðka nú líkt og óafvitandi klæðskerar nýju fata keisarans.
Fagmennska og rökfesta Péturs var með eindæmum góð og það var ljóst að hann hafði kynnt sér málin ákaflega vel. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé fagmanneskju í heilbrigðiskerfinu koma fram í sjónvarpi og ekki aðeins gagnrýna tiltekna kuklaðferð, heldur fletta ofan af allri slíkri starfsemi með framúrskarandi málflutningi og festu. Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið. Upplýsingar um einstaka kuklgreinar má finna á quackwatch.org og í greinum um hindurvitni og kukl á síðum Vantrúar.
Nú á ég mér nýja hetju og hún heitir Pétur
Heilsa | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Húmanismi - lífsskoðun til framtíðar
1.10.2007 | 00:42
Hér fer grein mín sem birtist i Mbl í gær sunnud. 30. sept 07.:
Lífsskoðanir okkar hafa djúp áhrif á það hvernig okkur reiðir af og hvernig lífshlaup okkar verður í því samfélagi sem við búum í. Uppgangur húmanískra siðferðishugmynda hefur orðið til þess að miklar framfarir hafa orðið í mannréttindamálum víða um heim og þá sérstaklega í hinum vestræna hluta hans. Fólk hefur losað sig undan kreddukenndum hugmyndum trúarbragða, afvegaleiddrar þjóðernishyggju og forræðishyggju, sem lifði góðu lífi á gullöldum kirkjulegra valda í Evrópu. Óskorað vald karlmanna hefur smám saman orðið að víkja og stærsti sigurinn vannst þegar konur fengu kosningarrétt á fyrri hluta 20. aldarinnar þrátt fyrir mikla andstöðu kirkjudeilda og íhaldssamra stjórnmálaafla. Mismunun vegna kynþáttar eða kynhneigðar hefur víða mátt víkja en helst eru það trúfélög sem standa á móti rétti samkynhneigðra til að njóta sömu þjóðfélagsstöðu og aðrir í heiminum.
Í húmanismanum felst heimsspekileg náttúruhyggja (að lífið eigi sér náttúrlegar skýringar), skynsemishyggja (treysta á vitræna getu okkar) og efahyggja, þ.e. að nýjar staðhæfingar eða tilgátur séu ekki teknar trúanlegar nema að þær standist rökfræðilega skoðun og prófanir, t.d. með aðferðum vísindanna. Einn stærsti sigur húmanískra hugsjóna var stofnun Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) og gerð mannréttindayfirlýsingar þeirra. Alþjóðasamtök húmanista, International Humanist and Ethical Union (IHEU) hafa alla tíð starfað náið með SÞ og það var fyrsti forseti alþjóðaþings IHEU, líffræðingurinn Julian Huxley sem var einnig fyrsti forseti menningar-, mennta- og vísindastofnunar SÞ, UNESCO árið 1946. Einn þekktasti trúleysingi og mannúðarsinni síðustu aldar var Englendingurinn Bertrand Russell (1872-1970) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1950 fyrir skrif í þágu frálsrar hugsunar.
Nú á tímum upplýsingaflæðis og alþjóðavæðingar er á ný sóst að skynsemishyggju og húmanískum gildum með lúmskri trúarlegri innrætingu, pólitískt réttum yfirgangi bókstafstrúarfólks og uppgangi gervivísinda sem notfæra sér glundroða þann sem ófullnægjandi raungreinakennsla og stundum óvandaður fréttaflutningur um vísindi og læknisfræði hafa skapað í hugum fólks. Vegna þessa hafa fjölmargir fylgjendur manngildissins og velferðar hins lýðræðislega samfélags risið upp og komið saman í æ meira mæli sem húmanistar víða um heim. Í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hafa æ fleiri gert sér grein fyrir því að það eru ekki aðeins bókstafstrúarmenn sem ógna húmanískum gildum eins og mannréttindum heldur einnig hin svokölluðu hófsömu trúarbrögð með því að viðhalda grunninum að hinum trúarlega og forneskjulega hugmyndaheimi þeirra.
Margt fólk er að vakna til vitundar um mikilvægi húmanismans, t.d. sem sú lífsskoðun sem er öflugusta vopnið gegn kúgun kvenna víða um heim. Fyrirlestar baráttukonunnar Maryam Namazie á dögunum báru þess glöggt vitni. Sómalski rithöfundurinn, femínistinn og trúleysinginn Ayaan Hirsi Ali benti einnig á hættuna af trúarlega tengdu siðferði í sjónvarpi og blöðum nýlega.
Á Íslandi hafa húmanistar átt sitt lífsskoðunarfélag frá 1990 en það heitir Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á næsta ári á borgaraleg (veraldleg) ferming 20 ára afmæli og er það sérstakt ánægjuefni því nær 1000 ungmenni hafa hlotið húmaníska lífssýn í gegnum fermingarfræðslu félagsins á þessum árum. Það stefnir nú í metþátttöku á afmælisárinu. Siðmennt nýtur ekki þeirra fríðinda að fá félagsgjöld í formi "sóknargjalda" innheimt og afhent af ríkinu líkt og trúfélög á Íslandi fá, þrátt fyrir að standa fyrir þau gildi sem stuðla að hvað mestri mannvirðingu, jafnrétti og bestu menntun allra landsmanna. Ég vil hvetja það fólk sem telur sig vera húmanista að skrá sig utan trúfélaga á skrifstofu Þjóðskrár og ganga til liðs við Siðmennt. Vefsíða félagsins er www.sidmennt.is. Þetta er mikilvægt því húmanistar þurfa að standa saman og verja og rækta gildi sín. Siðmennt þarfnast þess að fólk sem telur sig eiga samleið með húmanískum lífsgildum gangi til liðs við félagið til að stuðla að uppbyggingu veraldlegra valkosta við félagslegar athafnir eins og útfarir, nefningar og giftingar. Það er sérstaklega ánægjulegt að í vetur mun Siðmennt bjóða uppá þjálfaða athafnarstjóra fyrir veraldlegar útfarir í fyrsta sinn. Tökum höndum saman.
Þegar George Harrison dó árið 2001, var minnisvarðinn um John Lennon í Central Park, skreyttur blómum og fólk kom þar saman og söng lög eftir Harrison. Það var eftirminnileg stund. Þessi mynd er frá þeim stað árið 2004. Minnisvarðinn "Imagine" vísar til samnefnds lags Lennons þar sem hann yrkir: "ímyndið ykkur heiminn án trúarbragða".
Lífsskoðanir | Breytt 11.10.2007 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Dularfull óvissuferð
28.9.2007 | 00:40
Eldsnemma í fyrramálið fæ ég og mín kjereste símtal. Ég veit að við fáum símtalið en ekki frá
hverjum. Okkur verður sagt hvert við eigum að fara. Fyrir mánuði síðan fengum við ómerkt og óundirritað boðskort um að okkur væri boðið í óvissuferð. Dagurinn er runninn upp og við höfum ekki guðmund um það hver bauð okkur. Spennandi... eða e.t.v. dálítið krípí. Hvað ef þetta er bara hrekkur eða einhver brjálæðingur ætlar að ræna okkur? Hljóma ég paranoid?
Á maður að fara í svona ferð vitandi ekki neitt hver lagði á ráðin og hvað er í vændum? Jú, annað væri púkó. Við tökum stökkið. Ég lofa ferðasögu komist ég aftur heim. dadodado...darumdarumm..twilight zone...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frá mér numinn af hrifningu!
27.9.2007 | 23:56
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, já gæfu, að fá miða á opnunarmynd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF), sem heitir SigurRós - Heima og fjallar um hringferð SigurRósar um landið í fyrrasumar.
Myndin er óður til landsins og íslensku þjóðarinnar sem höndluð er að þeim blíðleika, næmu auga fyrir náttúrufegurð og mannlegu innsæi ólíkt nokkru því sem ég hef séð fyrr á hvíta tjaldinu. Tónlistin var yndisleg. Í mínum augum og í mín eyru er þessi fallega kvikmynd hreinlega tær snilld - fullkomið listaverk.
Þess þarf vart að geta að auðvitað hvet ég alla til að sjá SigurRós - Heima
![]() |
Alþjóðleg kvikmyndahátíð hefst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt 28.9.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
50 grænir þingmenn
26.9.2007 | 23:16
Fylgjendur Sri Chinmoy á Íslandi fengu undirskrift 50 íslenskra þingmanna til stuðnings þeirri tillögu að Sri Chinmoy fengi friðarverðlaun Nóbels. Þessir þingmenn virðast hafa gert þetta í trausti þess að sá sem mælti með Sri Chinmoy vissi sínu viti og að Sri Chinmoy væri friðarhetja. Af mikilli velvild og okkar séríslenska græningjahætti gagnvart óviljandi misnotkun skrifuðu 50 fulltrúar lýðveldisins undir.
Vissulega lítur maðurinn friðarlega út í kuflinum sínum og hugleiðsla er jú ákaflega friðsæl. En hafði hann gert eitthvað annað en að vera gúrú? Hefur Sri Chinmoy skilað einhverju markverðu til friðarmála annað en tala um frið á samkomum? Ég hef ekki séð neitt sem sannfærir mig um slíkt og talsmaður hans í kastljósinu í vikun bar ekki fram neinn sannfærandi vitnisburð um slíkt. Það gæt þó verið að hann hefði stuðlað að friði einhvers staðar. Ég ætla ekki að útiloka það.
Hins vegar er það umhugsunarefni að Sri Chinmoy er leiðtogi samtaka sem að mörgu leyti minna á trúarkölt. Ýmsar reglur sem hann leggur fólkinu sem aðhyllist kenningar hans eru óeðlilegar, eins og þær að kynlíf sé slæmt og það er erfitt að yfirgefa hópinn án þess að sæta miklum ámælum. Þá eru kraftasýningar hans brandari og ákaflega barnalegar. Þá á hann að hafa málað 13 milljónir blómamynda á 13 árum og ort ótrúlegan fjölda ljóða. Það er nánari lýsing á þessum atriðum á þessari síðu Vantrúar og vitnað þar í heimildir til frekari upplýsingar um Sri. Einnig má sjá umfjöllun á síðu Rick A Cross en hann er með gagnagrunn um varasöm költ.
Mér finnst ekki verjandi að mæla með manni sem gasprar um frið um allar trissur en lætur svo eins og einhver heilagleiki, heldur fáránlegar kraftasýningar, ýkir gróflega afköst sín í listum og hvetur fólk í samtökum sínum til alls kyns heftandi hegðunar. Maður sem maður mælir með til friðarverðlauna hlýtur að þurfa að sýna af sér fyrirmyndar hegðun og búa yfir persónuleika sem hægt er að bera virðingu fyrir mörgum sviðum. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka skírskotun til fólks og geta með samræðum og jákvæðum áhrifum sínum á stríðandi aðila haft raunveruleg áhrif til friðar og bættra samskipta. Það er ekki hægt að kjósa menn út á friðelskandi ímynd eina saman.
Eigum við ekki frekar að stinga uppá Ástþóri Magnússyni, fyrrverandi forsetaframbjóðenda? Maðurinn elskaði jú friðinn.
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Tímamót: Siðmennt giftir í fyrsta sinn
22.9.2007 | 04:52
Það gleður mig að tilkynna hér að í dag lagardaginn 22. september verður brotið blað í sögu siðræns og veraldlegs húmanisma á Íslandi.
Eftirfarandi fréttatilkynning var send frá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi á dögunum í tilefni þess að í fyrsta sinn á Íslandi verður par gefið saman í hjónaband af athafnarstjóra Siðmenntar.
Þann 22. september verða gefin saman ___ og ___ kl 14:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík, af Jóhanni Björnssyni athafnarstjóra Siðmenntar. Þetta er í fyrsta sinn sem veraldleg gifting fer fram á vegum Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og er hún haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík þrátt fyrir að ekki sé um trúarlega athöfn að ræða.
Siðmennt er lífsskoðunarfélag og hefur boðið uppá borgaralegar fermingar undanfarin 19 ár. Félagið er nú í óðaönn að útvíkka þjónustu sína og mun fljótlega bjóða uppá veraldlegar giftingar og útfarir allt árið um kring. Þessar veraldlegu þjónustur við félagslegar athafnir fjöldskyldunnar eru góður valkostur fyrir fólk sem telur sig trúlaust, efahyggjufólk eða húmanista og eru í örum vexti víða um heim.
Parið mun fá borgaralega giftingu hjá sýslumanni rétt fyrir hina veraldlegu hjá Siðmennt.
Ég útskýrði þetta og fleira á Morgunvakt rásar 1 í gærmorgun í stuttu viðtali en ég er fyrir nefnd hjá Siðmennt sem sér um uppbyggingu veraldlegra athafna félagsins.
Sjá einnig á heimasíðu Siðmenntar
Lífsskoðanir | Breytt 25.9.2011 kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)