Hít þvælunnar - Alþingi Íslendinga

Það er með ólíkindum hversu heimskuleg umræða á sér nú (í þessum skrifuðum orðum) stað á Alþingi í aðdraganda atkvæðagreiðslu þess um það hvort fulltrúar þjóðarinnar megi kanna hvaða samning ESB bjóði okkur við hugsanlega aðild. 

Listin að gera einfalt mál flókið er þar iðkuð af mikilli áfergju og miklum kröftum eitt í að ausa út tortryggni sinni varðandi aðildarviðræður.

Toppur heimskunnar kom frá Sigmundi Davíð formanni xB þegar hann rétt í þessu ásakaði ríkisstjórnina um að vera að fjalla um þetta mál í júlímánuði þegar enginn væri að fylgjast með.  Er maðurinn á sama landi og við? Er maðurinn á landi þar sem allt bankakerfið hrundi og það þarf að taka til hendinni? Loksins þegar Alþingi fer ekki í langt sumarfrí þegar mest ríður á, fer formaður Framsóknarflokksins að væla yfir því að verið sé að þoka umræðunni áfram.  Ég held að xB þurfi fljótlega að skipta aftur um formann.  Það getur varla nokkur flokkur sem einhvern heiður hefur horft upp á svona barnaskap.

Það er með ólíkindum að þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu að setja þetta mál að veði fyrir það að annað mikilvægt mál, IceSave málið, nái ákveðnum lyktum.  Þetta er einnig barnaskapur og ekki vænleg leið til að öðlast virðingu fólks.  Örvænting og þvinganir eru ekki það sem við viljum sjá hjá þingmönnum þjóðarinnar.

Fari svo að Alþingi felli tillögu ríkisstjórnarinnar nú, mun það kosta þjóðina hundruði milljóna og það eru hundruðir milljóna sem við eigum ekki til.  Heil þjóðaratkvæðagreiðsla og öll sú orka, tími og fjármunir sem fara í auglýsingar og fleira fyrir slíkt er gríðarlega kostnaðarsamt - og fyrir hvað? Slík kosning yrði út í bláinn því að við getum ekki vitað hvað ESB mun bjóða okkur varðandi landbúnaðinn og sjávarútveginn nema að við setjumst að samningarborðinu með sambandinu. 

Í stað þess að sýna dálítið traust og leyfa aðildarviðræðum að hefjast karpar digurmannlegt fólk á Alþingi - stofnunni sem við ættum að vera stoltust af, en nú vill maður helst bera hauspoka af skömm yfir þessari þvælu.  Bjarni Benediktsson, formaður xD gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir að vera "flækta í neti" þess að greiða atkvæði með tillögu stjórnarinnar þó að hún vildi ekki ganga í ESB.  Ég aftur hrósa henni fyrir að sýna stjórninni það traust að fara með þetta mál og kanna málið til hlýtar með aðildarviðræðum.  Þannig á fólk að starfa saman.  Rétt eins og hjónaband, þá getur farsælt samstarf og uppbyggileg vinna, ekki byggt á öðru en á ákveðnu lágmarks trausti.  Ef við treystum ekki hvort öðru, hvernig ætlum við að byggja upp traust alþjóðasamfélagsins á okkur?  Fjárfestingarbrjálæðið rúði okkur trausti og nú þurfum við að starfa saman af skynsemi og heiðarleika. 

Að loknum samningarviðræðum við ESB er það þjóðin sem ákveður.


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum átak til stuðnings framförum í Íran - ákall Maryam Namazie um hjálp

Baráttukonan Maryam Namazie (írönsk/ensk, fyrrum múslimi, húmanisti, kvenréttindakona) sem heimsótti Ísland fyrir tæpum 2 árum sendi mér og öðru stuðningsfólki sínu um bætt mannréttindi í hinum Íslamska heim, eftirfarandi bréf:

-----

Iran Solidarity is to be officially launched on Monday July 13, 2009 from
12:30-1:30pm at the House of Lords in London. The organisation will be
established to organise solidarity for the people of Iran and stand with
them in opposition to the Islamic regime of Iran. IMG_0180_adj-600

To RSVP for the launch, please contact Maryam Namazie, Tel: +44 (0)
7719166731, iransolidaritynow@gmail.com.

Iran Solidarity's declaration and initial list of signatories follows:

Iran Solidarity

In June 2009 millions of people came out on to the streets of Iran for
freedom and an end to the Islamic regime. Whilst the June 12 election was a
pretext for the protests - elections have never been free or fair in Iran -
it has opened the space for people to come to the fore with their own
slogans.

The world has been encouraged by the protestors' bravery and humane demands
and horrified by the all-out repression they have faced. It has seen a
different image of Iran - one of a population that refuses to kneel even
after 30 years of living under Islamic rule.

The dawn that this movement heralds for us across the world is a promising
one - one that aims to bring Iran into the 21st century and break the back
of the political Islamic movement internationally.

This is a movement that must be supported.

Declaration

We, the undersigned, join Iran Solidarity to declare our unequivocal
solidarity with the people of Iran. We hear their call for freedom and stand
with them in opposition to the Islamic regime of Iran. We demand:

1. The immediate release of all those imprisoned during the recent
protests and all political prisoners
2. The arrest and public prosecution of those responsible for the
current killings and atrocities and for those committed during the last 30
years
3. Proper medical attention to those wounded during the protests and
ill-treated and tortured in prison. Information on the status of the dead,
wounded and arrested to their families. The wounded and arrested must have
access to their family members. Family members must be allowed to bury their
loved ones where they choose.
4. A ban on torture
5. The abolition of the death penalty and stoning
6. Unconditional freedom of expression, thought, organisation,
demonstration, and strike
7. Unconditional freedom of the press and media and an end to
restrictions on communications, including the internet, telephone, mobiles
and satellite television programmes
8. An end to compulsory veiling and gender apartheid
9. The abolition of discriminatory laws against women and the
establishment of complete equality between men and women
10. The complete separation of religion from the state, judiciary,
education and religious freedom and atheism as a private matter.

Moreover, we call on all governments and international institutions to
isolate the Islamic Republic of Iran and break all diplomatic ties with it.
We are opposed to military intervention and economic sanctions because of
their adverse affects on people's lives.

The people of Iran have spoken; we stand with them.

To join Iran Solidarity, click here: http://www.iransolidarity.org.uk.

Initial list of signatories:

Boaz Adhengo, Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Nazanin Afshin-Jam, Coordinator, Stop Child Executions Campaign, Canada
Mina Ahadi, Campaigner, Germany
Sargul Ahmad, Activist, Women's Liberation in Iraq, Canada
Susan Ahmadi, Mitra Daneshi, and Furugh Arghavan, Iran Civil Rights
Committee, Canada
Yasmin Alibhai-Brown, Writer and Columnist, UK
Mahin Alipour, Coordinator, Equal Rights Now - Organisation against Women's
Discrimination in Iran, Sweden
Farideh Arman, Coordinator, International Campaign in Defence of Women's
Rights in Iran, Sweden
Abdullah Asadi, Executive Director, International Federation of Iranian
Refugees, Sweden
Zari Asli, Friends of Women in the Middle East Society, Canada
Ophelia Benson, Editor, Butterflies and Wheels, USA
Julie Bindel, Journalist and Activist, UK
Russell Blackford, Writer and Philosopher, Australia
Nazanin Borumand, Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings,
Germany
Caroline Brancher, UFAL, France
George Broadhead, Secretary of Pink Triangle Trust, UK
Children First Now, Sweden
Committee for the Freedom of Political Prisoners, UK
Communist Youth Organisation, Sweden
Council of Ex-Muslims of Britain, Germany, and Scandinavia
Count Me In - Iranian Action Network, UK
Shahla Daneshfar, Director, Committee for the Freedom of Political
Prisoners, UK
Richard Dawkins, Scientist, UK
Patty Debonitas, Third Camp against US Militarism and Islamic Terrorism, UK
Deeyah, Singer and Composer, USA
Equal Rights Now - Organisation against Women's Discrimination in Iran,
Sweden
Tarek Fatah, Author, Chasing a Mirage: The Tragic Illusion of an Islamic
State, Canada
AC Grayling, Writer and Philosopher, UK
Maria Hagberg, Chair, Network against Honour-Related Violence, Sweden
Johann Hari, Journalist, UK
Farzana Hassan, Writer, Canada
Marieme Helie Lucas, founder Secularism Is A Women's Issue, France
Farshad Hoseini, International Campaign against Executions, Netherlands
Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Khayal Ibrahim, Coordinator, Organization of Women's Liberation in Iraq,
Canada
Leo Igwe, Director, Nigerian Humanist Movement, Nigeria
International Campaign for the Defence of Women's Rights in Iran, Sweden
Iran Civil Rights Committee, Canada
International Committee against Executions, Netherlands
International Committee to Protect Freethinkers, Canada
International Committee against Stoning, Germany
International Federation of Iranian Refugees, Sweden
International Labour Solidarity, UK
Iranian Secular Society, UK
Ehsan Jami, Politician, the Netherlands
Asqar Karimi, Executive Committee Member, Worker-communist Party of Iran, UK

Hope Knutsson, President, Sidmennt - the Icelandic Ethical Humanist
Association, Iceland
Hartmut Krauss, Editor, Hintergrund, Germany
Sanine Kurz, Journalist, Germany
Ghulam Mustafa Lakho, Advocate, High Court of Sindh, Pakistan
Derek Lennard, UK Coordinator of International Day against Homophobia, UK
Nasir Loyand, Left Radical of Afghanistan, Afghanistan
Kenan Malik, writer, lecturer and broadcaster, UK
Johnny Maudlin, writer of Neda (You Will Not Defeat The People), Canada
Stefan Mauerhofer, Co-President, Freethinker Association of Switzerland,
Switzerland
Anthony McIntyre, Writer, Ireland
Navid Minay, General Secretary, Communist Youth Organisation, Sweden
Reza Moradi, Producer, Fitna Remade, UK
Douglas Murray, Director, Centre for Social Cohesion, UK
Maryam Namazie, Campaigner, UK
Taslima Nasrin, Writer, Physician and Activist
National Secular Society, UK
Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings, Germany
Nigerian Humanist Movement, Nigeria
Samir Noory, Writer, Canada
Yulia Ostrovskaya and Svetlana Nugaeva, Rule of Law Institute, Russia
One Law for All Campaign against Sharia Law in Britain, UK
Peyvand - Solidarity Committee for Freedom Movement in Iran, Germany
Pink Triangle Trust, UK
Fariborz Pooya, Founder, Iranian Secular Society, UK
Revolutionary Association of the Women of Afghanistan, Afghanistan
Flemming Rose, Journalist and Editor, Denmark
Rule of Law Institute, Russia
Fahimeh Sadeghi, Coordinator, International Federation of Iranian
Refugees-Vancouver, Canada
Arash Mishka Sahami, TV Factual Producer, UK
Terry Sanderson, President, National Secular Society, UK
Michael Schmidt-Salomon, Philosopher, Author and Ralph Giordano Foundation
Spokesperson, Germany
Gabi Schmidt, Teacher, Germany
Karim Shahmohammadi, Director, Children First Now, Sweden
Sohaila Sharifi, Editor, Unveiled, London, UK
Udo Schuklenk, Philosophy professor, Queen's University, Canada
Issam Shukri, Head, Defense of Secularism and Civil Rights in Iraq; Central
Committee Secretary, Left Worker-communist Party of Iraq, Iraq
Bahram Soroush, Public Relations, International Labour Solidarity, UK
Peter Tatchell, Human Rights Campaigner, UK
Dick Taverne, Baron, House of Lords, UK
Hamid Taqvaee, Central Committee Secretary, Worker-communist Party of Iran,
UK
Third Camp, UK
Karin Vogelpohl, Pedagogue, Germany
Babak Yazdi, Head of Khavaran, Canada
Marvin F. Zayed, President, International Committee to Protect Freethinkers,
Canada
 
-----

Þvi miður hafði ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er ákall hennar um stuðning okkar við bætt mannréttindi og lýðræði í Íran.  Við getum stutt þetta átak með því að skrá okkur á undirskriftalista samtakanna "Iran Solidarity" (Samstaða Íran).  Þetta er mikilvægt í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað í kringum nýafstaðnar forsetakosningar þar. 

Leggjum okkar á vogarskálarnar!


Fyrir 1. flokks þegna Íslands

Í frétt Fréttablaðsins „Hálfur milljarður í Hallgrímskirkjuturn“ þ. 22. júní sl. (bls. 2) kemur fram að borgarstjórnin hafi velt fyrir sér því að með fyrirhuguðu 228 milljóna framlagi sínu (á móti ríkinu) hafi hún mögulega verið að brjóta á jafnræði gagnvart öðrum trúfélögum. 

Það brot á jafnræði var þó fljótt afgreitt sem mun léttara lóð á vogarskál réttlætisins því „um væri að ræða höfuðkirkju landsins og eitt helsta kennileiti Reykjavikurborgar sem jafnframt er hluti af byggingarsögu Íslands“. 

Þessu má svara með því að rétt eins og að Valhöll, hús Sjálfstæðismanna er ekki höfuðskrifstofa stjórnmála landsins þá er ekki réttlætanlegt að kalla þessa kirkju eins safnaðar einhverja höfuðkirkju allra landsmanna.  Slíkt er hreinn yfirgangur. 

Vissulega er Hallgrímskirkja kennileiti og hluti af byggingarsögunni, en hún er í einkaeign trúfélags sem á digra sjóði og er ekki vorkunn að standa undir eigin viðhaldi.  Þjóðkirkjan fær að njóta þess að hafa þessa kirkju á einum besta stað borgarinnar og því ætti hún að sýna fulla ábyrgð á viðhaldi hennar og útliti svo ekki verði lýti af.

Í þeirri bók sem stoltir kristnir menn vilja gjarnan kalla „bók bókanna“ segir á mörgum stöðum að náð fyrir augum Guðs almáttugs felist ekki í því að safna veraldlegum auði, heldur fylgja orðinu og deila brauðinu, sbr. hin ágætu orð í Lúk. 9,25:

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér? 

Á hinn bóginn stendur á enn fleiri stöðum í sömu bók að Guð og hinn erfðafræðilega ómögulega sonur hans Jesú, séu alfa og ómega alls sem hugsast getur, sérstaklega hluta eins og óskoraðs valds, kærleika, visku, fyrirgefningu, hjálpræðis og áreiðanleika.  Hyggilegt sé að treysta á Guð og láta ekki mannlega skynsemi þvælast fyrir.  Í fagurgylltri bókinni „Orð dagsins úr Biblíunni“ eftir hinn ástsæla biskup Ólaf Skúlason, sem fékk áberandi stað í bókabúðum yfir fermingartímann síðastliðið vor, má lesa perlur eins og fyrir daginn 5. maí:

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit (Orðskv. 3,5).  

Önnur tilvitnun í þessari bók Ólafs ber þess vitni um hvaðan sumir kristnir trúarleiðtogar landsins fá þá glórulausu hugmynd að ekkert eigi upphaf utan kristninnar, því fyrir daginn 21. júní er vitnað í Jóh. 15,5:

Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.   

Þrátt fyrir boðskap um nægjusemi, var það fyrsta verk frumkirkjunnar í Róm á 2-4. öld að safna gríðarlegum auði.  Það var ekki óalgengt að fólk eftirléti kirkjunni þriðjung eigna sinna af sér látnum.  Þessi stefna tryggði henni veraldlegt vald og hinn ríkulegi boðskapur hennar um óskorað einræði yfir trúarlífi fólks gerði hana ákaflega hentuga fyrir keisara og einræðisherra, sem í samvinnu við biskupa gátu tryggt völd sín enn frekar með guðlegri blessun.  

Ægivald þetta hrundi með tilkomu húmanískrar og vísindalegrar hugsunar sem gjörbreytti heimsmynd manna og gaf áræðni til sjálfstæði og frjálsra skoðanaskipta, en leifar þess lifa þó enn góðu lífi í mörgum vestrænum þjóðfélögum.

Á sviði lífsskoðana og trúarlífs Íslendinga hefur hin evangelísk-lúterska kirkja skapað sér rækileg forréttindi og sérstakan aðgang að stjórnvöldum. Ein kirkna er hún á launum hjá þjóðinni og um hana hefur aldrei verið kosið. Gríðarlegur kostnaður við hana hefur aldrei fengið að komast upp á pallborð stjórnmálaumræðunnar, þrátt fyrir að hún minnki hlutfallslega með hverju ári og er nú með undir 80% landsmanna skráða.  Með aflögn hennar mætti spara 3-6 milljarða árlega háð mismunandi útfærsluleiðum.  Þjónar hennar rukka hvort eð er gjöld fyrir athafnir svo hverju er verið að tapa?

Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, var neitað um húsaleigustyrk (kr. 250 þúsund vegna leigu kennsluhúsnæðis við borgaralega fermingu) af hálfu Reykjavíkurborg síðastliðinn vetur, en á sama tíma felldi borgin niður 17 milljóna krónu skuld Langholtskirkju og nú á að greiða ríflega 228 milljónir til viðgerðar á Hallgrímskirkju næstu árin og búist viðað ríkið geri hið sama. Digrir sjóðir þjóðkirkjunnar og miklar jarðeignir mega ávaxta sig í friði. 

Ásatrúarfélaginu var neitað af dómstólum aðgangi að jöfnunarsjóði kirkna þegar það vildi láta reyna á 64. málsgrein stjórnarskrárinnar um að:

...enginn megi neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna,...

Það blasir við, en fáir vilja heyra að þeir 2. flokks og 3. flokks þegnar þjóðarinnar (20.6%) sem ekki eru í þjóðkirkjunni eru meðhöndluð sem menningarleg úrhrök – andlit sem ekki þarf að horfa framan í. 

