Búum börnum okkar merkimiðalaust skólaumhverfi og frið frá trúboði

Vegna kynningar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á nýju frumvarpi til breytingar á grunnskólalögum hafa sumir fulltrúar Þjóðkirkjunnar farið hamförum í fjölmiðlum undanfarið og hrópað hátt yfir því að "kristilegt siðferði" sé nú verið að hrekja úr skólunum af "frekjugangi minnihlutahóps".

Ef rétt er haft eftir á bls 2 í 24-Stundum í dag þá sagði Karl Sigurbjörnsson biskup að "Siðmennt væru hatrömm samtök".   Maður verður nánast kjaftstopp að sjá svona siðlausar og algerlega staðhæfulausar ásakanir.   Er hann alveg að missa sig yfir því að "sóknarfærin" hans og Þjóðkirkjunnar á trúboði í grunnskólum landsins eru í hættu vegna frumvarps sem er í samræmi við ályktanir Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu frá því sumar? 

Getur Karl biskup ekki unað því að menntastofnanir landsins hafi almennt siðferði að leiðarljósi en í kynningu á frumvarpinu segir orðrétt:

Í frumvarpi um leikskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um kristilegt siðgæði barna er ákvæði um að efla almenna siðferðisvitund þeirra. Í frumvarpi til laga um grunnskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um að starfshættir skólans skuli mótast af kristilegu siðgæði verði ákvæði um umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.

Þarna er verið að lýsa siðferðisgildum sem ég vona að allt gott fólk geti verið sammála um, sama úr hvaða trúfélagi það er, enda eru þau í samræmi við "gott siðferði og allsherjarreglu" eins og segir í lögum um skilyrði fyrir skráningu trúfélaga á Íslandi.   Hver er þá ógnunin við kristnina eða Þjóðkirkjuna?  Er hún einungis að hnýta í Siðmennt vegna þess að hún missir mögulega sérréttindi sín til trúarlegs starfs og kristniboðunar innan skólanna?  Á Siðmennt skilið að vera kölluð "hatrömm samtök" vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum, jafnrétti, veraldlegu menntaumhverfi barna og frið frá trúboði og innrætingu.  Börn eiga rétt á upplýsingu og fræðslu svo þau geti síðar tekið sínar sjálfstæðar ákvarðanir um mál eins og lífsskoðanir (þ.m.t. trú) og stjórnmál.   Engum dettur í hug að leyfa stjórnmálaflokkum að vera með starfsemi sína í skólum.   Ætti eitthvað annað að gilda um trúfélög?Til þess að leiðrétta aftur þær rangtúlkanir og ósannindi sem fóru á kreik vil ég segja:
  • Siðmennt er EKKI á móti Litlu-jólunum.   "common!"  krakkar að dansa kringum jólatré.  Jólin hafa víða skírskotun og húmanistar halda flestir jól.
  • Siðmennt er EKKI á móti kristinfræðikennslu í skólum.
Nánari útskýringu á stefnumálum Siðmenntar varðandi menntamál barn hvet ég ykkur til að lesa í fréttatilkynningu Siðmenntar sem má lesa alla hérNjótum nú jólaundirbúningsins og jólaljósanna í sátt og förum þann veg sem tekur tillit til allra og mismunar ekki né skilur útundan börn í skólum landsins vegna lífsskoðana foreldra þeirra.   Styðjum frumvarp Þorgerðar Katrínar því það er mikilvægt skref í þá átt. 

-----

PS: Ég vil benda á góðar greinar Matthíasar Ásgeirssonar á bls 38 í Fbl og Valgarðs Vésteinssonar á bls 28 í Mbl í dag.
mbl.is Siðmennt ekki á móti litlu jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin nálgast - hvers vegna gefur Guð aflimuðum ekki nýja fætur?

Nú fer í senn Aðventan og svo Jólin - hátíð ljóss og friðar!  Kristnir menn hitna örlítið meira en við hin sem föttum ekki breikið eða diggum ekki feikið, af einskærri eftirvæntingu yfir afmælishátíð litla krúsilega Jesúbarnsins sem lá í heyi jötunnar í Bethlehem.  Mér og fólki af mínu sauðahúsi verður að nægja samvera með fjölskyldunni, góður matur og gjafir undir skreyttu jólatré. 

Butt líf án Jesú "ain't du seim".  Norðurheimskautaloftið mun iða af bylgjum bæna til Guðs og hans næstráðanda og uppáhald, mini-me Jesus;  Dæmigerðar bænir gætu hljómað svona; "Pabbi komi heim úr útlöndum með PlayStation 100", "Magga systir fái kvef", "Ótakmarkað niðurhal og frí lög á torrent.is"  og svo að alvörunni - bænir um "betri heilsu", "minni offitu" og e.t.v. "nýjan fót".  Já sumir hafa misst útlimi eða fæddust ekki með þá heila.

En.. en.. en.. Guð og Jr gefa aldrei nýja fætur!  ALDREI! Frown  Af einhverjum óskiljanlegum óalmættis ástæðum hefur þeim aldrei hugnast að lækna fótalausa.  Bæði bænasinnuðum hugbylgjunæmum Íslendingum og okkur hinum sem getum ekki sent út bænabylgjur er það þó huggun að Það er búið að finna út hvers vegna! Svarið er finna á vefsíðunni "Why Won't God Heal Amputees?"  Því miður hef ég ekki þýðingu á þeirri rökleiðslu sem þar fer fram, en verði forvitnin þér óbærileg þrátt fyrir e.t.v. slaka enskukunnáttu er bara málið að taka sér eina Ensk-Íslenska í hönd og komast að sannleikanum.  

Gleðilegan jólaundirbúning!  W00t


Til varnar bólusetningum og vísindalegum verðmætum

Miðvikudagskvöldið 21. nóvember s.l. hélt ég fyrirlestur á vegum Res Extensa, félags um hug og hátterni, í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.  Yfirskrift fyrirlestrarins var "Vísindi og nýöld - bólusetningar eða blómadropar" og fjallaði hann um árás nýaldarfræðanna á vísindin og þá sérstaklega bólusetningar en það hefur borið á því að foreldrar hérlendis afþakki ónæmissetningar fyrir börn sín á þeim forsendum að þeir telji þær skaðlegar.   Ég hef skoðað þessi mál talsvert og fann ekki neitt sem studdi þessar skoðanir.  Þvert á móti, þá er sú gífurlega forvörn og heilsuvernd sem ónæmissetningar hafa skilað, ómetanleg verðmæti sem við eigum langlífi og heilsuöryggi okkar mikið að þakka.

Hér að neðan er hægt að hala niður Powerpoint sýningarskjali af fyrirlestrinum en hann er um 40 glærur að lengd. 

Kjörorð dagsins:  "Það er gott að hafa opinn huga en ekki svo opinn að heilinn detti út"

Stærðfræðingurinn og heimsspekingurinn William Kingdon Francis (1845-79, Englandi) skrifaði:

“Ef ég leyfði mér að trúa hverju sem er á grunni ónægra sönnunargagna, er ekki víst að stór skaði hljótist af þeirri trú einni; hún gæti reynst sönn eða e.t.v. fengi ég ekki tækifæri til að koma henni á framfæri.  Ég kemst þó ekki undan því eftir þessi rangindi gegn mannfólki, en að teljast auðtrúa.  Hættan gagnvart þjóðfélaginu er ekki aðeins sú að það ætti að trúa á ranga hluti, sem er nógu slæmt; heldur að það allt ætti að verða auðtrúa og láta af því að prófa hluti og rannsaka; með þeim afleiðingum að snúa því aftur til villimennsku” 
William K Francis - Fyrirlestrar og ritgerðir 1886
 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Dýrkeypt trú í lögvernduðu umhverfi

Enn þann dag í dag er fólk tilbúið að myrða nágranna sína, fjölskyldu eða sjálfan sig (stundum allt í einu) fyrir trú á bókstaf trúarrita, þvert ofan í þá siðferðisskoðun sem barátta hugsjónafólks gegnum aldirnar fyrir húmanísku siðferði hefur skilað okkur hinum sem "almennri skynsemi".   Þó að þessi almenna skynsemi sem byggir á rökhyggju þyki sjálfsögð, erum við öðru hvoru minnt óþægilega á það að svo hefur ekki alltaf verið og ekki er víst að alltaf verði svo nema að við við verjumst kröftuglega árásum óskynseminnar.

Þessi frétt var á vef Mbl í dag:

Tuttugu og tveggja ára kona frá Shropshire á Englandi lést af barnsförum við Royal Shrewsbury sjúkrahúsið þann 25. október. Konan fæddi tvíbura og missti mikið blóð, hún vildi ekki þiggja blóðgjöf af trúarástæðum, en hún tilheyrð söfnuði votta Jehóva og gátu læknar því ekkert gert til að bjarga henni.

BBC segir frá þessu og hefur eftir Terry Lovejoy, talsmanni safnaðarins í Telford að meðlimir hans fylgi orðum biblíunnar og þiggi ekki blóð, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að hún hafi verði á annarri skoðun.

Vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjafir þar sem þeir trúa því að Guð hafi í Biblíunni bannað slíkt og að það jafngildi synd að þiggja blóð.

Tvíburarnir nýfæddu eru viðgóða heilsu og eru í umsjá föður síns.

Það er kaldhæðnislegt að eftirnafn talsmannsins sé "Lovejoy" því hegðun safnaðarins er nær því að vera "Killjoy".  Auðvitað er ekki ásetningur hér að deyða en útkoman er því miður hin sama.  Það að þiggja ekki blóð til lífsbjargar er sjálfsdráp af völdum eigin "upplýsts" aðgerðarleysis.  

Upplýsingin er þó vandamálið.  Þ.e. upplýsingin sem konan var alin upp í innan einangrunar trúarsafnaðarins, ekki hin faglega upplýsing fæðingarlæknisins.  Konan vissi að hún myndi deyja fengi hún ekki blóð en trúði því í einlægni og algerri sannfæringu að henni biði himnavist og að börnin hennar og maður væru hólpin leiðrétting "að hún verði eins og í svefni fram að upprisunni miklu" ef hún fylgdi bókstaflega túlkun Votta Jehóva á ritningunni.  Trú hennar telur það verra að þiggja blóðgjöf en að deyja af völdum blóðtaps.  Verra en að deyja af óþörfu frá nýfæddu barni (börnum).  Hún má fá alls kyns lyf og jafnvel gerviblóð (sem ekki eru til nógu góð til að koma í staðinn) í æð, en blóð annarrar manneskju er höfuðsynd gegn orði ritningarinnar.  Þannig lítur út fyrir að Vottar Jehóva telji blóð annarar manneskju valda einhverju hræðilegu í augum guðs sé það sett í æðar annarrar manneskju.  Samt ættu þeir að vita að fullt af fólki utan þeirra safnaðar hefur þegið blóð og ekkert hræðilegt hefur komið fyrir það.  Þetta fólk hefur notið hamingju og átt tækifæri til að ala upp börn sín og skila starfi fyrir þjóðfélagið.  Nei, þetta skiptir ekki nægilega miklu máli í hugum Votta Jehóva.  Ritningin gildir.  Hvað skyldi það vera í ritningunni sem fær þá til að komast þessari niðurstöðu? 

NT Postulasagan 15:28 - Í bréfi postula og öldunga til bræðra í Antíokkíu stendur

"...(28) Það er ályktun heilags and og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, (29) að þér haldið yður frá kjöti fórnuði skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði.  Ef þér varist þetta, gjörið þér vel, Verið sælir"

GT Þriðja Mósesbók - Leviticus.  Kafli 17: "Heilagleikalögin - Fórnir og neysla blóðs", setn 11-14

"... (13) Því að líf líkamans er í blóðinu og ég hefi gefið yður það á altarið til þess að með því sé friðþægt fyrir fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu. (12) Fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn:

"Enginn maður meðal yðar skal blóðs neyta, né heldur skal nokkur útlendingur, er býr meðal yðar, neyta blóðs" (13) Og hver sá Ísraelsmanna og þeirra manna útlendra, er meðal yðar búa, sem veiðir villidýr eða fugl ætan, hann skal hella niður blóðinu og hylja það moldu. (14) Því að svo er um líf alls hold, að saman fer blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn: "Þér skuluð ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds, það er blóð þess.  Hver sá er þess neytir, skal upprættur verða" [breiðletrun mín]

Af þessum ritningarorðum draga Vottar Jehóva þá furðulegu ályktun að ekki megi þiggja blóðgjöf.  Óttinn við að ritninguna megi túlka sem ísetningu blóðs í æðar líkamans þó að það sé augljóslega aðeins verið að tala um át á blóði, er skynseminni sterkari.  Vottar vilja greinilega ekki hætta á að verða "upprættir".  Kannski byggist þetta á "...því að líf sérhvers holds, það er blóð þess." þannig að þeir telji að með blóðgjöf sé einhver að láta frá líf sitt og því megi ekki þiggja það.  Allt er þetta grátlega órökrétt og óskynsamlegt í ljósi nútíma þekkingu og ákaflega óábyrgt að taka þennan aldna texta bókstaflega.

Vottar Jehóva reyna í öllum löndum að fá skurðlækna til að samþykkja að gera á þeim aðgerðir og lofa að gefa þeim ekki blóð.  Viðtökur hafa verið misjafnar og það oltið nokkuð á skoðun hvers skurðlæknis fyrir sig.   Hins vegar leyfa lög landsins ekki að líf barns undir lögaldri fái að fjara út í blóðleysi og er forræði foreldra dæmt af þeim ef þurfa þykir í slíkum tilvikum.  Það hefur gerst hér.  Til þess að styðja við eigin trúarkreddu hafa Vottar Jehóva bent mikið á hætturnar af blóðgjöfum og benda á að osmótískt virkir innrennslisvökvar geti komið í staðinn.  Það gildir þó ekki um lífshættulegt blóðleysi því að eins rauðu blóðkornin flytja súrefni til vefja líkamans.

Ímyndum okkur ef stjórnmálaflokkur eða almennt áhugamannafélag boðaði þá skoðun að ekki mætti gefa sýklalyf því það dræpi saklausa gerla og væri óásættanlegt ígrip í náttúrulegt ferli.  Við vitum að afleyðingin yrði sú að fólk dræpist í hrönnum úr lungnabólgu og þvagfærasýkingum.  Hver yrðu viðbrögð við slíkum stjórnmálaflokki? 

Að vísu þarf ekki að ímynda sér þetta því til er fólk í kuklgeiranum (m.a. sumir hómeopatar) sem mælir mót ónæmissetningum vegna snefilmagns af kvikasilfri í sumum bóluefnum og óstaðfestri tilgátu um að viss bóluefni valdi einhverfu.  Ef þessi ótti réði ríkjum fengjum við brátt faraldur mænusóttar, heilahimnubólgu og barnaveiki með þúsundum örkumla eða dauðum börnum í kjölfarið.  Allt þetta þykir okkur fáránlegt en þegar sama fáránleika er haldið fram af trúarsöfnuði, er það allt í einu mun ásættanlegra og trúarskoðanirnar fá sérstaka verndun þjóðfélagsins.  Söfnuður Votta Jehóva er skráð trúfélag hérlendis en samt stendur í lögum um skráningu trúfélaga frá árinu 2000 eftirfarandi:

I. kafli. Almenn ákvæði um trúfélög.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi. [breiðletrun í 1.gr. er mín]

Hvers vegna eru þessi lög ekki virt og eftir þeim farið?  Er trú Votta Jehóva um skaðsemi blóðgjafar ekki "gagnstæð góðu siðferði"?  Ef okkur þykir það e.t.v. ekki nóg til að neita þeim um skráningu, hvað þá með eftirfarandi í trú þeirra (heimild):

  1. Heaven is only for select Jehovah's Witnesses
  2. Heaven is limited only to 144.000 Jehovah's Witnesses
  3. Jehovah's Witnesses are the only true Christians
  4. There is no life after death (except for the 144.000 selected ones)
  5. You are discouraged from attending college
  6. The "first resurrection" occurred in 1918
  7. All pastors are the "Antichrist"
  8. All churches are of Satan
  9. All governments are controlled by Satan
  10. You cannot take a blood transfusion
  11. You cannot be a police officer
  12. You cannot salute the flag, stand for the national anthem, or own a flag
  13. You cannot buy girl Scout cookies
  14. You cannot marry a non-Jehovah's Witness
  15. If one does not follow the rules of the Watchtower they will be shunned
  16. You cannot read Christian literature from a Christian book store
  17. You cannot be a cheerleader
  18. You cannot celebrate any holidays (Christmas, Easter, etc )
  19. You cannot celebrate your birthday
  20. You cannot run for or hold a political office
  21. You cannot vote in any political campaign
  22. You cannot serve on a jury
  23. You are discouraged from giving to charity (except Watchtower causes)
  24. You cannot speak to former members who are shunned (disfellowshipped)
  25. You cannot accept Christmas gifts
  26. Only Jehovah's Witnesses can understand the Bible
  27. Angels direct the Watchtower organization
  28. You must report your witnessing activity to the elders
  29. You must go from door to door weekly to gain converts
  30. You cannot have friends who are not Jehovah's Witnesses
  31. You must refer to all Jehovah's Witnesses as "brother" or "sister"
  32. You cannot play chess*
  33. You cannot understand the Bible without Watchtower literature to explain it
  34. A child abuser is reported to Watchtower elders and not the police
  35. You must forgo vacations to attend annual conventions
  36. You are discouraged from buying a two door car-A "Theocratic" or "spiritually strong" Jehovah's Witness will have a full size car for the door to door work
  37. Men cannot wear beards
  38. Men must wear short hair
  39. Women cannot pray in the presence of men without a hat
  40. You cannot have a tattoo
  41. You forbidden to use any tobacco products
  42. Only officially approved sexual practices are allowed in marriage
  43. You must appear before a Judicial committee if you are caught breaking Watchtower rules (Secret files are kept on all members which record these meetings-these files are kept in New York and are never destroyed)
  44. You must not own wind-chimes (they are for chasing away evil spirits)*
  45. You cannot read any anti-Jehovah's Witness material
  46. You cannot use pet foods made with blood or blood products
  47. You cannot join any clubs or sports teams
  48. You cannot wear jade jewelry*
  49. If you see another Jehovah's Witness breaking the rules you must turn them in to the elders to be interrogated
  50. Women must submit to Watchtower elders
  51. You cannot support your country
  52. One must study Watchtower books at least six months before he can be baptized
  53. Before baptism, one must answer over questions in front of a panel of elders
  54. Most of The Book of Revelation applies to the Jehovah's Witnesses
  55. You cannot celebrate Mothers or Fathers day (it may produce pride)
  56. JWs are are forbidden to say "good luck"
  57. God only speaks through the "Governing Body" in Brooklyn, New York
  58. The Holy Spirit is only for select Jehovah's Witnesses
  59. The Lord's supper is only to be eaten by select Jehovah's Witnesses ( , group-  % of Jehovah's Witnesses are forbidden from taking the Lord's supper)
  60. The Lord's supper can only be offered once per year
  61. JWs in times of crisis, are strongly discouraged from consulting with family counselors, including mental health professionals who are not Jehovah's Witnesses
  62. Only faithful Jehovah's Witnesses will survive Armageddon
  63. If you have a non-Witness spouse your first loyalty is to the elders over your spouse
  64. Judgment day is 1000 years long
  65. If you leave Jehovah's Witnesses or are expelled from the organization you will not be resurrected
  66. Only Jehovah's Witness prayers are heard by God
  67. God will destroy all non-Jehovah's Witnesses at armageddon
  68. You forbidden to say "God bless you" when someone sneezes
  69. You cannot participate in a school play
  70. You cannot donate blood or your organs when you die
  71. You can never question what is printed in Watchtower literature
  72. You are forbidden to attend a funeral of an ex-Jehovah's Witness

Þetta er löng upptalning en alls ekki tæmandi um trú og samfélagsreglur Votta Jehóva.  (Afsakið leti mína að þýða ekki textann).  Ef til vill eru þær ekki allar í gildi hjá söfnuðnum hér eða eitthvað slakað á sumum þeirra en ég hef ekki ástæðu til að hald að þeir syndgi hér stórt gegn sínum uppruna. 

Ég breiðletraði það sem mér fannst standa út úr sem andstætt almennu siðferði.  Flestar þessar reglur miða að því að einangra safnaðarmeðliminn bæði félagslega og hugarfarslega.  Bannað er að lesa gagnrýni á trú þeirra og fólk sem yfirgefur trú þeirra er hrakið burt og útilokað, útskúfað og vanvirt.  Þannig tekst þessum fornaldarsöfnuði að læsa fólk inni í hugarfari einangrunar og útilokunar.  Það má ekki efast og það má ekki taka þátt í félagsstarfi, íþróttum eða stjórnmálum hins almenna þjóðfélags.  Allt eru þetta reglur sem viðhalda fáfræði og fordómum um þjóðfélagið í kringum þá og halda meðlimum þeirra í söfnuðnum vegna ótta við alls kyns útskúfun og reiði ímyndaðs guðs.

Þetta eru þó skráð trúarbrögð þrátt fyrir 1. ákvæði laganna þar sem segir að trúfélög megi ekki fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.  Vantar kannski viðmiðið hér?  Hvað er hið góða siðferði og allsherjarregla?  Það hlýtur að endurspeglast í þeim mannréttindareglum sem við viljum kenna okkur við, t.d. reglur SÞ.  Er einangrun og útskúfun í samræmi við þau mannréttindi?

Hvers vegna hafa trúarbrögð sérréttindi til þess að brjóta á mannréttindum og góðu siðferði?  Er e.t.v. kominn tími til að fara að lögum í landinu?  Hversu langt má trúfrelsi ná?

Frekari fróðleik og tilvitnanir um Votta Jehova má m.a. finna á Wikipediunni.


Hugsjónakona heiðruð

Það var sérlega ánægjulegt að vera viðstaddur veitingu húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 2007.  Tatjana Latinovic er vel að heiðrinum komin enda mikil baráttukona fyrir bættri stöðu nýbúa og kvenna á Íslandi og hefur sett jákvætt mark sitt á þjóðfélagið þau 13 ár sem hún hefur verið hér.  Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda á Íslandi en húmanismi gengur einmitt út á það að lifa eftir, varðveita og framfylgja mannréttindum eins og þeim er lýst í Mannréttindasáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og Evrópu. 

Hope og Tatjana
Til hamingju Tatjana!
Sjá nánari umfjöllun á þessari vefsíðu Siðmenntar

mbl.is Tatjana Latinovic fékk húmanistaviðurkenningu Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um rasisma

Í kjölfar frétta um að erfðafræðingurinn James Watson hefði sagt að blökkumenn væru ekki eins gáfaðir og hvíti kynstofninn hefur orðið fjörug umræða hér í bloggheimum og hefur sumum hitnað talsvert í hamsi og ausið Watson fúkyrðum.

Mér finnst rétt að staldra hér aðeins við og skoða hvað felst í rasisma. 

Samkvæmt umfjöllun á Wikipedia.org er skilgreiningin nokkuð á reiki en þrengsta mynd hennar er líklega sú að rasismi sé sú skoðun að mismunur sé á getu kynstofna þannig að ákveðinn kynstofn geti verið á hærra eða lægra stigi en aðrir.  Í enskunni eru notuð orðin "superior" og "inferior" sem ég tel vafasamt að þýða "æðri" eða "óæðri" því það gefur til kynna miklu breiðari grundvöll og hugsanlega siðferðislegan eða ákveðinn mikilvægan grundvallarmun.  Það vantar í skilgreininguna á hvaða sviði þessi hærri eða lægri stig eiga að vera en oftast er verið að vísa til vitsmunalegrar hæfni (cognitive skills) í þessu samhengi.

Þegar talað er um rasisma er væntanlega f.o.f. verið að tala um mismunun vegna kynþátta manna, þ.e. ekki verið að skilgreina í raun hverjir séu eiginleikar þessara kynþátta/kynstofna, heldur hvernig komið sé fram við þá.

Skilgreining Sameinuðu þjóðanna hneigist að þessu og er eftirfarandi:

According to UN International Conventions, "the term "racial discrimination" shall mean any distinction, exclusion, restriction or preference based on race, color, descent, or national or ethnic origin which has the purpose or effect of nullifying or impairing the recognition, enjoyment or exercise, on an equal footing, of human rights and fundamental freedoms in the political, economic, social, cultural or any other field of public life."  

þýðing mín:  "Hugtakið "mismunun kynþátta" á að ná yfir hvaða aðgreiningu, útskúfun, takmörkun eða forréttindi byggð á kynþætti, litarhætti, kynstofni (niðjum) eða þjóðernis eða þjóðfélagsuppruna sem hefur þann tilgang eða áhrif að þurrka út eða draga úr möguleikum á að fá notið, fengið viðurkennd eða framkvæmd þau mannréttindi sem fólki ber í pólitísku, efnahagslegu, menningarlegu eða öðru opinberu lífi".

Ég ætla ekki að kafa mjög djúpt í þetta en mikilvægi þessa liggur í því að það er framkoman sem skiptir máli, ekki hvort að viðkomandi kynstofn sé öðru vísi en aðrir.  Það er alveg ljóst að kynstofnar sem þróuðust á sitt hvorum staðnum á jörðinni í árþúsundir hafa sín sérkenni og þ.á.m. getur verið einhver munur á ákveðinni líkamlegri og hugrænni getu.  Það fer svo eftir því hvernig við meðhöndlum þennan mun siðferðislega hvort upp kemur rasismi (siðferðisleg mismunun) eða ekki.  Þetta á líka við um hvernig við meðhöndlum ríka og fátæka, hrausta og heilsulitla, unga og gamla o.s.frv.  Það eitt að kanna hver munurinn sé og tala um niðurstöður vissra prófa gerir fólk ekki að rasistum, heldur hvort að viðkomandi notar niðurstöðurnar til að réttlæta illa meðferð eða forréttindi til handa einhverjum ákveðnum. 

Hvað segir annars bloggheimur?


Aðeins mótmælt þegar um tap er að ræða

 

Þegar Gunnar Örlygsson sagði sig úr xF og gekk til liðs við xD og þannig úr stjórnarandstöðu í stjórnarflokk, úr flokki gegn kvótakerfinu, í flokk sem viðheldur því, var það í fyrsta sinn í stjórnmálasögunni sem þingmaður sagði sig úr flokki og gekk í annan, í stað þess að vera óháður fram að kosningum.   Forystumenn og miðstjórn xF, þ.m.t. ég og Margrét Sverrisdóttir gagnrýndu þetta hart.  Lögin eru þess eðlis þó að þetta var hægt en siðlaust var þetta samt gagnvart kjósendum xF í SV-kjördæmi. 

Skv. lögum er þingmaður bara bundinn samvisku sinni og sannfæringu og sama gildir líklega um sveitastjórnarmenn (hef þó það ekki fyrir víst).  Samt geta menn ekki fengið kosningu nema í gegnum flokka og flokkarnir hafa ákveðnar stefnur.  Fólk kýs mikið til út á stefnurnar en einnig vegna einstaklinganna, það verður að fara saman.  Lögin virðast ekki taka tillit til þessa raunveruleika eða að þau eru svona gerð vegna þess að alþingi taldi að réttindi þingmannsins til að flytja atkvæði sín með sér og fara eftir eigin sannfæringu og samstarfsmöguleikum, mikilvægari en hagsmunir flokksins (og kjósenda hans) á sínum tíma.  Voru þessi lög vanhugsuð og ætti því að breyta? eða er þetta fínt eins og þetta er í dag, að kjörnir aðilar geti farið með umboð sitt og atkvæði yfir í aðra flokka að vild?  Hvort á hinn kosni fulltrúi eða flokkurinn og stefna hans að njóta meiri verndar?  Hvað ef flokkurinn breytti um stefnu í mikilvægu máli en fulltrúinn ekki? 

Þetta eru flókin mál og ég sé ekki neina augljósa lausn í svipan.   Hugsanlega má gera nákvæmari lög um þetta og reyna þannig að koma í veg fyrir að kjósendur verði sviknir.  Í tilviki Margrétar sé ég ekki að kjósendur xF og óháðra í Reykjavík hafi verið hlunnfarnir nema að hún kúvendi í flugvallarmálinu sem var aðal kosningarmál flokksins.   Ólafur F og hún áttu stóran þátt í því fylgi sem xF og óháðir fengu.  Það er því einnig persónufylgi þarna. 

Það er dapurt að sjá xF veina yfir þessu núna.  Ég sat í miðstjórn xF þegar Valdimar Leó gekk til liðs við xF og þá sögðu þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór, formaður og varaformaður (og þingflokksformaður) ekki orð um málið við Valdimar Leó (skv. honum).  Ég var sá fyrsti sem orðaði málið við Valdimar því ég sat í stjórn SV-kjördæmis flokksins og fannst ótækt að flokkurinn tæki við honum nema að það væri í sátt við xS og að formaðurinn gerði grein fyrir því að hann hefði ekki óskað sjálfur eftir inngöngu hans.  Mér fannst þetta rangt og hræsni hjá eigin flokki (sem ég er ekki í lengur) að gera enga fyrirvara á þessu.  Áður en Valdimar Leó gekk í xF hafði stjórn SV-kjördæmis rætt þetta mál við varaformanninn en hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur.  Það var þó Valdimar og síðar Kristni H til málsbóta að þetta var í lok kjörtímabilsins og skipti því mun minna máli en í tilviki Gunnars Arnars.  Það er því siðferðislega ámælisvert af forystu xF að fara að hnýta í Margréti núna því þeir hafa nákvæmlega ekkert gert til að bæta stöðu þessara mála t.d. með lagatillögu á alþingi og tóku ekki á þessu máli þegar skiptin voru þeim til hagsbóta.  Reyndar hefur enginn flokkur gert það svo ég viti til.  Það er kominn til að stjórnmálamenn hætti að væla yfir þessu en skoði málin í kjölinn og komi með lagatillögur til úrbóta ef niðurstaðan er sú að bæta þurfi lögin.


mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá líffræðiskor - sjá ræðu Guðfinnu hér

Ég bloggaði ítarlega um þetta fyrir skömmu.  Ég vil benda aftur á það blogg hér.  Ræða Guðfinnu var að mestu fín en niðurstaðan kolröng.  Ég faga ályktun líffræðiskorar HÍ.  Loksins er vísindasamfélagið og fólk sem vill vernda sanna sannleiksleit um náttúruna að vakna. Smile  Þetta má aldrei gerast aftur að við verðum okkur til skammar á Evrópuráði þingmanna eða öðrum alþjóðlegum vettvangi.


mbl.is Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsubrunnur?

Með Morgunblaðinu í morgun var óvæntur glaðningur: Vikan

Já, Vikan var gefins og boðið uppá sérstakt áskriftartilboð.  Vikan er eitt elsta tímarit landsins og trúlega langsamlega langlífasta vikuritið.  Lífdagana á það trúlega að þakka víðrar skírskotunar til landsmannna og þá sérstaklega kvenna.  Þetta blað er engin undantekning og í því er fullt af ýmsu jákvæðu og skemmtilegu efni.  Vikan hefur ekki farið slúðurblaðsleiðina sem betur fer.  En...já trúlega býst þú lesandi góður við að ég komi með gagnrýni og ég ætla ekki að bregðast þér.

Það hefur verið ljóður á ráði Vikunnar síðasta áratugar að vera málpípa alls kyns kukls og ég hef ekki litið í Viku án þess að í því sé ítarleg umfjöllun um eitthvert kraftaverkagras, brjálaða myglusveppi eða annað nýaldarmoð.  Allt í hinum vinalegasta búningi, það hefur ekki vantað.  Þessi ókeypis Vika brást mér ekki hvað þetta varðar og fletti ég henni spenntur til að vita af hvaða kukli ég gæti átt von á nú... og viti menn, á bls 48-49 blasti við mér dýrðin.

Solla heilsubrunnur

Vá! Mikilvæg lesning... "Heilsubrunnur Sollu!  Basískt fæði - Eitt það heitasta [wow, hot] í heilsuheiminum í dag.  Rétt sýrustig getur skipt sköpum hvað varðar heilsu sem og holdafar." - Sólveig Eiríksdóttir (aka Solla)

Af hverju hef ég misst af þessu? Woundering Hvers vegna hef ég ekki lært um þetta í 10 ára námi í læknisfræði og á öllum lestri mínum um sérstök áhugamál mín, innkirtlafræðina og nýrun, þau fög sem fjalla dýpst um sýru-basa jafnvægi líkamans og sjúkdóma því tengdu?  Skyldi hún Solla luma á einhverju leyndarmáli sem er haldið frá læknum?  Lítum nú á innihaldið:

"Til að losna við fituna verður kroppurinn að verða basískariAuðveldasta aðferðin er að breyta mataræðinu þannig að það verði 70-80% basamyndandi." - rétt er:  Losun á fitu kemur stýringu á sýrustigi líkamans ekkert við.  Að sjálfsögðu þarf líkaminn að viðhalda réttu sýrustigi til þess að viðahalda því umhverfi efnaskipta sem frumur líkamans þurfa til að starfa rétt en stýring á því er ekki vandamálið hjá offeitu fólki og aðferðir til að möndla við það jafnvægi eru mjög varasamar.

"...,því líkaminn notar fituna sem lagergeymslu fyrr alla umframsýru."  - rétt er:  Þetta er algert bull.  Fita er ekki hlaðin sameind og gagnast því ekki við að binda sýru sem er plús hlaðin.  Það eru aftur próteinsameindir og elektrólýtar (málmsölt) sem binda umfram sýru.  Síðan er það hlutverk nýrnanna að losa umfram sýru (í formi prótóna) og því er þvagið yfirleitt súrt og með pH stig í kringum 5.5 (pH stig undir 7 er súrt, yfir 7 er basískt, ekki öfugt eins og hún Solla fræðir lesendur Vikunnar um).   Líkaminn notar einnig öndunina (loftskipti CO2) til að leiðrétta sýru-basa ójafnvægi.

"Einnig hjálpar hreyfing okkur til að verða basískari sem og jákvætt hugarfar, slökun og heilbrigðir lífshættir almennt" - kanntu annan?   Rétt er: Við góða hreyfingu myndast mjólkursýra og niðurbrotsefni sem auka sýrustigið tímabundið og er ekki hættulegt.  Líkaminn losar sig fljótt við sýruna.  "jákvætt hugarfar"  hætti nú alveg, ekki má gleyma alheimslækningunni jákvæðu hugarfari - hvað getur jákvætt hugarfar ekki gert???   Það er nú hið fyrsta af "Geðorðunum 10".   En mikið hrikalega er ég neikvæður að gagnrýna jákvætt hugarfar.  Mér verður ekki bjargað.

Almennt:  Það er minna skaðlegt fyrir líkamann að vera örlítið súr frekar en basískur miðað við það jafnvægi sem hann heldur yfirleitt við 7.4  og hann þolir mun betur langtíma ójafnvægi í átt að súru en of basísku ástandi.  T.d. sjúklingum á öndunarvél er frekar haldið smávegis súrum en basískum.  Hvað segir það þér lesandi góður um basaæði Sollu og "sérfræðinga" hennar?

Áfram hélt Solla með fræðin sín:  "Eðlilegt sýrustig þvags og munnvatns er á milli 7.0 og 7.5"  Kolrangt!  Rétt er:  Sýrustig þvags er eðlilegt í kringum 5.5 en ef það fer yfir 6.5 getur það verið merki um ákveðna nýrnasjúkdóma eða efnaskiptasjúkdóma.

Og meira bull:  "Þegar talað er um basamyndandi mat er ekki verið að tala um sýrustig sjálfrar matvörunnar..., heldur hvaða áhrif maturinn hafi á líkamann þegar hann hefur verið meltur. T.d. eru sítrónur mjög basamyndandi í líkamanum, þrátt fyrir að vera sérlega súr ávöxtur."  Rétt er:  Sítrónur innihalda mikið af sýru, m.a. vegna þess að í þeim er mikið af C-vítamíni sem er súrt.  Þessi sýra skilar sér í blóðið og er því áfram súr, ekki basísk.  Líkaminn bufferar (bindur við basískar sameindir) sýruna í blóðinu, notar sumt af henni en losar svo í þvaginu.  Þess vegna eru súrir ávextir þvaglosandi.  Það er eins og að þessir lygalaupar sem hún Solla hefur fræðin eftir, reyni að ljúga ósennilega, því oft er ósennileg lygi meira sannfærandi, rétt eins og þarna væri einhver frábær nýr sannleikur á ferðinni.

Svo heldur Solla áfram við að telja upp fæði sem er basamyndandi, hlutlaust og loks sýrumyndandi, og gettu nú... Hvað heldurðu að sé hin "sýrumyndandi" fæða?  Hverjir eru vondu karlarnir?, "the usual suspects?" svo ég sletti nú aðeins.  Jú, auðvitað "Hvítur sykur, gervisæta, einföld kolvetni, t.d. hvítt hveiti, hvítt pasta o.s.frv., ..."  Þetta passar við almenn heilsuráð og kemur sýru-basa jafnvægi ekkert við.   Að auki er hveiti ekki einföld kolvetni, hvorki hvítt hveiti né brúnt.  Þetta veit fólk sem er með pínulitla menntun í næringarfræði.  Þetta vissi ég 13 ára eftir lestur bókarinnar "Hollusta og næring" eftir Jón Óttar Ragnarsson, sem ég las utan námsefnis í den.

"Græni liturinn er minn uppáhalds" er síðasta millifyrirsögn Sollu.  Gee! Jí!

Skýringin: "...borða mikið af grænu salati með hverri máltíð..."  og áfram "Munið að við erum að tala um 20-30% súrt og 70-80% basískt.  Þetta er ekkert nýtt, þetta talaði Hippókrates um á sínum tíma svo hér er eingöngu verið að dusta rykið af vel þekktum fræðum."   Þarf hún að draga Hippókrates inní þetta rugl?  Hann var mikilvægur heimsspekingur og siðfræðingur í sögunni en er ekki þekktur fyrir lækningaaðferðir sem við höfum mikil not af í dag utan jú skemmtilegrar aðferðar til að setja í axlarlið.  Hvers vegna halda kuklarar að því eldri sem fræðin sem þeir dusta rykið af eru, því betri séu þau?  Því er yfirleitt öfugt farið.  Við köstum út gömlu og úreltu en byggjum á því sem hægt hefur verið að staðfesta og þróa enn betur.  Sýru-basa fræðin eru mjög ný og skilningur manna á mikilvægi þess í mannslíkamanum var á algeru frumstigi þar til fyrir um 150 árum að hann tók að þróast jafnhliða byltingu í þekkingu á lífefnafræði og blóðrásarkerfinu.  Enginn vísindamaður með meira en baun í hausnum vitnar í Hippokrates sem heimild fyrir sýru-basa fræðum.  Leyfum minningu hans að njóta þess sem var hans.

Neðanmáls gefur Solla upp heimildir sínar um sýru-basa-fæði:

"The pH Miracle" eftir Robert O. Young.  Hvaða vísindamaður skýrir bók sýna "...kraftaverk"?  Á vefsíðum skottulæknavaktarinnar www.quackwatch.org má finna eftirfarandi lýsingu á þessum kappa:

Robert O. Young, author of The pH Miracle, The pH Miracle for Diabetes, and The pH Miracle for Weight Loss, claims that health and weight control depend primarily on proper balance between an alkaline and acid environment that can be optimized by eating certain foods. These claims are false [8].Young offers educational retreats that include a private blood cell analysis and "nutritional consultation" at his 45-acre estate in Valley Center, California. In 1996, under a plea bargain, Young pleaded guilty to a misdemeanor charge of attempted practice of medicine without a license and was promised that the charge would be dismissed if he stayed out of trouble for 18 months. Young claimed that he had looked at blood samples from two women and simply gave them nutritional advice [9]. The blood test he advocates (live-cell analysis) has no scientific validity [10]. Young's "credentials" include doctoral degrees in nutrition, science, and naturopathy from the American Holistic College of Nutrition. His Web site claims that he "has been widely recognized as one of the top research scientists in the world," and his book states that he "has gained national recognition for his research into diabetes, cancer, leukemia, and AIDS." Yet he, too, has had nothing published in a recognized scientific journal.

"Alkalize or Die" eftir Dr. Theodore A. Baroody - Það munar ekki um það.  Skelfandi titill, ekki laust við að maður byrji að skjálfa í hnjánum.  Grípið mig!!  Sjáið þið fyrir ykkur Laufeyju Steingríms öskra á næringarfræðifyrirlestri "étið meira grænmeti ellegar deyið!!!"  Hér má sjá heimasíðu þessa kíropraktors og Naturopaths (Dr. hér merkir ekki læknir).  Það er dásamlegt hversu ófagmannlegir bókatitlar kuklara eru, þannig að maður þarf ekki einu sinni að líta inn fyrir kápuna. 

"The Acid-Alkaline Diet" eftir Christopher Vasey.  Annar Naturopath en það er víst fínn titill í kuklinu.

Rúsínan í pulsuendanum:  Í appelsínugula "Vissir þú..." dálknum auglýsir Solla "Alkalive green" duftið með mynd af dollunni og segir hvar það fæst.  Inntaka græna duftsins í vatni á að vera "...ótrúlega auðveld og fljótleg leið" til að verða basískari.   Af hverju finnst kuklurum sjálfsagt að auglýsa vörur um leið og þeir fræða fólk um heilsufræði sín?  Hvað yrði sagt um lækni sem auglýsti sýklalyf um leið og hann fræddi fólk um sýkingar?  Læknirinn yrði ásakaður harðlega fyrir að skorta hlutleysi og gera sig sekan um að hygla lyfjaframleiðendum.  Mál hans biði hnekki þar sem ekki væri ljóst hvort að tilgangur hans væri að fræða eða selja.  Siðareglur lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks leyfa þetta ekki.  Hvers vegna ætti annað fólk sem fjallar um heilsu að leyfa sér þetta?  Er fólk í náttúrulækningum einhvers annars eðlis siðferðislega?  Byggir trúverðugleiki þeirra á einhverju allt öðru en fagmannlegum vinnubrögðum? 

Ég leyfi Sollu að eiga síðustu orðin:

"..., ég skal segja þér allt um himalayakristallinn í næsta blaði ... "  

 


Langsótt en ekki illa veitt

Al Gore hefur flutt heiminum mjög mikilvæg skilaboð með fyrirlestrum sínum og heimildamyndinni "Óþægilegur sannleikur" (an inconvenient truth), þar sem hann varar við þætti okkar mannanna í hlýnun jarðar og þeim gífurlegu afleiðingum sem það getur haft að pólarísinn bráðni. 

Þetta eru hins vegar friðarverðlaun, ekki umhverfisverndarverðlaun eða vísindaverðalaun.  Í ræðu fulltrúa Nóbel nefndarinnar kemur fram að með því að stuðla að meira öryggi í heiminum, stuðli Al Gore að friði í heiminum.  Þetta er trúlega rétt og maður skyldi ekki vanmeta þau áhrfi sem náttúruhamfarir og hungur geta haft á hegðun fólks.  Hins vegar finnst mér val nefndarinnar bera þess vott að það hafi vantað nægilega kraftmikinn fulltrúa beinna friðarumleitana til þess að útnefna.  Einhvern veginn er það ótrúlegt að slík persóna finnist ekki, en þetta lyktar af því að ekki sé bara nóg að vera góður baráttumaður fyrir friði til að fá útnefningu, heldur verður viðkomandi að vera frægur fyrir að básúna sínum skoðunum um allan heim eða a.m.k. komist í heimsfréttir, þ.e. fréttir hins vestræna heims.  Þannig fá baráttumenn ekki verlaunin fyrr en búið er að viðurkenna þá annars staðar, sbr. Mandela.  Kannski er þetta rangt hjá mér.  Vissulega er ég ánægður yfir því að Al Gore fái verðlaun en kannski bara í öðrum flokki.  

Hjúkk, a.m.k. fékk Sri Chinmoy ekki Nobbann. Grin


mbl.is Leiða friðarverðlaun Gores til forsetaframboðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband