Mér er óglatt
1.9.2007 | 11:26
Á vefsíðunni Atheist Media Blog rakst ég á myndina sem ég hef sett hér að neðan. Ég hafði heyrt um hreyfingar í USA og Noregi á meðal kristinna manna sem styðja einhliða Ísraelsmenn í Miðausturlöndum og trúa því að múslimar sé hið illa. Þetta fólk trúir bókstaflega á endalok heimsins og að Kristur komi aftur. Allt þetta var frekar ótrúlegt og fjarlægt þannig að ég hélt að þetta væri einhver fámennur, valdalaus hópur en videoið hér sýnir að svo er alls ekki raunin. Nokkrir af valdamestu og áhrifamestu mönnum USA eru beint tengdir þessari hræðilegu trú og þ.á.m. Joseph Lieberman öldungardeildarþingmaður frá Connecticut sem hefur verið framarlega í framboði til tilnefningar til forsetaframboðs undanfarnar 2 kosningar. Hann er gyðingur en ég hélt að hann væri skynsamur og tæki ákvarðanir út frá veraldlegu siðferði. Ég hef oft séð hann tala í USA og virtist hann vera með þeim skárri pólitíkusum sem ég hef hlustað á þar. Það var svekkjandi að sjá hann í þessum félagsskap. Þessi mynd erti vagus-taugina mína.
Rapture ready: The Christians United for Israel Tour
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Athugasemdir
Mér er líka óglatt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 11:35
Já akkúrat þessi
Svanur Sigurbjörnsson, 1.9.2007 kl. 11:45
Elmar - gangi ykkur vel í Amsterdam. Farðu vel með látúnsbarkann
Svanur Sigurbjörnsson, 1.9.2007 kl. 12:33
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 13:09
Úff....
SG (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 13:34
Spáðu í þetta. Fólk með fulla greind....Hvað getur maður sagt.
Halla Rut , 1.9.2007 kl. 22:37
Nei ekki fólk með fulla greind!! Matreiddar skoðanir og trú sem á ekkert skylt við Jesú krist framreitt af öfgasvikahröppum sem í skjóli beintengingar til himna hafa himinháar tekjur af trúgjörnu hálfvitunum. Þetta eru þeir sem kjósa Runna vitgranna. Og hugsið ykkur hvað er til mikið af þessu fólki. Öfgafullir múslimar ná ekki þessum hæðum.
Ævar Rafn Kjartansson, 2.9.2007 kl. 00:19
kvitta fyrir mig, takk.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:41
Ævar Rafn. Því miður er margt þetta fólk með fulla greind og vel það. Ef þú skoðar bakgrunn þessara samfélaga sérðu að þetta hefur flutst mann af manni. Því miður virðist þetta eiga skylt við hugmyndir Jésú því ýmislegt bendir til þess að hann hafi verið heimsendaspámaður, sbr. greinar Steindórs J Erlingssonar vísindasagnfræðings nýlega í Fbl. Já það er ótrúlegt hvað er mikið til af þessu fólki. Mið- og suðurríki USA eru nánast allt annað menningar- og skoðanasamfélag en strandríkin og norðaustrið. Nóg af illa menntuðu fólki til að kjósa Bush og hans líka.
"Öfgafullir múslimar ná ekki þessum hæðum". Jú, það gera þeir og gott betur en munurinn fer líklega minnkandi.
Svanur Sigurbjörnsson, 2.9.2007 kl. 17:17
Mér verður líka óglatt Þetta fólk er kannski með fulla greind ef út í það er farið. Það hefur þó sætt markvissum heilaþvotti af forkólfum trúarsafnaða sem það tilheyrir. Á bak við þetta allt er ótrúlegt peningaplokk, þar sem forkólfarnir eru í lang flestum tilfellum moldríkir og fara hlæjandi í bankann með hýruna sem þeir ná af jafnvel veiku og viðkvæmu fólki sem þeir hafa talið trú um að það eigi vísa vist á himnum og sé sérútvalið af guði til að vinna verk hans með allskonar útskúfun og mismunum, fordómum og hernaði til að koma á ríki hans, þessa vonda guðs þeirra.
Ég hef orðið vör við hérna á blogginu að margir sem telja sig "kristna" eru uppfullir af múslimahatri og fordómum. Ætli múslimar verði næsta þjóðin sem á að reyna að útrýma?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.9.2007 kl. 18:32
oj...........
Ótrúlegt hvað gyðingarnir eru góðir dáleiðarar ég meina þeir viðurkenna ekki Jesú sem spámann en stjórna samt sem áður fylgjendum hans.
Fríða Eyland, 2.9.2007 kl. 19:24
Ekki veit ég hvort að gyðingar stjórni þessum evangelistum í USA. Það er oft þannig að líkir sækja líkan heim og þar sem báðir þessir hópar eiga sameiginlegan óvin þarf trúlega hvorki dáleiðslu né þumalskrúfur til að sannfæra þetta bókstafstrúarfólk um að koma saman í þessu kolruglaða markmiði.
Svanur Sigurbjörnsson, 2.9.2007 kl. 19:34
Úff, þetta er næstum jafn ógeðfellt og barnatrúboðið sem afhjúpað er í "Jesus Camp".
Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:07
Já, einmitt. Konan sem rak þær búðir sagði eitthvað á þá leið að trú þeirra yrði að vera eins öfgafull og múslimanna til þess að vinna stríðið gegn þeim. Hún dáði George Bush Jr.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.9.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.