  Jesú átti að hafa deilt út brauði til allra, en ef að það er kristið siðgæði sem stýrir hönd stjórnvalda í útdeilingu „brauðsins“ til lífsskoðunarfélaga á Íslandi, þá er boðskapur þess í raun sá að aðeins eitt félag sé verðugt.  Hinn evangelísk-lúterski (gagnkynhneigði karl-) maður Íslands er hinn útvaldi og saga hans og eignir eru öðru mikilvægara.

----

Grein þessi var birt í Morgunblaðinu í dag 10. júlí 2009. 

Athugasemd vegna prentúgáfu greinarinnar:  Prófarkalesari blaðsins breytti þar mynd orðsins "ómögulega" yfir í "ómögulegi" og fékk því setningin um Guð og Jesú dálítið aðra merkingu fyrir vikið.  Ætlunin er að segja að það sé erfðafræðilega ómögulegt að geta son á þann veg sem Guð á að hafa getið Jesú með Maríu, en ekki að segja að Jesú sé ómögulegur. 


Átti krók á móti bragði þjófs í Barcelona

Ákaflega sjaldan hef ég lent í því að vera rændur og aldrei svo ég viti til af vasaþjófi, en sú lukka rann út að morgni dags í Barcelona fyrir um viku síðan. 

Ég fór með spússu (esposa) minni og vinum til Barcelona til þess m.a. að fara á U2 tónleika.  Morgun einn fyrir um viku síðan fórum við í lestarferð með neðanjarðarkerfinu og var margt um manninn.  Þegar ég kom inn í lestina náði ég að grípa um stöng sem stóð fyrir miðju gólfi, beint fyrir framan útgöngudyrnar.  Ég var klæddur í rúmlega hnésíðar stuttbuxur með víðum hliðarvösum og geymdi veskið mitt hægra megin í vasa sem lokað var aftur með smellu.  Síðastur farþega inní lestina var ungur sólbrúnn maður, vel til hafður, sem vildi ná taki á miðjustönginni sem ég og fleiri héldu í.  Eftir að lestin fór af stað skipti hann um hendi og tók með þeirri vinstri í súluna og var þá klesstur upp við mig á afkárlegan máta.  Ég sá að hann hefði auðveldlega getað tekið í handfang við hurðina og leiddist þetta.  Ég sagði því við hann á ensku: "Pardon, but I suggest that you use your right hand to hold onto the pole"  því staða hans inní þvögunni var mun betur til þess fallin að hann notaði þá hægri.  Hann gerði það og svo leið nokkur stund þar til að lestin staðnæmdist við næstu stöð. 

Hurðin opnaðist og fóru margir úr lestinni og þar á meðal þessi ungi maður (líklega liðlega tvítugur) með vandræðaganginn.  Skyndilega verður mér ljóst að eitthvað gæti verið að og ég þreifa niður í buxnavasann og finn strax að veskið mitt er farið.  Ég beið ekki boðanna og rauk út á eftir unga manninum.  Hann var rétt kominn út og viti menn, hann hélt á veskinu mínu fyrir framan sig þannig að ég þekkti það strax.  Ég hrifsaði það hratt úr höndunum á honum og fór rakleiðis aftur inní lestina.  Ég rétt sá svipinn á þjófnum og var hann frekar svipbrigðalaus og reyndi hann ekki að beita neinu ofbeldi og var hálf lamaður þarna á stöðvarpallinum í smá stund.  Líklega hefur hann óttast að ég reyndi að kalla í lögreglu, en þetta gerðist hratt þannig að ég geri mér ekki grein fyrir því hvað hann gæti hafað hugsað.  Feginleikinn yfir því að hafa endurheimt veskið (með peningum og kortum í) var mikill og ég prísaði mig sælan yfir því að þetta endaði ekki illa.

Eftirá að hyggja held ég að þetta hugboð mitt um að maðurinn væri að stela af mér hafi byggst á því að ég lærði á 7 ára dvöl minni í New York (1998-2004) að maður yrði alltaf að hafa varann á sér varðandi eitthvað sem gæti gerst misjafnt eða ógnað manni í umhverfinu.  Þá var þjófnaður á hjóli dóttur minnar úr lokaðri hjólageymslu á Rekagranda ári áður, einnig til þess að ýta undir varkárni hjá manni hvað þetta varðar.  Þjófurinn í Barcelona leit ekki út fyrir að vera fátækur maður eða einhver krimmi.  Hann var ósköp venjulegur að sjá og því var ekkert sem varaði mann við annað en frekar sérkennilegur vandræðagangur hans með að koma sér fyrir í lestinni. 

Ég segi því:  Varið ykkur í mannþröng í útlöndum, sérstaklega í lestarkerfunum þar sem þjófar geta notfært sér það að maður uppgötvi þjófnaðinn ekki fyrr en lestin er farin af stað á ný.  

Tónleikar U2 voru svo af sjálfsögðu alveg frábærir og gleðin var óspillt fyrst að þessu eina atviki var forðað frá því að gera ferðina að hrakför.


Orð merkra kvenna til varnar skynseminni

Í síðustu bloggfærslu minni birti ég tilvitnanir nokkurra manna af tegundunni karl og var það algert slys að birta eftir þá eina því heimildir mínar voru troðfullar af orðum þessara testósterón hlöðnu fyrirbæra.  Nú bæti ég fyrir þetta og birti nokkrar tilvitnanir merkra kvenna til varnar skynseminni.  Konur eru jú hryggsúla samfélagsins, því þær kunna að tengja okkur öll saman yfir öðru en íþróttum og bjór.  ;-)

Helen Keller (1880-1968) hin dáða baráttukona sem barðist til mennta og þjóðfélagslegra umbóta þrátt fyrir blindu sína, sagði:

Það er margt í Biblíunni sem hver einasta eðlisávísun tilveru minnar rís upp á móti, svo sterkt að það er með mikilli eftirsjá að ég fann mig knúna til að lesa hana alla frá upphafi til enda.  Ég tel ekki að sá fróðleikur sem ég hef fengið frá henni bæti fyrir þau óhuggulegu hluti í smáatriðum sem hún hefur neytt mig til að leiða hugann að.

Leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Whoopi Goldberg sagði:

Trúarbrögð hafa gert meira til að liða í sundur mennskuna en nokkuð annað

Leikkonan Gypsy Rose Lee (1911-1970) sagði í skemmtilegri myndlíkingu:

Iðkun bæna er eins ruggustóll - hún tryggir að þú hafir nóg fyrir stafni, en kemur þér ekki á neinn áfangastað.

Ein mesta baráttukona sögunnar fyrir réttindum kvenna,  Elisabeth Cady Stanton (1815-1902)sagði:

Hamingjusamasta fólkið sem ég hef þekkt er það sem hugar ekki að eigin sál, heldur gerði allt hvað það gat til að létta undir vesæld annarra.

Rithöfundurinn Susan Jacoby (1945-) skrifaði:

Ég trúi því að það sé skylda okkar að bæta lífið því að það er skylda okkar við hvort annað sem manneskjur, en ekki í tengslum við verðlaun eilífðarlífs eða refsingu vítisvistar. 

Kvenréttindakonan Margaret Sanger ritaði þessi kjörorð á kvenréttindablað hennar "The Woman Rebel" (Uppreisnarkonan). 

Engir Guðir, engir þrælahaldarar! [No Gods, No Masters!]

Upphaflega sáust þau á mótmælendaskilti iðnverkamanna í verkamannafélaginu Industrial Workers of the World (IWW), í verkfallsgöngu í borginni Lawrence í Massachusetts fylki BNA árið 1912 og voru í heild svona:

Rísið upp!!! þrælar heimsins!!! Enginn Guð! Enginn þrælahaldari! Einn fyrir alla og allir fyrir einn!

Skáldkonan George Eliot (Mary Anne Evans 1819-1880) var snemma sjálfstæð sem barn og neitaði að fara með guðhræddri fjölskyldu sinni í kirkjuferðir.  Hún hafði agnostíska afstöðu til trúar og vegna þess var henni neitað um að vera grafin í "Skáldahorni Westminster Abbey" kirkjugarðsins.   Hún sagði:

Guð, ódauðleiki og skylda - hversu óhugsandi hið fyrsta, hversu ótrúlegt hið næsta og hversu ófrávíkjanlegt og algert hið síðasta.

Það er ekki úr vegi að enda á skörungnum, rithöfundinum og listfrömuðnum Gertrude Stein (1874-1946) (sem ég lærði um í Prisma námi Bifrastar og LHÍ nýlega) en hún hafði sinn sérstaka ritstíl og húmor.  Ég býst við að hún hafi verið að hugleiða það sama og vinur minn Kristinn Theódórsson var að blogga um nýlega þegar hún sagði:

Það er ekkert svar.  Það verður ekki neitt svar.  Það hefur aldrei verið svar.  Það er svarið. 

Þetta er alveg yndislegt.

Hafið það gott - Svanur

 

 


Nokkrar tilvitnanir til heiðurs skynseminni

Það er gott að orna sér stundum við hnyttin eða skörp orð fólks sem vissi hvað það söng, ekki síst nú á tímum þegar þrátt fyrir allt upplýsingaflæðið, vaða hindurvitnin og sjálfsblekkingarnar um allt.  Hér fara nokkrar tilvitninar í merka menn sögunnar.

Thomas Jefferson, 3. forseti Bandaríkjanna er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Hann skrifaði í bréfi einu til yngri manns sem hann var að gefa ráðleggingar:

Með djörfung skaltu draga í efa jafnvel tilveru guðs; því ef slíkur er til, þá hlýtur hann að halda í heiðri notkun skynseminnar, frekar en að blinda hana með ótta.

Rithöfundurinn George Bernard Shaw skrifaði:

Sú staðreynd að hinn trúaði sé hamingjusamari en efahyggjumaðurinn er engu nær lagi en sú staðreynd að drukkinn maður er hamingjusamari en sá allsgáði.

Stærðfræðingurin, heimspekingurinn, sagnfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bertrand Russell sagði:

Eftirsóknarverður er ekki viljinn til að trúa, heldur löngunin til að finna út um hlutina, sem er alger andstæða þess.

Hér er eitt snoturt frá Charles Darwin, sem átti 200 ára fæðingarafmæli fyrr á árinu:

Ég get ekki sannfært sjálfan mig um að góðviljaður og almáttúgur Guð hefði með hönnun skapað ... það að kettir skuli leika sér að músum.

Rokkarinn kunni og háðfuglinn Frank Zappa sagði:

Munurinn á trúarbrögðum (religions) og sértrúarsöfnuðum (cults) ræðst af því hversu miklar fasteignir þeir eiga.

Ég gef svo Benjamin Franklin einum af "landsfeðrum" Bandaríkjanna, síðasta orðið:

Eina leiðin til að opna augun fyrir trú er að loka augum skynseminnar

 

Góðar stundir!

Svanur


Af EES, IceSave reikningum og ábyrgð

Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði á dögunum ágætis grein um þann fjárglæfraleik sem IceSave ævintýrið var og setur hlutina í ákveðið samhengi - samhengi við fjármálaglæpamenn sem nú sitja fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. 

Ég er langt kominn með lestur bókarinnar "Sofandi að feigðarósi" eftir Ólaf Arnarson og mæli ég hiklaust með lestri hennar.  Af þeim upplýsingum sem þar eru og því sem ég hef fengið annars staðar frá þá er það ljóst að IceSave innlánsreikningarnir voru bara hálmstrá sem náði ekki að bjarga Landsbankanum frá þeim offjárfestingum sem hann var kominn í.  Viðskiptamódel hans virkaði vel í gnægð lausafjárs en jafn illa í lausafjárskreppu sem hafði skollið á upp úr byrjun árs 2005. 

Davíð Oddsson seldi bankann mönnum sem kunnu að reka fjárfestingarfélag, en ekki viðskiptabanka sem á endanum væri uppá ábyrgð þjóðarinnar kominn.  Í stað erlendrar þekkingar inn í landið fékkst aðeins íslensk tilraunamennska í útrás þegar stærsti banki landsins var einkavæddur með því að selja hann Íslendingum en ekki erlendum aðilum í bland við dreifða íslensks eignaaðild. 

Með EES samningnum sem JBH og Davíð höfðu tryggt landinu sköpuðust skilyrði til að hreyfa fjármagn og afla sér menntunar og starfa um alla Vestur-Evrópu.  Það var var og er mikils virði.  EES samningurinn veitti frelsi, en er ekki orsök þess glapræðis sem fjárfestingarbankarnir leiddust út í.  Það er álíka vitlaust að segja að það að veita þræl frelsi sé hið sama og gera hann að glæpamanni, geri hann svo eitthvað af sér.  Frelsið gerir það að verkum að við berum ábyrgð á því sem við gerum, en það er svo siðferðisþroskinn og siðferðisþrekið sem segir til um það hvort að frelsið sé nýtt til góðra eða slæmra hluta.  Ásakanir sumra á blogginu og athugasemdum við grein Jóns Baldvins Hannibalssonar um að hann beri ábyrgð á hruninu með því að hafa verið forvígismaður þess að Ísland gerðist aðili að EES er því alger rökleysa.

Það eru fyrst og fremst fjárfestarnir sem bera ábyrgðina þó ekki beri þess merki eftir hrunið.  Eftirlits- og taumhaldsskylda stjórnvalda er einnig réttmætt skotmark gagnrýni, sérstaklega eftir að skýrslur hagfræðinga og stofnana báru þess merki að stormur væri í aðsigi.  Reynsluleysi og afneitun ráðamanna ásamt því að á lokastigunum fékk stjórnarformaður Seðlabankans að vaða yfir allt með sínum valdhroka og óvarkárni, setti svo punktinn yfir i-ið.  Tilraunin stóra hafði misheppnast og þjóðin þurfti nú að blæða fyrir sukkveisluna hrikalegu.  Verðum við að borga? Já, hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Við verðum öll að bera byrðarnar.  Hlutverk stjórnvalda er einfaldlega að reyna að jafna þær yfir á sem flest bök og að enginn sleppi við að taka ábyrgð.  Einfalt hugtak en verulega flókið í framkvæmd.


Hið sammannlega og hamingjan - Dalai Lama, Barack Obama, A.H. Maslow og Aristóteles

Það er búið að vera athyglisvert að fylgjast með heimsókn Dalai Lama og horfa á það sjónvarpsefni sem bæði RÚV og Stöð 2 hafa boðið uppá um þennan merka mann.  Hann er vel að þeim heiðri kominn sem Parísarbúar eru nú að veita honum.

Í viðtali við hann í þætti RÚV sagði Dalai Lama eftirfarandi (endursagt):

Ég [Dalai Lama] er ein manneskja af 6 milljörðum sem byggja jörðina.  Mitt hlutverk í þessari röð eDalai_Lama_RUVr:

  1. Að öðlast innri frið og hjartahlýju.  Sýna samhygð (empathy) gagnvart öðru fólki.  Við erum félagsverur og hamingja okkar veltur mikið á því að gera vel við aðra.
  2. Að vera búddisti.
  3. Að rækta skyldur við þjóð mína, Tíbet og að vera þjóðinni Dalai Lama.  Ef í framtíðinni verður ekki þörf fyrir stofnunina Dalai Lama fyrir Tíbet þá verður hún lögð af, annars ekki.  Ég ákveð það ekki.

Það virðis í fljóti bragði að þetta séu sjálfsagðir hlutir, en svo er ekki og viskan í þessum orðum Dalai Lama felst fyrst og fremst í því hver forgangsröð þessara atriða er.  Hann setur manneskjuna fremsta og þann mikilvæga eiginleika að finna til samhygðar og hjartahlýju.  Leitin að innri gildum, frið og sátt við aðra er mikilvægust.  Þar á eftir koma hans eigin trúarbrögð, búddisminn og loks skyldur hans sem Dalai Lama gagnvart Tíbet.  Hann skynjar að staða hans er ekki endilega eilíf og sýnir þá auðmýkt og raunsæi að hugsanlega verður ekki embætti Dalai Lama í framtíðinni.  Hann setur því velferð annarra fram fyrir þörfina fyrir að viðhalda því embætti sem hann gegnir.  Þá sagði Dalai Lama að mikilvægt væri að láta skynsemina ráða í öllu því sem við gerum.

Í bók sinni: "The Dalai Lama, A Policy of Kindness" Dalai Lama 1990 bls. 52, segir hann:

Ég trúi að í sérhverju lagi samfélagsins - í fjölskyldunni, ættinni, þjóðinni og jörðinni - sé lykillinn að hamingjuríkari og árangursríkari heimi vöxtur væntumþykjunnar. Við þurfum ekki að verða trúuð og við þurfum ekki heldur að trúa á ákveðna hugmyndafræði. Það eina sem þarf er að hvert okkar þrói með sér okkar góðu mannlegu eiginleika.

Annað sem er sláandi (fyrir trúarleiðtoga), er að hann viðurkennir að fjárhagslegar þarfir (ytri gildi)eru eðlilegar, en á sama tíma vill brýna fyrir fólki að það megi ekki vanrækja hin innri gildi, sem nauðsynleg eru til að öðlast lífsfyllingu.  Hugsa þurfi allar ákvarðanir út frá stóru samhengi hlutanna, ekki aðeins þeim fjárhagslegu. 

Þetta er í samræmi við þann boðskap sem Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur flutt, en hann talar um að ekki þurfi einungis að stoppa í fjárlagagatið heldur þurfi ekki síður að leiðrétta "samhygðarhallann" (empathy deficit) í heiminum.  Lykillinn að betri heimi er að setja okkur í spor annarra.  Sjá umfjöllun á baráttuvefnum change.org

Bandaríski sálfræðingurinn Abraham Harold Maslow (1908-1970) var þekktur fyrir kenningar sínar á sviði húmanískrar sálfræði og var valinn húmanisti ársins árið1967 Abraham_maslowaf Húmanistafélagi Ameríku (Am. Hum. Assoc.).  Hans þekktasta tillegg er kenningin um þarfapýramídann 800px-Maslow's_hierarchy_of_needs_svgsem lýsir þörfum hverrar manneskju í 5 stigum þar sem fyrsta skrefið lýtur að þörfum líkamans fyrir fæði og vatn, annað stigið þörfin fyrir öryggi og húsaskjól, þriðja stigið þörfin fyrir ást og að tilheyra, fjórða stigið þörfin fyrir sérstaka virðingu og að afreka eitthvað, og loks fimmta stigið að öðlast lífsfyllingu (self-actualization, sjálf-raungervingu) gegnum siðferðilegan þroska, getu til sköpunar og lausnar á vandamálum, sátt við staðreyndir og hugsun án fordóma.  Mikilvægasta þörfin sé hin fimmta, en bæði fjórða og fimmta stigið lýsa fólki sem hugsa ekki síður um velferð annarra en sína eigin.  Síðari kennimenn hafa bent á að þessi röðun sé ekki endilega til staðar í lífi fólks, en hvað sem því líður, þá er þarfapýramídi Maslows athyglisvert módel til að skilja betur mismunandi ásigkomulag manneskjunnar og e.t.v. hvar hamingjuna er að finna. 

Forn-Grikkir; Sókrates sagði: "Hið órannsakaða líf er ekki þess virði að lifa" og Aristóteles sagði að hin vel ígrundaða manneskja sem ræktaði gáfur sínar ætti mestan möguleikann á hamingju.

Í fjallræðunni á Jesús að hafa sagt að kærleikurinn sé trúnni meiri.  Þetta er í raun það sem Dalai Lama er að segja, en vandi kristninnar er að þessi orð Jesú eru í mótsögn við margt annað sem stendur í Biblíunni.  Í henni er ítrekað því haldið fram að Guð sé kærleikurinn og aðeins í gegnum hann sé elskan möguleg.  Martin Luther (1483-1546), faðir mótmælendatrúarinnar sagði eitt sinn: "Tortíma skal allri skynsemi úr kristnu fólki".  Sem sagt manneskjan er ekki fær til að meta sjálf hvað sé henni fyrir bestu og allt þurfi að skoðast fyrst í gegnum gleraugu trúarinnar á guð.  Frjálslyndir mótmælendaprestar í dag lifa eftir kærleiksboðinu og leyfa sér að nota skynsemina í formi óyfirlýstrar manngildishyggju (t.d. Bjarni Karlson og Hjörtur Magni Jóhannsson), en biskupar á borð við Karl Sigurbjörnson hafa átalið manngildið og í ræðu sem hann nefndi "undan eða á eftir tímanum" og flutti í Hallgrímskirkju 2. desember 2007, sagði hann:

Og þegar Guði er úthýst úr lífi manns og mannhyggjan er sett á stall, þá verða það ekki frelsið og friðurinn og lífið sem við tekur, heldur helsið og hatrið og dauðinn. Það staðfestir öll reynsla.

Þrátt fyrir ýmis orð í Biblíunni þar sem kristnir eru hvattir til að hugsa ekki, heldur treysta á Guð, vilja kristnir menn gjarnan eigna sér einum skynsemina einnig og þær framfarir sem vísindin og þróun félagslegs réttlætis sem áttu sér stað með tilkomu Endurreisnarinnar (1450-1550)og Upplýsingarinnar (upp úr 1650).  Karl Sigurbjörnsson skrifaði grein þess efnis sem hann nefndi "Sigur skynseminnar" 17. október 2006 og má lesa á tru.is ásamt fjölmörgum andsvörum, m.a. frá Steindóri Erlingssyni vísindasagnfræðingi.  Þessari eignun íslensku lútersku kirkjunnar á sögulegum áhrifum og siðferðisgildum, sér m.a. merki í útlistun fagsins "Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði" í aðalnámsskrá grunnskólanna frá 2007, því þar stendur í inngangi fagsins (bls. 5) (og á bls. 7 í inngangi núgildandi aðalnámskrár frá 14. febrúar 2009):

Mikilvægur þáttur uppeldismótunarinnar er siðgæðisuppeldið. Sérhvert þjóðfélag byggist á ákveðnum grundvallargildum. Skólanum er ætlað að miðla slíkum gildum. Í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Nægir þar að nefna virðingu einstaklingsins fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum og helgi mannlegs lífs, umhverfinu og öllu lífi.

Takið eftir að engar aðrar rætur grundvallargildanna eru nefndar, svo sem ásatrúin og  manngildishyggjan (eða mannhyggjan), en hin síðarnefnda braut smám saman aftur valdakerfi konunga og biskupa og átti mestan þátt í því að réttindi einstaklinga, hinna almennu borgara fengu að líta dagsins ljós.  Á síðu íslensku wikipediunnar um Endurreisnartímann má sjá eftirfarandi umsögn um mannhyggjuna (húmanismann):

Ein mikilvægasta heimspeki tímabilsins var mannhyggjan eða „húmanisminn“ sem fólst í aukinni áherslu á mannlífið í stað þess að álíta heiminn fyrst og fremst áfanga á leið til handanlífs kristninnar.

Dalai Lama sagði að öll trúarbrögð heimsins hafi í sér möguleika á því að gefa af sér innri frið, en væntanlega gerist það ekki nema að hið sammannlega, samhygðin og hjartahlýjan sé sett í fyrsta sætið. 

Jákvæðni Dalai Lama er aðdáunarverð og eflaust má finna sannleikskorn í þessari túlkun hans á trúarbrögðunum, en því miður er það álíka markvisst að nota heybagga til að reka niður nagla í vegg, eins og að styðjast við trúarbrögð í siðrænni ákvörðunartöku, sérstaklega þeirrar flóknu á sviði stjórnmála, heilbrigðismála, viðskipta, alþjóðasamskipta og laga- og réttarkerfis.  Baggi hins óþarfa og óheilbrigða í stóru trúarbrögðum heimsins er það stór að hinn sammannlegi kjarni samhygðar og velvilja mannkynsins verður oft útundan í ákvörðunartöku trúaðra þrátt fyrir góðan ásetning. (T.d. vanþóknun páfa á notkun getnaðarvarna).

Af öllu þessu fólki má draga þann einfalda og áhrifamikla lærdóm að hin hugsandi manneskja (sbr. homo sapiens), sem metur samhygð og velvilja gagnvart samferðarfólki sínu á jörðinni, æðst allra gilda, sé sú sem líklegust er til að verða hamingjusöm og stuðla um leið að hamingju annarra. Hamingjan er lykillinn að friði og velferð (í víðasta skilningi þess orðs) í heiminum og því þurfum við öll að líta ábyrgum augum til þess sem Dalai Lama setur fremst í forgangsröðunina. 


mbl.is Dalai Lama heiðraður í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og afeitrun Jónínu Ben flytur heim

Kæru vinir! 

Nú er runninn upp tími til að losa sig við allt eitrið í kroppnum.  Í alvöru!  Ég veit ekki hvaðan eitrið eða eitrin koma en náttúrlegt græðafólk hefur það fyrir satt að líkaminn sé nánast ein eiturtunna.  Mesta eiturstían er víst í ristlinum og skal mig ekki undra því salernisferðir mínar til að sinna Nr. 2 hafa aldrei lyktað vel.  Þá er næsta víst að þau líffæri sem vanhelg eru í heimi náttúrubarnanna, búlduleitu líffærin lifur og nýru, virðast ekki hafa neitt að segja gagnvart þessum eitrum sem krauma í ristlinum.  Þá dugir greinilega ekki lengur að klappa á koll ristilvina okkar í Hr. Lactobacillus fjölskyldunni, sem hefur greinilega misst mátt sinn og tiltrú heilunarbærra heilsufrömuða og er nú bara venjuleg hilluvara í Hagkaup. 

Í afeitrunarmeðferð, afsakið... detox-læknismeðferð Jónínu Ben skal borða nær eingöngu grænmeti og ávexti, um 500 hitaeiningar á dag (helmingi minna en strangur 1000 hitaeiningakúr) í tvær vikur og forðast alla vöru sem gæti innihaldið eiturefni eins og t.d. matur í áldollum, "diet" matur og geymsluþolinn matur.  Þá á að sleppa helst öllum sykri, kjöti, kartöflum og brauði.  Ég skil að það gangi ekki því nokkrir ávextir og handfylli af grænmeti duga til að fá 500 hitaeiningar á dag.  Svo er hvatt til þess að hætta reykingum og kaffi, gosdrykkir og áfengi mega missa sín.  Taka á Omega 369. Síðast en ekki síst er svo mælt með ristilskolun.

Mynd:  Dæmigert dæmi um eiturslöngu, nei smá grín - eitraðan ristilmassa úr offeitri manneskju, sem kom niður í ristilskolun.  Sjá á þessari flottu fræðisíðu um ristilhreinsun.

Afrakstur detox

Þetta er lausn allra lausna í mínum huga.  Hinn ógeðslegi íslenski matur sem er reyktur, brenndur, kæstur, pæklaður og geymdur stundum í áldósum er fullur af eitri.  Þá er nær alger fasta í 2 vikur með léttu grænmeti og smá ávöxtum og Omega 369 ákaflega hvílandi fyrir latar garnafrumur okkar og frí frá öllu eitrinu.  Þó heilinn verði svolítið pirraður og baðaður í niðurbrotsefnum fitu (ketónum) og manni líði eins og einhvers staðar milli svefns og vöku eftir 3 daga á hinum fræknu 500, þá er ekkert betra en að sýna heilanum að sykureitrun er ekkert grín og það þurfi að venja hann af sykursukkinu.  Þá er líka gott að venja hjartað við að nota vara-vara-eldsneyti sitt, ketónana sem finna má í blóðinu í ríku mæli á 3 degi lífsstílsbreytingarinnar.  Á þeim tíma fer líka líkaminn að brjóta niður vöðvana og senda amínósýrur (æ fyrirgefið þetta ó-óhefðbundna lífræna efnaheiti efnanna sem eru byggingarblokkir próteina og vöðva) til lifrarinnar til að búa þar til svindlsykur fyrir heilann.  Já helvítis heilinn (sorry ég bara get ekki annað en kennt honum um) er vitlaus í sykur og finnur leiðir til að ná sér í hann, jafnvel þó að vöðvadruslurnar þurfi að láta af hendi stuffið sitt í sykurgerð.  Ef það drepur mann ekki (kúrinn auðvitað) þá herðir það mann bara!  Minnumst þess! Þetta mottó má nota við nánast hvað sem er og passar eins og stólpípa við rass í tilviki detox programs Jónínu Ben.

Svo er það náttúrulega ristilskolunin sem er toppur tilverunnar í detoxinu.  Eftir nær fulla föstu í 1-2 vikur er vissara að skola út það sem eftir er og hver veit nema að Chad (skolarinn sæti) finni gömul leikföng eða peninga sem maður gleypti í ógáti eða reiðiskasti sem krakki, alls óafvitandi af öllu eitrinu í heiminum.  Chad sagði að þetta kæmi stundum fyrir og brosti í viðtali sem sýnt var á stöð 2 í vikunni.  Hvílíkt maður!  Hugsið ykkur að ganga með plastfisk eða lególögreglumann í afturendanum í kannski 40 ár (í mínu tilviki)!!!  Með afeitruninni sem skolunin tryggir væri góður bónus að losna við leikfang og endurheimta þannig gamlan leikfélaga.  Ráð Jónínu Ben "Hugsa jákvætt um sjálfan sig og brosa! :-D" á svo sannarlega við hér (breiðletrað vegna mikilvægis).

Ég hef samt nokkrar áhyggjur af því hvað ég geri alla hina daga ársins þegar ristilskolunarinnar nýtur ekki við (játning: pínu feginn þó líka því skolunin er ekki eins skemmtileg og heimsókn í Húsdýragarðinn) og nái ég ekki að fara alltaf eftir detox-mataræðinu, gæti eiturefnin hlaðist upp.  Ég sé fyrir mér hrukkurnar undir augunum hrannast upp, hárið þynnast, ótal kvefpestir næsta vetur og vöðvabólguna verða langvinna.  Lýsið köttar þetta hreint ekki eitt.  Hvað þyrfti ég margar ristilskolanir á ári hjá Chad?  4, 5, 6, 7 eða 12 á ári, þ.e. einu sinni í mánuði? Já, ég sé það fyrir mér þó ég eigi eftir að fá leiðbeiningar hjá pólsku læknunum.  Skyldi TR taka þátt?

Það er alveg ljóst að þetta virkar ótrúlega vel.  Venjulegir læknar og lyfjafyrirtæki sem eru bundin fáránlegum reglum kunna ekki að kynna læknisfræðina, en Jónína Ben og hinir þrautreyndu pólsku læknar kunna að koma vísindunum á framfæri.  Með bessaleyfi leyfi ég mér að vitna hér í vitnisburð hæstánægðs fólks úr meðferðinni. 

Einhver Sunna á orðið (hlýtur að vera dulnefni því vísindamenn koma ekki með svona persónuupplýsingar):

"Eftir meðferðina get ég gert allt sem ég vil vil" - Sunna 20 ára

Þetta eru frábær meðmæli því svo víðtæk áhrif er nokkuð sem venjulega lækna dreymir um að geta veitt sjúklingum sínum.  Pólsku læknarnir hafa unnið kraftaverk. 

Hvað sagði "Kata"?

"Jónína ég hef ekki fundið fyrir MS sjúkdómnum og held mig við ráð læknisins. MS inn er farinn" -  Kata 25 ára

Þetta er stórkostlegt.  Þó að þekkt sé að MS sjúkdómurinn geti komið og farið og legið niðri í fjölda ára er MS-sjúkdómur Kötu farinn því hún fann það algjörlega.  Er þetta ekki hennar líkami? Ég gaf smá pening í MS-söfnunina í kvöld.  Vonandi verður peningurinn notaður í svona lækningu. 

Lítum svo á þetta:

"Ristilinn minn vinnur loksins með mér en ekki á móti mér" - Sigrún 66 ára

Hugsið ykkur léttinn fyrir Sigrúnu sem er orðin 66 ára og finnur loksins að ristillinn vinnur ekki á móti henni.  Hún hefur nú sjálfsagt aðeins misskilið þetta því það var nátt'lega bara eitrið sem fékk ristilinn til að vinna svona á móti henni.  Samt - alveg frábært og gaman væri að vita hvort að ristillinn verði ekki ævarandi vinur hennar það sem eftir er.  Kannski fáum við framhaldsummæli frá henni á detox-síðunni eftir 3 mánuði og svo aftur á hverju ári.  Það væri magnað!

En hér er uppáhaldið mitt (sorry, ekki mjög vísindalegt af mér að segja svona, en wott ðe hekk):

"Sykursýkin hvarf eftir þrjá daga í meðferðinni, ég þarf ekki á lyfin, jibbí" - Anna 48 ára

Hvílíkur léttir fyrir Önnu.  Ég hef aldrei vitað af svo skjótri lækningu við sykursýki og samt hef ég talað talsvert við lækna og kynnt mér pínu sjúkdóminn.  Aftur verð ég að lýsa aðdáun minni yfir prógrammi pólsku læknanna.  Sé raunin að þeir lækni fullt af sykursjúkum á aðeins 3 dögum þegar öllum öðrum læknum tekst nær aldrei að lækna sykursýki, þá sé ég þá fyrir mér taka við Nóbelsverðlaununum fyrir afrek á sviði læknisfræðinnar innan skamms.  Sjálfsagt þurfa þeir bara að sýna þennan árangur í 2-3 ár í viðbót.  Góður orðstír aldrei deyr, (eða eitthvað þannig) sagði einhver flottur gaur í fyrndinni og þessi góðu ummæli og allra hinna í detox-meðferðinni munu svo sannarlega sjá til þess. 

Nú er bara að bíða þess að íslenskir læknar læri þetta og séu með í hitunni.  Hver vill ekki einn Nobba eða svo?  Til hamingju Jónína Ben!  Til hamingju Stöð 2! (flott frétt) og til hamingju Ísland!

Með bjartsýnina og brosið að vopni er Jónína Ben að setja fordæmi fyrir öll sprotafyrirtæki í landinu og er það enginn smá sproti! 

PS:  Ef til vill væri það eina sem kæmi í veg fyrir Nobba ef sprotinn færi óvart í gegn, úps! sorry! (afsakið en ég gat ekki annað en minnst á þetta fyrst að mér datt það í hug.  Gerist pottþétt ekki).

 


mbl.is Læknar flýja kreppuland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrekmótamenningin - öflugur samruni grunníþrótta

Merkileg þróun á sér stað í íslensku íþróttalífi sem segja má að hafi átt ákveðið upphaf í byrjun 9. áratugarins (1980 og áfram).  Ég er að tala um þrekmótin sem eru sprottin úr grasrót ófélagsbundinna íþróttamanna sem komu á fót þrekmótum annað hvort byggðum á eigin hugmyndum eða samkvæmt erlendum fyrirmyndum.  Áður en ég lýsi þrekmótunum ætla ég að fara aðeins í þann sögulega aðdraganda að myndun þessara þrekgreina, sem ég þekki, en er alls ekki tæmandi lýsing.

Upp úr 1980 hófst nýtt tímabil í líkamsræktarmenningu Íslendinga þegar fólk gat komið úr felum kjallara og bílskúra þar sem það lyfti lóðum eða spennti út gorma og byrjað að æfa styrktaríþróttir í nýtilkomnum líkamsræktarstöðvum.  Þessar stöðvar voru í fyrstu litlar (sbr. Orkubótina í Brautarholti) en stækkuðu og fjölgaði nokkuð ört næstu árin á eftir (Ræktin Laugavegi og stöðvar í Engihjalla og Borgartúni og íþróttahúsinu Akureyri).  Fyrir þennan tíma var skipuleg kraftþjálfun aðeins stunduð af kraftíþróttamönnum og var frægastur æfingastaða þess tíma Jakabólið í Laugardalnum.  Það var því ekki tilviljun að fyrrum ólympískir lyftingamenn (jafnhöttun og snörun) og kraftlyftingamenn (bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta) voru á meðal frumkvöðla í rekstri þessara stöðva og að auki kom inn nýtt blóð áhugamanna um vaxtarrækt sem byggði á hugmyndinni um hið fullkomna stærðarjafnvægi vöðvahópanna í fagurfræðilegu flæði. 

Kostur vaxtarræktarinnar fram yfir kraftsportið átti að vera aukin áhersla á fleiri endurtekningar og meira alhliða þjálfun með þætti þreks, en í reynd fór lítið fyrir því og sportið varð fórnarlamb massagræðginnar.  Mikil steranotkun í bæði kraftgreinunum og vaxtarræktinni skyggði alltaf á orðstírinn og þessar greinar náðu aldrei sérstökum vinsældum þó að lengi framan af hefði vaxtarræktin dregið að sér mikið af forvitnum áhorfendum sem oftar en ekki voru í aðra röndina að hneykslast á ofurskornu og íturvöxnu útliti keppendanna.  Ég æfði mikið á þessum tíma og tók mikinn þátt í skipulagningu móta um 3 ára skeið (1986-1989).  Það var þó ljóst að þetta var að bresta og sú breiða tilhöfðun sem vonast var til með að vaxtarræktin hefði, varð aldrei að veruleika.  Ég man að ég sá fyrir mér í kringum 1990 að það þyrfti að koma inn með einhverja "function" í vaxtarræktarhugtakið.  Sýningin ein á vöðvabyggingunni náði ekki flugi m.a. vegna þess að "free posing" hluti keppninnar krafðist listræns þroska til þess að einhver skemmtan væri af því að horfa á.  Afar fáir keppendur náðu almennilegu valdi á því.  Það var einhvern veginn vonlaus staða að búast við því að testósterónlyktandi hörkutól legðu stund á fagurfræðilegan vöðvadans í ætt við listdans á skautum.  Einn helsti meistari slíkrar listar var Frank Zane sem vann Mr. Olympia keppnina 3 ár í röð (1977-79) og í sögu vaxtarræktarinnar einn af aðeins þremur sem nokkru sinni náðu að vinna Arnold Schwartzengger.  Upp úr 1984 þegar hinn ofurmassaði Lee Haney hóf sigurgöngu sína, var massinn ráðandi yfir hinum fagurfræðilegu þáttum vaxtarræktarinnar og æ fleiri "mind blowing" massatröll komu fram á sjónarsviðið.  Fræðimenn í heilbrigðisgeiranum komu fram með hugtakið "öfugt lystarstol" (reverse anorexia, Adonis complex) yfir þá áráttufullu massasöfnun sem þessir íþróttamenn virtust vera haldnir.  Áráttan náði út fyrir alla skynsamlega varkárni í æfingum og notkun vaxtaraukandi hormóna.  Þá fór að bera á alls kyns efnanotkun eins og notkun þvagræsilyfja til að losa vatn fyrir keppni og örvandi efna til að öðlast meiri æfingahörku.  Það kom fyrir að keppendur drápu sig með þessari iðkan og gerðist það bæði erlendis og hérlendis, a.m.k. með óbeinum hætti, þ.e. óheilbrigðar aðferðir við undirbúning móta áttu þátt í dauðsföllum.  Þrátt fyrir þetta var enginn raunverulegur áhugi innan kraftíþrótta og vaxtarræktar til að reyna að "hreinsa upp" þessar greinar.  Sem dæmi, þá var frekar tekið það til bragðs að segja Kraftlyfingasambandið úr ÍSÍ, en að gegna boði um löglega boðað skyndilyfjapróf á Jóni Páli Sigmarssyni (af hálfu lyfjanefndar ÍSÍ).  Árið 1991 sá ég að vaxtarræktin var ofurseld massagræðginni og ég missti áhugann á íþróttinni.  Sú hugsjón sem ég hafði heillast af, þ.e. alhliða þjálfun vöðvahópa líkamans í átt að þeirri fagurfræðilegu möguleikum (samræmi og fallegt flæði) sem hver einstaklingur bjó yfir, hafði lotið í lægra haldi fyrir takmarkalausri massasöfnun.  Mér fannst að þessi íþrótt ætti e.t.v. séns (í átt til heilbrigðis) ef inní hana kæmi "function", þ.e. að við hana væri bætt keppni í þreki eða einhvers konar leikni.  Að sama skapi yrði að setja þak á massann því annars kynni fólk ekki að hætta.  Með hömlulausri lyfjanotkun var ekki ljóst hvort að nokkur takmörk væru fyrir massasöfnuninni.  Ég hætti afskiptum og fylgdist ekki einu sinni með, nema hvað auðvitað fór það ekki fram hjá manni að stóru mennirnir Jóhann Möller yngri og Jón Páll Sigmarsson létust um 1-2 árum síðar, langt um aldur fram.  Engar einhlítar skýringar eru á dauða þeirra, en í tilviki Jóns Páls þar sem talsverð opinber umræða hefur farið fram, hefur möguleikinn á skaðsemi mikillar steranotkunar nánast verið kæfður.  Jón Páll var elskaður af þjóðinni fyrir nánast barnslega jákvæðni sína, baráttuvilja, húmor og útgeislun gleði og áhyggjuleysis.  Hann varð ímynd þess að við Íslendingar gætum allt, bara ef við gæfum okkur öll í verkefnin.  Ekki ósvipað því viðhorfi sem stuðlaði að "efnahagsundrinu Ísland" sem á endanum hrundi í blindri afneitun í október 2008.  Ekkert mátti skyggja á þessa fallegu ímynd Jóns Páls og ofurhetjumynd kraftíþróttanna og enn þann dag í dag hef ég ekki séð heiðarlegt mat á þessum skuggaheimi kraftíþróttanna í riti eða mynd. 

Breytingar áttu sér þó stað og sú hugmynd sem ég fékk var greinilega í hugum margra annarra og varð að veruleika nokkrum árum síðar, þ.e. "function" kom inn í dæmið og alls kyns fitness keppnir spruttu upp.  Vinsældir strongman keppnanna hafa eflaust haft sín áhrif einnig því í þeim var mikið líf og keppendur þurftu nokkurt þrek auk gífurlegra krafta til að eiga séns á sigri.  Síðar komu einnig inn keppnir sem erlendis eru kallaðar Classical bodybuilding, þ.e. klassísk vaxtarrækt þar sem takmörk eru sett á þyngd keppenda miðað við hæð þeirra og þannig í raun sett þak á massasöfnunina.  Nafnið er athyglisvert því í því virðist felast viðurkenning á því að hin upphaflega klassíska vaxtarrækt hafi í raun ekki haft endalausan vöðvamassa að takmarki sínu.  Í rúman áratug stóð þátttaka í vaxtarrækt nánast í stað og afar fáar konur vildu taka þátt, en eftir að fitness keppnirnar byrjuðu virðist hafa losnað um stíflu í þeim efnum.  Þessar keppnir leggja meiri áherslu vissar staðalímyndir kvenleika og nýta sér ákveðin atriði úr fegurðarsamkeppnum eins og að nota háhælaða skó.  Massinn á að vera minni en mér sýnist á myndum frá keppnum fitness.is að hann sé síst minni en var áður hjá íslenskum vaxtarræktarkonum, en er auðvitað langt frá því að vera eins og þær erlendu (aðallega USA og Evrópa) voru orðnar í massastríði 9-10. áratugarins.  Ég get ekki að því gert að mér finnst þessi hugsun að vera á háhæluðum skóm í bikiníi sem myndar V-laga uppskorning beggja vegna þannig að í eitlaríkt nárasvæðið skín og rasskinnarnar berast nær alveg, en aftur kviðvöðvarnir sjást minna, vera hálfgerð keppni í því að þora að sýna það sem áður mátti ekki sýna frekar en að hafa eitthvað íþróttalegt eða fagurfræðilegt gildi.  Nárasvæðið er eitt hið óásjálegasta svæði líkamans þegar öll fita er farin í kringum eitlana og við blasa óreglulegar kúlur.  Litur sérkennilegra samfastra bikinía í módelfitness keppninni er oftar en ekki verulega sterkur og væminn með gljándi doppum eða glansandi leðri.  Aftur hugmynd sem ég tengi frekar við spilavíti, súlustaði, chorus line stelpur, cheer leaders og aðrar kynlífshlaðnar kvenímyndir, en íþróttir.  Að auki er ljóst að brjóstastækkunaræði nýfrjálshyggjumenningarinnar lifir þarna það góðu lífi að brjóst sumra keppenda hafa nánast sigrast á þyngdaraflinu.  Með því að gifta saman vöðva- og þrekíþrótt, fegurðarsamkeppni, ímyndir úr módel- og kynlífsbransanum, brúnkukremsbransann og fæðubótarbransann hafa fitnesskeppnirnar náð að líta út eftirsóknarverðar í augum fleiri ungra kvenna en áður.  Þó að það gleðji mig að massagræðgin hafi fengið þak, þá finnst mér þessi þróun í raun ekki hafa gert mikið til að gera vaxtarræktar-tengdar íþróttir heilbrigðari og þá á ég ekki bara við hið líkamlega.  Það er svo ótrúlegt að það virðist ekki vera hægt að sýna líkamsvöxt sinn án þess að gera úr því gervihlaðna glamúrsýningu.  Meðalhófið fær ekki að njóta sín. 

Annað fitness þróaðist einnig hraðbyri uppúr 9. áratugnum þó upphaf þess megi rekja 10-15 ár fyrr, en það var skokkið og svo maraþonæðið.  Æðsti draumur skokkarana var ekki lengur Neshringurinn plús 400 metra skriðsund í Vesturbæjarlauginni, heldur hálft maraþon og svo heilt árið eftir.  Svo dugði það ekki til og allir vildu teljast flottir hlupu Laugaveginn (Landmannalaugar-Þórsmörk) eða fóru í einhvers konar ofur-þolíþróttir eins og hrikaleg hjólreiðamaraþon, Vasa-skíðagangan, iron-man þrígreinar (sund, hjól og hlaup) og svo 100 eða 200 km hlaup og loks 48 klst vegalengdakapphlaup (langt í frá tæmandi listi). 

Þessar þol- og kraftíþróttir má kalla grunngreinaíþróttir því þær beinast að þessum grundvallarþáttum í líkamlegri getu, krafti og þoli.  Greinar eins og fimleikar sem komu inn með grunnþættina snerpu og liðleika auk krafta og náðu einnig meiri vinsældum á meðal almennra iðkenda. Fimleikafólk hafði oft einn besta grunninn fyrir fitness greinarnar nýju (t.d. Kristján Ársælsson margfaldur icefitness meistari).  Áður en þessar grunngreinar fóru að splæsast saman í nýjar greinar þróuðust þær í hömlulausar útgáfur sínar, þar til ákveðinn hópur fékk nóg og þörf fyrir skynsamlegar takmarkanir sköpuðust.  Enn halda menn áfram í að kanna hversu langt þeir/þær geta gengið án þess að hreinlega drepa sig (sumir drepa sig reyndar eða missa heilsuna), en blikur eru á lofti að nýjar greinar sem hafa þær lengdartakmarkanir sem þær gömlu höfðu (t.d. 800 m hlaup), en byggja á alhliða getu úr öllum tegundum grunngreinanna, séu að ná talsverðum vinsældum.  Þetta eru því nokkurs konar tugþrautir hinna almennu sportista sem krefjast ekki þeirrar miklu tækni og stærðar valla sem greinar tugþrautarinnar gera. 

Þetta eru þrekmótin Þrekmeistarinn, Lífsstílsmeistarinn, Crossfit leikarnir, BootCamp keppnin og loks Skólahreysti fyrir eldri grunnskólabörnin.  Hér er um hreinar "function" keppnir í orðsins fyllstu merkingu að ræða því gríðarlegt alhliða þol, líkamsstyrk, snerpu og að nokkru liðleika þarf til að ná árangri í þessum mótum. 

Þrekmeistarinn og Lífsstílsmeistaramótið byggja á 10 greina braut sem ljúka á á sem bestum tíma en Crossfit leikarnir er mót með breytilegum æfingum sem sameina krafta og snerpu lyftingagreinanna tveggja (ólympískar og kraft) auk greina úr vaxtarrækt (t.d. upphýfingar), gamallar útileikfimi (burpees hopp), ýmissa áhalda (ketilbjöllur og þyngdarboltar) og gamla góða skokksins (en upp brekku að hluta).  Áberandi er að þátttakendur í þessum þrekmótum koma úr öllum áttum íþrótta og öllum aldri.  Mjög góð samkennd og velvilji ríkir á milli keppenda þrátt fyrir harða keppni um toppsætin.  Mikil íþróttamennska ríkir og ekkert prjál er í gangi.  Það er því að skapast ákveðin þrekmótamenning sem lofar góðu.  Helsti vandinn hefur verið að fá keppendur til að framkvæma allar æfingar rétt og ganga sumir þeirra á lagið ef dómarar eru linir og kjarklitlir við að refsa fyrir ógildar lyftur.  Keppendum til hróss má þó segja að þeir hafa verið mjög umburðarlyndir gagnvart mismunun sem þetta hefur stundum skapað og er það til marks um þann almenna anda gleði yfir þátttöku og jákvæðni sem hefur ríkt. 

Nú í fyrsta sinn í ár er efnt til svokallaðrar þrekmótaraðar 4 keppna þar sem allir helstu aðilar þrekmóta munu krýna allsherjar meistara þrekmótanna eftir að keppni í mótunum öllum líkur.  Samstarfsaðilarnir eru Lífsstíll í Keflavík (Lífsstílsmeistarinn 14. mars), CrossFitSport (Kópavogi og Seltjarnarnesi, CrossFitleikarnir 23. maí) BootCamp (BootCamp-leikar) og Þrekmeistarinn Akureyri (Íslandsmót þrekmeistarans í nóvember).  Allt eru þetta ný mót nema Þrekmeistarinn og því er að skapast mikil breidd og fjölbreytni í þrekmótum. 

Crossfitleikarnir eru nýafstaðnir og reyndi þar meira á kraftaþátt þreksins en í Þrekmeistaramótunum og Lífsstílsmeistaranum.  Leikarnir voru haldnir úti á malbikiðu plani í Elliðaárdalnum móts við Ártúnsbrekkuna.  Þessi útivera skilaði algerlega nýjum og ferskum vinkli á sportið og aðrar áherslur mótsins miðað við hin skiluðu breyttri sætaröðun keppenda því hreint þol (aerobic endurance) hafði minna að segja. Almennt var mikil ánægja með mótið og dómgæslan tókst að mestu með ágætum.  Crossfitleikarnir eru sérstakir að því leyti að þeir skiptast tvær deildir keppenda, meistaraflokk og almennan flokk, þannig að hinn almenni "dútlari" eins og ég gátu tekið þátt án þess að lenda í beinum samanburði við "ofurmennin" í meistaradeildinni.  Keppendur í almenna flokknum hjá konum og körlum voru þó almennt í góðu formi.  Má segja að þáttaka mín hafi verið ákveðin núllstilling, þ.e. þá sást hvað hinir voru í góðu formi miðað við hinn almenna kyrrsetumann (hef bara æft þetta í 2 mánuði).  Áberandi var að allir fengu hvatningu og mottóið var að ljúka sínu, sama hver tíminn væri.  Íþróttaandi jafnræðis og virðingu fyrir jákvæðri viðleitni sveif því yfir Elliðaárdalnum þennan tiltölulega veðurmilda laugardag.  Sérstaklega fannst mér ánægjulegt að sjá hversu ríka hvatningu til annarra keppinauta og þeirra sem áttu í mestu erfiðleikunum, kom frá Sveinbirni Sveinbjörnssyni, sigurvegara meistaraflokks karla.  Þar fer mikill íþróttamaður sem er gefandi á öllum sviðum íþróttamennskunar.  Konan mín, Soffía Lárusdóttir náði 3. sæti í almenna flokki kvenna og er ég ákaflega hreykinn af henni. 

Ég bind nokkrar vonir við þetta þreksport því í því liggja þeir möguleikar að fara ekki með það út í algert stjórnleysi og samfélagið í kringum það getur nært mjög alhliða þrek-líkamsrækt sem hentar breiðum hópi fólks.  Æfingarnar eru kröfuharðar en um leið aðlagaðar einstaklingum.  Hver og einn gerir sitt besta og oftast gott betur því með hjálp hvatningarinnar og milds jákvæðs hópeflis ná menn mun betri árangri en með því að dútla í sínu eigin horni.  Dálítið mismunandi aðferðir og áherslur eru á milli þessara æfingakerfa og virðist Cross-fit kerfið eiga erindi til breiðari aldurshóps en BootCamp kerfið sem hefur átt það til að vera talsvert óvægið og því meira innan álagsþols yngri hópsins.  Bæði kerfin hafa skilað iðkendum sínum miklum árangri.  Það er stundum stutt á milli árangurs og meiðsla og því þurfa þjálfararnir að hafa vakandi auga fyrir einstaklingum sem eru ekki tilbúnir í hörð átök og byggja þá upp hægar en hina.  Mikill áhugi á skólahreysti mótunum á örugglega eftir að skila sér í meiri þátttöku þrekmótanna þegar fram líður.  Þá held ég að þessar þjálfunaraðferðir eigi eftir að skila sér í aukni mæli í grunnþjálfun boltaíþróttanna eða annarra tæknilegra íþróttagreina.  Það verður spennandi að sjá hver þróunin verður næstu árin.  Vonandi fáum við sport sem leggur áherslu á heilbrigða hugsjón ekki síður en kappið.  Maður leyfir sér að dreyma stundum.  ;-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband