Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Mikil fjölgun húmanískra giftinga í Skotlandi

Á nokkrum árum hefur fjöldi húmanískra giftinga á Skotlandi nærri nífaldast (frá 81 upp í 710 í fyrra) og eru nú fjórða algengasta form giftinga á meðal lífsskoðunarhópa þar, en borgaralegar giftingar án afskipta lífsskoðunarfélaga eru algengastar þar.  Karen Watts and Martin Reijns, at their Edinburgh Zoo wedding

Sagt er frá þessu í frétt BBC á sunnudaginn 20. júlí síðastliðinn.  Þessi fjölgun gerist á sama tíma og giftingum fækkar í heild hjá trúfélugum. 

Hér má lesa aðra frétt um málið og heimsækja hér vefsíðu skoskra húmanista, en þeir hafa fengið samþykkt lög í Skotlandi þar sem þeir mega ganga frá lagalegu hlið giftingarinnar rétt eins og trúfélögin.  Því er ekki til að dreifa hérlendis.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hóf formlega sína athafnaþjónustu 29. maí síðastliðinn og hafa athafnarstjórar félagsins stýrt tveimur giftingum og þrjár til viðbótar eru í undirbúningi á næstu mánuðum.  Þetta fer rólega af stað en án efa mun vaxandi fjöldi fólks nýta sér þennan möguleika í framtíðinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband