Hvers vegna EKKI detox!

Þótt ótrúlegt megi virðast láta margir glepjast af auglýsingamennsku Jónínu Ben og kuklprógrammi hennar.  Detox er lykilorð í kuklbransanum og eftir því sem það er víðar notað í auglýsingum og umræðu fólks sem heldur fram alls kyns staðhæfingum í tengslum við vöru eða þjónustu sem það er að selja, þá fara fleiri að trúa.  Það er nefnilega þannig að mörgu fólki virðist duga að heyra hlutina nógu oft að þá fer það að taka það sem sannleik. 

Hér ætla ég að telja upp nokkur atriði til rökstuðnings þess að fara ekki í detox prógramm eða kaupa sér vörur sem eiga að "afeitra" líkamann.

  1. Líkaminn hefur mjög fullkomið afeitrunar- og útskilnaðarkerfi sem þarfnast ekki sérstakar hjálpar við utan þess að misbjóða því ekki með óhollum lífsháttum.  Lifrin tekur við öllu því sem við látum ofan í okkur (gegnum portal æðakerfið) og því er margt sem er afeitrað þar í svokallaðri fyrstu umferð (first pass), þ.e. ýmis efni sem lifrarfrumurnar líta á sem framandi eru brotin niður í lifrinni áður en þau komast í almennu blóðrásina.  Dæmi: Flest lyf komast aðeins að hluta inní almennu blóðrásina því að lifrin byrjar strax að brjóta þau niður.  Þess vegna eru sýklalyf stundum gefin í æð til þess að komast hjá þessu "first pass" niðurbroti í lifrinni.  Þannig nýtist betur skammturinn. 
  2. Í blóðinu eru prótein sem binda ýmis efni og varna því að þau nái fullri verkun út í líkamann.  Lifrin tekur svo við efnunum og brýtur þau niður.  Það fer eftir ýmsum eiginleikum efnanna hversu mikil þessi próteinbinding er.  Í blóðinu, millifrumuefni og frumum líkamans eru svo einnig ýmis andoxunarefni sem varna þránun fitu og bindast rokgjörnum efnasamböndum sem mögulega geta skaðað efnaskipti og starfsemi frumnanna.  Þetta eru mikilvæg efni (ýmis vítamín eru í þessu hlutverki) en þær væntingar sem bundnar voru við uppgötvun þeirra hafa ekki náð þeim hæðum sem upphaflega var vonast til.  T.d. hafa stórir skammtar af ýmsum vítamínum umfram grunnþörf ekki gefið góða raun í forvarnarskyni við krabbameinum. 
  3. Heilinn hefur sérstaka vörn í sínum æðum þannig að hann hleypir inn mun færri efnum en önnur líffæri.  Það fer eftir svokölluðum fituleysanleika hversu mikið efni komast inn í heilann.  Þetta vita lyfjaframleiðendur mæta vel og reyna því að hanna lyf sín þannig að þau komist síður inní heilann ef að þau eiga að virka í öðrum líffærum.
  4. Úthreinsunarstöðvar líkamans.  Í fyrsta lagi eru það nýrun.  Þau losa út langmest af úrgangsefnum efnaskipta líkamans, sérstaklega svokölluðum nitursamböndum sem koma frá vöðvum.  Mikilvægt er að drekka vel samkvæmt þorstatilfinningu því þurrkur er varasamur fyrir nýrun.  Gamalt fólk getur tapað að hluta þorstatilfinningu eða kemst ekki í vatn vegna lasleika og því þarf að passa sérstaklega vatnsinntöku hjá því.  Óhófleg vatnsdrykkja getur verið varasöm því hún getur þynnt út blóðið, sérstaklega þarf að fara varlega í það að demba í sig mikið af tæru vatni (meira en 1.5 L) eftir mjög mikla og langvarandi áreynslu og svitnun (eða mikinn niðurgang/uppköst) án þess að borða með (nauðsynleg sölt eru í matnum) því það getur valdið svokallaðri vatnseitrun í heilanum.  Vegna þessa eru íþróttadrykkir jafnan blandaðir með söltum (Na, K, Cl).
  5. Í öðru lagi fer úthreinsum fram í gegnum gallvegakerfið í lifrinni og gallútganginn í skeifugörninni og eru það einkum ákveðin fituleysanleg efni og málmar sem lifrin hefur bundið við önnur efni, sem losast út þannig (gegnum hægðirnar).  T.d. það örlitla kvikasilfur sem notað var áður í viss bóluefni mælist í hægðum en ekki í blóði nokkrum klukkustundum eftir gjöf þeirra bóluefna.  Þetta örmagn kvikasilfurs var því afeitrað í lifrinni (bundið) og skilið út með gallinu og hægðunum.  Þessi útskilnaður lifrarinnar gegnum gallið skerðist ekki við gallblöðrutöku. 
  6. Í þriðja lagi fer úthreinsun fram í gegnum útgufun frá lungum (útöndun).  T.d. hreinsar líkaminn að hluta alkóhól út um andardrátt. 
  7. Yfirleitt er ekki minnst á lifur eða nýru í umfjöllun detox-kuklara á vörum sínum, aðferðum eða þjónustu.  Ástæðan er sú að þeir hafa ekki græna glóru um það hvernig afeitrunarkerfi líkamans starfa.  Samt þykjast þeir geta ráðlagt um afeitrun og telja fólki trú um að líkami þeirra sé fullur af einhverjum eiturefnum.  Snilldin felst í því að búa til sjúkdóminn fyrst og selja svo "lækninguna".  Salan aflar $ $  og meiri $ $ eykur möguleika til að ljúga stærra, t.d. með flottum auglýsingum á forsíðu Morgunblaðsins eins og gert var í vetur. 
  8. Umfram það að drekka nóg af vatni, hreyfa sig reglulega, borða alhliða mat, lýsi og halda sér í kjörþyngd, þá er ekkert sem þarf að gera til að hjálpa afeitrunarferli og útskilnaðarlíffærum líkamans.  Þau sjá um sig sjálf.  Það sem gildir er að forðast að láta óholl efni í líkamann til að byrja með.  Það gagnast ekkert að láta hreinsa út úr sér hægðirnar með skolun ef að fólk borðar krabbameinsmyndandi mat flesta daga.  Skaðinn er skeður áður en fæðan nær í neðri hluta ristilsins þar sem til skolunar kemur og það er alls ekki ráðlagt að fara í ristilskolun daglega.  Með því að forðast brenndan, sviðinn, pæklaðan, djúpsteiktan og mikið verkaðan mat má forðast krabbameinsmyndandi efni.  Matvaran skyldi því vera sem ferskust og elduð á mildan máta þannig að hvort tveggja, góð vítamín og fitusýrur skemmist ekki, og ekki myndist hættuleg rokgjörn efni sem geta ýtt undir myndun krabbameina. 
  9. Föstur í nokkra daga eða 1-4 vikur gera meira ógagn en gagn.  Með föstu á ég hér við fæðismagn sem skilar minna en 1000 kkal á dag (fæði detox Jónínu er með um 500 kkal/dag).  Fasta veldur miklu álagi á efnaskiptin eftir 2-3 daga því þá þarf líkaminn að skipta algerlega um gír í orkuefnanotkun, þ.e. skipta úr notkun á forðasykri (í lifur og vöðvum) yfir í notkun á fitu og vöðvum.  Líkaminn verður að hafa sykur fyrir heilann og því byrjar hann að brjóta niður vöðvana til að búa til sykur úr niðurbrotsefnum þeirra (amínósýrum) í lifrinni.  Fasta umfram 2-3 daga veldur því niðurbroti á dýrmætum vöðvum og á endanum veldur minni orkunotkun líkamans og fljótari fitusöfnun á ný eftir að föstunni líkur.  Fastan eykur ferð nitursambanda um blóðið og óæskilegra smáfituefna (ketóna) sem auka álag á lifrina og því er það ástand ekki gott fyrir afeitrunarferli hennar.  Slík fasta er því á endanum líklegri til að veikja ónæmiskerfið og afeitrunarkerfið en hitt (sem er oft lofað) og getur ekki haldið áfram án þess að valda stórskaða á líkamanum.  Hún er því engin langtímalausn og er ekki réttlætanleg nema í mesta lagi 3 daga.  Föstu má nota í 1-3 daga til að byrja megrunarátak (ákveðin ögun), en eftir þá byrjun skal halda inntökunni u.þ.b. 500 kkal undir áætlaðri orkuþörf þannig að um hálft kg (3500 kkal) af fitu náist af á viku hverri. 
  10. Tíu er flott tala og því er freistandi að koma með 10. atriðið en ég læt það vera. 

Af ofangreindu er ljóst að detox kerfi eða vörur eru ekki langtímalausn og í reynd algerlega ónothæfar sem slíkar.  Í besta falli eru þær skaðlaus peningaeyðsla en í sumum tilvikum hreint út hættulegar heilsu fólks.  Besta "hreinsunin" felst í að láta ekki of mikið og of verkaðan/brenndan mat ofan í sig.  Jafnframt er ákaflega mikilvægt að halda blóðrásarkerfinu í þjálfun með reglubundnum þolæfingum.  Ofgnótt og skortur á taumhaldi er okkar versti óvinur heilsufarslega.  Það væri nær að setja upp prógramm sem þjálfaði fólk í heilbrigðum sjálfsaga heldur en þetta heimskulega prógramm hennar Jónínu Ben. 

Ég mæli með því að fólk byrji þjálfun undir leiðsögn og hvatningu þjálfara tvisvar til þrisvar í viku, borði fiskmeti a.m.k 2-3var í viku og taki inn eina fjölvítamín töflu með lýsi eða lýsistöflu (D-vítamín) daglega.  Bein Íslendinga eru upp til hópa hrikalega léleg og nær allir eru með D-vítamín skort yfir veturinn ef að D-vítamín er ekki tekið inn.  Auk slæmra áhrifa á bein getur skortur á því valdið vöðvasleni og slappleika.  Drekkum góða vatnið okkar (enda ókeypis) og drögum úr drykkju gosdrykkja og bjórs/víns.  Gamli góði aginn og reglusemin er það sem aldrei fellur úr gildi sama hvaða tækni er við hendi. 

Látið svo afeitrunarseglana alveg vera líka. Töframennirnir Penn & Teller tóku það bull fyrir í einum af þáttum sínum "Bullshit" sem verið er að sýna á Skjá einum á mánudagskvöldum.  Ég mæli eindregið með þeim.

Svo er ágætis No-tox (mitt orðalag) aðferð að sleppa eða fara mjög varlega í áfengið um Verslunarmannahelgina.  Það er ekki sérlega falleg sjón að sjá allar fitublöðrurnar sem safnast í lifrina eftir fyllerí.  Þær verða ekki sogaðar úr rassinum sama hvað Jónína Ben myndi reyna, en hverfa á nokkrum dögum án áfengis án detox-hjálpar. 

Að endingu er mikilvægast að forðast mesta eiturefni allra tíma, þ.e. reykingarnar eins og heitan eldinn.  Ekkert eiturefni, eða réttara sagt eiturverksmiðja eins og reykt tóbak hefur örkumlað, lamað, skemmt hjörtu og drepið eins mikið af fólki um aldur fram eins og það.  Fátt væri því hlægilegra en að sjá reykingarmanneskju fara í detox prógramm án þess að ætla sér að hætta að reykja. 

Lausn okkar felst í því að forðast TOX því að með DETOX er of seint í rassinn gripið.

Góðar stundir  :-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var kallað stólpípa í den. En Detox er flottara nafn yfir þessa ömurlegu meferð.

Finnur Bárðarson, 1.8.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já mikið rétt Finnur.  það er eitt einkenni kuklsins að það það er klætt í fallegar umbúðir og því gefin flott heiti til að laða að.  

Svanur Sigurbjörnsson, 1.8.2009 kl. 16:01

3 identicon

Það er aðdáunarvert hvernig þú ert að fræða fólkið! Ég vil bara bæta við að Penn & Teller eru á Skjá einum 4 kvöld í viku, ekki bara á mánudagskvöldum.

Hope Knútsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hver er þín sérgrein, Lýtalækningar ?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2009 kl. 16:57

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Hope.  Nú frábært, ég hélt að þeir væru bara á mánudögum, en 4 kvöld í viku er fjórum sinnum betra  :-)

Hvers vegna tekur þú fram "Lýtalækningar" Jóhannes í spurningu þinni?  Ertu að reyna að koma einhverju á framfæri frekar en að hafa raunverulegan áhuga á því að vita hver sérgrein mín er.  Sérgrein mín kemur innihaldi greinar minnar ekkert við. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.8.2009 kl. 17:09

6 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Frábær pistill

Ég man alltaf eftir þætti sem BBC lét gera, The Detox Diet.  Þar sem hópur af konum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn átti að fara í "detox" búðir í viku en hinnn í party hús.

Í stuttu máli frá

http://www.bbc.co.uk/sn/humanbody/truthaboutfood/young/detox.shtml

Tel að venjulegur Íslandingur skilji enskuna.

Despite the high profile of detox diets, very little research exists to prove whether it has any measurable value. In this study, we put the diet to the test, finding out if following a strict detox plan can really reduce the body’s toxic load and enhance the efficiency of our body’s innate systems.

"relying on a detox isn’t the solution"

We took ten party animals to a country cottage retreat for ten days to see if a detox diet could recharge their internal batteries. The group was split into two and half the girls were put on a balanced diet, including red meat, alcohol, coffee and tea, pasta, bread, chocolate and crisps (in moderation), with the remainder following a strict vice-free diet.

Can a short, sharp shock really change the levels of toxicity in your body in just a week?

After testing the kidney and liver functions and measuring the antioxidant and aluminium levels in their blood we found there were no differences between the groups.

Which just goes to show, in a binge and purge culture relying on a detox isn’t the solution. Your body has its own way of regulating toxins and a week of suffering won’t change that so you are better off sticking to a balanced diet all the time.

Birgir Örn Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 17:28

7 identicon

Næst á dagskrá er að Lára spái fyrir fólki og segi því að fara til Jónínu... .. me thinks

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:15

8 identicon

Að þú skulir tjá þig um meðferð sem þú hefur ekkert kynnt þér segir mikið um þig og innræti þitt. Ég er orðlaus yfir bullinu í þér Svanur en sem betur fer eru margir læknar að átta sig á þessari tveggja vikna heilsumeðferð sem gerir fólki gríðarlega gott. Þú er dóni.

Jónína Ben (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:23

9 identicon

Svanur minn ég mæli með því að þú farir í detox, sjálf hef ég margoft farið og þekki fjölmarga sem hafa hafið ferð sína í átt til betri heilsu og vellíðan.

Detox meðferðin sem Jónína er að bjóða upp á er hönnuð af pólskum lækni dr.Ewa Dabrowska sem ég presónulega hef margoft hitt. Fjöldi fólks hefur losnað við marga króníska sjúkdóma með detox meðferðum hennar. Mér þætti æðisleg að þú sem læknir kynntir þér þetta vel, það er ekki viturlegt í krafti menntunar þinnar að vera með svona skrif. Þú ættir að kynna þér það sem Jónína og Sigrún eru að gera þær eru hetjur og er nú þegar að bera í þjóðarbúið dýrmætan gjaldeyrir.

Þuríður Ottesen (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:02

10 identicon

Heyrir þú það Svanur þú ert dóni... alls ekki vera að dæla vísindalegum staðreyndum gegn kukli og rugli... það er púra dónaskapur.
Þannig viljum við íslendingar hafa málin... engan dónaskap, berum virðingu fyrir öllu rugli, hvað er td langt síðan fyrsta stólpípan var sett inn í einhvern.. það eru hundruð eða þúsundir ára... eins og alkunnar er þá er rugl haldið sömu eiginlegum og vín... verður betra og betra með aldrinum... að lokum endar dæmið sem staðreynd og besti hlutur í heimi...
Fólk vitnar og segir frá persónulegri reynslu sinni.. sem skapaðist ekki af væntingum.... eða group think.
a: jónína segir að þetta virki
b: Dóninn hann Svanur er að verja sína lyfseðla.
c því hefur jónína rétt fyrir sér
d og fyrst jónína hefur rétt fyrir sér með þessa gömlu aðferð.. þá er guð til

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:17

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Svanur, ég hef nokkrum sinnum farið á námskeið með næringarfræðum, en líka þar sem næringarfræðingur og læknir komu saman. Á einu slíku sagði næringarfræðingurinn að gott væri að taka lýsi daglega, en að öðru leiti lagðist hann gegn vítamínum og fæðubótarefnum. Að við fengjum nóg af slíkum efnum ef fæðið væri gott. Þá fékk læknirinn spurningu, þar sem hann var spurður um það að það virtist sem læknar og næringarfræðingar væru ekki sammála um vítamín eða matarráðgjöf. Hann sagði að oftast væru þessar stéttir sammála um þessi mál, en þar sem þær væru ósammála væri ráðlegra að fara eftir næringarfræðingunum. Þetta væri þeirra sérfag og bætti svo við ,, Lítil þekking er hættuleg þekking".

Ástæðan fyrir fyrirspurn minni er þessi ráðlegging með fjölvítamíntölfuna. Telur þú hana nauðsynlega fyrir þá sem borða gott fæði, og þá af hverju.

Annars bestu þakkir fyrir mjög áhugaverða grein.

Sigurður Þorsteinsson, 1.8.2009 kl. 19:43

12 identicon

Jónína bannaði mig... allir sem banna mig eiga eitt sameiginlegt: Hjátru og kukl, halda fram hlutum sem engar sannanir eru fyrir...
engar vísindalegar staðreyndir á bakvið eitt nér neitt.. bara einhverjir kúnnar/meðlimir sem segja að þetta sé frábært, þau hafi fundið þetta og hitt.... hafi getað hætt á öllum lyfjum og alles..
Þetta sjáum við einnig mjög oft á trúarsamkomum... .þegar er gengið á eftir því að fá úrskurð lækna um meintar lækningar... þá er lítið um svör, bara útúrsnúningar og sagt að við sem viljum sannanir séum vondir og dónalegir.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 20:16

13 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fróðleg grein.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.8.2009 kl. 20:38

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Bestu þakkir Birgir Örn fyrir góða tilvitnun frá BBC. 

Það þarf þrennt til að bjóða fólki detox kúrs líkt og Jónína er með:

1.  Verulega vanþekkingu á lífefnafræði, lífeðlisfræði og líffærafræði líkamans ásamt því að skorta vilja til að taka fræðilegum rökum um málið.

2.  Verulega vanþekkingu á því hvernig hlutlægri þekkingu er aflað og hvað þurfi til áður en hægt er að fullyrða eitthvað um árangur tiltekinnar meðferðar.

3.  Verulega þörf fyrir að græða fé og upphefja sjálfan sig í leiðinni.  Jafnframt þann hroka að hunsa alla gagnrýni lækna og telja sig geta ráðlagt fólki að fara af öllum lyfjum án þess að hafa nokkra þekkingu á ástandi þeirra eða mikilvægi lyfjanna. 

Vanþekkingin er ekki stóra vandamálið heldu hin óábyrga afstaða gagnvart ráðleggingum þeirra sem bestu þekkingu hafa á líkamanum og að ráðleggja fólki um meðferðir sem læknar hafa harðlega gagnrýnt.  Þetta er jafnan samnefnari kuklara sem láta mikið á sér bera og koma fram í nafni góðvildar og velvilja.  Vefsíður þeirra sýna svo að auðvitað eru í raun bara viðskiptin sem þeir leggja höfuð áherslu á.  Engin heilvita heilbrigðisstarfsmaður lætur skjólstæðinga sína auglýsa fyrir sig með reynslusögum eða jákvæðum ummælum.  Þannig auglýsa heldur ekki lyfjafyrirtæki enda yrðu þau ekki lengi að fá á sig feitar kærur fyrir slíkt.

  Hins vegar er slíkt lítið mál fyrir Jónínu Ben því um hana gilda engin lög eða siðareglur.  Á vefsíðu hennar segist skjólstæðingur hennar hafa læknast af sykursýki.  Ef Jónína hefði minnstu þekkingu á sykursýki myndi hún ekki birta þessi ummæli.  Ef hún hefði nægan heiðarleika til að spyrja lækni hvort að ummæli skjólstæðingsins standist, þá myndi hún ekki birta ummælin. 

Sæl Þuríður

Það rýrir mikið álit mitt á fagmennsku Dr. Ewu að hún mæli með þessari detox meðferð.  Enginn læknir hérlendis hefur mælt með þessu og Jónína fékk ekki neinn lækni hér til að skrifa uppá meðferðina eða vera hluti af prógrammi hennar.  Björn S. Lárusson bendir á að Jónína hafi eytt út spurningu hans um hvort að einhver íslensku læknir hafi skrifað upp á hennar meðferð.  Hvað segir það þér?  Finnst þér sjálfsagt að tala um að ég ætti að kynna mér meðferð Jónínu vel þegar þú veist ekki hvort að ég hafi ekki þegar gert það?  Ég hef lesið allt það sem Jónína hefur sett fram á vefsíðu prógrammsins og það sem þar stendur er nægilegt til að sjá að gagnrýni er þörf.  Ég skynja velvilja þinn, en þú þarft að gera þér grein fyrir því að það þarf mun meira en velvilja til að mæla með einhverri meðferð.

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 1.8.2009 kl. 21:40

15 identicon

Takk fyrir þessa frábæru grein Svanur, þetta er nákvæmlega það sem matartæknum er kennt í þeirra námi. 

Matartæknir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:47

16 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Góður Svanur!  Góð og fræðandi grein.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.8.2009 kl. 22:15

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær grein og skrifuð á mannamáli

Ég tek stundum vítamín og þau virka ágætlega á mig  Svo nota ég stundum krem úr íslenskum jurtum sem má éta líka  en þetta detox er alveg út í hött og ekkert vit í því að fólk lifi á grasi og fái stólpípur þess á milli.  Það missir ekki bara fitu, heldur lika vöðvamassa.  Sterkir vöðvar auka brennslu segi ég og viðurkenni að ég þarf að fara að drífa mig í líkamsrækt

Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.8.2009 kl. 23:35

18 identicon

Er ekki málið að það sem virkar í detox er bara simple sálfræði?

Laufey (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:22

19 Smámynd: Sigurjón

Sæll Svanur og kærar þakkir fyrir fróðlegan pistil.

Það er alltaf gaman að því að fræðast um starfsemi líkamans og er þar af nógu að taka, enda ekki skrýtið að læknisfræðin sé svo langt nám...

Er það ekki rétt munað hjá mér að hálft kíló af spiki innihaldi 4500 kkal?

Alla vega, þá er alltaf gaman að lesa þessa fræðandi pistla hjá þér og ég hlakka til að sjá þann næsta.

Góðar stundir.

Sigurjón, 2.8.2009 kl. 00:35

20 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Bestu kveðjur Sigurður Viktor.  Við söknuðum þín í göngunni á Hornstrandir.  Vonandi getið þið verið með næsta sumar.

Gott að heyra "Matartæknir".

Flottur strákur þarna með þér á myndinni Sigurgeir Orri.  Bestu kveðjur.

Það er nákvæmlega þannig DoktorE eins og þú segir.  Af öðru: Nú er búið að loka á bloggið þitt vegna þess að þú uppnefndir Láru Ólafsdóttur "spámiðil" fitubollu og sagðir að aðeins glæpakvendi myndu koma fram með svona hrikalegan jarðskjálftaspádóm eins og hún gerði.  Jónína Ben kallar mig nú dóna.  Ætti Árni Matt hjá Mbl.is að loka blogginu hennar til þess að gæta jafnræðis? Ef að þú mátt ekki uppnefna spámiðil sem hræðir líftóruna úr fólki sem trúir á spádóma, er þá í lagi að uppnefna lækni sem varar við varasömu prógrammi?  Er kannski í lagi að uppnefna í athugasemdum en ekki í bloggfærslum? 

Sæll Björn S. og takk fyrir góð innlegg.  Gott að vita af þessu með framkomu Jónínu Ben gagnvart þér.  Þegar Herbalife innihélt örvandi efni fengu all margir slæman háþrýsting af því. 

Sæll Sigurður Þorsteinsson.  Fyrir fólk sem borðar fæði úr öllum fæðuflokkum og reglulegar máltíðir á ekki að þurfa nein vítamín sem fæðubót nema D-vítamín því það er í afar fáum matvælum og við fáum nánast enga sól í 8 mánuði á ári.  Hins vegar sakar ekki að taka fjölvítamín með 100% ráðlögðum dagskömmtum, 1 töflu á dag til tryggingar á því að maður fái nóg.  Allt umfram það er óþarfi og skapar bara vinnu fyrir lifrina við að losa vítamínin út.  Fólk sem borðar ekki kjöt gæti lent í skorti á B12 og þeir sem borða ekki grænmeti geta lent í skorti á fólinsýru. 

Þetta með að "lítil þekking væri hættuleg þekking" getur verið rétt en það sem ég held að skipti meira máli er hvað þú lærir um það hvaða afstöðu þú átt að taka til eigin þekkingar og þess þegar þú mætir rökum sem þú annað hvort skilur ekki eða hefur ekki svar við.  Fólk með litla staðreyndaþekkingu getur samt sem áður komið mjög vel út úr slíkri stöðu með því að viðurkenna með sér þekkingarleysið og hafa kjark til að spyrja og leita að svörum.  T.d. manneskja sem fær kynningu um "lækningarmátt" einhverrar plöntu eða kristals ætti að taka því rólega með að trúa á það sem sagt er og spyrja um sönnunargögn, rétt eins og rannsóknarlögreglumaður sem getur ekki leyft sér að klína sök á einhvern af óathuguðu máli.  Þá á fólk að bera virðingu fyrir þeirri þekkingu sem búið er að afla vísindalega og bera nýjar staðhæfingar saman við það sem viðurkennt er.  Þetta getur kostað heilmikið grúsk og lestur en þannig er lífið.  Það kostar heilmikla fyrirhöfn að læra og öðlast skilning á flóknum lífrænum fyrirbærum.  Fyrst þegar maður hefur öðlast þann grunn getur maður sagt hvort að eitthvað nýtt sé líklegt til að vera rétt eða ekki, vel heimfært eða hreinn uppspuni. 

Svanur Sigurbjörnsson, 2.8.2009 kl. 00:38

21 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Sigurjón

Takk fyrir góð orð.  Skarplega athugað með hitaeiningarnar en það er munur á hreinni fitu og líkamsfitu:

það eru 9 hitaeiningar í hreinni fitu per gram og því 9000 í heilu kg og því 4500 kkal í hálfu kg eins og þú segir, en fita líkamans er einnig að hluta vatn og stoðvefur þannig að það losnar með.  Það þarf því ekki nema um 7000 kkal tap til að losna við 1 kg af líkamsfitu. 

Hér á þessari síðu er hægt að fá útreikning á því hversu margar kkal maður þar til að megrast.  Ég þurfti að lækka mig úr 2558 (dagleg þörf fyrir mína þyngd og hæð) niður í 2058 kkal daglega í eina viku (3500 kkal) til að missa hálft kg. 

Svanur Sigurbjörnsson, 2.8.2009 kl. 00:51

22 identicon

En hvað með dæmi eins og mig... ég get borðað og borðað, pizzur og hamborgara, nammi allan daginn... breytir engu, ég er alltaf grannur og hef alltaf verið.
Ég verð að passa mig á að sleppa ekki máltíðum því annars gæti ég orðið óli prik.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:56

23 identicon

Kæri ágæti Svanur læknir ekki spurning að gott væri að vanda til alls og fá með sér læknastéttina inn í meðferðina hjá Jónínu og vonandi verður það í framtíðinni. Dr. Ewa er lyflæknir og hefur starfað lengst af á sjúkrahúsi í Gdansk og fékk það hlutverk að finna ráð fyrir ólæknandi sjúklinga. Hún byrjaði að gefa þeim grænmetis og ávaxtasafa og hvatti þá að hefja hreyfingu. Hún náði árangri sem engan óraði fyrir Þessa hefur hún þróað detox meðferðina með þýskum læknum en þessar afeitrunar aðferðir er mjög virtar af fjölmörgum þýskum læknum.  Persónulega þekki ég marga sem hafa náð að vinna á sjúkdómi sem kallaður er vefjagigt sem læknavísindin hafa ekki geta hjálpað neinum með. Þessar meðferðir eru oftast upphafið af nýjum og góðum lífstíl sem þú svo sannarlega nefnir helstan til árangurs. Eitt mikilvægt í lokin hafa læknavísindin rýnt í þær gríðarlegu breytingar sem oriðið á neysluvenjum okkar í hinum vestræna heimi? Mengun-vinnsla á matvælum- hraði -streita. Í detox kemst maður í frábært hvíldar ástand, getur endurmetið sjálfan sig og mér er sagt að þjónustan og umhyggjan hjá Jónínu og Sigrúnu sé til fyrirmyndar og finnst mér þetta frábært hjá þei en gjarnan vildi ég sjá lækni með þeim. Blessaður skelltu þér Svanur og minn draumur að læknavísindin og við sem höfum áhuga á óhefðbundnum lækningum nái að vinna saman.

Þuríður Ottesen (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:01

24 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Jónína Ben

Ég skal horfa fram hjá því að þú kallir mig dóna hér að ofan.  Hins vegar vil ég biðja þig um að færa rök fyrir máli þínu í stað þess að tala um að ég fari með bull.  Ég hef kynnt mér allt efni vefsíðu þinnar um detox prógramm þitt og skrifaði um það sérstakt blogg í byrjun sumars sem ég kallaði "...og afeitrun Jónínu Ben flytur heim".  Þú ættir að kynna þér það enda þykir mörgum það ágætlega skemmtileg lesning og fróðleg.  Ég skora á þig að leggja niður þetta prógramm þitt.  Ef þú heldur áfram líður ekki á löngu þar til einhver hlýtur mikinn skaða af. 

Svanur Sigurbjörnsson, 2.8.2009 kl. 01:03

25 Smámynd: Sigurjón

Aha.  Það útskýrir ýmislegt.  Takk fyrir þetta.

Sigurjón, 2.8.2009 kl. 01:08

26 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Uss DoktorE þínir líkar eru gæddir þeirri náttúru að finnast þeir borða og borða en eru í raun hófsamir á mat.  Fólk sem er óþolandi sem dæmi í umræðunni því allir fyllast öfund gagnvart þeim ;-)

Það er engin undankomuleið með það að ofát (borðað umfram þarfir) veldur ofþyngd og það er ekki þannig að eitthvað fólk geti borðað og borðað og ekki fitnað vegna mun hraðari efnaskipta en hjá öðrum.  Þú átt því við afar jákvætt "vandamál" að fitna ekki.

Svanur Sigurbjörnsson, 2.8.2009 kl. 01:09

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég þakka gott blogg og er nokkuð sátt við að vera nokkrum kílóum yfir "kjörþyngd"...líður bara betru þannig!?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2009 kl. 01:10

28 identicon

"Mér er sagt" <---- Þetta er lykilatriði í málflutningi Þuríðar, mér er sagt, það sagði mér maður, ég las það í blaði.

Hvernig var annars streita fyrr á tímum, og hraðinn... meðhöndlun matvæla.

Eru ekki allir með það á tæru að óhefbundin akstur muni leiða til þess að lögreglan vilji eiga orð við mann.

Það eru álíka miklir möguleikar á að læknavísindin vinni með óhefðbundnum lækningum og að vísindi vinni með trúarbrögðum.

Í fyrra var ég alveg að drepast í bakinu, stóð yfir í 2 mánuði.. svo einn daginn þá var ég að vappa um í kringlunni BANG bakverkurinn hvarf... ég viðurkenni að mér datt ekki í hug að skapa fyrirtæki í kringum dæmið.. ég ætla sko ekki að segja ykkur í hvaða verslun ég var þegar kraftaverkið gerðist... svona just in case, næst þegar ég fæ í bakið þá labba ég þarna inn.. algerlega væntingarlaus og alles til að fyrirbyggja að ég fái placebo effect... ef þetta virkar þá get ég spáð í að opna heilsustöð...  get selt svona blómadropa að auki + salladbar, næs starfsfólk og svona.

Annars var ég líka að spá með það að konan var að finna lækningu við ólæknandi sjúkdómum... gaf þeim grænmeti og hvatti til hreyfingar (Standard advice)..... á hvaða tímapunkti datt henni í hug að stólpípa væri lausnin, og svo hvaða gögn hefur þú um að þetta hafi læknað ólæknandi sjúkdóma... Hér er ég að tala um vísindaleg gögn, ekki að einhver hafi sagt að þetta væri mál málanna?
Ég get nefnt hér að sjónvarpsprestar hafa sagst hafa reist dauða.... hvað ef Svanur missir sjúkling.. á hann að bjóða ættingjum upp á þennan möguleika; Mig langar að nefna einn möguleika í stöðunni, ég sá video á blogginu hans DoctorE að sjónvarpsprestur hefur náð góðum árangri í að lífga þá dauðu við, það var meira að segja viðtal við marga sem hann hafði reist við, þeir voru sammála um að gaurinn væri gæðagaur, mjög traustvekjandi og með langan feril að baki..

Sorry fyrir að stelast til að setja svona margar athugasemdir... mér bara finnst skítalykt af málinu ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:29

29 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

GOTT INNLEGG HJÁ ÞÉR SVANUR,

ÉG HEF NOKKUÐ OFT SJÁLF ÞURFT AÐ FÁ STÓLPÍPU Í RANNSÓKNARSKYNI OG VEGNA AÐGERÐA, OG EKKI Í EITT EINASTA SKIPTI HEFUR ÞAРLEITT NEITT GOT AF SÉR.

Hulda Haraldsdóttir, 2.8.2009 kl. 04:42

30 Smámynd: Dagmar

Góð grein Svanur,

hvernig ætli fólki gangi svo að halda við "árangrinum" af 500 kaloríu mataræðinu þegar það kemur aftur heim í gamla sukkið tveim vikum síðar... hef grun um að líkaminn bregðist við með því að bæta öllu á sig aftur og jafnvel meiru til. Hef allavega aldrei séð langtímaárangur, hvorki af detoxi né Herbalife.

Dagmar, 2.8.2009 kl. 10:33

31 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Takk fyrir afar fróðlega grein Svanur

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 2.8.2009 kl. 11:16

32 Smámynd: Sigrún Óskars

er þetta ekki síðasta hálmstráið hjá fólki sem hefur gengið langan veg með sín vandamál - þarna fær það líka TLC = tender loving care, sem er mjög gott fyrir marga.

Fólk er í fallegu umhverfi, laust við streitu daglegs lífs, fer út að ganga, borðar hollan og fallegan mat (grænmeti er fallegt á litin), er í hóp með öðrum sem eru með sama markmið ( komast í form, laga allskyns vandamál) og svo fær það umhyggju (TLC). Mætti alveg sleppa þessum stólpípum - allt hitt er alveg nóg - finnst mér.

Góð grein hjá þér Svanur

Sigrún Óskars, 2.8.2009 kl. 11:27

33 identicon

Blesaður Svanur.

Ég er orðnn roskinn maður, en ég man eftir því þegar ég var smápatti, að stólpípuáhöld voru til hjá mörgu fólki og margir höfðu trú á notkun þeirra. Ég man einnig eftir því að afi minn sem var þekktur og virtur læknir átti stólpípuáhöld.

Getur þú sagt mér Svanur hvort notkun stólpípu á þessum tíma hafi verið eitthvað sambærileg við þessa detox meðferð?

Er stólpípunotkun almennt viðurkend í dag sem gagnleg í einhverjum einstökum tilfellum?

M.b.k.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 11:29

34 Smámynd: Ár & síð

Góðan dag.
Hin svonefnda Vísindakirkja (Church of Scientology) byggir starfsemi sína m.a. á detox-aðferðum sem hún kallar Narconon:

Narconon is a drug education and rehabilitation program. The program is founded on Hubbard&#39;s belief that drugs and poisons stored in the body impede spiritual growth, and was originally conceived by William Benitez, a prison inmate who applied Hubbard&#39;s ideas to rid himself of his drug habit. Narconon is offered in the United States, Canada and a number of European countries; its Purification Program uses a regimen composed of sauna, physical exercise, vitamins and diet management, combined with auditing and study.

Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Scientology#Dianetics

Enn ein trúverðug heimildin - eða þannig...
Matthías

Ár & síð, 2.8.2009 kl. 11:51

35 identicon

Sæll Svanur

Virkilega góð og þörf grein hjá þér. Held að sölufólk þessara meðferða og ýmissa megrunarfæðubótarefna mættu taka einn eða tvo kúrsa í lífeðlisfræði og skilja hvernig líkaminn starfar í raun og veru í stað einhverra hugmyndafræðilegra (og jafnvel trúarfræðilegra) "staðreynda". Myndi væntanlega missa smá trúnna á því sem það er að selja.

Finnst einnig merkilegt hvað þessir söluaðilar eru fljótir að eyða út athugasemdum sem koma sér illa fyrir þá. Lenti einmitt í því um daginn þar sem verið var að selja svokallað "CrashDiet" á íslenskri Facebook síðu um daginn. Þetta var 10 daga kúr þar sem aðeins átti að éta töflur og drekka vatn (mátti fá sér ávöxt ef meðvitundin væri alveg að þverra). Þegar innihaldslýsingin var skoðuð voru þetta bara ósköp venjulegar fjölvítamíntöflur. Hins vegar kostaði skammturinn 20 þúsund krónur! Ég setti inn athugasemd með nokkrum af sömu punktunum og þú setur hér að ofan. Hún var ekki lengi að eyða henni út! Ekki mjög málefnalegt það!

Ég myndi kalla þetta níð á buddu og heilsu auðtrúa fólks sem kannski veit ekki betur.

Annað sem mér finnst frekar merkilegt er hvað margir hafa tröllatrú á öllu sem kemur úr náttúrunni, svo lengi sem það kallast ekki lyf. Staðreyndin er sú að mörg eitruðustu efna koma úr náttúrunni og t.d. mörg krabbameinslyf þróuð út frá þeim. Einnig geta mörg náttúruefni sem seld eru í heilsubúðum og apótekum haft til að mynda lifrartoxísk áhrif (t.d. Ginseng) og milliverkað við lyf (t.d. Jóhannesarjurt). Því þarf að hvetja fólk til gagnrýninnar og rökréttar hugsunar og gleypa ekki við hvaða auglýsingu sem er.

Lifið heil

Dagrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:42

36 Smámynd: Sigrún Óskars

Dagrún - góð viðvörun - t.d. kemur tóbak úr náttúrunni - ekki beint gott fyrir heilsuna.  

Sigrún Óskars, 2.8.2009 kl. 14:01

37 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll og blessaður. Ég las greinina þína af miklum áhuga og líkar hún vel, staðfestir réttmæti skoðanna minna á þessu detox dæmi, takk fyrir. Einnig las ég öll kommentin, virkilega góð mörg. Ætla að lesa eldri pistla frá þér og fylgjast með framhaldinu. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 14:43

38 identicon

Það er nú alltaf svo að þegar einhverjir sem selja eitthvað bs eru gagnrýndir, með alvöru gögnum og fínheitum... þá snýr þetta lið sér að því að tala um dónaskap og vanvirðingu.... særðar tilfinningar.. grenj

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:43

39 identicon

Takk fyrir góða grein. 

Hér er eitt undralyfið sem er gott við öllu

http://www.metasys.is/res/Default/2223mdgur2.pdf

AM (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 18:01

40 identicon

Auðvitað má Jónína alveg bjóða upp á hvíld og afslöppun... en þegar fólki er talið trú um að heilsuvandamál þess sé myglaður kúkur fá sautjánhundruðogsúrkál.... eftir að hann er sogaður út að þá hendi nú flestir lyfjum sínum og hækjum, valsi bara um endurfæddir um götur og torg.
Já veistu hvað.. hann Jón minn er búinn að þjást árum saman... læknar stóðu ráðþrota.... og hvað heldur þú að þetta hafi svo verið eftir allt saman... Jú mygluð magníltafla hafði gert sér lítið fyrir og hreiðrað um sig í gömlum kúkaklepra í rassgatinu á honum, ásamt rauðri pylsu og öðru ónáttúrulegu stöffi.
Gvöð minn góður þvílíkt og annað eins.. læknar reyna að berja þessa þekkingu niður.. varla færi hinn vammlausi og ólyngi maður, Gunnar Á krossinum að fara oft í þetta... nema honum þyki stólpípan góð ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:11

41 identicon

Mikil er þekking þín og vald að geta staðhæft að eitthvað sem þú þekkir ekki neitt sé af hinu illa, þú ert í hegðan þinni eins og dómari í spænska rannsóknaréttinum, en því miður fyrir þig þá er búið að leggja þann rannsóknarrétt af fyrri löngu og almenn skynsemi hefur tekið völdin.

Þú ræðir um hroka af hendi Jónínu en ég held að þú ættir að kaupa þér nýjan spegil og horfa oftar í hann, sennilega ekki svo merkileg sýn sem þú hefur þar.

Það er mín einlæga von að enginn verði nokkurn tímann svo desperate að hann þurfi að leita til þín varðandi þjónustu þína sem hreinlega til skammar er, það er til margt gott þó ekki komi það frá hinni fáfróðu læknastétt sem telur sig nánast guðlega.

Jónína er ekki í neinu uppáhaldi hjá mér og ég er ekkert frekar að verja hana, mér bara blöskraði framkoma þín svo að það er ekki hægt að bindast orðum varðandi þína háttsemi.

Með von um betur lærða háttsemi af þinni hálfu í framtíðinni.

Kveðja, Magni - GSM. 848-5355

Magni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:02

42 identicon

JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR, MEÐ FULLRI VIRÐINGU ÞÁ ERTU EKKI HAFIN YFIR GAGNRÝNI. ÓTRÚLEGT AÐ ÞÚ KALLIR MANN DÓNA SEM ER EINUNGIS AÐ SKRIFA UM HLUTI SEM HANN VEIT. ÞETTA SÝNIR NÚ BEST AÐ ÞAÐ ER EKKI MIKIL FAGMENNSKA  HJÁ ÞÉR AÐ BREGÐAST SVONA VIÐ.

SVANUR TAKK FYRIR KÆRLEGA, ÞAÐ VAR MÁL TIL KOMIÐ AÐ EINHVER SEM VEIT HLUTI UM LÍKAMANN TJÁÐI SIG UM ÞETTA.

Guðrún Gests (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:11

43 identicon

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað þú ert að tala Guðrún Gests, ómenntuð konan á nokkru vitrænu sviði, þetta hátterni þitt kalla ég hreinan barnaskap, annað sem ég vildi segja varðandi þitt framlag í þessa umræðu er vart prenthæft.

Þar sem ég er rétt að hita upp og hef lúmskan grun um að ég eigi eftir að tjá mig meira og betur um þetta málefni þá læt ég staðar numið að sinni.

Kveðja, Magni GSM. 848-5355

Magni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:23

44 identicon

Tókstu of stóran skammt af Magnamíni í dag Magni minn

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:30

45 identicon

Magni um hvað ert þú að tala? Svo finnst mér heldur ekki rétt að reyna að hefja eitthvert rifrildi á bloggsíðum annarra, allra síst málefnalegum síðum eins og þessari, þær eru ekki margar eftir málefnalegu bloggsíðurnar.

Guðrún Gests (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:36

46 identicon

frekar gáfulegt innlegt frá þér, sem svosem var von og vísa frá þér, en hafðu eitt á hreinu þú maður sem ekki getur mætt á almennt svið undir eigin nafni, heldur þarft að getast almennri umræðu undir einhverju flottu nafni eins og DoctorE, að þú hefur verið ústkúfaður af bloggumræðu og segir það eiginlega allt um þig, fleira get ég sagt þér af þér sjálfum en læt slíkt vera á þessum vettvangi, þú eins og Guðrún Gests ert ómenntaður á nokkru vitrænu sviði, hvernig væri að fólk eins og þú og meint Guðrún fari að opna augun og geri heiðarlega tilraun til þess að skilja að það er bara til einn Guð og hann heitir ekki Svanur 

Magni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:38

47 identicon

Sæll Svanur. Mig langar til að bæta hérna við umræðuna aftur um það þegar ég átti orðastað við Jónínu á athugasemdakerfi eyjunnar. Þar sagði ég að það væri mjög ógeðfelt að höfða með þessum hætti til fólks sem væri lasið og hafa þannig af því fé. Jónaína hótaði að fara í mál við mig og hefur örugglega klagað mig til ritstjórans. Ég svaraði þessum hótunum Jónínu með því að segja við hana að ef hun gæti bent mér á eina ritrýnda vísindagrein úr virtu vísindatímariti sem styddi þetta detoxe þá myndi ég koma fram opinberlega og biðja hana afsökunar. En þessu svaraði hún engu og eyddi bara spurningu minni með hótunum.

Núna hef ég verið bannaður á athugasemdakerfi eyjunnar fyrir skoðanir mínar. Það sem er undarlegt við það er að ég er búinn að vera skrifa þarna í langan tíma án þess að nokkurn tíman hafi verið kvartað undan mínum skrifum. En um leið og Hallur Magnússon tók við sem ritstjóri af Guðmundi Magnússyni þá var ég bannaður. Ég hafði líka talað um helmingaskipti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ömurlegt að einn besti fréttavefur landsins beiti slíkum ritskoðunum.

Björn Lárusson spyr hvað þér finnist um Herbalife. Mín skoðun á Herbalife er sú að auðvitað grennist maður ef maður borðar bara eina máltíð á dag. Samkvæmt leiðbeiningum þá á að drekka tvö glös á dag, eitt á morgnanna og eitt á kvöldin. Það á að borða eina máltíð á kvöldin og þá má borða ein mikið og fólk vill. Ef maður myndi breyta þessu í tvö mjólkurglös og eina alv´tamín á dag og svo eina máltíð eins og með herbalife, þá myndi maður grennast alveg ein og spara sér hellings pening í leiðinni.

Kveðja, Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:39

48 identicon

Guðrún Gests, kallar þú þetta málefnalega umræðu að veitast að þekkingu  annarra og verkum þeirra, Svanur er enginn Guð og Jónína ekki heldur, gætið velsæmis og virðið störf og verk annarra og kynnið ykkur það sem er verið að ræða um og dæmið síðan.

Kveðja, Magni

Magni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:43

49 identicon

ég vil vinsamlegast biðja þig Guðrún um að hringja í mig en hafa ekki samband the NN way, ég vil gjarnan ræða við þig persónulega, takk fyrir

Magni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:53

50 identicon

Guðrún Gests, þú miklar þig á þessum vettvangi og talar um hluti sem þú hefur ekki minnsta vit á, þitt hlutverk hérna hefur verið einungis eitt og það að þóknast þínum guði sem Svanur heitir, hafir þú vit á meintri umræðu þá er það vel en sé það síður þá er hverjum sem og þér hollast að þegja, þú hefur ekki einu sinni manndóm til að hringja í mig undir símanúmeri, sem ég hef þó skorað þig á að gera.

Magni, GSM. 848-5355

Magni (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:01

51 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ekki hef ég læknisfræðilega þekkingu til að leggja mat á aðferðir Jónínu Ben og hennar fólks, hitt veit ég að margir hafa fengið alvöru bót meina sinna hjá henni og losnað við lyf og öðlast nýtt líf. Aðallega blóðþrýstingslyf og við sykursýki ll.

Ég veit það líka að þegar of feitur einstaklingur þjáist af ofangreindum kvillum og leitar læknis þá heyrir það til algjörra undantekninga að þeim sé bent á heilbrigðara líferni, það er ekki einu sinni rætt, bara skrifaður lyfseðill.

Ein sorglegasta sjón sem ég hef séð var ungur maður í apóteki. Hann var þá 23 ára gamall og var svo feitur að hann átti rosalega erfitt með það eitt að vera þarna. Þarna stóð hann með lyfseðla fyrir 8 lyfjum sem hann framvísaði. Þetta voru :

  1. Þunglyndislyf 
  2. Kvíða stillandi
  3. Kláðalyf
  4. Blóðþrýstingslyf
  5. Annað blóðþrýstingslyf
  6. Lyf við sykursýki ll
  7. Gigtarlyf
  8. Verkjalyf

Ég veit ekki hvort það var einn læknir eða fleiri sem stóðu á bak við þessa útgáfu né heldur hvort sá eða þeir hafi leitt hugann að því hvað svona kokteill getur gert fólki. Það sagði mér lyfjafræðingur að þegar lyfin eru orðin fleiri en tvö þá sé ómögulegt að vita hvernig það blandast, hann sagði líka að það væri ótrúlega algengt að fólk fengi lyf við aukaverkunum annarra lyfja. Þrátt fyrir skort minn á læknisfræðilegri þekkingu sá ég að þessi drengur var í bráðri lífshættu. Hann hafði greinilega farið til læknis og þetta var niðurstaðan, lyf og fleiri lyf.

Ég veit að læknar þurfa að vera gagnrýnir á nýjungar en mér finnst þeir allt of oft dæma allt óhefðbundið út af borðinu óskoðað. Þeir mættu aftur á móti vera gagnrýnni á sig sjálfa.

Ég er líka undrandi á því að sú ágæta kona sem hér hefur sett inn athugasemdir, Jónína Ottesen, skuli fá að vera óáreitt með "heilsuþætti" á Útvarpi Sögu. Þætti sem eru kynntir sem heilsuþættir en eru bara hrein og klár auglýsing fyrir allskyns lífselexíra. Það þarf ekki annað en að kaupa dollu frá henni til að öðlast heilbrygði, hefur læknastéttin engar athugasemdir við það?. 

Þóra Guðmundsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:12

52 identicon

Jahá Magni minn... það er bara einn guð og það er guðinn sem þú valdir eftir að þú last bók frá bronsöld sem enginn veit hver skrifaði, bók sem sem vitnar sí og æ í who knows who máli sínu til stuðnings... svo eru líka verðlaun fyrir að trúa nafnleysingaskrifum biblíu, hvorki meira né minna en endalaust líf í lúxus vs endalausar pyntingar fyrir að trúa ekki dæminu.
Sumir eru þannig að þeir telja að ef þeir lesi sömu vitleysuna þar til þeir trúa henni, að þá séu þeir gáfaðri og skarpari ..menntamenn og alles, en því miður fyrir þá sjálfa þá er þetta bara glópabull, sem er nátengt glópagulli, fólk hleypur til og æðir í átt að glópabullinu....í áttina að betra lífi eftir að það er dautt...
Good times

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:21

53 identicon

Svanur mér þykir mjög leitt að þetta orðskak eigi sér stað á blogginu þínu.

Guðrún G (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:25

54 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvur andskotinn er eiginlega að þessum "Magna"? Hann kvartar hér undan því að fólk komi ekki fram undir nafni, en vill sjálfur ekki skella sínu fulla nafni undir reiðilesturinn. Símanúmerið stemmir við einhvern sem kallar sig  Magna Línberg, en enginn með því nafni finnst í þjóðskrá. Á Facebook má þó finna kauða. Það er merkilegt að hann skuli skjóta á Doktor E fyrir það sem hann greinilega gerir sjálfur.

Mig langar líka mikið að vita hvers vegna hann ræðst sérstaklega á þessa "Guðrúnu Gests". Ætli þarna sé einhver forsaga?

Annars er þetta góð grein, Svanur. Því miður eru mörg af fórnarlömbum Jónínu þeirrar skoðunar að álit lækna sé algjörlega verðlaust, og því hverfandi líkur á að grein frá einum slíkum, sama hversu vel hún er rituð, snúi þeim frá galdrastólpípum og sjálfssvelti.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 00:30

55 identicon

Nei við Magni vissum ekki af tilvist hvors annars fyrir þessa bloggfærslu.

Guðrún G (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:40

56 Smámynd: Sigurjón

Þessi ,,Magni" er greinilega ekki í jafnvægi.  Ég ráðlegg honum eindregið að skella sér í detox hjá Jónínu.

Sigurjón, 3.8.2009 kl. 00:41

57 identicon

Detox, Herballife, andaglas, miðilsfundir. So what? Ef fólk vill eyða sínum peningum í þetta, let it be. Kannski ekkert verra en sólarlandsferð til Miðjarðarhafsins, stærsta drullupolls Evrópu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:42

58 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Gúlp - hrikalega mikið af færslum.   Sumir meira að segja á "Magnamíni" og hafa engin rök í málinu.  Aðrir með mjög athyglisverð innlegg. Ég reyni að svara síðar í dag.  ;-)

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 01:16

59 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Takk fyrir skemmtilega og fróðlega grein og mjög líflega umræðu. Það er greinilegt að það er mikill áhugi fyrir málefninu. Svona rugludallar eins og þessi Magni er bara virkilega skemmtilegur. Ég helt samt það færi ekki framhjá neinum sem les bloggið þið að þú trúir ekki á guð, svo þess vegna er dálitið spaugilegt að hann haldi að þú álitir þig guð. Ég mundi hreinlega ekki þora að hringja í hann, þó ég fengi númerið hans eins og Guðrún. Það er greinilega fullt af skrýtnu fólki sem maður getur ekki vitað hvað því dettur í hug að gera. Þessi er jú svo reiður líka.

Þetta er sorgleg saga sem Þóra segir og örugglega sönn. Það væri gaman að vita hvers vegna hún teldi óhefðbundnar lækningar geta hjálpað þessum manni meira en hollt fæði og hreyfing eins og þú hefur margoft bent á að sé eina leiðin.

Ég held áfram að fylgjast með, þetta er gaman að lesa á næturvaktinni.

Ásta Kristín Norrman, 3.8.2009 kl. 01:34

60 identicon

Ég held að þessi Magni ætti heldur að eyða umfram-orkunni sinni í að gera æfingar á bogahesti í stað þess að prumpa yfir aumingja Guðrúnu.

Hvernig er það annars með venjulegt fólk? Fer það eftir geðþótta hverju þeir treysta læknum fyrir og hverju þeir treysta Jónínu fyrir?

Myndi Frk. Ottesen og fleiri sem dásama Detox leita til Jónínu útaf handleggsbroti eða eilífri blýstæðu? 

Hugsanlega myndu einhverjir leita til hennar vegna blýstæðunnar en gæti hún hugsanlega komið handleggsbrotinu saman með detox meðferð? 

 Ég veit ekki.... ég hef hlustað á þátt með henni á Útvarpi sögu sem fjallar eingöngu um Detox. Þar fær hún hvern "fyrrum" sjúklinginn á fætur öðrum sem segja frá veikindum sem færustu læknar Evrópu hafa engin ráð við....... En Jónína átti sko ráð við þessu öllu saman. 

Ég hef heyrt setningar á borð við þessar: 

"Ég var ekki búin að hafa sársaukalaus þvaglát í þrjú ár en nú er allt í góðu og ég pissa eins og ungabarn..... þökk sé Jónínu

"stólpípusérfræðingurinn fann Barbie-skó í rassinum á mér sem ég gleypti þegar ég var fimm ára stelpa..... ég man það eins og það hefði gerst í gær og er ég þó orðin 65 ára í dag......... hugsa sér. Þökk sé Jónínu"

"Ég þjáðist af þunglyndi en í dag er ég mjög hress..... Þökk sé Jónínu"

"Ég var fimmtíu kílóum of feit en í dag er ég undir kjörþyngd.... þökk sé Jónínu"

"Ég var í óhamingjusömu hjónabandi. Í dag er ég skilin við manninn minn..... þökk sé Jónínu"

 Þetta er lykilsetningin í öllum reynslusögunum: "Þökk sé Jónínu"

Í öll þau skipti sem ég hef hlustað á þennan útvarpsþátt, keppist fólk við að dásama Jónínu..... Í VIÐTALI VIÐ HANA SJÁLFA!!!! 

Ef þetta er ekki rassleðjublautasta dæmi um heilaþvott........ þá hef ég svo sannarlega tekið þátt í að gang-banga móður Theresu.

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 03:34

61 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tek það fram að ég þekki ekki Jónínu Ben og hvorki býð fram sjálfur eða þekki neinn persónulega sem leggur stund á &#132;óhefðbundnar lækningar&#147;.

- En oft hef ég undrast hvað íslenskir læknar geta auðveldlega staðhæft að lítt athuguðu máli að eitthvað geri ekki gagn þrátt fyrir reynslu mikils fjölda fólks af hinu gagnstæða. Og ansi oft hefur staðhæfing lækna um það sem ekki getur verið síðar sannast röng. - T.d. er allt sem tilheyrir mataræði og fæðu sem uppsprettu almennrar heilsu eða sjúkdóma læknum okkar sem lokuð bók, þeir hunsa það svið bæði í námi og starfi, hvorki læra um það eða kenna um það og virðast ekki einu sinni rannsaka það. Okkar &#132;hefðbundnu&#147; læknar líta ekki á líkama okkar sem eina heild heldur skipta honum niður á sérsvið. Hjarta og æðar koma vart lungum og öndunarfærum við, og öndunarfæri koma ekki hálsi, nefi og eyrum við og eyrun koma ekki augum við sem svo koma ekki heilanum og taugakerfinu við og svo frv., en þetta eru allt mismundi svið lækninga sem læknar vísa fólki á milli.

Þessi skipting læknisfræðinnar í svið er nú kölluð &#132;hefðbundnar lækningar&#147; en að taka á heilsu og heilbrigði líkama sem einni órofa heild með næringu og lífsháttum eins og maðurinn hefur reynslu af um aldir og árþúsundir eru kallaðar &#132;óhefðbundnar lækningar&#147;.

Og okkar &#132;hefðbundnu&#147; læknar hafa verið afar duglegir við að fordæma þekkingu &#132;óhefðbundinna lækninga&#147; t.d. nálastungur Kínverja og Ayurveda Indverja jafnvel þó þeir sem slíkar lækningar stundi hafi árlangt háskólanám að baki, engu styttra en lengsta sérnám hefðbundinna lækna og byggi á uppsafnaðri reynslu stærstu meningarheilda um árþúsundir.

Ég dáist af svona snillingum eins og læknunum okkar sem geta sagt að óreyndu og órannsökuðu máli að eitthvað geri ekki gagn þegar reynsla þúsunda segir hið gangstæða. Í stað þess að rannsaka hversvegna fólkinu líður betur og bæta þeirri þekkingu í vopnabúrið, er staðhæft að það geti ekki verið að fólkinu líði raunverulega vel - það sé bara ímyndun ein - skotheld rök þeir eru jú mennirnir sem segja okkur hvað er ímydun og hverjir eru ímyndnaveikir.  - Er það nokkuð samkeppni og sölumennska sem ræður för? - Eða afbrýðissemi?

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 03:48

62 Smámynd: Sigurjón

Sæll Helgi.

Reynzla þúsunda segir að geimverur séu að nema á brott þá sömu einstaklinga og kanna þá með rassmælum.  Eigum við að segja að geimverur hafi ekki gert slíkt, eða eigum við að segja að allir þessir einstaklingar hafi eitthvað til síns máls?  Nú ber þeim alls ekki saman um reynzlu sína og munar oft mjög miklu á milli.  Eigum við kannske að segja að þessir einstaklingar eigi eitthvað bágt og séu að vekja athygli á sjálfum sér?

Nú er ég ekki sálfræðingur eða geðlæknir og þetta eru einungis getgátur hjá mér, en mér skilst að það séu ansi margir sem láta á sér bera, hvort sem er með neikvæðum eða jákvæðum hætti, bara til þess að einmitt vekja athygli á sér.

Fyrirgefðu mér alla vega meðan ég trúi og treysti betur lækninum Svani Sigurbjörnssyni en tja, íþróttaspassanum Jónínu Ben...

Góðar og ánægjulegar stundir.

Sigurjón, 3.8.2009 kl. 04:44

63 identicon

Það er svo alrangt að læknar hafni einhverju að ókönnuðu máli, að læknar bendli næringu ekki við kvilla og að læknar líti ekki á líkamann sem heild.

Guðrún G (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 06:15

64 identicon

Skoðið að gammni myndir af jójónínu í gegnum tíðina, sérlega góð meðmæli :D Einvher sem ber utanásér merki töfralausna hverri á eftir annari, en að sjálfsögðu er öldin önnur núna töfralausnin er fundin :D

Halli (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 06:20

65 identicon

Blessaður Svanur

Þessi pistill var eins og talaður út úr mínu hjarta. Mikið var að einhver tók sig til og skrifaði málefnalega um þessar skottulækningar sem Jónína hefur verið að markaðsetja til að blekkja og hafa fé af auðtrúa fólki.  Heilbrigður lífstíll er það sem máli skiptir til að líða vel, ekki einhver öfgamennska og heilaþvottur.

Jón Sen (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:00

66 identicon

Helgi: Málið er að þegar kemur að vísindalegri aðferðafræði, sem hefur verið notuð í nokkurn veginn öllum vísindalegum framþróunum síðustu nokkur hundruð ár, þá hafa einstakar dæmisögur enga merkingu.

Ein fræg setning sem tengist þessu er: "The plural of anecdote is not data" sem er höfð eftir Frank Kotsonis. Og er alveg rétt; dæmisögur öðlast ekki meiri merkingu eftir því sem þær eru fleiri, rétt eins og einu sinni núll er það sama og þúsund sinnum núll, þ.e. núll.

Fyrir þá sem hneykslast svona á því að einhver skuli draga "óhefðbundnu" lækningaraðferðina þeirra í efa, hvernig stendur á því að engar ritrýndar vísindalegar rannsóknir renna stoðum undir kenningar um lækningamátt detox prógramma?

Af hverju eru einu "sönnunargögnin" dæmisögur frá hinum og þessum? Ef við erum að tala um þúsundir manna, eins og þú segir, þá ætti nú ekki að vera mikið mál að sannreyna það með eins og einni rannsókn, ekki satt? En einhverra hluta vegna er hún ekki til. Hlýtur að vera tilviljun.

Vísindaleg rannsókn er ekkert nema formleg athugun á áhrifum ákveðinnar aðferðar. Ef áhrifin af detox eru svona rosalega jákvæð og augljós, hvers vegna er ekki hægt að staðfesta þau?

Jens (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:47

67 identicon

Mæli með eftirfarandi síðu fyrir alla sem vilja skemmtilegar anecdótur um skaðsemi kukls. Þið vitið: þessar sem komast sjaldnar í sviðsljósið.

http://whatstheharm.net/

Á henni er einmitt undirkafli um detox meðferðir ýmsar. Vantar reyndar dæmi um stólpípumeðferðir, en það kemur eflaust af því.

http://whatstheharm.net/detoxification.html

Langar síðan að beina því til Helga Jóhanns Haukssonar að tjá sig sem minnst um það sem læknum er kennt. Það er farið ágætlega í næringu á fyrstu árum læknisfræði.

Kv. Hjörtur Haraldsson, læknanemi.

Hjörtur Haraldsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 10:42

68 identicon

Ég hef farið í Detox og var mjög ánægður með það, Jónína frábær og Sigrún alveg sú allra besta sem gat farið í þetta með Jónínu Ben.

Árangurinn sem ég sá þarna var ótrúlegur, fólk með gigt og fleiri sjúkdóma fékk mjög góðan bata, svo fer auðvitað framhaldið alltaf eftir einstaklingnum hvernig hann hagar sínu lífi.

Læknamafían sér um að verja sitt og lyfjafyrirtækinn og auðvaldið líka, við þekkjum það.

Ég stend með Jónínu í þessu 100% það er ekki langt síðan læknar mæltu ekki með nuddi.

Ég hef fengið góða lækningu hjá Kírópraktor og lesið að 90% þeirra sem fara til þeirra séu ánægðir með meðferðina, en hlutfall þeira sem fara til ÍSLENSKRA SKOTTULÆKNA, 10% sáttir og er fluttir út í líkkistum.

Góð sagan af lækninum sem fékk píparan til sín og sagði að það væri stíflaður vaskurinn hjá sér og bað um aðstoð, píparinn sagði hentu 2 ibufen í vaskinn 3x á dag og ef hann lagast ekki hafðu þá samband við mig eftir 2 vikur.

 ÁFRAM JÓNÍNA ÞÚ ERT AÐ GERA FRÁBÆRA HLUTI.

Guðlaugur Jónasson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 11:27

69 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Snilldargrein hjá þér Svanur, ég lærði helling á þessu.  Er hjartanlega sammála því sem ég þekki úr greininni, þ.e. læknisfræðinni. 

Ég þekki einstaklinga senm hafa farið í þetta Detox dæmi, og ég fæ ekki betur séð annað en að það eigi jafn mikið bágt og áður, ef ekki meira.  Ég held að Detox sé aðallega heilaþvottur heldur en "innri" stólpípuútskolunarfæði"

Svavar Guðmundsson, 3.8.2009 kl. 11:56

70 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna. Greinilega viðkvæmt mál. Af hverju skyldi það vera? Hvað er fólk hrætt við? Sína eigin áhrifagirni og annara?

Góður læknir gerir ekki lítið úr því sem hann ekki þekkir og kann sjálfur. það er mín skoðun. Annars fróðlegur pistill. Góður bæklunarlæknir sagði mér að hann gæti hvorki mælt með eða móti óhefðbundnum lyfjum og lækningum því hann væri ekki menntaður á slíku sviði. þetta fannst mér heiðarlegt og skiljanlegt svar. það ber hver og einn ábyrgð á sinni heilsu að mjög miklu leyti. Takk fyrir mig.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.8.2009 kl. 11:58

71 identicon

Anna Sigríður, Guðlaugur og fleiri sem kommenta á sömu nótum:

Hvers vegna er ekki til ein ritrýnd vísindaleg rannsókn sem sýnir fram á þessi augljósu jákvæðu áhrif detox-meðferðar? Mér þætti vænt um að þið svöruðuð þessari spurningu.

Jens (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:24

72 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl öll og takk fyrir skrif.

Þóra Guðmundsdóttir - þú segir hér að ofan:

Ekki hef ég læknisfræðilega þekkingu til að leggja mat á aðferðir Jónínu Ben og hennar fólks, hitt veit ég að margir hafa fengið alvöru bót meina sinna hjá henni og losnað við lyf og öðlast nýtt líf. Aðallega blóðþrýstingslyf og við sykursýki ll.

Þú hefur meðtekið akkúrat það sem Jónína vill að fólk trúi.  Hún iðkar það að taka fólk af lyfjum, m.a. sykursýkislyfjum og blóðþrýstingslyfjum og setja það á nær-svelti matarkúr í 2 vikur.  Þegar fólk fastar á þennan máta lækkar auðvitað blóðsykurinn, en sykursýkin er ekki farin.  Þetta sykursjúka fólk getur sleppt lyfjunum af því að það er nánast í svelti.  Ef þú leiðir hugann að því hvers vegna þetta fólk er sykursjúkt þá er það oftast vegna blöndu af erfðatilhneigingu og offitu/ofþyngd.  Sykursýkin (gerð 2, fullorðinna) myndast á mörgum árum vegna offitu og þú læknar ekki offitu á 2 vikum.  Sykurinn hækkar um leið og þetta fólk fer aftur á sitt venjubundna fæði því það lifir ekki áfram á 500 kkal á dag.  Afar fáum tekst að losa sig við sykursýki, en það er hægt fyrir suma (ef erfðatilhneigingin er ekki of sterk) með því að komast niður í kjörþyngd og halda sér þar. 

Varðandi blóðþrýstinginn, þá getur fasta lækkað dálítið blóðþrýstinginn, sérstaklega ef vökvainntaka er minni einnig.  Þetta er ekki síst vegna þess að innihald fitu í fæðunni er minnkað.   Hins vegar getur það miklu frekar gerst (nokkuð sem Jónína myndi aldrei segja þér) að við það að taka fólk af blóðþrýstingslyfjum fer blóðþrýstingurinn upp úr þakinu í varasöm gildi.  Hár blóðþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur (á eftir reykingum) fyrir heilablóðföllum.  Þetta hefur hefur gerst og er það mjög ámælisvert að gefa svona ráðleggingar fólki með háþrýsting. 

"Öðlast nýtt líf" segirðu.  Fólki kann að líða mun betur eftir megrunarátak og þessi 500 kkal kúr er ekki það langur að hann nái að skaða mikið.  Sá skaði sem getur orðið, þ.e. vöðvatap og minnkun orkunotkunar, er hljóður, þ.e. fólk finnur hann ekki (nema þá helst fólk sem lyftir lóðum og finnur minnkaðan styrk) en svo hlaðast á kílóin mánuðina á eftir.  Maður lærir heldur ekkert (á reynslunni) um það hvernig maður eigi umgangast venjubundinn mat á því að fara í föstu.  Þetta "nýja líf" sem þú talar um er bara tálsýn.  Ef að Jónína gæti sýnt fram á að fólkið sem fékk meðferðina hjá henni væri enn án lyfja eftir 6 mánuði og hefði náð kjörþyngd og merkjum um varanlega hegðunarbreytingu og árangur (án þess að ganga um með háþrýsting), þá væri fyrst hægt að tala um eitthvað "nýtt líf". 

Það er ekki einfalt mál að meta árangur meðferða eða taka ákvarðanir um það hvort að fólk eigi að vera á lyfjum við langvinnum sjúkdómum eða ekki.  Þú getur nefnt einhverjar "horror" sögur um einstaklinga á mörgum lyfjum en þær hafa lítið gildi nema að þú vitir nákvæmlega um allar forsendur mála hjá viðkomandi.  Megrunarlyf og skurðaðgerðir eru neyðarúrræði og eru aldrei endanleg lausn mála og sannarlega ekki þær bestu.  Þetta eru úrræði þegar fólk er að drepa sig á offitu og allt annað hefur brugðist.  Þetta eru úrræði til þess að gefa þessu fólki eitthvað val frekar en að deyja langt um aldur fram.   

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 12:37

73 Smámynd: fingurbjorg

Frábær grein! Óhefðbundnar lækningar eru að verða svo stórt og mikið batterí og vitleysan innan geirans svo svakaleg að maður veit ekki hvort maður eigi að hlægja eða gráta. Ég er ekki á móti öllum óhefðbundnum lækningum og ég er mjög opin fyrir því að sumt óhefðbundið virki betur en töflur og þá séstaklega á nýrun en það vantar rannsóknir og mér dettur ekki í hug að trúa á eithvað hokus pokus í blindni. Svo er svo margt af þessu sem er hreinlega ótrúlegt að eðlileg viti borin manneskja skuli ekki sjá í gegnum! Ég er enginn læknir og ekki vel að mér í næringafræði en ég skófla frekar í mig trefjum frekar en að fara "ónáttúrulega leið" (ónátttúrulegt er svo vinsælt orð í dag). 

 endilega kíkið á þessa síðu 

Intellect is invisible to the man who has none.

fingurbjorg, 3.8.2009 kl. 12:48

74 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Guðlaugur Jónasson

Þú og fleiri sem kynnst hafa detoxinu hennar Jónínu á eigin spítur segja oft að fólk hafi fengið þar góðan bata af sjúkdómum.  Hver er þessi "góði bati"?  Hverjir eru þessir sjúkdómar?  Sumir nefna sykursýki og ég hef svarað því hér að ofan.  Aðrir nefna háþrýsting og ég hef svarað því einnig. Þá er vefjagigt nefnd til sögunnar og það er dæmigert.  Vefjagigt er umdeild sjúkdómsgreining því að það eru engin góð rök fyrir því að hún sé nokkuð annað en útbreidd vöðvabólga auk ýmissa þátta eins og lækkuðum sársaukaþröskuldi og stundum geðrænum vanda eins og kvíða og þunglyndi.  Hún er því ekki vefjafræðilega sérstakur sjúkdómur, heldur aðeins heilkenni mikils fjölda aumra punkta í vöðvum og vöðvafestum.  Hugarfarslegt ástand hefur því mikið með það að segja hvernig fólk upplifir sína vefjagigt og lyfleysuáhrifin hafa þar talsvert að segja.  Einnig hafa einfaldir hlutir eins og hvíld, nudd og æfingar bætandi áhrif.

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 12:56

75 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég vil þakka sérstaklega öllum sem hafa þakkað mér fyrir greinina og komið með gagnlegar og hvetjandi athugasemdir hér og á Facebook.   Það er sérlega ánægjulegt að sjá að mikill fjöldi fólks er að vakna til vitundar um ímyndunarheim kuklsins og þann skaða sem af getur hlotist á heilsu fólks og skemmd á þekkingu og menntun.  Það er alvarlegt að fjöldi fólks hefur eytt hundruðum þúsunda í að fá menntun í "nýju fötum keisarans" og þannig fer mikill mannauður til spillis.  Ég hvet alla til að skipta sér af kukli og gagnrýna það alls staðar þar sem fólk er viljugt að ræða það, sérstaklega á opinberum vettvangi.  Kuklið er hugarfarsmein á þessari þjóð rétt eins og græðgisvæðing fjármálageirans. 

Þá vil ég þakka Vísi.is fyrir að birta nær alla blogggrein mína sem frétt af mér forspurðum (öllum er velkomið að birta grein mína) og frétt þess efnis að Jónína hafi kallað mig dóna.  Hún kallaði mig aftur dóna á Facebook en tók það víst út eftir að hafa fengið óþægilegar spurningar í kjölfarið. 

Vísi.is urðu á smá mistök í greinarfréttinni þegar þeir/þær sögðu að ég kallaði prógramm Jónínu "No-tox".  Rétt er að þetta var mitt orðalag á því að setja ekki ofan í sig "eiturefni", þ.e. forðast krabbameinsvaldandi mat, reykingar og óhóf í áfengi.  Með No-tox er því átt við forvörn.

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 13:14

76 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Helgi Jóhann

Það er ekki að "óreyndu og órannsökuðu" máli að ég og fleiri sem hafa þekkingu á vísindalegri aðferð og mikla þekkingu á líkamanum, gagnrýna kukl.  Það er búið að gera mikið af rannsóknum t.d. á remidíum hómeópata og bestu rannsóknirnar sýna ekki fram á neina virkni umfram þess sem búast má við af lyfleysuáhrifum.  Þú hefur greinilega keypt þann boðskap að læknar séu á móti óhefðbundnum aðferðum vegna einhverrar fýlu eða neikvæðni.  Þeir sem því trúa hafa greinilega engar forsendur fyrir því að dæma um læknisfræðileg efni og hafa ekki kynnt sér hvað hefur verið rannsakað.  Þú getur valið hverjum þú trúir fyrst að þú hefur ekki nægilega grunnþekkingu til að dæma um sjálfur og það er sorglegt að þú skulir velja að sýna læknastéttinni þetta vantraust.  Hins vegar býst ég við að þú leitir til lækna steðji eitthvað alvarlegt að hjá þér, því þá ertu tilbúinn að hlusta og tekur ekki séns á einhverju sem að þau veist í raun að er ekki hægt að treysta. 

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 13:33

77 identicon

Það er skelfilegt þegar maður sér að fólk sem virðist að flestu leyti þokkalega upplýst skrifar undir þessi hippafræði um "óhefðbundnar lækningar", sér í lagi klisjuna um að galli vestrænna (illra) læknavísinda sé að þau horfi ekki á líkamann sem heild. Ég efast um að nokkur sem numið hefur læknisfræði komist hjá því í framhaldinu að líta á líkamann sem eina heild.

Hugtakið óhefðbundnar lækningar nær til aðferða sem ekki hefur verið sannað með vísindalegri aðferð að virki eða aðferða sem sannað hefur verið með vísindalegri aðferð að virki ekki. Aðferðir sem sannað hefur verið að virki heita ekki lengur óhefðbundnar lækningar heldur einfaldlega bara lækningar.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:01

78 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Góður punktur Bjarki um "líkamann í heild".  Læknar læra einmitt mjög mikið um allan líkamann og horfa á hann sem heild.  Þeir gera sér mjög vel grein fyrir tengslum hugar og líkama.  Undirgreinasérfræðingar hafa mjög sterkan grunn í almennri læknisfræði og almennri sérgrein (t.d. almennum skurðlækningum) áður en þeir taka undirsérgrein (t.d. hjartaskurðlækningar).  Þetta er píramýdi þekkingar og þjálfunar sem enginn læknir kemst undan því að fara í gegnum.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 15:00

79 identicon

Þetta eru trúabrögð, faith healing.
Þetta er svipað og þegar Benni Hinn "læknar" fjölda manns.. sem henda lyfum sínum upp á sviðið, læknast af krabbameini, lamaðir dansa um gólf og alles.
Hann segir einmitt að allar lækningar séu rannsakaðar af læknum... svo þegar gengið er á eftir meintum gögnum þá eru bara útúrsnúningar og vitleysa.
Hvað myndi fólk segja ef Svanur biði upp á bænahald gegn skæðum sjúkdómum... hann hafi heyrt að það gæfist vel og þá sérstaklega í bland við smoke & mirrors aðferðina

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 15:16

80 Smámynd: Kama Sutra

Takk fyrir þessa grein, Svanur.

Það var löngu orðið tímabært að einhver reyndi að afhjúpa þessa peningagráðugu kukl-kellingu hana Jónínu Ben.  Það þarf einhver að setja henni stólinn fyrir dyrnar með þetta detox-bull áður en einhver auðtrúa sál skaðast varanlega af þessari "meðferð".

Ég leyfi mér m.a.s. að efast um að hún sé sjálf svo skyni skroppin að trúa þessu bulli.  Hún er ekki að gera neitt annað með þessu en að hafa saklaust, auðtrúa fólk að féþúfu.

Kama Sutra, 3.8.2009 kl. 16:29

81 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já eins og Dagrún og fleiri hér benda á, þá er helsta svar kuklara að eyða út erfiðum spurningum sem þeir/þær fá á bloggsíðum.  Það sýnir svo siðblindu þeirra að þeir halda samt áfram að selja kuklvörurnar þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um gagnsleysi eða skaðsemi þeirra. 

Varðandi spurningu Svavars Bjarnasonar (færsla nr 35) þá get ég uppfrætt hann um það að stólpípur hafa lengi verið notaðar til að losa um hægðatregðu, en líklega var hér á öldum áður talið að þær hefðu meira gildi og gætu læknað einhverja kvilla þó ekki héti það detox þá.  Læknar reyndu stundum blöndu af laxeringu og stólpípu til að reyna að losa fólk við kviðverki af óþekktum toga.  Þetta var fyrir tíma skurðlækninga og myndrannsókna þannig að fólk reyndi ýmislegt.  Eftir því sem þekkingu og tækni hefur fleygt fram hafa slík ráð úrelst og í dag er stólpípa nær aldrei notuð, ekki einu sinni við niðurgangi.  Það er alltaf viss áhætta að stinga áhöldum upp í endaþarminn, sérstaklega ef að það er stórt op á þeim og frekar skarpar brúnir.  Í dag er ristillinn skoðaður með sveigjanlegum og stýranlegum fiberslöngum, en einstaka sinnum er bugðuristillinn skoðaður beint með stuttu röri (proctoscope) sem er fyllt með ávölum plastleiðara á meðan það er sett inn.   Aðeins læknar með þjálfun í slíku mega gera slíka skoðun og skurðlæknar nota stundum slíkt áhald til að komast að innri gyllinæð og gera við hana. 

Vonandi svarar þetta einhverju en menn mér fróðari um sögu læknisfræðinnar geta svarað þér betur Svavar.  Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 16:31

82 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svanur og Jens, það er einmitt málið að ég þekki vel &#132;hina vísindalegu&#147; aðferð. Og fyrir all nokkrum árum urðu tilviljanir til að ég kynnti mér mörg hundruð rannsóknir við marga tugi þekktra háskóla og stofnanna á háskólagrunni um fyrirbæri sem íslenskri læknar einfaldelga hunsuðu eftir að hafa vísað þekkingu þeirra á bug fyrst. - Þar með er af og frá að ég mæli með að óreyndar aðferðir séunotaðar.

Án þess að þekkja grunn Jónínu og aðferða hennar né hafa sjálfur reynslu af henni undrast ég hér það sem ég hef svo legni undrast hve fúsir læknar eru til að vísa einhverju á bug sem þeir hafa enga reynslu af eða beinar rannsóknir til að vísa í, í stað þess einmitt að kanna málið betur með hinni vísindalegu aðferð. Ef fólki líður vel og betur en áður eftir &#132;prógram&#147; hjá Jónínu er einfaldega ástæða til að kanna hversvegna og svo að nýta sér það.

Ekkert sem Svanur segir sannar að hreinsunarkerfi líkamans geti ekki af ýmsum ástæðum bæði orðið &#132;löt&#147; og &#132;hress&#147; því síður að pakki Jónínu geti ekki haft áhrif þar á. - Staðhæfingarnar um það byggja því ekki á hinni vísindalegu aðferð. Ekkert sem hér hefur komið fram gegn pakka Jónínu hefur tilvísun í rannsóknagögn sem sanna að pakinn sem Jónína býður uppá geri ekki gagn eða sé skaðlegur.

Það er það sem ég hef undrast svo lengi hve staðhæfingaglaðir læknar eru þegar þeir segja að eitthvað &#132;geti ekki verið&#147;, í þessu tilviki haft góð áhrif eftir að hafa svo óteljandi oft reynst hafa rangt fyrir sér um slíkt.

Ég man eftir lækni koma í útvarp og hneykslast á vangaveltum um að efni í háralit gætu haft eyturáhrif. Læknirinn staðhæfði í útvarpið að engin efni úr háralit kæmust inn í líkamann nema með beinni inntöku. Líklega hefði ég tekið mark á honum ef ég hefði ekki þá þegar lesið rannsókn sem mældi eyturefni úr háralit í blóði aðeins nokkrum sekúndum eftir að liturin var settur í hárið. Og nú hafa framleiðendur tekið tillit til þessa að hluta - en íslenski læknirinn vissi allt betur án neinna rannsókna og gat staðhæft að efni úr háralit kæmust ekki inn í líkamann um húðina.

Ég man líka þegar læknar vildu banna E-vítamín og höfnðuðu því algerlega að það væri gagn af því fyrir hjarta og æðakerfi. Og reyndar man ég óteljandi slíka hluti og dáist enn ef læknum fyrir hve mikið þeir þora að segjast vita án þess að vita baun um málið, og enn geta þeri staðhæft að órannsökuðu máli allt sem ekki getur verið.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 16:32

83 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar vil ég benda á þegar læknir leyfir sér að klifa á orðinu &#132;kukl&#147; að stór hluti nútíma lækninga er &#132;kukl&#147; í þeirri merkingu að tilviljun ræður að tiltekin áhrif birtust t.d. við rannsóknir lyfjafyrirtækja án neins skilnings á hversvegna eða hvernig. Lyf eru síðan markaðssett fyrir t.t. áhrif án fyllsta skilnings og jafnvel án nokkurs skilnings á inngripunum sem þau valda. Sum lyf skila slíkum ófyrirséðum áhrifum strax á frumstigi þegar önnur eru seinna endurmarkaðssett í allt öðrum tilgangi en upphafleg not þeirra voru fyrir þar sem við notkunina komu þessi nýju áhrif fram.

Eins eru fjölmargar beinar aðgerðir lækna af sömu rót án skilnings eða þekkingar á heildar virkninni eða áhrifunum þó niðurstaðan sé þekkt. Gott dæmi um það er raflost sem lækningaaðferð.

&#132;Kukl&#147; sem byggir á langri reynslu stórra menningarsamfélaga jafnvel árþúsunda er í grunnin ekkert annars eðlis en kukl lækna með gráðu. Lýsi er t.d. okkar kukl íslendinga - Það er hinsvegar ábyrgðalaust að gera tilraunir á fólki, en þó gera einmitt læknar það oft, prufa þetta lyf og ef það virkar ekki prófa þá annað svo dæmi sé tekið.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 16:51

84 identicon

Stólpípu detox gegn svínaflensu
http://www.huffingtonpost.com/kim-evans/swine-flu-protect-yoursel_b_191550.html

Skilningur henna á heimsfaraldri árið 1918 er sá að enema hafi bjargað miklu fyrir þá sem sluppu í gegnum dæmið... eftir að menn fara í djúphreinsun þá bara ná vírusar ekki að ná "fótfestu"

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 16:58

85 identicon

@Helgi: Hér held ég að þú verðir að gera greinarmun á "lækni" og "læknastétt". Það að læknir haldi einhverju fram í útvarpinu þýðir ekki það að um sé að ræða hið almenna álit læknastéttarinnar.

Málið með detox er að það er merkilega lítið til að rannsaka þar. Þessi svokölluðu toxins sem að rætt er um finnast nú voða lítið. Þar sem stólpípa er ekki beint ný uppgötvun þá er náttúrulega slatta af rannsóknum í kringum hana eina og sér og það sem vitað er um hana er að hún skolar út skít sem hvort eð er var á leiðinni út innan sólarhrings af sjálfu sér. Það er enginn kúkur fastur í einverju horni líkama þíns sem þarf hjálp til að skola út.

Með það af hverju fólki líður vel hinsvegar þá ertu náttúrulega að tala um "Placebo effect" sem að ég held að það sé öruggt að segja að sé það hugtak í læknisfræðinni sem að mest hefur verið rannsakað. Enda er hver einasta rannsókn sem gerð er í læknisfræði er í raun líka að hluta rannsókn á því fyrirbæri. Ef að fólki heldur að það líði betur þá líður því betur. Simple as that. Það getur verið bæði blessun og bölvun enda gæti fólk hætt til að halda að það hafi læknast og því hætt meðferð sem að gæti bjargað lífi þeirra.

En.... Lokapúnkturinn er.... VIÐ eigum ekki að þurfa að sanna að detox virki. Þetta virkar ekki þannig. ÞIÐ þurfið að koma með sönnun á að þetta virki. Þannig virkar læknisfræði nútímans. Tökum pillur til samanburðar. Til að lyfjafyrirtækið geti sagt að pillan lækni sykursýki þá þarf þetta fyrirtæki að SANNA að pillan geri það. Við ætlumst til þess sama af detox galdrakonunni. Hún má alveg skola skítinn úr fólki eins og hún vill sér til skemmtunar. En þegar hún segist lækna sjúkdóma þá er eins gott að hún sýni fram á árángur annan en "fólki líður obboslega vel."

Hvernig væri til dæmis að hún nefndi hver þessi toxins er sem hún er að losa út úr líkamanum. Hvernig væri að hún sýndi fram á að detox í alvöru fjarlægi þessi toxins. Hvernig væri að hún sýndi fram á það hvernig þessi læknisaðgerð hennar virki. Hvernig væri að hún sýndi að hún hefði svo mikið sem lágmarksþekkingu á læknisfræði og það hvernig líkaminn virki sem að gerir hana dómbæra á að taka læknisfærðilega ákvarðarnir fyrir hönd annara?

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:07

86 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skorrdal, þetta er ekki allt svona einfalt. Ég þekki ekki fyrirbæna-bransann en ef niðurstaða þín er að hugarfarið skipti máli ertu augljóslega á sama sviði og trúaðir.

Hitt er svo að blóðtökur voru stundaðar um aldir en nú höfum við efni á að gera grín að þeim. - Er víst að þær hafi ekki stundum gert gagn? - Nú eigum við magnyl og Ibúfen sem við kaupum án tilvísunar til að hafa blóðþynnandi áhrif og höfum þvi efni á að gera grín að aðferðum forfeðra okkar sem þekktu ekki lyf til blóðþynningar. Yglunar (lifandi blóðsugur) sem voru notaðar til að taka blóð ef þær voru til staðar skiluðu blóðþynnadi efni í blóðið auk þess sem líkaminn bætir blóðinu upp blóðtökuna með vatni þ.e. þynnir það. Getur verið að það hafi stundum gert gagn? Þó góð aðferð hafi verið ofnotuð til að reyna eitthvað þegar ekkert var í raun hægt að gera - en það gera líka okkar læknar í dag.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 17:12

87 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta kukl sem þú þurftir að þola í barnæsku Skorrdal jaðrar við barnamisnotkun, sérstaklega ef að ekki var leitað ráða hjá læknum einnig.  Nú var að falla dómur í máli gegn foreldrum barns í USA sem urðu valdir að því að barn þeirra dó úr sykursýki sökum þess að þau treystu eingöngu á bænir til hins ímyndaða föður á himnum.  Dæmin um skaðsemi trúar á yfirnáttúru verða ekki skýrari en þetta.  Fólk sem annars er ekki með illan tilgang er blekkt til að drepa sjálfan sig, neita sínum nánustu um læknishjálp eða drepa aðra vegna trúarlegra haldvillna. 

Sjá í frétt Visir.is hér: http://www.visir.is/article/20090802/FRETTIR02/214565500

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 17:17

88 identicon

"The Reason You Can&#39;t Lose Weight has Nothing to Do With Your Will-Power, Over-Eating or the Right Diet! ... The Reason You are Fat and Unhealthy is Because You Have Disgusting Plaque and Horrible Little &#39;CRITTERS&#39; Living in Your Guts!"

"...And Now I&#39;m Going to Show You How to Get Rid of All of It so You Can Shed 10 lbs, 25 lbs, 50 lbs even 100 lbs or more - and Keep It Off FOREVER!!"
Og nú ert tíminn til þess að skola þessu út, læknar og matvælaiðnaðurinn er með samsæri gegn ykkur
http://www.youtube.com/watch?v=Syui4EOHjBw

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:19

89 identicon

@Helgi: Munurinn þarna er að áður fyrr höfðu menn ekki þekkingu nér tól til að getað rannsakað hvort ákveðinn meðferð virki. Við höfum hinsvegar núna þá þekkingu og gott betur. Við höfum núna getu til að sanna að detox virki og ef detox virkar þá hvernig. Af hverju er þá skortur á þessum sönnunargögnum. Viltu meina að þessir aðilar sem eru að bjóða upp á detox hafi bara ekki nennu eða áhuga á að sanna sitt mál? Hvar eru rannsóknirnar til að bakka upp það sem eru ævintýralegar upphrópanir þeirra um virkni. Hvar eru vísindalegu niðurstöðurnar.

Það sem var í lagi áður þegar fólk hafði ekki vitneskjunna er ekki í lagi í nútímanum. Þekkingin er mætt og það er ekki hægt að ignora hana. Alveg eins og í öllu öðru. Áður fyrr héldu menn því fram að sólin væri eldhnöttur sem brynni með brennivið vegna þess að þeir högðu ekki þekkingu á kjarnasamruna. Nú þegar sú þekking er komin þá þýðir ekki að halda öðru fram án þess að taka mark á nýrri þekkingu. Og afsökunin "ég veit ekki hvernig" gildir ekki þegar að þú átt að hafa þá þekkingu nú til dags til að "vita hvernig"

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:27

90 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón, allt byggir þetta á reynslu og það hefur ekkert breyst heldur aðeins hvernig reynslunni er pakkað inn.  - Nema þá helst að læknar í dag vilja ekki taka mark á reynslu kynslóðanna. Það er það sem ég set útá hér hve auðveldlega læknar vísa á bug þekkingu kynslóðanna og reynslu þúsunda án beinna rannsókna.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 17:32

91 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Frábær færsla hér hjá Jóni Grétari að ofan (nr 90). 

Helgi Jóhann.  Bæði nú og fyrr á öldum stundaði fólk aðferðir sem voru ekki í neinu samræmi við þá þekkingu sem búið var að afla.  Í dag eru hins vegar ákaflega fáar haldbærar afsakanir fyrir því að beita aðferðum sem:

A.  Eru löngu orðnar úreltar

B.  Hafa aldrei sýnt sig að virka og hafa engan vísindalegan stuðning.

C.  Eru bara gömul úrelt vín á nýjum belgjum.

D. Eru algerlega úr takti við allan viðkenndan og margsannaðan skilning okkar á mannslíkamanum. 

E. Er haldið uppi af fólki sem kærir sig kollótt um álit fagfólks og viðhefur ekki faglegt siðferði í auglýsingum og umfjöllun. 

Hvort sem að aðili sem býður upp á meðferð er viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður með háskólapróf eða manneskja með helgarnámskeið í heilun, þá gilda sömu kröfur.  Sannleikurinn og athugunin á raunveruleikanum er sú sama fyrir alla.  Það gilda ekki neinar framhjáleiðir eða afslættir á kröfunni um að sýna fram á raunverulegan árangur.  Vísindin ganga út á það að kanna hlutina þannig að óskhyggja okkar og eðlislæg von um ákveðna niðurstöðu, núllist út.  Þetta gildir fyrir alla, hvort sem að viðkomandi er af hefðbundnum skóla eða ekki.  Það eru ekki neinar sérútgáfur af raunveruleikanum.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 17:33

92 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skorrdal, ég er ekki í neinum vafa um að hugarfarið skiptir meira máli en flest annað. En það afsannar ekki aðra þekkingu hvort sem hún byggir á reynslu kynslóðanna og þúsundanna eða reynslu lækna.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 17:37

93 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svanur, þá ættu þið ekki að vera svona fullyrðinglaðir um það sem þið hefið ekki rannsakað eða reynt þegar slíkar rannsóknir eru til annarstaðar. Það gegnisfellir ykkur. Nægir hér að vísa bæði í nálastungur Kínverja og Ayurveda indverja sem WHO þ.e. heilbrigðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur veitt viðurkenningar sínar en íslenskir læknar vita allt betur um en aðrir hvenær sem þeir eru spurðir án þess að kynna sér það þó agnar ögn.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 17:43

94 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Helgí

Í færslu 87 snýrðu sönnunarbyrðinni við og segir að það sé mitt að afsanna orð kuklara um meðferð þeirra.   Þú mælir með vísindalegri aðferð og segist þekkja hana en kannt greinilega mjög lítið í henni.  Þú gleymir því að fólk hefur ríkt ímyndunarafl og óskhyggju og að það er mjög oft notað til að skálda í eyðurnar.  Svo mikið er af alls kyns fabuleringum um heilsu fólks að það væri aldrei hægt að rannsaka þær enda óþarfi því að þær standast ekki einu sinni fyrstu skoðun á röklegu innihaldi og þekkingarlegum grunni.  Það er ekki hægt að koma með eitthvað sem er algerlega á skjön við grundvallaratriði í lífeðlisfræði og lífefnafræði og líffærafræði líkamans, án þess að slíkt væri grundvallað á einhverjum mjög ítarlegum grunnrannsóknum.  Maður segir ekki bara út í loftið að það séu toxin út um allt og maður geti sogað þau út um rassinn á fólki.  Það er álíka eins og ég færi að segja verkfræðingi til um það hvernig ætti að hanna burðarvirki í hús út frá ímynduðum þráðum í loftinu. 

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 17:45

95 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Segðu mér annars Helgi hvernig þú myndir rannsaka mögulegan árangur af detox meðferð Jónínu.  Þú gefur þig út fyrir að kunna vísindalega aðferð og ættir því að geta sýnt þekkingu þína hér.  Sjáum hvort að þú getur sett upp hugmynd af hlutlægri rannsókn með þeim atriðum sem mestu skipta.  Ég skora á þig!

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 17:49

96 Smámynd: Sveitavargur

Góður pistill, en gangi þér vel að sannfæra fólk sem vill það ekki.  Töfralausnir eru auðveldari en að hunskast í ræktina og laga mataræðið, og þegar þú sökkvir 200þús kalli í þetta þá er eins gott að það virki.

Fólk vill ekki vita að það sé ennþá jafn feitt og 200þús kalli fátækari.  Og það fær enginn að taka blekkinguna frá því.

Sveitavargur, 3.8.2009 kl. 17:50

97 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég ætla ekki að sníða rannsókn um það sem ég þekki ekki, og því ekki rannsókn til að meta hver virkni einstakra þátta er hjá Jónínu, en það væri hægt að komast að því hvort pakinn sem slíkur gefur það sem hann segir með tiltölulega einfaldri rannsókn.

Það mætti t.d. fá til liðs 45 manns sem skipt væri upp í 3 áþekka hópa um kyn aldur og líkamlegt atgerfi eftir heilbrigðis- og blóðrannsókn fyrir skiptingu. Ég veit ekki hvaða árangri Jónína lofar en mæla þyrfti þætti sem komast næst því að mæla þau atriði. 

Án vitneskju hópanna um hvað væri til rannsóknar væri einn hópurinn sendur í viku prógram á líkamsræktarstöð annar sem væri hlutlaus viðmiðunarhópur væri t.d. látinn mæta daglega til mælinga og viktunar (fengi þannig bara athygli) og sá þriðji væri sendur í viku prógram hjá Jónínu Ben.

Eftir þá viku væru svo allir teknir aftur til heildar rannsóknar og kalllaðir inn reglulega í nokkar vikur til að fylgjast með hvenær vænt áhrif væru í hámarki og hvernig þau fjöruðu út.

Það segði okkur hvort pakkinn skilaði árangri og hvaða árangri. Ef hann gerði það mætti halda áfram með því að fá nýjan 45 manna hóp sem skipt væri í þrennt  sem allir færu í prógram Jónínu en hjá tveimur hópanna væri tekinn úr prógraminnu sitt hvor veigamikill þáttur prógramsins til að sjá hvort og hvaða áhrif það hefði. Þannig yrði til aukin vitneskja um hvað væri að hafa áhrif.

Nauðsynlegt væri að hver hópur vissi ekki af verkefnum hinna og hefði því ekki heildar mynda af því hvað væri til rannsóknar.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 18:18

98 identicon

Þú semsagt mælir með inntöku einnar fjölvítamíntöflu á dag. Það er gott að heyra lækni segja það, maður verður nefnilega fyrir gagnrýni frá fólki sem segir að fjölbreytt fæðuval sé nóg og inntaka vítamín taflna geti minnkað upptöku líkamans á þessum efnum úr fæðunni. Hvað ætli gerist ef margar kynslóðir taka eina fjölvítamín á dag, ætli líkaminn þróist yfir í að vera háður þeim?

Kristinn Ingi Pétursson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 18:23

99 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sveitvargur, pillur eru töfralausnir en flest sem náttúrlækningar og reynsla kynslóðanna vísar til er miklu fyrirhafnarmeira og byggir oftast á lífsháttabreytingum og breyttu mataræði (t.d. Ayurveda) sem t.d. ég persónulega er óttalegur auli við að fara eftir. - Ég vildi að pillur læknanna virkuðu einar og sér, það eru alvöru töfralausnir.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 18:24

100 identicon

@KIP: Er það ekki einstaklingsbundið? Það er fullt af fólki sem þarf eflaust á fjölvítamíni að halda en ég efast stórlega um að við sem dýrategund þjáumst af einhverjum krónískum vítamínsskorti.

Disclaimer: Vil taka fram að ég hef ekki snefill af læknisfræðilegri menntun og ber að taka þessi commenti eftir því.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 18:36

101 identicon

Gott fólk ég er búinn að þræla mér í gegnum allar þessar athugasemdir hér að ofan og hafði reyndar mikið gaman af. Sumir koma með mjög skemmilegar og skondnar athugasemdir. Það sem ég segi er það sama og einn hér að ofan. Er ekki í lagi þó sumir vilji eyða peningum í þessa vitleysu? Sumir telja sig hafa voða gott af þessu. Sumt fólk verður alltaf að láta stoppa sig vegna þess að það lifir svo óheilbrigðu lífi. Þarna gildir meðalhófið. Ég tel að það sé best að borða hóflega hollan mat(ekki tómt grænmeti), borða hóflega mikið(ég að vísu vill borða óhóflega mikið) og hreyfa sig hóflega.

Fólk talar um að því líði svo vel eftir detox meðferð. Er það ekki vegna þess að það er búið að þræla því í tvær vikur á 500kkcal á dag. Öllum hlýtur að líða vel eftir slíka meðferð að komast loks á eðlilegt matarræði á eftir. Þetta er svona svipað og ef maður stundar það að fara í kalda sturtu. Að sjálfsögðu líður manni vel eftir slíka raun. Líkaminn var í sjokki í köldu sturtunni (alveg eins og í meðferðinni á 500kkcal á dag.) Sumir stunda sjálfpíningar eða annað vegna þess að þeim líður svo rosalega vel á eftir.

Einn góður punktur er að það sé hið besta mál að vera með detox meðferð en allt annað mál þegar verið er að lofa fólki lækningu á gikt, og öðrum sjúkdómum. Það er hreint út sagt mannvonska að lofa slíku og spila á fáfræði og trúgirni fólks. Konan mín er með gikt og finnst það mjög ljótt að fólki sé lofað bata. Eins og margir hafa kallað eftir þá væri mikið betra ef til væri vísindaleg stúdía sem sýndi fram á gangsemi detox gegn hinum ýmsu sjúkdómum.

 Ef Jónína kæmi fram með einhverjar slíkar rannsóknir þá ætti það að hjálpa henni mikið við að kynna þessa meðferð. Það hversu illa Jónína og fólk hennar bregst við gangrýni hringir einnig vissum bjöllum hjá mér. Ef ég væri sannfærður um að ákveðin aðferð eða meðferð væri árangursrík mundi ég hiklaust reyna að fá rannsókn sem sannaði gildi meðferðarinnar.

Ég kvet Jónínu til að fá læknalið eða rannsóknarlið í för með sér til að gera þetta. Mig grunar hins vegar að hún sé hreinlega ekki nægjanlega sannfærð um ágæti meðferðarinnar til að fara fram á slíkt enda kostar það mikinn pening sem gæti endað á að afhjúpa meðferðina algerlega.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 18:37

102 Smámynd: Sveitavargur

Say what now?  Lyf (pillur er allt of tvírætt) eru einmitt ekki töfralausnir þar sem er hægt að sýna fram á virkni og orsakasamhengi, og þróun lyfja er gríðarlega umfangsmikið og langt viðfangsefni.  Þær eru prófaðar í tvíblindum rannsóknum sem einmitt hafa þann eina tilgang að útiloka placebo áhrif.  Og þar fyrir utan þurfa þau að standast skoðun ekki bara sjúklingana heldur lækna þeirra og vísindasamfélagið í heild sinni.

Á móti kemur að þessi hugmynd um að það liggi áratuga gamall úrgangur í þörmum manns er nokkuð sem er löngu búið að afsanna í gegnum krufningu á látnu fólki. 

Sveitavargur, 3.8.2009 kl. 18:49

103 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sveitavargur, þú veist líklega ekki fjölmörg lyf voru ætluð til allt annarra nota en seinna komu í ljós og yðulega er orsakasamhengi ekki þekkt þó tvíblindar rannsóknir sýni tiltekna jákvæða útkomu. Mörg lyf eru svo seinna endurmarkaðssett vegna þess að við notkun þeirra koma fram &#132;jákvæðar aukaverkanir&#147; á tiltekna sjúkdóma og líka án þess að ástæaðan væri þekkt eða þeirra vænt fyrirfram. Eftir sem áður vísa lækna á lyfin án þess að þekkja heildar samhengið.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 18:56

104 identicon

Hahahaha "Þú ert dóni!"

Gott blogg Svanur

Ástríður (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 18:57

105 identicon

Mér þykir afskaplega leitt að læknar og óhefðbundnar lækningar geti ekki unnið saman, það er víða margt gott í óhefðbundnum lækningum, það vita það allir.

Ég kalla það kukl þessar óhóflegu lyfjagjafir lækna og það liggja engar rannsóknir fyrir áhrifum lyfja á afkomendur viðkomandi.

Ég sá gigtarsjúkling fá góðan bara hjá Jónínu, ég léttist um 8kg og fékk mög góða ráðgjöf frá Jónínu um framhaldið.

Þessir íslensku skottulæknar eru fínir í að henda dópi í fólk enn gera minna að því að komast að rót vandans og lækna þannig, það gera þó aðrar stéttir sem sumir kalla kukl. 

Guðlaugur Jónasson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:02

106 identicon

Það er alltaf hægt að færa rök fyrir samfélagskostnaði með svona mál. 100-200 þúsund er ekki gígatískur skaði á heimili. En þegar að trúin er orðin almenn í samfélaginu á þetta þá myndar þetta álag á okkar samfélag. Viðurkenni samt fúslega að þetta eru kanski veikustu rökin mín.

Munið að enginn er að tala um lögbann á detoxið. Það eitt og sér veldur kanski ekki algengum skaða svo fremi að hún sé ekki að lofa lækningum. Hinsvegar er það alger fásinna að ætlast til þess að hún hafi einhvern rétt að að gera hvað sem er án þess að neinn megi tala um það. Og það er dáltið eins og hún er að haga sér. Hún er gjörsamlega að flippa yfir því að fólk sá að "ráðast" á hana og hennar aðferðir. Ef að detoxið væri virkilega satt og gott þá mundu ekki rök okkar ráða við það.

En því miður hefur ekki einu sinni Jónína þekkingu né traust á sínum eigin aðferðum. Það sést greinilega á því að hún neitar að rökræða á móti og leitar í stað þess til rökfræðivillna og ásakana um "dónaskap" og að við séum bara að vera vond við hana. Rök hennar minna á rök þeirra sem þjást af paranoju þess sem sér óvíni allstaðar.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:02

107 identicon

Er að spá hvort ég finni gamla Fisher Price leikfangið mitt ef ég fari í svona skolun? Var ekki einhver sem fann Barbie skó?

Ástríður (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:05

108 identicon

@Helgi: En þegar að lyf hafa "jákvæðar aukaverkanir" þá kallar það á nýjar rannsóknir. Þú mátt ekki bara bæta við nýja sjúkdómnum utaná pakkningarnar og segja að það lækni það líka. Tökum sem dæmi hjartalyfið Viagra. Þegar það komst upp um "jákvæðar aukaverkanirnar" þá þurfti að byrja alveg upp á nýtt á því að rannsaka þær verkanir áður en löglegt var að selja það sem slíkt.

Ég held að það sé rétt hjá mér að ef einhver læknir færi svo að nota Viagra sem blóðþynni án ransóknanna að þá missi sá hinn sami prófið fljótlega.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:08

109 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón, reyndar þarf miklu minni og ódýrari rannsóknir til að endurmarkaðssetja lyf fyrir öðrum sjúkdómi en upphaflega. Það er svo auk þess þekkt ódýrt trix til að framlengja einkaleyfi lyfjafraleiðandans á framleiðslu lyfsins. - Það þarf ekki sérsatkleg að þekkja heildar samhengið og heildar virkni lyfsins aðeins að prófa áhrif þess eftir ákveðnum sniðum.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 19:19

110 Smámynd: Sveitavargur

Meh, ég vitna bara í það sem ég skrifaði fyrst.  Þegar fólk er búið að fjárfesta bæði peninga og tilfinningar í eitthvað þá skiptir fólkið engu máli hvort það virki eða ekki svo fremi sem það þurfi ekki að díla við það.

Þetta er sami hlutur og með fórnarlömb Nígeríusvindlara sem halda ennþá að þau fái peningana.  Jafnvel þó allt bendi til annars.

Sveitavargur, 3.8.2009 kl. 19:28

111 identicon

@Helgi: Þú hefur all svakalega misskilið mig ef þú heldur að rök mín hafi fjallað um kostnað og vinnuframlag. Heldur voru þau um sannanir á fullyrðingum og öryggi sjúklinga.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:33

112 Smámynd: Kommentarinn

Helgi: Það er rétt að það þarf miklu minna effort í rannsóknir þegar lyf er "endurmarkaðsett" gegn nýjum sjúkdómi. Ástæða þess er að það er ýmisslegt sem er búið að rannsaka í þaula ss. eitrunaráhrif sem þarf þá ekki að rannsaka aftur.

Það þarf þó auðvitað að rannsaka fyllilega áhrif lyfsins á nýju ábendinguna þ.e. sjúkdóminn sem markaðsetja á lyfið gegn. Það er nú ekki nema sanngjarnt að það megi lengja einkaleyfin um einhver prósent til að svara þessum aukna rannsóknarkostnaði. Það eru fáir sem vilja vinna frítt.

Ég myndi ekki kalla þetta ódýrt trix heldur mun frekar einstaklega heppilegt þegar ný not finnast fyrir eldri lyf. Viagra er líklega frægasta dæmið um slíkt. Það var þó ekki komið á markað að mér vitanlega þegar þessi "heppilega" aukaverkun fannst og farið var að rannsaka hana sérstaklega.

Aspirín væri annað dæmi en það er eins og flestir vita gamalt verkjalyf. Síðar uppgvötuðust önnur not fyrir lyfið vegna blóðsegavarnandi áhrifa. Þessi nýju not fyrir aspírin hafa lengt lífaldur vesturlandabúa um einhvern helling.

Að kalla þekkingarleit í þeim tilgangi að bæta hag mannkyns ódýr trix er vægast sagt mjög illa ígrunduð fullyrðing.

Kommentarinn, 3.8.2009 kl. 19:45

113 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kommentarinn, 3.8.2009 kl. 19:45. Ég er ekki að gera lítið úr nútíma læknisfræði og þeirri þekkingu sem hún þó býr yfir, heldur að draga það fram að hún er ekki jafn stór hluti alls sem þekkt er og alls sem hægt er að vita og menn vilja stundum vera láta. T.d. þegar um er að ræða reynslu mikils fjölda fólks jafnvel margra kynslóða og heilla menningarheilda í aldir og árþúsundir og sérnám öðruvísi lækna en okkar &#132;hefðbundnu&#147; er munurinn ekki jafn mikill og okkar læknar vilja vera láta. Yfirburða þekking þeirra og grunnur þeirra til staðhæfinga um hvað ekki getur verið er ekki jafn traustur og þeir vilja að við höldum og jafnvel halda sjálfir. Það hefur margoft sannast. Oftar en ekki vita þeir einfaldlega ekki nóg þar sem svo margt er óþekkt á hverjum tíma. Það er samt alltaf á hverjum tíma eins og menn haldi að þeir viti næstum allt einfaldlega vegna þess að þeir vita ekki hve mikið það er sem þeir vita ekki.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 20:09

114 identicon

Detox hefur gert fólki gott - like it or not!

Ég er sjálf ekki aðdáandi en hef séð árangur hjá fólki og þrátt fyrir að það gæti eflaust náð árangri með öðrum leiðum þá er þetta eitthvað sem hentar sumum betur en annað.

Ég get ekki séð af hverju þú hefur þessa þörf til þess að reyna að fá fólk á móti þessu þar sem konan er einfaldlega að reka fyrirtæki á erfiðum tímum og hefur ekki þörf fyrir svona ummæli. Þessi meðferð er einnig samþykkt af læknum og hönnuð af lækni. Ert þú með betri menntun eða kunnáttu en sumir aðrir læknar?

Anna (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 20:15

115 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þú ert óborganleg Ástríður. Ha ha Fischer Price leikföng í ristlinum.  Kannski væri reynandi að finna einhver púsl úr púsluspilum sem týndust í æsku?

Þokkaleg tilraun hjá þér Helgi Jóhann til að setja upp rannsókn, þar sem þú gerir þér grein fyrir nauðsyn samanburðarhópa.  Hóparnir þurfa þó að vera stærri en 15 í hverjum til að sýna fram á marktækan mun.  Þá nefnir þú ekki hvernig eigi að sýna fram á að það sé útrhreinsun eiturefnanna sem skilar árangrinum ef einhver er.  Prógrammið heitir detox og því þarf að sýna fram á að einhver eiturefni hreinsist og að fjarlæging þeirra eða minnkun í blóði sé í orsakasamhengi við ákveðinn árangur.  Svo þarf að skilgreina hvað er "árangur" og rökstyðja það.  Þú segist ekki vita út á hvað detoxið gengur, en ég hef kynnt mér það sem Jónína Ben hefur sett fram því til stuðnings og gagnrýnt prógrammið út frá því.  Að auki hef ég séð fólk missa tök á sjúkdóm sínum vegna þess að Jónína Ben ráðlagði því að hætta töku nauðsynlegra lyfja.  Þú getur haldið áfram að óttast það að við missum af einhverri þekkingu sem kuklarar halda fram sem sannleika, en á meðan tekur þú sénsinn á því að útbreiðsla falskra upplýsinga og bogus-meðferða nái að breiðast út óáreitt.  Séu vönduð vinnubrögð á ferðinni einhvers staðar hjá einhverjum sjálfmenntuðum, verður tekið eftir því þannig að þú þarft ekki að óttast að litið sé framhjá góðum hlutum.  Það er bara einfaldlega þannig að allir þurfa að standast vísindalega athugun. 

Anna (í færslu 124):  Meðferð Jónínu er samþykkt af tveimur læknum sem enginn fagaðili þekkir til hérlendis.  Enginn læknir á Íslandi hefur viljað starfa með Jónínu að þessu og enginn skrifað uppá slíka meðferð.  Hvað segir það þér?  Þó að þér virðist það ótrúlegt af skrifum þínum að dæma þá er ég skrifa þetta til að upplýsa og vara fólk við meðferðum sem ég tel vera ósannaðar, villandi, varasamar, hættulegar eða á einhvern máta skaðlegar fólki.  Nægir það ekki sem ástæða í þínum huga?  Það er einhver menntunarmunur á milli lækna og munur á milli sérsviða en hann skiptir ekki máli í þessu samhengi.  Allir læknar með kandidatspróf geta séð hversu vitlaus meðferð Jónínu Ben og Dr. Ewu er, meira að segja læknanemar á fyrstu árum náms síns eins og sjá má á athugasemdum þeirra hér.  Sumir læknar missa sjónar af gildi vísindalegrar aðferðar og láta glepjast af lélegum rökum kuklsins.  Örfáir íslenskir læknar hafa þannig verið með sitt eigið kukl, en það ber sterkri menntun lækna vitni að það skuli einmitt ekki vera fleiri. 

Svanur Sigurbjörnsson, 3.8.2009 kl. 21:00

116 identicon

Tvennt sem stakk mig:

"Ég get sagt ótal sögur um bata sem fólk hefur náð eftir 2 vikna detox-meðferð hjá mér.  Margar þessar sögur eru svo ótrúlegar að fólk trúir þeim varla. Í meðferðinni losar fólk sig við óþarfa lyf sem það hefur tekið árum saman (svefnlyf, þunglyndislyf, verkjalyf, blóðþrýsingslyf, hormónalyf ofl.). Meðferðin vinnur mjög vel á allri gigt s.s. vefjagigt, liðagigt og gigtarverkjum, lækkar blóðfitu, lækkar blóðþrýsing, eyðir nábít og bakflæði, léttir á hjarta- og æðakerfi, losar fólk við meltingar- og ristilvandamál og svona get ég lengi talið upp."

Hljómar ábyrgðarlaust og hættulegt.

"Lyfjakostnaður ríkisins er gríðarlegur því stór hluti landsmanna notar mikið af lyfjum. Meðferðin sparar heilbrigðiskerfinu gríðarlegar fjárhæðir og þess vegna ættum við að skora ég á Tryggingastofnun að niðurgreiða detox-meðferðina fyrir sjúklinga líkt og gert er á Reykjalundi og í Hveragerði."

Ka-ching.

Heimild:  http://detox.is/stylesheet.asp?file=06082008084636

Obi Wan Shinobi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:02

117 identicon

@Anna: Við höfum bara einfaldlega engar sannanir fengið frá neinum aðila hérlendis eða annarsstaðar sem að benda einu sinni smá til þess að þetta hafi "gert fólki gott." Það hafa komið nokkur svona "comments" á heimasíðu hennar þar sem ónefndir aðilar segja þetta hafa læknað nánast alla sjúkdóma sem til eru.

Merkilegt hvað það eina sem þurfti til að lækna alla sjúkdóma heimsins var læknismeðferð sem hefur verið notuð til annara hluta í hundrað ár. Og í þessi hundrað ár fattaði enginn læknir að sjúklingarnir þeirra læknuðust á undraverðann hátt af öllum sjúkdómum sem hrjá þá.

Skoðum sjúkdómana sem að detox "læknar" samkvæmt heimasíðunni. Þunglyndi, vefjagigt, MS, gigt, exem, háann blóðþrýsting, sykursýki, offitu og fleira. Vá það er ekkert annað. Þarna eru á ferðinni meira að segja sjúkdómar sem við héldum þar til í gær að væru ólæknandi sjúkdómar. Merkilegt að enginn hafi áður tekið eftir því að það eina sem þurfti til væri að hjálpa kúknum út úr líkamanum nokkrum klukkutímum fyrr.

Við erum allir svakalega glaðir fyrir þína hönd Anna að þú hafir enduruppgötvað placebo effectinn. En þegar að ómenntaðir fúskarar á borð við Jónínu Ben þykjast getað læknað ólæknandi sjúkdóma gegn himinháu gjaldi þá bet your ass þá munum við ekki auðvelda henni það. Þú ættir hreint og beint að skammast þín fyrir að leggja nafn þitt til stuðnings manneskju sem stofnar fyrirtæki til þess eins og soga peninga úr vasa sjúks fólks.

Og PS í lokinn...

Þessi meðferð er EKKI samþykkt af læknum. Ekki einu sinni smá. Landlæknir hefur meira að segja nánast þurft að vara við þessu og stoppa það af að detox kosti ekki ríkið pening. Hún er já hönnuð af einum pólskum lækni og ég leitaði um vítt og breitt internetið og ég finn ENGA FLEIRI LÆKNA EN ÞENNAN EINA sem vilja leggja nafn sitt við þetta.

Já.. Auðvitað finnum við okkur þörf til að commenta á þetta. Þegar fólk sér ranglæti og illgirni þá eiga ALLIR sem finna til einhvers siðferðis að rísa upp og segja eitthvað.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:05

118 Smámynd: hilmar  jónsson

Detox ? Má ég þá heldur biðja um almennilega heilun með kristölum, reykelsi og pendúlum..

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 21:11

119 identicon

MÁLIÐ ER BARA ÞAÐ SAMA OG VENJULEGA, JÓNÍNU GENGUR VEL = ÖFUND

Við munum öll þegar Jónína varaði við Baugsveldinu og  spillingunni, hún var úthrópuð og rökkuð niður af rökkum auðvaldsins og þjóðinn tók undir, hver var svo sannleikurinn, JÁ JÓNÍNA HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR, HVER HEFUR BEÐIST AFSÖKUNAR GAGNVART JÓNÍNU.

 Ég var með 7 manna hóp í Detox, allir voru virkilega ánægðir með meðferðina og allir sem ég hef hitt hafa látið vel af henni.

Svanur ég er fullviss um það að ánægjuhlutfall þeirra sem fara til Til Jónínu er margfallt hærra en þinna sjúklinga.

Guðlaugur Jónasson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:22

120 identicon

Anna þú hefur greinilega ekki lesið innlegg Svans hérna um gildi þess að taka mark á einstaka dæmisögum og hvað þessi vellíðan merkir.

guðrún g (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:24

121 identicon

Kæru meðbræður, -systur, ef við skoðum öll vel og vandlega allt sem Svanur hefur skrifað um þetta hérna, er augljóst að hvergi ræðst hann á nokkra manneskju. Hann hefur menntun á ákveðnu sviði í lífinu, og er eindaldlega að setja fram vísindalegar staðreyndir, ekki innibirgðan pirring á ákveðnum manneskjum, persónulegar skoðanir eða að fá útrás fyrir bælda afbrýðissemi vegna velgengni annarra á öðrum sviðum. Fyrir utan það er detox meðferð ekki á nokkurn hátt samkeppni eða ógn við læknastéttina.

Verum vinir og hugsum rökrétt, ekki eins og við séum öll að byrja á túr í fyrramálið með tilheyrandi verkjum.

Keyrið varlega heim af Bakka og Þorlákshöfn. Kær kveðja ykkar náungi Guðrún.

guðrún g (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:43

122 identicon

Auðvitað líður fólki vel eftir tveggja vikna nudd og hollt mataræði.  Það er enginn að efast um það.  En það sama má segja um tveggja vikna vist á vændishúsi, og lækningamátturinn sá sami.  Ef eitthvað er fær maður meiri hreyfingu.

Og tæmingu endaþarms ef þess er sérstaklega óskað.

Obi Wan Shinobi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 21:50

123 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svanur, tölfræðilega þurfa þeir ekki að vera fleiri en 15, það gerir hinsvegar kröfu um meiri mun til að hann teljist marktækur. Mér fellur illa yfirlætislegt tal þitt um svið sem þú ert öruggleg ekki sérfræðingur í, þ.e. þú sem læknir lærir ekki sérstaklega um aðferðafræði tölfræðilegra rannsókna eða niðurstaðna byggð á marktækum líkum. - Það er einn stóri galli læknanáms hve lítið þeir læra um aðferðafræði vísindlegra rannsókna og tölfræði þeirra.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 22:13

124 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón, þú staðhæfir það sem þú veist ekki. Bendi t.d. á síðu hér [smella], þar sem vitnað er til yfir 600 rannsókna á Ayurveda við yfir 200 stofnanir. í Ayurveda sem er aldagömlum heilbrigðisþekking indverja, heitir hreinsunarferli sem fljótt á litið getur verið fyrirmynd Jónínu og félaga í Póllandi &#132;panchakarma&#147;. Þú getur leitað á netinu eftir þessu tvennu "Maharishi Ayurveda" og "panchakarma".

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 22:34

125 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svanur takk fyrir þessa er hressilegu og góðu grein um Detox, sem styrkir enn frekar álit mitt og sannfæringu á þessu kukli.

Getur hver sem er stofnað til svona "töfrabragða" að vild og þegið greiðslur fyrir? Eru hvergi slegnir varnaglar í kerfinu?

Hefur nokkur flutt inn Afríska töfralæknaþekkingu? Þar er kannski óplægður akur fyrir framsækna Íslendinga á þessum síðustu og verstu. Ekki vantar auðtrúa svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2009 kl. 22:38

126 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

 Hér er tafla yfir niðurstöður á rannsókn á 142ja manna hópi sem fékk panchakarma hreinsunarmeðferð en ég vísa á síðuna hér aðeins ofar.

http://www.maharishiayurveda.co.uk/assets/improvedhealthlarge.gif

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 22:45

127 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

http://www.maharishiayurveda.co.uk/assets/chronicdiseases.gif

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 22:46

128 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bara ekki segja að engar viðurkenndar rannsóknir séu til, allar sem vísað er til á þessari síðu hafa birst í ritrýndum vísinaritum.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 22:48

129 identicon

Ég trúi því varla að þú hafir reynt að pulla Maharishi á okkur. :D

Til að byrja með er Dr Alex Hankey EKKI með læknismenntun. Í öðru lagi þá er ekki um "ritrýnd vísinarit" að ræða. Það telst ekki með þegar þú stofnar þitt eigið "vísindarit" vegna þess að þú kemst ekki í gegnum alvöru vísindaritin vegna lélegra vísinda þinna.

Það er illa farið fyrir þér þegar að öll þín rök byggjast á gögnum frá þeim sem gáfu okkur Transcendental Meditation. Merkilegt hvað mikið af "rannsóknum" þeirra virðast styðja við bakið á aðferðum sem að þeir sjálfir selja og hafa jafnvel einkarétt á. ;)

Hér er líka eitt frá þessum sömu og þú vitnar í sem við ættum að íhuga. Lausn þeirra í varnarmálum okkar íslendinga. Með íhugun getum við búið til ósigrandi varnarskjöld um ísland. http://www.invincibledefence.org/

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:10

130 identicon

study published in Alternative Therapies in Health and Medicine in its September/October 2002 issue
??????

At the end of the treatment each day, after impurities from different parts of the body have been loosened and drawn into the intestinal tract the patient receives a basti. These gentle internal cleansing treatments use either warm herbalised oil or water based herbal decoctions to eliminate impurities from the intestinal tract. This is one of the most important aspects of treatment; ayurvedic texts say that by basti alone 50% of illness can be reduced.

Hvers vegna eru þeir að vísa í forna texta ef það eru vísindalegar rannsóknir sem styðja dæmið, makes no sense

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:15

131 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Öll höfum við séð tannkremsauglýsingar í sjónvarpinu. Það ma vel vera að einhver þessara hvítklættu sem leika i auglýsingunni, séu menntaðir tannlæknar, en ég held að flest okkar taki lítið mark á þeim fullyrðingum að akkúrat þetta tannkrem sé best, bara vegna þess að tannlæknirinn í auglýsingunni segir það. Við viljum vísindalega rannsókn áður en við trúum því.

Þið sem skrifið jákvætt um Jónínu, vinsamlegast lesið færslu Skorrdal no 83. finnst ykkur í lagi að plata fólk svona?

Helgi, það er alveg rétt að læknar vita ekki allt. það er örugglega margt í gangi í dag sem verður úrellt á morgur. Það sem er samt mikilvægt er að það sem er ráðlagt af læknisfræði í dag, er það sem við vitum í dag að gefi bestan árangur. Það á eftir að koma fram nýr kunnskapur, og þá munu ráðleggingarnar breytast. Við sem eignuðumst börn frá 1990-2000, könnumst við mismunandi ráðleggingar um hvernig við ættum að láta börnin liggja í vöggunni. Eitt árið áttu þau að liggja á maganum, annað árið á hliðinni, en nú er ráðlagt að börnin liggi á bakinu. Nýustu rannsóknir sýna að það er minnst hætta á ungbarnadauða ef ungabörn sofa á bakinu. Ég sammála um að heilbrigðisfólk er oft ekki nógu auðmjukt fyrir því sem við vitum ekki. Samt verðum við að notast við þær aðferðir sem eru bestar í dag, en gera okkur grein fyrir að það getur breyst á morgun. En á meðan besta meðferðin við sykursýki er ekki að skola út görnina, þá er það siðferðislega rangt að auglýsa það sem góða meðferð við sjúkdóminum, sérstaklega þar sem ekki liggur að baki vísindaleg rannsókn sem styrkir það meðferðarform.

Næst þegar þið sitjið til borðs með 10 mans eða fleiri, gæti verið gaman að láta spurninguna ganga " værir þú á lífi í dag ef nútíma læknisfræði nyti ekki við?" Hver og einn fer þá yfir æfi sína og rifjar upp sjúkdóma svo sem bottlangabólgu, lugnabólgu, heilahimnubólgu beinbrot og aðra sjúkdóma sem í flestum tilfellum eru læknaðir í dag en fólk dó úr hér áður fyrr. Það er ansi fróðlegt að sjá árangurinn. Við erum 4 systkinin í minni fjölskyldu, og ég væri sennilega ein á lífi ef ekki hefði boðist nútíma læknisfræði. Ég get garanterað að ristilskolun hefði ekki hjálpað systkinum mínum.

Berum virðingu fyrir líkama okkar. Hann á að duga lengi. Förum vel með hann.

Ásta Kristín Norrman, 3.8.2009 kl. 23:22

132 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón þú berlega staðhæfir bara það sér þér hentar án þess að hafa neitt fyrir þér, það tekur því ekki að ræða við menn á þeim grunni.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 23:25

133 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

PS

Jón, hvaða lyfjaframleiðendur tína til og bera á borð rannsóknir á öðrum en því sem þeir framleiða og selja?

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 23:31

134 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Louis Pasture var heldur ekki LÆKNIR, - eigum við að sleppa hans framlagi?

Læknar eru ekki sérmenntaðir í rannsóknum.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 23:35

135 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér eru svo rannsóknir á homeopathy en það svið snertir ristilhreinsun skilst mér með efnum sem notuð eru með skolinu ef ég skil rétt, og staðhæft er hér ofar að engar rannsóknir séu til sem sýni árangur af hómópatameðferðum.

Merkilegt hve oft menn leyfa sér að staðhæfa að engar ransóknir séu til sem sýni árangur þegar raunin er allt önnur.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 23:56

136 identicon

Ég gefst upp á þér Helgi. Þegar þú ert orðinn svona langt leiddur í heim galdra og álfa þá bjargar þér enginn. Ég staðhæfi bara það sem vísindin hafa sýnt fram á.

Til hinna vil ég bara minna á að Detox og Hómeópatar eru athlægi í vísindaheiminum vegna þess að þeir vilja svo svakalega tilheyra undraheimi vísindana. En þegar að vísindi SANNA að aðferðir þeirra eru einskis virði að þá reyna þeir bara að búa til sín eigin vísindi.

Ég endurtek. Ef að Hómópatar og Detoxarar gætu sannað mál sitt þá þyrftu þau ekki að búa til sín eigin "vísindarit". Allar þessar rannsóknir eru framkvæmdar af þeim sjálfum og það hefur OFT SANNAST að þeir hafa síendurtekið falsað og breytt niðurstöðum rannsókna til að henta sjálfum sér. Þetta eru svikahrappar og vargar.

Og þú Helgi. Komdu með rannsókn unna af viðurkenndri og ÓHÁÐRI rannsóknarstofu og birta í viðurkenndu og ÓHÁÐU vísindariti og ég skal halda kjafti um málið. Þar til að þú hefur gert það þá verð ég að afskrifa þig hér með sem einhvern bullara frá Hafnarfirði veifandi illa unnum og lélegum heimildum frá aðilum sem hafa gert sig að alheims athlægi allra hugsandi menna með óvísindalegu og sviksömu hátterni sínu.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:09

137 identicon

Og fyrst þú minnist á hómópatana þá vil ég bara minnast á þá staðreynd að ég veit allavega eitt dæmi hér á landi þar sem að kona fór til hómópata og honum datt í hug að það sem henni vantaði er KLÓR... Og upp úr þessari "lækningu" uppskáru þau tvöfalt verri veikindi en það sem þau höfðu til að byrja með.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:17

138 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég þekki ekki þessar meðferðir eða aðferðir en hnýt um staðhæfingar gegn þeim sem við einfalda mátun um  forsendur þeirra sem staðhæfa og við eigin reynslu og svo skoðun á netinu reynast strax rangar. Ekki síst þetta um engar rannsóknir.  

Hér er svo síða sem einfaldlega heitir coloncleanseresearch.com ég gæti í það minnsta ímyndað mér að þar sé eitthvað að hafa. Útgagnspunkturinn þar virðist ver að mjög misjöfn þjónusta og vörur á þessi svið sé í boði og þekkja þurfi það besta og kunna að hafna því versta.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 00:25

139 identicon

Again... Þú rannsakar ekki sjálfan þig. Ef að þú rannsakar eigin staðhæfingu um virkni og gerir þá rannsókn EKKI Á VÍSINDALEGANN HÁTT þá telst það ekki með. Þetta er ekki bara eitthvað sem gildir um læknisfræði heldur er þetta bara gott veganesti í lífið. Þú tekur ekki mark á umsögnum aðila um sjálfan sig. Sérstaklega ekki þegar þeir birta ekki aðferðir sínar á bakvið fullyrðingar sínar. Ert þú einn af þeim sem finnst það ekkert undarlegt að allar sjónvarpsstöðvar íslands segja að það sé mest horft á þær sjálfar. Meina ef þær segja það um sjálfa sig þá hlýtur það að vera sannleikur ekki satt?

Það eru engar VÍSINDALEGAR rannsóknir sem sýna framm á gagnsemi Detox. Eina sem þú kemur alltaf með eru svokallaðar rannsóknir aðila sem sjálfar bjóða upp á þjónustuna þar sem þær eru að dásama eigin ágæti. Þessar rannsóknir virðast ekki fylgja neinu sem kalla má vísindalegum aðferðum og eru beinlínis gerðar frá upphafi til enda til að fá fram jákvæða niðurstöðu. ÞAÐ er það sem þú ert að bjóða okkur hér uppá.

Svo ég endurtek. Komdu með rannsókn unna af viðurkenndri og ÓHÁÐRI rannsóknarstofu og birta í viðurkenndu og ÓHÁÐU vísindariti og ég skal halda kjafti um málið.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:41

140 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tek til baka ábendinguna á coloncleanseresearch.com það virðist bara vera sölusíða þrátt fyrir nafnið. Eftir stendur að duglegastir að taka saman rannsóknir eru Ayurveda-menn með &#132;panchakarma&#147; sem vafalasut er móðir allra ristilhreynsana (sjá meira um panchakarma hér) og svo hómópatar.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 00:41

141 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón, þessir aðilar gera ekki rannsóknirnar. Ef þú hefðir lesið það sem vísað er til hér þá eru það yfir 600 rannsóknir við yfir 200 háskólastofnanir í yfir 30 löndum.  Þú ræður auðvitað hvort þú vilt taka mark á þeim en það er þá ekki vegna þess að þær séu unnar öðruvísi en aðrar rannsóknir.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 00:49

142 identicon

Fyrst þú minnist alltaf á áskæra hómópatana þína.

Getur þú útskýrt fyrir mér afhverju engum nema þeim sjálfum tekst að fá jákvæðar niðurstöður á lækningum þeirra?

Hvernig stendur á því að vísindalegar rannsóknir finna engann marktækan mun á hómópatískum lækningum og placebo effektinum? Nú eru hin vísindalega aðferð hönnuð til að útiloka utanaðkomandi áhrif þannig að ef það væri einn sannleikur í einhverju sem þeir gera þá ættu áhrifin að vera augljós. Ólíkt detox sem heild þá hefur hómópatía verið rannsökuð í þaula. Og niðurstaðan er að þetta virkar ekki einu sinni pínku baun.

Hvort er líklegra þá í þessu tilfelli. Alheimssamsæri allra vísindamanna og lækna heimsins. Eða þá bara að þessir nokkrir rugludallar hafi bara einfaldlega rangt fyrir sér.

Vegna þess að ÞAÐ er það sem það mundi þurfa til þess að þú hafir rétt fyrir þér. Það tæki ekkert minna en alheimssamsæri milljóna manns.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:56

143 Smámynd: Skeggi Skaftason

Útgangspunktur á "coloncleanresearch.com" er að ristilskolun sé góð. Sú forsenda er ekki nánar rökstudd.

Recently, colon cleansing and detox has become a popular practice for a good reason: it works. It&#39;s seen a huge surge in media popularity (thanks to Oprah), recommendation by natural health practitioners and a more health conscious America.

Tilvísunin í Oprah styrkir náttúrulega verulega trúverðuleika síðunnar! 

Skeggi Skaftason, 4.8.2009 kl. 00:59

144 identicon

Helgi.... Vísindaritið sem um ræðir er þeirra eigið. Og rannsóknirnar eru þeirra eigin. Ég er búinn að reyna að vera segja þér hvernig Maharishi samsteypan hagar sér. Hlustaru ekki?

Mig grunar nú að þú hafir sett einhvern pening í þetta núna. Þú ert farinn að sýna öll dæmi fórnarlambs í nauðvörn til að þurfa ekki að feisa að þú hafir misst pening í heimsku.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:03

145 Smámynd: Kama Sutra

Mér leikur forvitni á að vita hvort Helgi Jóhann eigi einhverra hagsmuna að gæta í þessum kukl-bransa - fyrst hann ver þetta svona með oddi og egg.

Eða er hann kannski bara frændi hennar Jónínu Ben...

Kama Sutra, 4.8.2009 kl. 01:17

146 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú bara bullar Jón. Þegar pakinn er skoðaður í heild er vísað í öll helstu læknarit heims og óteljandi fleiri, og fjölmarga helstu háskóla heims. Svo staðhæfingar þínar um aðferðir &#132;Maharishi samsteypunnar&#147; er bara ófræginga-áróðurs-bull. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að rannsóknir sem lyfjarisarnir leggja fram með vöru sinni fá miklu síður þá krídísku meðhöndlun sem þær ættu skylda en rannsóknir á því sem stendur á berangri utan samhentrar fjölskyldu &#132;vestrænu lækna- og lyfjasamsteypunnar&#147;.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 01:22

147 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nei, Helgi Jóhann á engra hagsmuna að gæta hvorki beint eða óbeint umfram alla aðra. Hann hefur hisnvegar áhug á leiðinni fram á við til meiri og betri þekkingar og að hagsmunir &#132;vestrænu lækna- og lyfjasamsteypunnar&#147; geti ekki lokað henni.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 01:25

148 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón ég tékkaði líka á því tiltekna riti sem efsta rannsóknin á síðunni var upphaflega birt í þ.e. Alternative Therapies In Health And Medicine - A Peer-Reviewed Journal [smella] og þar er alls ekkert sem styður staðhæfingu þína um tengsl.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 02:10

149 identicon

Og þarna komstu loks upp um þig. Nú loksins veit ég hvað þú ert. Samsærissinni.

Þú virðist hafna vestrænum lækningum sem einhverskonar samsæri lyfjafyrirtækja.

Við öll hér erum þá væntanlega partur af samsærinu?

Nei... Þú trúir frekar á að það sé til þessi eini hlutur sem magically virðist lækna alla sjúkdóma.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 02:27

150 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Helgi Jóhann - þú gengur orðið ansi langt í fullyrðingum og yfirferð þín hér að ofan um ágæti homeopathiu og Ayurveda-manna sannfærir ekki nokkurn mann sem vit hefur á rannsóknum.  Kuklarar í dag eru orðnir ansi færir í sýndarrannsóknum.  Þeir setja fram eitthvað á þann máta sem sýnist vísindalegur og margir láta glepjast, þú þar á meðal.  Jón Grétar er búinn að svara þér ágætlega. 

Gráður eða próf skipta ekki öllu máli hér.  Það geta allir lært almennileg vísindi hafi þeir áhuga á, þó auðvitað hjálpi að læra í viðurkenndum skólum. Þó að læknar á Íslandi útskrifist ekki með BS eða MS gráðu þá fá þeir ágætis þjálfun og menntun í vísindum og halda vísindaráðstefnu eftir 3 mánaða vísindaverkefi í miðju náminu.  Ranghugmyndir þínar um vísindalega þekkingu lækna eru hreint ótrúlegar.    Þú fullyrtir svo að ég væri ekki sérfræðingur á sviði vísinda.  Ég er með BS gráðu í vísindum sem ég tók aukalega með læknanáminu.  Væri ekki betra að fara svolítið varlegar í yfirlýsingunum?  Það skiptir meira máli hér hvaða rök og þekkingu við færum fram heldur en hver formleg menntun okkar er.  Þess vegna fer ég ekki út í það að spyrja þig um menntun þína.  Ef þú kæmir fram með almennilegar rannsóknir væri hægt að taka mark á orðum þínum, en því fer fjarri.

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 08:40

151 identicon

Svanur fyrir mér er jafn tilgangslaust að rökræða við Helga Jóhann og fleiri um þetta mál og að rökræða við trúarofstækisfólk um vísindalega hugsun. Það er alveg eins gott að ræða við vegg eða næsta tré. Þetta fólk þrífst á því að geta skotið einhverjum punktum fram sem eiga að heita ótrúlega viturlegir en þegar farið er ofan í saumana er ekkert annað en tilbúningur. Ég fór inn á detox síðuna og las um það hvað gert er þarna meðan á þessum 2 vikna kúr stendur fyrir(sem kostar reyndar meira en gisting og flug plús matur á lúxus hóteli í Tyrklandi). Dagarnir enda allir á fræðslukvöldum sem er ágætisorð yfir þann heilaþvott sem er í gangi þarna. Fólk sem kemur úr svona vist er algerlega heilaþvegið og ekki hægt að rökræða við það.

Það væri gaman að vita hversu langt líður á milli dvala hjá þessu fólki. Maður sígur alltaf smám saman ofan í sama farið aftur og eftir einhvern x tíma þarf maður á annarri meðferð að halda. Það væri gaman að sjá vísindalega rannsókn sem fylgdi mörgum sjúlklingum eftir í svona 5 ár og skráði niður hvernig batinn heldur. 

 Margt fólk er fast í svo óhollu neyslumynstri að það nægir að taka það í tvær vikur og gefa því kál og vatn í tvær vikur og segja því að hreyfa sig reglulega og þá fær það mikinn bata. Það segir ekki mikið um gildi meðferðarinnar heldur það að snúa sér að heilbrigðari lífsháttum gæti verið til bóta. Sem slíkt held ég að Tetox gæti verið ágætt fyrir marga. Hins vegar að gefa fólki grillivonir um bata á ólæknandi sjúkdómum er hreint út sagt mannvonska.

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:04

152 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Axel Jóhann og takk fyrir innlegg.

Það getur hver sem er kuklað.  Vilji menn vera hluti af Bandalagi Íslenskra Græðara (www.big.is) fá menn sér menntun í einhverjum af þessum kuklgreinum og ganga í viðkomandi félag, t.d. félag lithimnufræðinga eða eitthvað slíkt, sem er svo aðili að BIG.  Það voru sett lög um græðara árið 2005 og fá þeir starfsheitið græðari ef að þeir uppfylla skilyrði laganna sem kveða m.a. á um starfstryggingu og að þeir megi ekki taka fólk af lyfjum án samráðs við lækni. 

 7. gr. Meðferð vegna alvarlegra sjúkdóma skal einungis veitt af löggiltum heilbrigðisstarfsmönnum. Þetta gildir þó ekki ef sjúklingur óskar eftir þjónustu græðara eftir samráð við lækni. Græðari skal í slíkum tilvikum fullvissa sig um að samráð hafi átt sér stað.

Nú er Jónína ekki græðari þannig að lögin ná ekki beint yfir hana.  Almenn hegningarlög myndu því koma í staðinn ef hún yrði völd af skaða vegna afskipta sinna af lyfjatöku fólks.   

Bestu kveðjur - Svanur 

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 10:07

153 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Algerlega sammála Þorvaldur

He he "kál og vatn".

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 10:09

154 identicon

Smá grín um kukl

Lifestyle Nutritionists
http://www.youtube.com/watch?v=SavsJYXWgm8

Homeopathic A&E
http://www.youtube.com/watch?v=HMGIbOGu8q0

DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:58

155 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svanur, það ert þú sem gengur langt. Ég er hvergi sérstaklega að lofa &#132;ágæti homeopathiu og Ayurveda-manna&#147;, heldur bendi á að þvert á staðhæfingar þínar til er hellingur af [traustum] rannsóknum um það. Ég segi heldur ekki að þú vitir ekkert um vísindi ég segi að þú sért ekki sérfræðingur í rannsóknum sem byggi á tölfræði og líkindafræði og hafir ekki lært aðferðafræði slíkra rannsókna þar sem þú varst að yfirheyra mig um hvernig ég myndi gera rannsókn og véfengdir gagnsemi af þeim fjölda í hóp sem ég taldi hagkvæmur hér. Ég bendi líka á að í læknanám vanti slíka fræðslu og þekkingu. Það kemur svo ekkert BS gráðum við því það er alls ekki víst að kennd sé aðferðafræði tölfræðilegra rannsóka til að fá BS gráðu það fer þó eftir náminu. Í MS námi hjúkrunarfræðinga er það þó kennt við HÍ.

Það er mjög auðvelt að gera það sem þú gerir að segjast vita allt um hvað ekki virkar en þegar vísað er til rannsókna bæði þröngt um homeopathiu og ayurveda og panchakarma þaðan sem &#132;detox&#147; er runnið, og vítt um allt svið náttúrulækninga sem þú leyfir þér að kalla kukl segir þú að: &#132;Kuklarar í dag eru orðnir ansi færir í sýndarrannsóknum&#147;. Það sem ég var að vísa til voru rannsóknir sem gerðar voru á tímbilinu frá um 1970 til í dag og voru m.a. unnar m.a. við helstu háskóla heims og alls við yfir 200 háskólastofnanir í yfir 30 löndum og m.a. birtar í öllum helstu lækna- og vísindaritum.

Hvernig á að vera hægt að byggja á rannsóknum og vísindum þegar menn afgreiða slíkt eins og þú gerir?

&#132;250 independent universities and medical schools, including:

  • Harvard Medical School
  • Yale Medical School
  • University of Virginia Medical Center
  • University of Michigan Medical School
  • University of Chicago Medical School
  • University of Southern California Medical School
  • UCLA Medical School
  • UCSF Medical School
  • Stanford Medical School&#147;

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 12:01

156 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Helgi Jóhann

Ég leyfi þér að hafa síðasta orðið.  Ég sé ekki að við náum sameiginlegum fleti á þetta og ég hef sagt það sem ég vil koma til skila, a.m.k hér við þessa grein.  Hver og einn getur svo dæmt um fyrir sig. 

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 13:07

157 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir svarið Svanur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2009 kl. 13:13

158 identicon

Ég er einn af þeim sem á í vandamálum með bakið á mér. Og ég var sendur á heilsuhæli þar sem að hugmyndin var að ég fengi aðstoð við það að glíma við þetta vandamál. Meðferðin fólst í því að ég hreyfði mig. Fór út að ganga, fór í æfingar bæði í vatni og utan. Og árangurinn var mjög góður. Þegar ég var að lýsa minni dvöl fyrir góðan vin min sem elskar Jónínu og hennar detox þá varð henni á orði að ég gæti vel verið að lýsa dýrðinni í Póllandi hjá Jónínu.

Ef að Jónínu tekst að sannfæra fólk um það að hreyfing skili meiri árangri ef það fær að borga pening fyrir hreyfinguna, í stað þess að fara í göngutúr heima án þess að borga fyrir það krónu þá er hún bara vel að þeim peningum komið.

Þórður (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:48

159 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Við leit á PubMed.gov stærsta gagnagrunni heims með ritrýndar rannsóknir skráðar úr öllum heiminum, kemur engin rannsókn um detox eða mataræði fyrir þá pólsku lækna sem Jónína hefur á sínum snærum.  (Ewa Dabrowska og Agneska Lemanczyk) Samt er auglýst að þeir hafi langan rannsóknarferil að baki til stuðnings við detoxið.  Ég á þó eina vísindagrein í gagnagrunninum he he. (S Sigurbjörnsson).

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 14:02

160 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sem sagt að árangurinn (fá fólk til að hreyfa sig) réttlæti aðferðina, þórður.  Eru því engin takmörk hjá þér Þórður hvaða aðferðum fólk má beita?  Skipta leiðirnar að markmiðunum ekki máli hjá þér?  Þetta stenst ekki siðfræðilega skoðun að mínu mati.

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 14:08

161 identicon

Sæll Svanur og takk fyrir skamminar, ég á þær virkilega skilið. Þetta hjá mér átti að vera háð gagnvart þeim sem eru að fá bót sinna meina með göngutúrum í Póllandi og borga fyrir það stóran pening, göngutúrum sem hægt er að fara í heima án þess að borga fyrir það krónu.

Þórður (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:24

162 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll þórður.  Mín var ánægjan ;-)

Sorry, ég sá jókið í því sem þú sagðir um að sannfæra með því að fá greitt fyrir það en ekki í því að hún væri þá vel að þeim peningum komin.  Þú átt þá væntanlega við að fólk sem lætur slíkt yfir sig ganga eigi ekki annað skilið.  Ég var ekki í nægilegum kaldhæðnisham fyrir þetta en takk fyrir að reyna að gleðja okkur hér.  Maður á víst að brosa þó að maður sé ataður aur í leðjubaði.  :-)

Svanur Sigurbjörnsson, 4.8.2009 kl. 15:53

163 identicon

Áfram Svanur!

Guðrún G (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:37

164 Smámynd: Sigurjón

,,That Mitchell and Webb look"-atriðin eru gargandi fyndin!

Sigurjón, 4.8.2009 kl. 17:16

165 identicon

Vísindalegar niðurstöður eru bestu ágiskanir vísindamanna. Með mestri og betri menntun, semsagt vitneskju og bestum aðbúnaði og tækjum næst besta ágiskunin. Trúarofstækisfólk getur giskað á annað en vísindaofstækisfólk og öfugt. Hvað er eðlilegt er það sem meirihluti fólks í því menningarsamfélagi sem búið er í, gerir. Þetta er gott að hafa í huga í þessum  rökræðum.

Hvað fer fram í Detox meðferð hef ég ekki kynnt mér, en ef svelti og ristilskolun er hluti af því þá er það bæði lífslærð skynsemi úr lífsins skóla (ef slík er til), og besta ágiskun lækna eftir rannsóknir sem gefa vísindalegar niðurstöður að slíkt er ekki til að bæta líkamlegt ástand neins. Ég held, og það er ágiskun mín sem leikmanns að meðvitaðar breytingar á lífsstíl með stuðning fjölskyldunnar sé mjög árangursrík "meðferð" á þeim kvillum sem "Detox" meðferð Jónínu hún telur laga.

Það er persónubundið hvað hverjum hentar, en góð leið til bættrar heilsu fyrir alla sem geta, er að stunda reglulega hreyfingu og útivist, ásamt því að hafa völd á því hvað fer ofan í magann og inn í lungun.

Þegar ég sat út á svölum og fylgdist með hunangsflugu snyrta kroppinn sinn af þvílíkri natni fannst mér eins eiginlega fyndið og furðulegt að lífið hafi kviknað eins og bestu ágiskanir vísindamanna fjalla um. Mér finnst eitthvað heilbrigðara við það að einhverskonar vitsmunalegt afl hafi átt þátt í því. En hvort sem er ef slíkt er, þá held ég að ungfrú Jónína Benediktsdóttir megi bjóða okkur hvað sem er, það er okkar að hafna, og jú, lærðra að vara við eins og Svanur gerir svo réttilega. 

Kristinn Ingi Pétursson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:36

166 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Er heilaþvottur nokkuð verri aðferð en hver önnur, ef manni líður betur af því, (þar sem betri líðan er heila málið)?

Tilgangurinn helgar meðalið. :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 4.8.2009 kl. 19:12

167 Smámynd: Kama Sutra

Hvernig getur einhverjum liðið vel með það að þurfa að kúka í návígi við Jónínu Ben., Árna Johnsen og Gunnar í Krossinum? 

Verð ég núna flengd?... 

Kama Sutra, 4.8.2009 kl. 19:38

168 identicon

Þessi grein er frábær Svanur, tók mér það bessaleyfi að prenta hana út svona

"just in case" ef einhver færi að ræða þessa detox kukl vitleysu  eða hæla

henni á einhvern hátt í mín eyru, prentaði meira að segja nokkur eintök.

 Það er ágætt að hafa það á hreinu ef allt þetta kukl virkaði sem er í boði á markaðnum þá væru sennilegast engin heilbrigðisvandamál sem við þyrftum að glíma við.

Svanur, það var einhver að minnast hér á Herbalife, mig myndi langa að fá skýrari afstöðu hjá þér ef það er hægt eða réttara sagt hvaða skoðun þú hefur almennt á þeim "undramat"?

Telur þú þetta skaðlegt þá einkum langvarandi notkun eða sárasaklaust?

Ég veir um einstaklinga sem eru að þéna u.þ.b. 600.000 kr. á mánuði, sem er reyndar allt önnur saga, eða hvað ?

 Með fyrirfram þökk,

Heiður 

Heiður (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:40

169 identicon

Það er nú því miður ótrúlega algengt hvernig ósvífið kaupsýslufólk, stundum með aðstoð misheiðarlegs heilbrigðisstarfsfólks, notfærir sér neyð og trúgirni annara. Ég hef séð ótal slík dæmi í mínu starfi sem læknir í gegnum tíðina.  Oft er um að ræða loforð um að fólk fái allra sinna meina bót með einhverri einfaldri en kostnaðarsamri aðferð fyrir viðkomandi, og er þá algengt að ekki sé um að ræða raunverulegan sjúkdóm, heldur ástand sem tengist óhollum lífstíl.  Þetta held ég að kristallist í Detoxinu.  Alltaf er hægt að finna læknismenntað fólk sem er tilbúið að leggja nafn sitt við svona meðferðir, allir verða jú að sjá sér farborða og mörkin á milli þess serm er siðlegt og ósiðlegt vilja stundum verða ósýnileg - sjáið t.d. lýtalækningar í Ameríku.  Sem betur fer eru íslenskir læknar það vel menntaðir og eiga auðvelt með að fá vinnu samboðna sér að þeir hafa ekki verið tilbúnir að taka þátt í svona ómerkilegheitum.

En versta dæmið um féfléttingu og lygar á þessu sviði upplifði ég þegar það lagðist inn miðaldra maður á sjúkrahús sem ég vann á í Noregi.  Viðkomandi hafði greinst með ristilkrabbamein 2 árum áður, farið í aðgerð en meinið var búið að dreifa sér og því ólæknandi.  Hann fékk eins og venja er lyfjameðferð til að seinka frekari dreifingu á krabbameininu og kom að því að ekki var hægt að bjóða honum upp á frekari meðferð.  Fjölskylda hans hafði hinsvegar komist að því að á Spáni var klinik sem auglýsti undrameðferðir við krabbameinum sem hefðbundnir læknar væru búnir að dæma ólæknandi.  Hann greip hálmstráið, lagðist inn á klinikina og greiddi fyrir það stórfé.  Var þar í tvær vikur á einhverskonar meðferð, og við útskrift var honum tjáð að búið væri að lækna hann og hann þyrfti eingöngu tíma heima hjá sér til að jafna sig.  Viku eftir heimkomuna lagðist hann inn fárveikur hjá okkur, var rannsakaður og voru meinvörpin orðin mun útbreiddari en við síðustu rannsókn, og lést hann nokkrum dögum síðar.  Þetta er gott dæmi um hvernig hægt er að misnota sér eymd annara á ótrúlega ósvífinn hátt. 

Detox meðferðir eru í besta falli gagnslausar - árangurinn sem fólk er að finna fyrir og er sagður vera vegna "eitur"losunar stafar væntanlega af því að fólk tileinkar sér í skamman tíma heilbrigðari lífsstíl, nokkuð sem hver og einn getur gert af eigin rammleik án tilkostnaðar.  Og að sjá vitleysuna í kringum ristilskolanirnar og staðhæfingar eins og að "í skoluninni komu út 20 ára gamlar matarleyfar".  Ristlarnir sem ég hef speglað eru komnir á annað þúsundið, eftir venjubundna eins dags úthreinsun.  Ég á enn eftir að upplifa það að finna eitthvað þessu líkt, enda þarf ristillinn sjaldnast á hjálp að halda við að sinna sínu hlutverki - eins og Svanur lýsir svo vel í pistlinum sínum - líkaminn þarf sjaldnast hjálp við að sinna sínum störfum, en það er ekki sama hvað við bjóðum honum upp á.

Jón Sen (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 07:54

170 identicon

Það er hneyksli að einhverjir amatörar geti boðið fólki upp á kraftaverkalækningar án vandkvæða, án nokkurra alvöru gagna sem styðja vitleysuna.
Opna bara kraftaverkastöð sem læknar allt, vitna bara í Jón & Gunnu um gagnsemi meðferðar.
Af hverju er slíkt ekki glæpastarfssemi, vörusvik er það sem þetta er..
Fáránlegt að fólk geti spilað með krankleika & örvæntingu fólks, mér finnst slíkt eitt hræðilegast & ósvífnasta svindl sem um getur.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 08:55

171 identicon

Reyndar er það með ólíkindum á þessari upplýsingaöld hvað fólk getur verið ginkeypt fyrir allskonar gylliboðum og töfralausnum, þegar öll heilbrigð skynsemi og aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum ætti að hringja viðvörunarbjöllum.  Staðreyndin er einfaldlega sú að ef eitthvað hljómar of vel til að geta verið satt, þá er það ekki satt.  Sjáið bara megrunarkúrana, hrukkukremin, orkuplástrana, seglana, rafsegulssviðsvarnirnar og svo mætti lengi telja.  En margir eru svo illa upplýstir um líkamsstarfsemina að loddararnir eiga auðvelt með að sannfæra þá um ágæti þes sem þeir eru að selja, eins og á tímum lífselixírsins sem læknaði allt.  En þetta er náttúrulega frábær viðskiptahugmynd, Detoxið, fyrst að sannfæra auðtrúa og móttækilegt fólk  um að allt sé í steik hjá þeim vegna þess að líkaminn sé fullur af eitri - og svo að bjóða upp á lækningu við þessu ástandi sem er svo aðeins til í huga fólksins sem búið er að heilaþvo.  Alger snilld!

Jón Sen (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:19

172 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Jón Sen

Takk kærlega fyrir innleggið og söguna af sjúklingnum sem var svona illa svikinn.  Tíma hans hefði verið betur varið í faðmi fjölskyldu sinnar.  Sumir kuklarar svífast einskis.  Það er einnig gott að fá fram í umræðuna hver reynsla þeirra er sem starfa við ristilspeglanir eins og þú hefur gert í áraraðir. 

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.8.2009 kl. 12:25

173 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Heiður.  Þér er velkomið að prenta út greinina og það er bráðupplagt að eiga hana til að rétta fólki sem hefur ekki haft nægilega þekkingu til að verja sig frá kuklinu. 

Ég hef kynnt mér mjög margar kuklgreinar og afurðir en Herbalife hefur ekki verið í radarnum hjá mér nýlega.  Ég kíki á það við tækifæri.  ´

Bestu kveðjur

Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.8.2009 kl. 14:34

174 Smámynd: brahim

Ég vil þakka sérstaklega öllum sem hafa þakkað mér fyrir greinina og komið með gagnlegar og hvetjandi athugasemdir hér og á Facebook. 

...Jahá og þið hin getið etið það sem úti frýs .

Hún kallaði mig aftur dóna á Facebook en tók það víst út eftir að hafa fengið óþægilegar spurningar í kjölfarið.

Af hverju skyldi það vera ?  Óþægilegar spurningar = get ekki svarað.

brahim, 5.8.2009 kl. 14:35

175 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svanur, sumir læknar svífast einskis, það heimfærum við samt ekki uppá þá alla. 

Satt að segja finnst mér óþolandi hvernig þú talar um stóran og fjölbreyttan hóp fólks í heild sem &#132;kukklara&#147;, og það lýsa bæði yfirgegnilegum hroka, yfirlæti og mannfyrirlitningu. Við getum rakið ótal dæmi um &#132;kukl&#147; lækna með próf og skýrteini og banvæn mistök þeirra, líka örlega þrungin mistök þá f´ronarlambið lifi þau þar á meðal &#132;kukl&#147; lækna sem prófa hitt og þetta án þekkingar og yfirsýnar eða hlusta ekki á sjúkling sinn. Líka falsanir í sjúkraskrám fyrir utan vanrækslu þeirra, óþarfar aðgerðir til að skapa viðskipti við stofnun sína og ótal margt fleira.

Menn ættu ekki að henda grjóti úr glerhúsi.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.8.2009 kl. 14:41

176 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Gerður

Þú spyrð hvort að heilaþvottur sé nokkuð verri meðferð en önnur ef að fólki líður vel af því.  Það spyrja sig margir þessa eftir að þeir/þær gera sér grein fyrir því að kukl og trúarbrögð snúast ekki um sannanlega hluti, heldur ímyndaðan hugarheim.  Á fræðimáli snýst þetta um það hvort að svokölluð "placebo" eða lyfleysuáhrif séu réttlætanleg eða ekki.  Er í lagi að ljúga til að ná tilætluðum árangri í meðferð eða boðun lífsskoðunar á ímyndaðar verur? 

Svar:  Almenna siðareglan sem ég held að sé rétt, er að það sé ekki í lagi að nota lyfleysuáhrif viljandi (lygar um meðferð), en ég ætla ekki að útiloka að það geta komið upp ákveðin sjaldgæf neyðartilvik þar sem slík lygi gæti verið réttlætanleg um skamman tíma og þá er ég auðvitað ekki að tala um markaðssetngu eða boðun slíkra lyga til hópa fólks.  Ég hef aldrei talið mig þurfa að beita þessu og þetta er ekki leyft skv. siðareglum lækna.

Skaðinn af viljandi beitingu lyfleysuáhrifa og blekkinga til að ná ákveðnu markmiði er eftirfarandi:

  1. Horft framhjá metnaðarfyllri og sannri meðferð
  2. Horft framhjá því í sumum tilvikum að það er engin þekkt meðferð og því er aðlögun að því seinkað.
  3. Eyðilegging á þekkingu, því kuklþekking breiðist út og elur á fordómum gagnvart vísindalegri þekkingu þ.e. raunsannri þekkingu.
  4. Eyðilegging á mannauði.  Fólk sem lærir og svo iðkar kukl er oftast það fólk sem er mest blekkt og það eyðir tíma, fé og vinnu í að iðka það að gefa fólki "nýju fötin keisarans".  Það er sóun á kröftum fólks.
  5. Fjárhagslegt tap á ýmsa vegu.  Kostnaður við að læra kukl og svo eyðsla fólks í að kaupa gagnslausar kukllausnir.  Gagn af lyfleysuáhrifum þverra út á stuttum tíma.  Aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu vegna skaðsemi kuklsins á heilsu fólks.

Fleira mætti týna til en þetta eru aðalatriðin

Kveðja

Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.8.2009 kl. 14:49

177 identicon

Svanur, ertu til í að fjalla um sojaafurðir (til dæmis Herbalife) og estrogenverkun þeirra? Það finnst mér áhugavert.:)

Kær kveðja Guðrún

Guðrún G (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 14:50

178 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Helgi Jóhann

Ég var búinn að segja þér að ég sæi ekki tilgang í að ræða við þig hér meira því hugmyndir okkar eru svo ólíkar um þetta. 

Ég vil samt útskýra að þegar ég er að tala um kuklgreinar, er ég að tala um allar þær greinar sem lofa ákveðinni lækningu eða bata sem engar ritrýndar rannsóknir hafa stutt og að baki liggur ekki nein viðurkennd fræði eða aðferð sem hægt er að sjá að standist einu sinni rökfræðilega skoðun.  Allar greinarnar innan BIG (www.big.is) falla undir þennan flokk að mínu mati og ég hef skoðað þetta mikið frá árinu 2005.  Ég er því ekki að tala að illa ígrunduðu máli eins og þú heldur.  Ef þú telur þessa skoðun mína lýsa hroka þá verð ég að lifa við það.  Það er oft þannig að fólk virðist telja annað fólk sem hefur vel mótaðar skoðanir sem það heldur fram af rökfestu, vera hrokafullt.  Í þínum augum virðaðst þessar greinar ekki eiga skilið þessa gagnrýni og því ertu forviða og kallar mig hrokafullan, en ef að þú skildir það sem ég er að tala um værir þú sömu skoðanir og þau mörgu hér sem eru sammála mér. 

Ég er ekki viss um að ég hafi neinu fleiru við það að bæta sem þú kemur fram með þannig að þú mátt búast við að ég svari ekki sérstaklega athugasemdum frá þér hér nema að ég telji eitthvað nýtt komi fram sem kalli á svar.   Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.8.2009 kl. 15:14

179 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll brahim

Þó að ég þakki þeim sem styðji við mál sem að ég tel þörf, þá þýðir það ekki að aðrir "éti það sem úti frýs" eins og þú orðar svo óskemmtilega.  Ég heimta ekki að allir séu mér sammála og ber virðingu fyrir öllum þeim sem vilja ræða málin af kurteisi og málefnalega. 

Kveðja  - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.8.2009 kl. 16:44

180 identicon

Einar Bárða er að lofsama Detox í Séð og Heyrt....  oft notast kukl við "stjörnur" eða þekktar persónur til að spreaða sínu woo áfram.... sem er afar sorglegt og neyðarlegt fyrir alla

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:31

181 Smámynd: Hjalti Þór Þorkelsson

Já er ekki stórkostlegt að borga 170000 ISK fyrir að hafa hægðir hjá jónínu Ben. +ferðalögin til og frá klinikinu svo kostnaður er sennilega nær 200000 ISK og það í kreppunni??

Bendi á að hægt er að útbúa sér DETOX græju heimafyrir og leita upplýsinga á netinu um rétta saltblöndu og gera þetta heima!!

Gerir örugglega sama gagn og rándýr DETOX tími hjá Jónínu.

Frábært orð yfir STÓLPÍPU meðferð hjá henni.

Hjalti Þór Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 18:30

182 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Réttlætingin á lyfleysuaðferð hlýtur að felast í þeirri staðreynd að hún lætur mönnum líða betur.
Það telst réttlætanlegt að nota viljandi lyfleysur við læknisfræðilegar rannsóknir og lyfjarannsóknir.  Réttlætingin telst felast í að fórnað er minni hagsmunum fyrir meiri, fáum fyrir fjöldann - þ.e. þeir sem eru á gervipillunum í þann tíma sem rannsókn stendur yfir eru ekki að fá ´viðeigandi meðferð´ sem nýju lyfin eiga að veita, og bíða væntanlega skaða af því, samanborið við hina.

Það er lítið mál að búa til réttlætingar.

En hvernig stendur annars á því að prestar fá að vera innan vébanda sjúkrahúsa? Eru þeir þá ekki bara pjúra óábyrg lyfleysuáhrif sem ætti að banna? Ég man ekki eftir neinni rannsókn sem birst hefur í virtu vísindatímariti sem sannar að ´meðferð´ prests (hughreysting með tilvísan til Guðs giska ég á), byggi á einhverjum áþreifanlegum staðreyndum.
Það hlýtur að vera erfitt ekta vísindamanni að horfa upp á svona vitleysu á eigin vinnustað.

Varðandi siðareglur og siðferðilega ábyrgð:
Læknar skrifa oft upp á lyf handa fólki sem virka svo ekki á það sem þau eiga að virka á.
Að telja sig á siðferðilega réttu plani með því að framvísa ´viðurkenndu´ lyfi sem virkar ... á eitthvað jú - en ekki endilega á kvillann sem um ræðir, og hefur að líkindum ýmsar aukaverkanir í för með sér - friðar kannski samvisku viðkomandi læknis, en sjúklingurinn fær ekkert frekar bót meina sinna fyrir því. Sem er þó heila málið hvað hann varðar.
Stundum kemur þó auðvitað fyrir að sjúkdómurinn passar við lyfið.

Metnaðarfull og sönn.
Þótt það sé e.t.v. metnaðarfyllra að klifra upp á Everest til að ná sér í ísmola, er ekkert verra að ná í hann úr frystihólfinu í ísskápnum heima hjá sér. Hann gerir jafnt gagn.
Ég giska á að fólk myndi vel láta sig hafa það að gleypa einhverjar lygapillur, svo framarlega sem það eygði von um að það læknaðist. Þessu til staðfestingar má kíkja á ársreikninga lyfjasölufyrirtækja.

Annars er gaman að þú minnist á metnað og sanna meðferð. Alvöru metnaður hjá manni sem væri raunverulega umhugað um að bæta heilbrigði fólks og lífsgæði fælist augljóslega í því að sá maður beindi allri sinni starfsorku í að láta fólk t.d. hreyfa sig meira til koma í veg fyrir alla þessara lífsstílssjúkdóma sem drepa fólk í haugum: leggjast í það af öllu afli að láta banna framleiðslu og sölu sígarettna; finna leiðir til að fækka vinnustundum fólks til að það hefði meiri tíma til að njóta lífsins og verða minna stressað; róa að því öllum árum að menn leggi bílnum og hreinlega labbi út um allt. Leggja hestareiðstíga út um alla borg. Heimta að menn fái tíma til að elda almennilega ofan í sig; að næringarfræði verði kennd svo bragð sé að í gegnum allt menntakerfið.
Og ýmislegt fleira mætti þessi háleiti heilbrigðishugsjónamaður leggja metnað sinn í.

Ég gæti svarað hverjum lið fyrir sig, en læt það vera. Held þetta sé nóg í bili. ... og þó: Ég held að læknum væri gagn í því að viðurkenna þá staðreynd að þrátt fyrir alla okkar læknisfræðilegu vitneskju vitum við enn ansi lítið um hvernig gera á sjúkan mann heilbrigðan. Hvernig á að láta manni sem líður illa líða vel.

Mér leikur annars forvitni á að vita með allt þetta fólk sem farið hefur í meðferð til Jónínu og kó, og allra hinna ´óvenjulegu´ meðferðaraðilanna:

Var þetta fólk kannski búið að fara til læknis fyrst?

Fengi ´kuklið´ þrifist ef ´venjuleg læknavísindi´ væru að standa sig?

gerður rósa gunnarsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:30

183 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vá þetta er löng umræða..

Mamma fór í detox hjá jónínu.. og ætlar aftur.. ég hef ekkert komment á það við hana mömmu blessunina.. en ég sjálfur hef enga trú á þessu dæmi.

Óskar Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 21:32

184 identicon

Þið farið kannski að skilja málið þegar það koma svona bílaverkstæði strákar mínir. ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:25

185 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Gerður Rósa

Það er ágætis kurteisi að tala við mig beint hér á mínu bloggi í stað þess að tala um hvað ég eigi að gera (sbr.  "þessi háleiti heilbrigðishugsjónarmaður") í þriðju persónu.  Líklega er það hrokafullt af mér að segja þér til varðandi kurteisi.  Það er ekki tekið út með sældinni að lýsa skoðunum sínum á hegðun annarra.  Gjarnan óvelkomið.

Varðandi gagnrýni þína: 

Lyfleysur eru notaðar í rannsóknum því það er ekki hægt að komast hjá því að hafa "blindan" samanburðarhóp, til þess að finna út hvort að rannsóknarlyfið hafi í raun einhverja virkni umfram lyfleysuna.  Þetta er því ekki nein"réttlæting", heldur vísindaleg not, sem allir þátttakendur eru meðvitaðir um.   Það eru ekki notaðar lyfleysur þegar ljóst er að engin meðferð getur skaðað þátttakandann - þá eru notuð önnur lyf til samanburðar. 

Prestar á sjúkrahúsum.  Já það er erfitt að horfa upp á það að ríkið borgi fyrir slíkt því trúarbrögð eiga ekki að koma heilbrigðiskerfinu við. 

Dæmi þitt um að læknar skrifi "oft upp á lyf handa fólki sem passa ekki við það" er of óáþreifanlegt til að segja nokkuð um það.  Svo segir þú í lok málsgreinarinnar að "Stundum kemur þó auðvitað fyrir að sjúkdómurinn passar við lyfið."  Þetta er tómt blaður í þér, enda ekki stutt með neinum heimildum.  Venjulega er nú sagt að lyf sé gefið eftir réttri ábendingu, þ.e. að það hafi lækningagildi við viðkomandi sjúkdómi eða dragi úr verkjum.  Læknar gefa oftar viðeigandi lyf en ekki, þó auðvitað verður þeim á mistök af og til. 

Þú misskilur svo þetta með metnaðinn algerlega.  Ég á við að það er metnaðarfyllra að finna lausn á vandamálunum sem er í takti við raunveruleikann og getur verið í formi góðrar hughreystingar eða góðra ráða þegar ekki er hægt að gefa aðra meðferð.  Það er metnaðarleysi að notast við falskar meðferðir til að plata fólk til að líða betur. 

Til hvers ertu svo með þennan list um baráttumál gagnvart mér? Veist þú eitthvað ég hef lagt metnað minn í? Hefur þú græna hugmynd um þau fjölmörgu málefni sem ég hef barist fyrir?  Sérðu ekki þá áherslu á forvarnir sem ég legg á í þessari grein og fjölda annarra? 

Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk vita gjörla að það er svo margt sem við vitum ekki um mannslíkamann.  Ég skil ekki hvers vegna þú þykist þurfa að minna þá á það.  Fagfólkið veit líka að það er ekki nóg að koma með hvaða útskýringar sem er á sjúkdómum eða heilsuleysi.  Það veit að það þarf mikla vinnu og nákvæmni til að bæta við þekkingu okkar.  Það gerist ekki í ímyndunarveröld fólk sem vill selja heimatilbúnar læknismeðferðir eða rugl eins og stofnfrumuheilanir. 

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 6.8.2009 kl. 00:09

186 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sæll Svanur. Fín samantekt hjá þér. Það er auðvitað rétt hjá þér að líkaminn hefur öflugt afeitrunarkerfi eins og þú lýsir í 9 liðum. Ég vet ekki hvort þetta sé heila málið en vitneskjan um þessi atriði ættu að halda í skefjum barnalegri ofurtrú eða bara gott innlegg sem fræðsla. En það er ekkert rangt við föstur í sjálfu sér og þær hafa verið stundaðar lengi. Maðurinn hefur fastað í þúsundir ára, nauðugur eða viljugur.  Fasta er því merkilegt fyrirbæri en ég veit ekki hvort þú hefur skoðað þetta af eigin raun því fastan er fyrir þann sem reynir eins konar ferðalag. Því ekki breytir hún einungis efnaferlum í líkamanum heldur hefur merkileg áhrif á andlegt líf mannsins og brýnir viljalífið. Fólk verður steinhissa sem prófar. Margir lýsa meiri orku, breyttum svefni og draumum, öðruvísi hugsunum/ fantasíum ofl. Eins og þeir stigi inn í nýja veröld.  Hungur setur af stað ótrúlega prósessa í manninum og það er ekkert að undra ef maður hugsar um manninn sem dýrategund sem hefur þurft að afla sér fæðu frá örófi.  Föstum er vendilega haldið frá nútímamanninum sem hindurvitnum en málið er ekki svo einfalt og sem betur fer er fólk forvitið um nýjar og gamlar aðferðir.  Auðvitað halda sumir því fram í auglýsingaskyni að fasta ( detox ) lækni allt en það er þeirra mál.

Guðmundur Pálsson, 6.8.2009 kl. 13:08

187 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Sæll Svanur.

Ég var ekki að tala um þig í 3ju persónu, enda veit ég ekki hvort þú gefur þig út fyrir að vera háleitur heilbrigðishugsjónamaður.
Ef þú aftur á móti telur þig einn slíkan, þá á þetta við um þig.
Ég geri ráð fyrir að þú sért venjulegur meðal-læknir, hvorki verri né betri en aðrir læknar. Skoðun mína á hvernig hann er byggi ég á eigin reynslu.

Það sem ég er að benda á, er:

a) að læknar geti illa sett sig á háan hest þegar kemur að því að fólk leitar ýmissa óhefðbundinna leiða til að bæta heilsu sína.
Mér finnst líklega að þetta fólk hafi fyrst leitað til hefðbundins læknis, og ekki fengið bót meina sinna, og sé tilbúið að prófa hvað sem er, fyrst hinar margstaðfestu vísindalegu rannsóknir og lyf sem þær leiða af sér duga ekki til. Held þetta fólk sé ekki einfalt og illa upplýst.

b)  að þeir sem í alvöru vilja hafa og halda fólki heilbrigðu, og mér finnst að læknar ættu að hafa slíkan áhuga öðrum fremur, ættu að leggja mun minni áherslu á lyf en tíðkast, og miklu meiri áherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma. Framvísun lækna á þetta gífurlega magn lyfja sem á sér stað í dag meikar bara engan sens.
Ef ekki nema helmingi alls þess fjár sem eytt er í lyfjarannsóknir og læknastúss væri eytt í að hjálpa fólki að iðka heilbrigðan lífsstíl, þá væri örugglega stór hluti þess sem aldrei yrði veikt. Mér skilst að stærstur hluti sjúkdóma í dag í hinum vestræna heimi sé afleiðing lélegs mataræðis og of lítillar hreyfingar. (Og nú snúast rannsóknir m.a. að því að finna pillu sem reddar t.d. offitu - go figure!)

Álykta má, að með því að hefja hefðbundin læknavísindi (sem leggja helsta áherslu á lyfjagjafir) upp til skýjanna, eins og t.d. þú gerir, að þá sé þeirri ranghugmynd komið inn hjá fólki að það þurfi ekki að taka ábyrgð á heilsu sinni sjálft; læknavísindin reddi þessu bara.
Og þar er ef til vill komin skýringin á því að fólk leitar í allskonar óhefðbundin prógrömm, sem þú ert ekki hrifinn af. Fólk stjórnast þar af sömu meginranghugmyndinni: að það sé hægt að redda heilsunni með aðkeyptri lausn, hvort sem hún heitir lyf, stólpípa, duft, eða hvað það mætti vera - í staðinn fyrir að þurfa að hafa fyrir henni sjálft með góðri hreyfingu og góðri næringu.

Af því leiðir að læknavísindin geta sjálfum sér um kennt að fólk snúi sér annað til að kaupa sér góða heilsu; þau bjuggu til ´pilluna´ góðu.

gerður rósa gunnarsdóttir, 6.8.2009 kl. 17:44

188 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Gerður, ég held þú ættir að kynna þér manninn og hans skrif aðeins áður en þú ferð að gagnrýna verk hans. Þú ert svo seinheppin núna að lenda á lækni sem hefur beitt sér fyrir heilbrigðum lifnaðarháttum, svo sem með takmörkun reykinga, heilsurækt (var meðal annars með í sjónvarpsþáttum um efnið) Hann hefur skrifað fræðandi greinar um til dæmis influensur og hvernig eigi að bregðast við þeim, þú getur lesið um áfengisneyslu og stjórnun ökutækja fyrir utan alla pislana um mannréttindi, sem er undirstaða þess að líða vel. Hann hefur lengi barist á móti kukli í heilbrigðisgeiranum, vegna þess að læknar mæta skaðsemi þess oft eins og lesa má í  færslu númer 180.

Þó svo að læknavísindin hafi ekki ráð við öllum sjúkdómum, þá er ekki þar með sagt að það eigi að vera opið fyrir alla að selja örvæntingarfullu fólki hókus pókus lausnir. 

Það er stór munur á að fá lyfleysu í rannsókn sem maður er þáttakandi í af fúsum og frjálsum vilja og veit um að það sé ekki víst að maður fái alvöru töflur, en að fara til meðferðaraðila, fá hjá honum lyf sem eru bara lyfleysa, borga fyrir alvöru lyf og halda að maður sé að fá þau. Ef þú sérð ekki  muninn á þessu, þá er eitthvað bogið við þína siðferðiskennd.

Ásta Kristín Norrman, 6.8.2009 kl. 21:08

189 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er MS sjúklingur sem hef góða reynslu af því að fara til Póllands í detox. Ég hef farið fimm sinnum. Þó ekki væri fyrir annað en að léttast þá borgaði sig fyrir mig að takast á við veikindi mín með þessum hætti. Fyrir utan það að léttast breyttist margt annað til batnaðar, húðvandamál eins og exem hvarf algerlega, orkan jókst, styrkurinn meiri, ristilstarfsemin regluleg, blóðsykur lækkaði úr efri mörkum í neðri mörk strax í fyrstu ferð og helst þar óbreytt, colestrol sömuleiðis og ég gæti talið margt upp áfram.

Ég fer til Póllands á eigin vegum til að tryggja það að ég fái bestu hugsanlegu meðferð sem völ er á í þessum efnum.

Í Póllandi er löng hefð og mikil þekking á þessum lækningum. Sú þekking verður seint coperuð eða metin á vesturlöndum en þannig er það bara.

Ég nenni ekki einu sinni að slást við "vindmyllur" en ég finn að sú heilsubót sem ég fæ í Póllandi er umtalsverð.

Þakka þér fyrir þína umfjöllun Svanur, það er alltaf gott að vera gagnrýninn á hlutina en að sama skapi er líka gott að vera dálítið forvitinn og skoða aðrar aðferðir þegar þær sem maður hefur reynt eru ekki að virka sem skyldi.

Ein aðferð þarf ekki að útiloka aðra.

Vilborg Traustadóttir, 6.8.2009 kl. 21:25

190 Smámynd: Sigurjón

...og þar með kom 200. færzlan.  Ekki margir sem ná svona umræðum nema einhver trúmál séu viðfangsefnið.  (Sem er kannske rétt í þessu tilviki að sumu leyti...)

Sigurjón, 7.8.2009 kl. 01:03

191 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Vilborg

Ekki ætla ég að draga í efa að þú hafir haft gott af meðferðinni í Póllandi og það fólk sem hefur farið í meðferðina hér hefur eflaust notið góðs af því að hvílast fjarri erli hins daglega heima hjá sér eða vinnu, hreyfa sig, borða talsvert minna en venjulega og koma sér af stað í megrun.  Það sem ég gagnrýni eru staðhæfingar um að ristilskolanir geri gagn (gætu gert það fyrr þá sem hafa slæma hægðatregðu) og þetta detox hugtak sem á sér engar læknisfræðilegar stoðir.  Þá gagnrýni ég einnig hversu langt er farið niður í hitaeiningum.  Í nær öllum prógrömmum sama hversu óvísindaleg þau eru, þá er stuðningur af leiðbeinendum og þeim sem taka þátt með manni.  Það eitt og sér getur komið manni af stað til að bæta lífshætti sína og er algerlega ótengt "detox".    Á hvaða fæði ferðu og hve miklu eftir að þú lýkur prógramminu hvert ár?  Hversu mikið hefurðu megrað þig (þarft ekki að svara)?  Hversu mikið hreyfirðu þig?  Getur þú greint hvort að eitthvað af bættri líðan þinni sé vegna "detox" eða hreinlega vegna bætts mataræðis, hreyfingar og megrunar?   Kveðja - Svanur

Sæll Guðmundur Pálsson

Umfjöllun þín um föstur er orðin nokkuð á dulrænum nótum en það er áhugavekjandi að skoða áhrif þeirra á ýmsa þá hugarfarslegu þætti sem þú nefnir.  Það að slíkt sé áhugavert þýðir ekki sjálfkrafa að ráðleggja eigi föstur vinstri og hægri, sérstaklega þegar fólk með langvinna sjúkdóma á í hlut.  Ég hef oft farið á 1200-1500 kkal kúra og jafnvel strangari í nokkra daga ásamt því að æfa með.  Eftir nokkra daga er það ekki erfitt og en það var óskemmtilegt að fara í ketósuástand (sykurskort með bruna fitu) og það hefur verið varað við því að fara í svona harða kúra af ýmsum ástæðum.  Þessir kúrar gerðu mér ekkert gagn þegar til lengri tíma var litið, en best er að láta rannsóknir skera úr um gagnsemina eins og þú veist.

Góður punktur Sigurjón ;-)

Takk Ásta fyrir innleggið og skerpinguna á því hvernig lyfleysur eru stundum notaðar siðsamlega í rannsóknum.

Gerður, ég er sammála þér um að eftirálausnir eru ekki bestu lausnirnar og það er slæmt að nú sé svo komið fyrir stórum hluta vestrænna þjóða að það þurfi neyðarúrræði eins og aðgerðir og megrandi lyf til að bjarga fólki frá afleiðingum alvarlegrar offitu.  Að hluta get ég tekið undir gagnrýni þína á læknisstéttina varðandi vöntun á áherslu á forvarnir, en þú einfaldar hlutina of mikið þegar þú segir að "pillan" sé upprunnin hjá læknunum og að þeir geti því sjálfum sér um kennt.  Þetta kallar á langa umræðu en ég læt nægja að segja að forvarnir eru mál allra og það er langt í frá að læknar hafi ekki sinnt þeim líka.  Það er ekki hægt að kenna læknum um getuleysi mannkynsins í því að hugsa um heilsuna.  Málin eru mun flóknari en svo.

Svanur Sigurbjörnsson, 7.8.2009 kl. 01:54

192 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sæll.

Ég var svo heppin að fá að fara með Vilborgu systur til Póllands í vor.(hún skrifar hér að ofan) Mér var boðið og ég efaðist mjög. Því var ét frekar fúl fyrsta kvöldið yfir því að vera að láta draga mig þetta - vissi takmarkað um meðferðina fyrirfram þar sem ég var föst í sama farinu. " Sami grautur í sömu skál"

Ég sé ekki eftir því að hafa farið - þetta varð mér fyrst og fremst spark í rassinn um að að breyta matarvenjum mínum. Ég hef alltaf getað hreyft mig, gengið og stundað sund. Það gefur augaleið að fyrir fullfrískar manneskjur gerir þetta engum illt. Ég léttist um 7 kíló á þessum 2.vikum og síðan 15. maí hef ég lést um 16 kíló. Ég hafði verið slæm í öðru hnénu, stundum gengið hölt sem en hef ekki fundið til verkja síðan. Ég tók nokkra þætti út úr matarræði mínu - mér var kent hvað ég skyldi forðast - engin lyf ekkert "offors" Rétt umræða í réttu umhverfi ! Það er engin neyddur til að fara í ristilskolun, það hafa allir val. Þetta voru dásamlegir dagar og mikil breyting í mínu lífi. Enda er þarna hugsað fyrir öllu.

Eitthvað sem læknar hér gætu tekið sér til fyrirmyndar - minnka lyfjagjöf og hvetja fólk til bættrar heilsu - það gerist ekki í venjulegri heimsókn til heimilislæknis - Hm...sefur þú illa ? - Létt svefnlyf gætu læknað það.......o.s.f.r.v.

Það er mín skoðun að hér á landi þurfi miklar breytingar ....læknar farið að hugsa öðruvísi , það er ekki allt læknanlegt með lyfjum

Góð og þörf umræða. Takk fyrir mig !

Vilborg er með MS og getur því lítið gengið og því er þessi meðferð henni holl. Hún er styrkari, getur nú hvílt stafinn og stundað sund.

Margrét.

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.8.2009 kl. 17:53

193 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Hulda Margrét og takk fyrir innleggið. 

Til hamingju með að hafa náð af þér 16 kg á um 11 vikum.  Þetta er talsvert hröð megrun og mun hafa af þér meira af vöðvum en ef að þú næðir því sama af þér á 32 vikum (hálft kg/viku).  Þú ert því að missa hlutfallslega minna af fitu en þeir sem fara sér hægar.   Þetta er búið að rannsaka mikið og vel.  Á hinn bóginn ertu betur sett en ef að þú hefðir alls ekki náð að megra þig neitt því offita er verulega slæmt ástand.  Gildi svona harðra og einfaldra kúra felst fyrst og fremst í upphafinu og öguninni, en svo er mikilvægt að hægja á megrunni til að enda ekki sem kraftlaus skinnhrúga sem hættir mikið til að fitna hratt á ný vegna tapaðs vöðvamassa. 

Ég get tekið undir það að læknar mega herða sig í því að veita heilsuráðgjöf og hvetja fólk til að fara erfiðari leiðirnar (lyfjalausar) þegar þess er nokkur kostur.  Notkun svefnlyfja og róandi lyfja er of mikil hérlendis og það skortir aga og þolinmæði í þjóðfélagið allt.  Þá er mikilvægt að brýna á mikilvægi baráttuandans og þess að gefast ekki upp.  Fólk má ekki loka augunum fyrir heilsufarsvandamálum sínum og gefast upp.  Í lífinu er uppgjöf ekki í raun valkostur og sé þyngdarvandi vandamál allt lífið hjá sumum þá verður það bara að vera þannig - baráttan verður bara að halda áfram gegn offitu og hreyfingarleysi.   Sumir þurfa bara jákvætt félagslegt umhverfi og hvatningu til að blómstra.  - Bestu kveðjur, Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 8.8.2009 kl. 03:48

194 Smámynd: Sigurjón

Sæll Svanur og takk fyrir spjallið.

Ég er einn af þeim sem á oft á tíðum erftitt með svefn.  Reyndar hefur þetta verið vandamál síðan ég var lítill.  Læknirinn minn gefur mér svefntöflur og virka þær vel.  Þetta er í raun ótrúlega góð aðferð.  Ég sef vel af pillunum og mæti í vinnu eins og ekkert sé, án ,,þynnku", eins og svo oft fylgir slíkum pillum (Imovane).  Ég er reyndar að mæta í líkamsrækt á þriðjudaginn kemur, þannig að það kemur í ljós hverrnig þetta kemur út.

Ég læt í mér heyra þá...

Beztu kveðjur, Sjonni Vill

Sigurjón, 8.8.2009 kl. 04:22

195 identicon

Mjög góð grein. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á þessu en læknar hafa siðareglur, kuklarar ekki. Þegar maður er veikur á maður að fara til læknis!

Það er ekki nóg að vilja bara hjálpa fólki, maður þarf að hafa réttindi til þess líka. Flestir sem skaða fólk er ekki vont fólk, heldur fólk sem vill hjálpa en gerir illt verra.

Ingi Þór (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 20:23

196 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sæll aftur Svanur. Takk fyrir svarið.

Það er rétt hjá þér að ögunin og hugarfarið breyta mestu - bara það að byrja að sjá árangur hvetur mann áfram. Tek það fram að ég er á engan hátt að svelta mig, borða mikið og vel og t.d. helmingi meira af grænmeti, ávöxtum og fiski en áður. Baka mín eigin brauð úr spelti, sleppi öðru brauði, drekk ekki lengur kaffi - heldur te o.s.f.r.v. Og líður æðislega - þessi breyting kemur að sjálfsögðu líka með því að vera staðfastur og vilja halda því sem maður hefur náð og það ætla ég að gera, þarf ekki beint að léttast mikið meir en halda því sem nú er.

Verkurinn í hnénu, var auðvitað vegna þess að ég var að verða of þung - ég horfi upp á fullt af fólki sem er of feitt og er með allskonar vandamál sem stafa oft eingöngu af of mikilli þyngd, það gleypir fullt af lyfjum við öllum verkjunum og sytur fast í þeim vítahring.

Mæli með námskeiðum fyrir alla sem eru að verða of feitir- hvort sem það er meðferð í Póllandi hjá reynslumiklu fólki (burtséð frá ristilskolunum) eða hér verði sett upp svona námskeið af læknum/hjúkrunarfólki sem ættu að vera sjálfsögð, eins sjálfsögð og Pólverjum finnst það að fara á U Zbója til dvalar. Sumir nota sumarfríið sitt í það að dvelja þar til að efla sig.

Með kveðju.

Hulda Margrét

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.8.2009 kl. 10:16

197 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Afsakið þetta á að vera í mínu nafni! ;-)

"Á hvaða fæði ferðu og hve miklu eftir að þú lýkur prógramminu hvert ár? Hversu mikið hefurðu megrað þig (þarft ekki að svara)? Hversu mikið hreyfirðu þig? Getur þú greint hvort að eitthvað af bættri líðan þinni sé vegna "detox" eða hreinlega vegna bætts mataræðis, hreyfingar og megrunar? Kveðja - Svanur"

Sæll Svanur.

Ég byrja hægt að venja mig við "venjulegt" fæði. Ég fékk reyndar ráðleggingar úti og matseðil fyrir fyrstu vikuna eftir föstu. Þar er byrjað varlega að feta sig aftur inn í það matarræði sem talið er æskilegt. Brauð og hýðishrísgrjón, hafrar eða bygg í litlum skömmtum, svo fiskur og kjöt þegar líður á vikuna og auðvitað grænmeti og ávextir.

Grænmetissalöt eingöngu seinni partinn fyrstu vikuna.

Ég hef lést um 21 kg frá því í janúar 2007.

Hreyfingin hjá mér er aðallega léttar göngur, sund og sjúkraþjálfun sem ég er reyndar of löt að fara í eins og er.

Exemið sem ég hafði eftir stóra steraskammta gegn MS hvarf í fyrstu meðferðinni minni úti og hefur ekki komið aftur. Ég var með sár og sprungna húð á höndum, gar illa beygt fingur vegna þess.

Ég fór einnig í fæðuóþolsmælingu úti í vor og þar kom í ljós að ég á að takmarka kúamjólk og mjólkurvörur, hrísgrjón, egg og möndlur. Það er gott að hafa til hliðsjónar og ég hef nánast sleppt þessum vörum úr fæðunni há mér síðan ég kom heim frá Póllandi síðast.

Umræðan er þörf og það er gott að hafa sem mestar upplýsingar.

Hvernig endurheimti ég hugsanlega vöðva sem tapast í hraðri megrun?

Með æfingum?

Bestu kveðjur, Vilbprg.

P.s. Það var gaman að sjá Huldu Margréti "blómstra" í heilsudvölinni, hún er líka alger "æjatóla" og lifir samkvæmt bókinni, borðar BARA hollan mat. Alveg til fyrirmyndar og veitir mér vissulega mikið aðhald.

Vilborg Traustadóttir, 9.8.2009 kl. 14:44

198 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Ingi Þór.  Eins og þú kemur að, þá skipta siðareglur miklu máli og það alls ekki sama hvernig meðferðir eru kynntar.

Það er ljóst að þið Hulda Margrét og Vilborg eruð ákaflega áhugasamar um holla lífshætti og það er mjög gott.  Árangur ykkar er góður og það er greinilega mikill baráttuandi í ykkur.  :-) 

Sár og sprungur í húð lagast venjulega þegar húðin fær frið frá tíðum þvottum og notkun sápu.  Þá hjálpar að nota feit smyrsli til að endurnýja fituna í húðinni og vernda frá vatnsskaða.  Þegar þú fórst til Póllands fengu hendurnar þínar líklega hvíld frá einhverju sem þú varst að gera óafvitandi og skaðaði húðina.  Einnig er íslenskt vatn líklega harðara en í Póllandi og því meira ertandi.  Það kunna því að vera ýmsar orsakir fyrir því að þú batnaðir, en auðvitað vil ég ekki fullyrða neitt um það út frá takmörkuðum upplýsingum og án þess að hafa séð hendurnar.

Þú segist hafa farið í "fæðuóþolsmælingu" Vilborg.  Hvernig var það gert? 

Rétt, þú endurheimtir vöðva með æfingum, sérstaklega styrktaræfingum eða blöndu af þeim og þolþjálfun.  (Þrekæfingar). 

Gangi ykkur vel áfram - Bestu kveðjur, Svanur 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.8.2009 kl. 20:44

199 identicon

Þakka þarfa umræðu. Fyrst ein spurning.

Vantar ekki húðina í upptalningu þína um "hreinsileiðir" líkamans?

Ný þekking á oft erfitt uppdráttar og því erfiðar sem fyrir eru á fleti ríkir hagsmunir. Þessu sér ekki síst stað í læknisfræðinni, þar sem algild "sannindi" nú um stundir áttu ekki upp á pallborðið þegar þau voru sett fram í fyrstu. En það er jú eðli vísindalegrar fræðigreinar að krefjast vísindalegrar aðferðar og allt gott um að kokgleypa ekki allt hrátt.

Eitt er að lýsa vantrú og annað að fella dóma. Þeir sem bjóða óhefðbundna meðferð, þeim sem kvillar hrjá, eru oft fullyrðingaglaðir og vísast er misjafn sauður í mörgu fé. Ekki er þó unnt að afskrifa, án vísindalegrar aðferðar, nýjar kenningar, nema falla í sömu gryfju og of fullyrðingaglaðir talsmenn nýrra kenninga.

Frá sjónarhóli leikmanns sem hefur áhuga á heilsufari virðist sem þáttur sambýlis (symbiosis) manns og annarra lífvera hafi verið of lítill gaumur gefinn í læknavísindum og þá ekki síst hinum flóknu efnaskiptum við meltingarveginn og þeirri boðmiðlun sem frá þeim stafar. Þarna er e.t.v. að finna eina meginástæðu þess hve frjóan jarðveg önnur ástundun en læknisfræðileg hefur fundið í seinni tíð. 

Rík ástæða er að líta til hluts breytts fæðis - önnur samsetning, meira unninn matvara (s.s.viðbótarefni) og snauðari jarðargróður - sem hefur að öllum líkindum skilið eftir sín spor og alls óvísst að þau hafi öll verið til góðs fyrir heilsu manna.  Fróðlegt væri að heyra álit sem flestra á þessum þætti og fá fram upplýsingar um rannsóknir á þessu sviði. Með fyrirfram þökk.

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:47

200 identicon

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal Detox-fara vor 2009.

 

Könnunin var lögð fyrir 4 hópa:

Póllands hópinn 1-14.mars, Póllands hópinn  4-18 apríl , Mývatns hópinn 19.mars &#150; 4.apríl og Mývatn 4.apríl-18.apríl.

Enginn marktækur munur var á svörum einstaklinga eftir því hvenær eða hvar var farið í meðferð. Meðferðirnar byggðust allar á kenningum Dr. Agnesku.

Hópurinn samanstóð af 74 einstaklingum á aldrinum 22-85 ára,  þar af voru 62 konur og 12 karlmenn.

Lagðar voru fyrir hann spurningarlisti við upphaf meðferðar og í lok meðferðar. Spurt var um líkamsþyngd fyrir og eftir meðferð,  andlega og líkamlega líðan fólksins fyrir og eftir meðferð, blóðþrýsting og blóðsykur fyrir og eftir meðferð  og markmakið sem fólk setti sér fyrir meðferð og hver þeirra tókust meðan á meðferðinni stóð. Loks var spurt um hvort ánægju fólks með meðferðina og hvort það teldi sig geta nýtt sér meðferðina persónulega þegar heim væri komið.

 Líkamsþyngd  

Hópurinn léttist að meðaltali um 5.86 kg á tveimur vikum Flestir misstu á milli 5-7 kg eða 48% hópsins. Nær 75% hópsins missti 5 kg eða meira og  3 einstaklingar misstu meira en 9 kg á tveimur vikum.

 Andleg líðan

Ef skoðað eru mismunur milli upphaf meðferðina og lok hennar kemur í ljós að 67% þáttakenda töldu sig orkumeiri við lok meðferðar heldur en við upphaf hennar. Einungis 7% þáttakenda töldu sig hafa nokkuð minni orku en í upphafi.

 

Af þeim sem töldu sig hafa verki í upphafi, 72% sig hafa náð nokkrum, miklum eða mjög miklum bata. Aðeins 4% þáttakenda töldu sig hafa meiri verki í lok meðferðar.

 

Af þeim þáttakendum sem töldu sig þjást af kvíðam depurð eða þunglyndi töldu 82% sig hafa náð nokkrum, miklum eða mjög miklum bata. Aðeins 2% töldu sig líða verr en í upphafi meðferðarinnar.

Af þeim sem þjáðust af þunglyndi og tóku þunglyndislyf við því þá hættu 72% þeirra allri lyfjanotkun við þunglyndi og 21.4% minnkuð magn þeirra lyfja sem þeir tóku við þunglyndi.

 

Af þeim þáttakenda sem þjáðust af streitu töldu 72% þeirra sig hafa náðu nokkrum, miklum eða mjög miklum bata.

 Kvillar og sjúkdómar

Hópurinn kenndi sér ýmissa meina við komu. Helstu kvillar sem nefndir voru; Bakflæði, vefjagigt, hár blóðþrýstingur,  sykursýki 2, svefntruflanir, offita og ýmsar bólgur og liðverkir. Mismunandi var hvað fólk tók mikið af lyfjum við hinum ýmsu kvillum en margir höfðu það að markmiði í upphafi að minnka eða hætta lyfjanotkun. Ef skoðir eru þessir helstu sjúkdómar sem nefndir voru og borin eru svör  hópsins fyrir og eftir Detox meðferðina kemur ýmislegt jákvætt í ljós.

 Bakflæði

Af þeim sem tóku könnunina nefndu 11% eða 8 manns að þeir hefðu vélindabakflæði og tóku þeir allir Nexium við því. Helmingur þeirra taldi sig hafa haft nokkurn bata á bakflæðinu og hinn helmingurinn hafði mikinn bata á bakflæðinu eftir 2 vikna Detox meðferð. 75% hætti alveg notkun Nexium á meðan á meðferðinni stóð og 25% þeirra minnkaði magn Nexium sem þeir tóku daglega. 

 Blóðsykur/ Sykursýki 2

Ef 74 þáttakendum könnunarinnar þjáðust 5 af sykursýki 2 eða of háum blóðsykri. Að lokinni 2. vikna Detox meðferð tölu 4 þeirra  sykursýkissjúklingana sig hafa náð miklum bata og 3 höfðu alveg hætt notkun Glucophagen og einn minnkað magnið um helming sem hann tók daglega. 1 sjúklingana tók óbreytt magn af Mindiab en taldi sig samt hafa náð miklum bata á blóðsykurssgildinu sínu.

Ef skoðað er meðaltal blóðsykursgildisins á detox förunum fyrir og eftir 2 vikna Detox þá lækkar það

úr 5.44 í 4.54 og hæsta gildið lækkar úr 10.9 í 8.1 eftir tveggja vikna meðferð.

 Hár blóðþrýstingur 

28% eða 21  þáttakenda í könninni þjáðust af of háum blóðþrýsting og tóku blóðþrýstingis lyf til að halda honum í skefjum. Margir voru á fleiru en einu lyfi fyrir meðferð og sumir tóku allt upp í  6 lyf við háum blóðþrýstingi og kólestróli við upphaf meðferðarinnar.

Í lok meðferðarinnar töldu meira en helmingurinn eða 12 manns sig hafa náð miklum bata og 6 töldu sig hafa náð nokkrum bata. Einungis 2 töldu sig ekki hafa náð neinum bata á meðan á Detox meðferðinni stóð. Mikill meiri hluti þáttakenda minnkaði lyfjanoktunina sína, sérstaklega þeir sem tóku fleira en eitt lyf við blóðþrýstingum.

  

Vefjagigt

14 manns af 74 þjáðust af vefjagigt, margir frá unga aldri. Helmingur þeirra taldi sig hafa náð nokkurum bata og 6 töldu sig hafa náð miklum bata. 1 taldi sig ekki hafa ná neinum bata en sá einstaklingur hafði ekki alvarlega vefjagigt og tók engin lyf við henni. Nær allir hættu lyfjatöku eða minnkuðu hana verulega.

 Svefntruflanir

14 manns þjáðust af svefntruflunum áður en Detox meðferðin hófst. 36% þeirra náði sér að fullu eftir tveggja vikna detox meðferð og hættu alveg lyfjatöku. 43% merktu nokkurn bata en 3 einstaklingar merktu engan bata.  29% minnkuðu svefnlyfja skammtinn sinn.

 Bólgur, liðverkir ofl.

13 manns kenndur sér meins með ýmsar bólgur og liðverki. Allir náðu nokkrum eða miklum bata á meðan á detox meðferðinni stóð og minnkuðu eða hættu alveg verkjalyfjatöku.

  Psoriasios

Tveir þáttakendur könnunarinnar þjáðust af psoriasios og töldu þau sig bæði hafa náð nokkrum bata að lokinni Detox meðferð. Annar þáttakandinn var í 4 vikur í Detox og náði töluverðum bata að henni lokinni.

  

Könnuin var gerð meðal 74 Detox fara í 4 hópum. Enginn marktækur munur var á svörum þáttakenda eftir tímabili eða stað. Við teljum að könnunin gefi góðar vísbendingar um þau góðu áhrif sem detox meðferð hefur á líkamann og höfum fulla trú á að frekari rannsóknir muni styðja þá fullyrðingu enn frekar.

Jónína Ben (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 01:00

201 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Lagðar voru fyrir hann spurningarlisti [sic] við upphaf meðferðar og í lok meðferðar. Spurt var um líkamsþyngd fyrir og eftir meðferð,  andlega og líkamlega líðan fólksins fyrir og eftir meðferð, blóðþrýsting og blóðsykur fyrir og eftir meðferð  og markmakið [sic] sem fólk setti sér fyrir meðferð og hver þeirra tókust meðan á meðferðinni stóð. Loks var spurt um hvort [sic] ánægju fólks með meðferðina og hvort það teldi sig geta nýtt sér meðferðina persónulega þegar heim væri komið."

Þessi "rannsókn" byggðist sumsé á sjálfsmati, óáreiðanlegustu mæliaðferðinni. 

Var annars látið nægja að spyrja fólk um þyngd, blóðsykur og slíkt? Ekki sérlega vísindaleg aðferð það.

"Mismunandi var hvað fólk tók mikið af lyfjum við hinum ýmsu kvillum en margir höfðu það að markmiði í upphafi að minnka eða hætta lyfjanotkun."

Fólki finnst ekki gaman að mistakast, sérstaklega ef það hefur eytt fleiri þúsundum í tilraunina. Það getur útskýrt þetta: 

"Af þeim sem þjáðust af þunglyndi og tóku þunglyndislyf við því þá hættu 72% þeirra allri lyfjanotkun við þunglyndi og 21.4% minnkuð magn þeirra lyfja sem þeir tóku við þunglyndi."

Ég læt Svan um að svara fyrir (líkams)læknisfræðilegu atriðin*, en sem þunglyndissjúklingur get ég sagt þér að þunglyndi -mitt a.m.k.- kemur í bylgjum. Ég hef oft sannfærst um að nú sé alveg óþarfi að taka helvítis pillurnar af því að mér líði svo vel. Það þýðir ekki að það endist.

*Það kemur mér annars svosem ekki á óvart að fólk léttist eða að blóðsykursmagn þess breytist eftir að hafa borðað minna í tvær vikur, eða að það finni minna fyrir gigt og bólgum eftir fjórtán daga frí frá daglegum störfum,  eða að það sofi betur á hóteli í útlöndum/á Mývatni en það gerir í stressi heima hjá sér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.8.2009 kl. 02:59

202 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Jónína Ben og takk fyrir þessar upplýsingar.  Kannski heilsar þú næst þegar þú setur inn athugasemd við blogg hjá mér.  Það er ljómandi siður í samskiptum fólks.

Það sem Tinna bendir hér á að ofan er rétt, þ.e. það er mikill vilhalli (bias) í skýrslum sem fólk gefur sjálft.  Engu að síður er vert að skoða það í tilvikum þar sem um er að ræða mat einstaklinganna á líðan sinni.  Vandaðri rannsóknir reyna þó þar að notast við staðlaða kvarða (sem hafa a.m.k. 10 stig) sem fólk merkir við, svo betri mæling náist og samanburður milli einstaklinga og milli dagsetninga sé marktækari.

Það er alveg ljóst að sæmilega agað prógram sem hefur fulla stjórn á mataræði fólks og gefur því færri hitaeiningar en það brennir, mun ná árangri í megrun.  Þá er ljóst að allir missa 2-4 kg á 3-4 daga föstu eða hálf-svelti fæði (500 kkal/d) eins og þú skammtar, einungis vegna þess að vatn og matur í görnunum tæmist nær algerlega út.  Það má því gera ráð fyrir að 2-3 kg af þessum 5-6 kg sem fólkið missti að meðaltali í prógramminu hafi komið frá garnainnihaldi.  Restin, 3-4 kg hafa verið blanda af fitu, kolvetnum (forðasykur í lifur sem nær ekki að endurnýjast í nær-sveltinu) vatni (sem binst forðasykrinum í miklu mæli) og vöðvum.  Ef við gefum okkur að flestir hafi verið um 2000 kkal undir daglegri þörf með þessu mataræði ættu að nást 2 kg af fitu á viku af eða 4 kg í heild yfir 2 vikur (7000 kkal í 1 kg fitu á skrokknum (hluti er vatn)).  Stórt fólk (fólk yfir 180 cm og yfir 100 kg) myndi tapa meiri fitu.  Svona lítur þetta út nokkurn veginn í reiknivélinni en í raun tapar fólkið ekki öllum þessum 4 kg í fitu, heldur dýrmætum grömmum af vöðvum einnig.  Því meira svelti, því hraðara er þyngdartapið og því meira er vöðvatapið fyrir hvert kg sem fer. 

Varðandi hina hlutina, þá koma þeir ekki á óvart en sökum fárra aðila með hvern sjúkdóm og hversu grófir mælikvarðarnir eru, þá er ekki hægt að tala um marktækar niðurstöður.  Engu að síður eru þær vísbendingar, en aðeins fyrir hvað hafi gerst á þessum tveimur vikum og margar þeirra eru mjög háðar vilhalla eða mati fólks sem hefur ekki fagþekkingu á hlutum eins og háþrýstingi.  Það er því miður ekki hægt að draga neinar ályktanir af því að fólk haldi sig vera betri af sjúkdómum eins og háþrýstingi því þar vantar allan mælikvarða og óhlutdrægni.  Leiða má þó einhverjar líkur að því út frá öðrum rannsóknum að tap á vökva, fitu, regluleg hreyfing og hvíld frá stressi daglega lífsins lækki eitthvað blóðþrýsting.  Það er svo annað mál hvort að það haldist. 

Um hinar niðurstöðurnar ætla ég ekki að fjalla um sérstaklega.  Það er klárt að ýmislegt getur virkað með fólki og því liðið betur eftir dramatíska lækkun á fæðuinntöku, milda hreyfingu, hvíld frá daglegu amstri, athygli að líkamanum og heilsunni, stuðning meðferðaraðila og annarra þátttakenda í þennan skamma tíma.  Það er ekki að þakka ristilskolunum.  Könnun þín sýnir ekkert annað en það sem búast má við og það er ekki hægt að túlka neitt um áhrif prógrams þíns á sjúkdóma út frá henni.  Með þeirri þekkingu sem er til í raunvísindunum má gera svo miklu betur og heilbrigðar en þú ert að gera.  Það er búið að sýna fram á það að þyngdartap umfram 0.5 kg á viku er líklegra til að gera meiri skaða en bata til langframa.  Með því að nýta þér þá aðstöðu og kynningu sem þú ert búinn að ná, gætir þú gert góða hluti með þessu, en eins og prógrammið er núna, ertu bara að byggja upp loftkastala fyrir þetta fólk.  Það eina sem ég sé að geti gagnast þátttakendum er ögunin sem þeir beita sig til að fylgja kúrnum, því að mögulega má halda áfram á skynsamlegri kúr heimafyrir (eins og tvær konur hér lýstu) eftir prógrammið.  Að öðru leyti er líklegt að nær allir þátttakendur verði komnir í sömu þyngd eftir 3-6 mánuði og jafnvel orðið þyngri en fyrir prógrammið eftir 6-12 mánuði, því fólk sem "rænt" er vöðvum sínum brennir minna.

Svanur Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband